Tíminn - 17.06.1982, Blaðsíða 9

Tíminn - 17.06.1982, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR 17. JÚNÍ 1982 9 „Skoðun mín er óbreytt: að héraðsbúar við Skj álfandaflj ót eigi ekki að fallast á neina vatnaflutninga frá vatnasvæði Fljótsins, og að Landsvirkjunar- menn verði að leiðrétta mistök sín í Vonarskarði sem allra fyrst“. i 9. Jón virðist álíta að áhrif vatnabreyt- inga á farvegi og umhverfi þeirra muni verða svipuð á öræfum og á undiriend- inu i Út-Kinn, þ.e.a.s. að landið myndi þoma. Petta er misskilningur, sem sennilega stafar af því að hann blandar saman vatnsminnkun og botnshæð. í grein minni voru færð rök að þvi að minnkandi vatnsmagn myndi leiða til botnshækkunar þar sem halli landsins er orðinn mjög lítill. Hallinn á Fljótinu er ekki nema 1 metri á 5-6 kilómetrum þar sem hann er minnstur. Botnshækkun getur auðveldlega leitt til hækkunar á yfirborði vatnsfallsins, þó vatnsmagnið sjálft minnki. Það er staðan á yfirborði vatnsfallsins, sem ræður úrslitum á framræslugildi þess, en ekki vatnsmagn- ið sem það flytur. Mig brestur kunnug- leika til að fullyrða neitt um áhrif á gróðurfar á öræfunum, en ég ætla að Sigurður Þórisson á Grænavatni sé ekki ókunnugri þarna suðurfrá en Jón i Hliðskógum, en hann taldi vatnatöku suður neikvæða fyrir gróðurinn á hálendinu. 10. Um fossa ræddi ég ekki mikið í grein minni, en minnti þó á þá og nefndi aðeins Goðafoss. Ekki aðra fossa. Verði vatn flutt frá svæðinu, minnkar að sjálfsögðu heildarrennslismagn og það hefur áhrif á fossa. Virkjun verkar sem miðlun og hefur ekki afgerandi áhrif á fossa neðan hennar sökum þess að rennslismagn breytist ekki. Ætli að við Jón getum ekki orðið sammála um það að umtalsverð vatnataka muni draga úr vörzlugildi Fljótsins fyrir sauðfé þegar á allt er litið, en mismunandi mikið eftir staðháttum. 11. Mér er ekki kunnugt um hversu mikill áhugi Landsvirkjunar á þessu vatnamáli er. En mér virðist auðsætt að virkjunaraðilar leitist oft við að fara á bak við fólkið í héruðunum með áform sín, undirbúi virkjanimar áður en þeir leita umsagnar viðkomandi héraðsbúa. Þannig var farið að við undirbúning Laxárvirkjunar á sínum tima, við undirbúning Blönduvirkjunar, og i Vonarskarði var vatnið tekið einhliða án þess að spyrja um leyfi. Það er því fuli ástæða til að vera vel á verði. Ég er ekki að halda þvi fram, að umráðamenn landsnytja og landsréttinda eigi að sýna óbilgirni eða andstöðu við virkjanir að ástæðulausu, fjarri fer því. En þeir verða að vera ákveðnir og sýna einurð þegar þess þarf með, annars má búast við að umráðin verði af þeim tekin, sjálfkrafa. Það er ekki alltaf auðvelt að komast hjá fórnum í þágu virkjana, umhverfisleg- um eða gróðurfarslegum, en fyrir þeim fómum þurfa að liggja fullnægjandi rök. Héraðsbúar ættu að geta orðið sam- mála um það, að réttara sé að færa einhverjar slíkar fórnir i þágu héraðsins en í þágu virkjana á Suðurlandi. Við höfum engar skyldur við Landsvirkjun varðandi vatnabreytingar, ekki hefur hún upphaflega byggt upp sitt virkjana- kerfi í vatni norðan fyrir vatnaskil, enda ósannað með öllu, að það yrði meira en svo hagkvæmt. Er ekki einboðið að héruðin sjálf njóti sinna gagna og gæða óskiptra? Ég sé ekki ástæðu til að fjölyrða öllu meira um þetta mál að sinni. Mér færari menn urðu fyrri til að koma auga á hinar margvíslegu hættur þess, þó ég vekti á þeim athygli í örstuttri blaðagrein i nóv. sl. Ég bjóst reyndar við að einhverjum þætti miður, en ég gerði það samt, að vel athuguðu máli, og sé ekki eftir þvi. Ég er Jóni i Hlíðskógum þakklátur fyrir að gefa mér sérstakt tækifæri til að ræða það í blöðum. Það hefur margt skýrst og ýmsir félagafundir i héraðinu hafa nú í vor mótmælt þessum vatnaflutningum. Skoðun min er óbreytt: Að héraðsbú- ar við Skjálfandafljót eigi ekki að fallast á neina vatnaflutninga frá vatnasvæði Fljótsins, og að Landsvirkjunarmenn verði að leiðrétta mistök sin í Vonar- skarði sem allra fyrst. Sandi 6. júní 1982 Friðjón Guðmundsson að þar haldi á penna maður með heilbrigða hugsun. Málflutningur hans er keimlikastur orðræðum drykkju- manna á þvi ölvunarstigi, þegar áfengis- neyslan er hvað dýrðlegust, að þeirra meiningu, og þeir illyrðast út i allt sem þeir óttast að muni spilla fyrir sér dásemdinni. Ég skil bara ekki hvernig vesalings maðurinn getur talið sig hafa rétt til að skrifa svona, ef hann hefir verið með réttu ráði. Páll lýsir ánægju sinni yfir þeim félagsskap, sem vinnur að því að bjarga þeim mönnum sem ekki þola áfengis- neyslu, og þar kemur að því að ég get tekið undir orð hans af heilum hug. Ég dái þá starfsemi og undrast árangurinn. En er nauðsynlegt að láta skera úr um það hvort maðurinn þolir áfengi eða ekki? Ég er einn þeirra manna, sem aldrei hafa bragðað áfengi, og svo sannarlega sé ég ekki eftir 'því. Og ég held ég megi fullyrða að grönnum minum og góðvin- um hafi aldrei fundist það nein vöntun. Ég þykist þvi vera lifandi sönnun þess að hófleg áfengisneysla sé alls ekki nauðsynleg, og svo má guði fyrir þakka, að þær sannanir eru fjölmargar. Þó ég sé hrifinn af björgunarstarfí þessara manna, sem Páll minntist á, þá dylst mér ekki, að þeir virðast ekki hafa mikinn hug á að byrgja brunninn, heldur sýna afburða hugkvæmni og dugnað við að bjarga barninu áður en það drukknar og lifga það. Og það er nú svo, að meiri sögur fara af þvi að bjarga hverju barninu af öðru upp úr brunninum heldur en hinu - að loka honum svo barnið geti ekki opnað. Meira að segja getur einhverjum Páli dottið í hug að álasa fyrir að meina börnunum að raða sér á brunnbarminn, sem gæti vakið marga dularsýn í djúpi vatnsins. Vissulega eru fjölmörg dæmi þess að bindindisfélagsskapurinn hafi bjargað hóflausum áfengisneytendum þannig, að þeir hafa tekið þátt i starfinu og sigrað sjálfa sig með aðstoð félaga sinna, en hinir eru þó margfalt fleiri, sem sá félagsskapur hefir forðað frá að vera undirlagðir ógæfu áfengisnautnarinnar. Þá er bara ekki hægt að telja, þvi hver sannar nema þeir hefðu einir og óstuddir verið bindindismenn. En það eru Páll og hans sálufélagar sem alltof mörgum æskumönnum hefir orðið að fótakefli að hlýða á. Viðvikjandi lokunar-fyrirskipun ráð- herrans er það eitt harmsefni, að hún virðist ekki hafa orðið nógu árangursrik, eftir þeim fregnum að dæma, sem borist hafa af helgargestum i Húsafellskógi. Kristján Jónsson Snorrastöðum landbúnaðarspjall ' ■ Komskurdur i A-Landeyjum austið 1981. - Mynd: Matthías Eggertsson, Aukabúgreinar ■ t síðastliðnum mánuði birtist grein eftir mig í Dagblaðinu/Vísi, sem hafði yfirskriftina „Aukabúgreinar, sem gleymdust“. Þar var átt við alifugla- og svínarækt. í inngangi greinarinnar var lítilshátt- ar fjallað um loðdýrarækt. Ýmsum mönnum þótti það heldur neikvætt, sem þar var skrifað. Það var sennilega alveg rétt ályktað, ef menn áiíta að loðdýrarækt sé eina búgreinin, sem geti komið í stað þeirra hefðbundnu. Ég geri ráð fyrir að undantekningar- laust séu starfsmenn bændasamtak- anna þeirrar skoðunar, að loðdýra- rækt eigi eftir að verða veruleg lyftistöng fyrir íslenska bændur. Þó finnst mér það heldur ótrúlegt, að ekki geti komið til erfiðleika í þessari búgrein. Það eru og hafa verið miklar verðsveiflur á loðskinnum. Verðið hefur verið á uppleið undanfarin ár, það gæti komið afturkippur á næstu árum. Þeim varnarorðum vildi ég því beina til bænda, að verða ekki um of háðir loðdýraræktinni. Það gæti verið ákjósanleg stefna, að bændur stæðu saman að uppbyggingu loðdýrabúa. Fjárfestu ekki um of. Reyndu eftir fremsta megni að nýta þann tíma, sem gefst frá venjulegu búskaparsýsli, til að búa í haginn fyrir loðdýrin. Þeir bændur og aðrir, sem náð hafa góðum tökum á loðdýraræktinni og hafa öðlast reynslu eru líklegri til að standast, þótt nokkurt timabundið verðfall yrði á skinnum. Það er ekki neitt fjarri lagi að láta sér detta i hug að um 1000 bændur gætu haft einhverjar tekjur af loðdýra- rækt og að þvi marki verði náð á næstu fimm árum. Það var ekki ætlunin að skrifa um loðdýrarækt að þessu sinni, en þetta þótti mér nauðsynlegur inngangur. Hér á eftir mun ég fjalla lítilsháttar um kornrækt sem „aukabúgrein", en á næstunni munu svo birtast fleiri greinar hér á síðunni um aukabúgrein- ar. Komrækt nýir möguleikar Síðastliðin 50 ár hefur kornrækt verið stunduð á Sámsstöðum i Fljóts- hlíð. Fyrst að frumkvæði Klemensar Kristjánssonar tilraunastjóra, en siðan hann lét af störfum hefur Kristinn Jónsson tilraunastjóri haldið áfram kornrækt á Sámsstöðum með góðum árangri. Nokkur undanfarin ár hefur bygg einnig verið ræktað á Þorvalds- eyri undir Eyjafjöllum. Þá hafa bændur í A-Landeyjum hafið samstarf í ræktun byggs. Mjög miklar líkur eru á, að ræktun byggs geti reynst bændum hagkvæm á svæðinu, frá Eystri- Rangá í vestri að Hornafirði í austri. Á þessu svæði þarf að vinna markvisst að uppbyggingu kornræktar og þá fyrst og fremst ræktun á snemmþroska byggafbrigðum. Til- raunir hafa verið gerðar á vegum Rannsóknastofnunar landbúnaðarins með ýmis byggafbrigði. Það er þvi góð vitneskja um þau afbrigði, sem helst koma til greina að rækta hér á landi. Einnig er hægt að byggja á reynslu þeirra Kristins á Sámsstöðum og Eggerts á Þorvalds- eyri. Skipulögð komrækt Ekki eru allar sveitir á Suðurlandi vel fallnar til komræktar, það verður að gera úttekt á svæðinu og velja þá staði, sem henta best til kornræktar. Á þeim svæðum ætti að stofna sérstakar kornræktardeildir innan bún- aðarfélaganna. Þær hefðu með sér samstarf m.a. um kaup á velum og sáðvöru. Fyrir mörgum árum gerðum við Óli Valur ráðunautur smá tilraun með mismunandi byggafbrigði í Öræfum. Uppskeran var ekki mikil, enda var ekki nægilega vel staðið að þessari tilraun. Samt sem áður hefi ég mikla trú á, að ræktun byggs mundi takast vel í flestum árum á þó nokkuð stóru landsvæði í Öræfasveit. Bændur þurfa að öðlast nokkra reynslu í ræktun byggs. Þessvegna er rétt að fara hægt af stað, hliðstætt og bændurnir i A-Landeyjum. Fyrsta árið rækta bygg í 1-3 ha. og auka síðan við ef vel hefur tekist til. Það þarf að móta ákveðna stefnu i kornræktinni og aðstoða bændur við að framfylgja henni. Hver veit, nema að þá yrði kornrækt fastur liður í búskap nokkurra bænda á Suður og S-Austurlandi. Tekjur sem hún gæfi af sér gætu vegið eitthvað á móti því tekjutapi sem bændur verða fyrir vegna samdráttar i hefðbundnum búskap. Auk þess sem kornrækt innanlands sparar gjaldeyri og skapar vinnu. Þá er heldur ekki óhugsandi að brauðgerð úr innlendu korni eigi eftir að aukast. Við verðum varla stórtækir i kornræktinni hér á landi, en verulegan stuðning gætu bændur í veðursælli sveitum landsins haft af henni. Agnar Guðnason, blaðafulltrúi, skrifar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.