Tíminn - 17.06.1982, Blaðsíða 8

Tíminn - 17.06.1982, Blaðsíða 8
8 mmm FIMMTUDAGUR 17. JUNI1982 Utgefandi: Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Gisli Sigurðsson. Auglýsingastjúri: Steingrímur Gislason. Skrifstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdóttir. Afgreiöslustjóri: Sigurður Brynjólfsson Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Ellas Snæland Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V. Ólafsson. Fréttastjóri: Páll Magnússon. Umsjónarmaður Helgar-Timans: lllugi Jökulsson. Blaðamenn: Agnes Bragadóttir, Alli Magnússon, Bjarghildur Stefánsdóttir, Egill Helgason, Frlorik Indriðason, Heiður Helgadóttir.lngólfur Hannesson (iþróttir), Jónas Guðmundsson, Kristinn Hallgrlmsson, Kristin Leifsdóttir, Sigurjón Valdimarsson, Skafti Jónsson, Svala Jónsdóttir. Útlits- teiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson. Ljósmyndir: Guojón Einarsson, Guojón Róbert Ágústsson, Elin Ellertsdóttir. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir: Flosi Kristjánsson, Kristin Þorbjarnardóttir, Maria Anna Þorsteinsdóttir. Rltstjórn, skrifstofur og auglýsingar: Siðumúla 15, Reykjavik. Sirni: 86300. Auglýsingasimi: 18300. Kvöldsímar: 86387 og 86392. Verð I lausasölu 8.00, en 10.00 um helgar. Áskrift á mánuði: kr. 120.00. Setning: Tæknldeild Timans. Prentun: Blaðaprent hf. á vettvangi dagsins MIKLIR MÖGULEIKAR ¦ Steingrímur Hermannsson, formaður Fram- sóknarflokksins, dró upp dökka mynd af efnahags- ástandinu í viðtali, sem birtist við hann í Tímanum 8.þ.m. Þessi mynd var þó engan veginn dekkri en ástandið raunverulega er. Við verðfall, markaðstap og sölutregðu hefur bætzt hrun loðnuveiðanna og stórfelldur samdráttur þorskveiðanna. Allar horfur eru á, að þjóðartekjur minnki um þrjá af hundraði á þessu ári og jafnvel meira. Undir þessum kringumstæðum dugir ekki annað en að rifa seglin. En þótt vandinn sé mikill nú og geti orðið það næstu misseri er engin ástæða til að horfa með svartsýni til framtíðarinnar. Efnahagskreppunni'' mun linna er- lendis áður en langur tími líður og íslendingar ættu þá að geta treyst á hagstæðara verð á útflutningsvörum og rýmri markaði. Loðnan og þorskurinn hafa ekki yfirgefið íslandsmið, þótt dregið hafi úr göngum þeirra um stund. Það er því full ástæða til þess að rifja hér upp þau ummæli, sem Steingrímur Hermannsson lét falla í lok viðtalsins, en þau voru á þessa leið: „En þótt allt, sem ég hefi sagt kunni fyrst og fremst að einkennast af svartsýni, efast ég þó ekki um mikla möguleika íslensku þjóðarinnar til enn aukinnar hagsældar og betra mannlífs. Ört batnandi afkoma undanfarinna ára hefur blindað okkur. Við höfum ekki náð að fóta okkur á toppnum, en það hlýtur að takast/' Ef íslendingum tekst að fóta sig nú og snúast af manndómi gegn aðsteðjandi erfiðleikum, er vissulega engin ástæða til að kvíða framtíðinni. Möguleikar þjóðarinnar til aukinnar hagsældar og betra mannlífs, felast ekki aðeins í fiskimiðunum, vatnsaflinu og gróðurmoldinni. Þeir búa öðru fremur í framtaki og hæfni þjóðarinnar sjálfrar. Ýmsir blína á stóriðjuna sem hina einu lausn. Sjálfsagt er að gefa henni góðar gætur, en hún er ekki eina úrræðið. Síðan hið mikla atvinnuleysi kom til sögu í vestrænum löndum, hefur vaxið stórlega skilningur á gildi svokallaðra minni iðnfyrirtækja, sem byggjast á hugviti og framtaki viðkomandi einstaklinga. Forstöðumaður Hafrannsóknastofnunarinnar sagði nýlega athyglisverða sögu. Hann sýndi háttsettum Rússum, sem hér voru á ferð til að kynna sér sjávarútveg, ný tölvutæki í fiskvinnslustöð. Fyrirliði Rússanna spurði undrandi: Hvaðan úr heiminum fáið þið þetta? Svar forstöðumannsins var stutt og laggott: Frá ísafirði. Á sviði rafeindaiðnaðarins hafa íslendingar tví- mælalaust mikla möguleika svo að aðeins eitt dæmi sé nefnt. íslenska þjóðin þarf víssulega ekki að kvíða framtíðinni, þótt á móti blási um stund. Þetta veltur þó á því, að hún taki erfiðleikum skynsamlega, hagi sambúð sinni við sjó og land á réttan hátt, rækti vel gamlar menningarerfðir og gerist engum háð. Þá mun 17. júní jafnan geta verið sannur hátíðisdagur. Þ.Þ. Enn um Vonar- skardsveítu eftir Fridjón Gudmundsson ¦ í hclgarblaði Tímans 8.-9. maí sl. birtist grein eftir Jón Aðalstein Jónsson, Hlíðskógum í Bárðardal. „Rafmagns- framleiðsla og Vonarskarðsveita", og er svar við grein minni „Vonarskarðs- veita", sem birtist í Tímanum 19. febrúar s.l. f greinarlok segir Jón: „Ég vonast til að fá ekki ástæðu til að skrifa meira um þetta mál í blöð og þykir miður að til þess skyldi koma". Þó ég þykist skilja hvað Jón á við, fæ ég ekki séð að hér sé um nokkurt feimnismál ao ræða. Mér sýnist ástæða til að gera nokkrar leiðréttingar og athugasemdir við grein hans og skal nú að þeim vikið. 1. Ég er sammála Jóni um það að yfirráðum lands og orkuréttinda fylgir mikil ábyrgð, þ.e.a.s. að ekki megi misnota þann rétt. En það er sitt hvað óbilgirni og einurð. Ég tel að með grein minni Vonarskarðsveita hafi ég fært nokkuð sterk rök fyrir þvi að andstaða við umræddar vatnabreytingar flokkað- ist undir einurð, en ekki óbilgimi. Með henni væri einfaldlega leitast við að standa á rétti héraðsins og andæfa gegn afsalilandsnytja.ogforðastlandsspjöll. 2. Næst vil ég leiðrétta skekkju, sem komst inn i grein mína. Þar stendur þetta: „Hann telur að framburður Fljótsins sé að meiri hluta tilkominn vegna botnssvörfunar i farveginum". Málsgreinin á að vera þannig: „Hann telur að framburður Fljótsins sé að meiri hluta foksandur af Sprengisandi, en að minni hluta til kominn vegna botn- svörfunar í farveginum". Af þessum ástæðum m.a. myndi virkjun hafa önnur áhrif á farvegi en vatnstaka, þar sem meiri hluti framburðar á upptök sín ofan virkjunar. Uppistöðulónið tæki þv! við miklu framburðarmagni, og vatnsmiðl- un hefði ekki eins skaðleg áhrif á farveg Fljótsins niðri á sléttlendinu og vatna- breyting. 3.Það má telja nokkurnveginn vist að óhreinkan í Fljótinu s.l. sumar stafaði af mistökum Landsvirkjunar, a.m.k. að nokkru leyti. Jón Sigurgeirsson.Árteigi Ljósavatnshreppi hefur staðfest að Landsvirkjunarmenn hafi viðurkennt það fyrir sér, að varnargarður i Vonarskarði hafi brostið og vatn sem átti að veita suður hljóp norður, og er ekki að efa að leir og óþverri hafi fylgt þar með. 4. Ég ætla ekki að véfengja það, að vatnaskil í Vonarskarði kunni að vera óglögg, eða á reiki. En mín meining er auðvitað sú, að vötnin eigi að ráða sér þarna sjáif, mannshöndin eigi ekki að gripa þar inn í. 5. Við Jón erum sammála um að við viljum hafa jökulvatnið í fljótinu, en það sem ber á milli er að hann vill láta það vatn, sem kemur úr Vonarskarði - litið að vísu að hann telur - fil 10-15 ára, en ég ekki. Nú hef ég ekki tölur um það rennslismagn, sem um gæti verið að ræða, en sé þetta litið mál fyrir héraðsbúa, að láta vatnið, hlýtur það einnig að vera litið mál fyrir Landsvirkj- un. Auk þess vil ég segja, þó ég þekki ekki aðstæður, að ég dreg hreinlega í efa, að unnt yrði með góðu móti að koma vatnsföllum í sina fyrri farvegi eftir 10-15 ár. Af þeirri ástæðu einni, þó ekki kæmi fleiri til, er ekki unnt að treysta því, að við fengjum vatnið nokkru sinni aftur. Á það skal einnig bent, að Tungnafellsjökull og umhverfi ásamt Vonarskarði hefur verið sett á svokallaða náttúruminjaskrá og er stofnun friðlands þar talin æskileg. 6. Jón talar um að vatnaflutningur „gæti orðið okkur sú rannsókn er við þurfum að fá til að þekkja afleiðingar virkjunar". Þetta er nú nokkuð óljós hugmynd. Og ef þessi orð eiga að skiljast á þann veg að vatnaflutningar séu nokkurskonar tilraunastarfsemi um áhrif vírkjunar, þá held ég að það sé á miklum misskilningi byggt. Mér finnst þetta tal um rannsóknir æði oft nokkuð þokukennt. Það ber jafnvel á því í fundarsamþykktum að svo sé. Rannsóknir verða að hafa ákveðið markmið. Varðandi vatnasvæði Fljóts- ins má hugsa sér þrennskonar markmið: I fyrsta lagi í þágu fiskiræktar. Það er enginn ágreiningur þar um, þær væru mjög æskilegar. í ððru lagi i þágu virkjunar. Það mál er varla komið á umræðustig. í þriðja lagi: í þágu hugsanlegra vatnabreytinga. Rannsókn- ir hljóta að vera stefnumarkandi. Með því að óska eftir eða fallast á rannsóknir í þágu vatnabreytinga værum við auðvitað að opna umræður og samninga- umleitanir um þær. Það er min sannfæring að þetta eigum við ekki að gera. Það hefur löngum þótt varhuga- vert að rétta fram litla fingurinn. Ég hefi ekki nokkra trú á því að Landsvirkjun sjái sér fært að taka á sig miklar skuldbindingar eða kosfnað við rann- sóknir varðandi þetta mál, nema að hún fái svo mikið vatn í staðinn að hvorugur okkar Jóns i Hliðskógum geti fallist á að færa þær fórnir. Hér er því um tómt mál að tala, að mínu áliti. 7. Þó Vonarskarð sé í um 900-950 metra hæð yfir sjó, er nokkurnveginn víst að vorleysingar þar séu hafnar um líkt leyti og aðalvorflóðin koma i Fljótið, í maí og júni eftir árferði og hafi því umtalsverð áhrif á þau. Fræg er för Sturlu í Fljótshólum suður yfir Sprengisand í maímánuði 1916, en þá var mikið vetrarríki í byggð í Þingeyjarsýslum og dæmafá snjó- þyngsli, og hugði hann að svo myndi vera suður yfir öræfin. En þegar kom suður á milli Tungnafellsjökuls og Hofsjökuls rann allt í sundur af sólbráð, ár i vexti og vatnsagi undan jöklunum. Sprengisandur er í 800-850 metra hæð. Þetta sýnir glöggt, að leysing hefst þarna á hálendinu fyrr en ætla mætti vegna þess hversu loftið hitnar af sól á löngum vordögum. 8. Vatnavextir í júli og ágúst, sem stafa mest af leysingum á jöklum og úrkomu, munu varla hafa umtalsverð áhrif á framburð Fljótsins, og erum við Jón að mestu sammála um það. Hvað heldur Páll að hann sé? ¦ Einhver Páll Magnússon, sem ég þekki ekki sporð né höfuð á, skrifar i Timann 30. mai sl. grein með þessari fyrirsögn: „Hvað halda mennirnir að þeir séu?" Hreytir hann þar illyrðum i fjármálaráðherra fyrir að láta loka áfengisútsölunum föstudaginn fyrir hvitasunnuna. Segir hann að kona hafi hringt á blaðið - sennilega Tímann - og spurt í forundrun, hvort það gæti verið, að ráðherra hefði leyfi til að deila og drottna með þessum hætti. Konunni kom þetta sérstaklega illa þvi hún átti von á börnum sínum heim frá Frakk- landi eftir langa dvöl ytra, og ætlaði hún að skála fyrir heimkomunni og borða siðan góðan mat með tilheyrandi víni. Aumingja móðirin. Ég vona heilshugar að henni komi ekki i koll þessi hugsunarháttur, en skelfing er ég hræddur um að það hendi æði oft. Svo heldur greinarhöfundur áfram og lætur köpuryrðin dynja á bindindishreyf- ingunni og ræfildómi stjórnmálamann- anna, sem „hafa látið þessa fámennu hópa teyma sig á asnaeyrunum gegnum áralangt bjórbann, og verið hallir undir ýmiss konar boð og bönn að öðru leyti." Já, maður hefir nú fyrr heyrt og séð boðum og bönnum antignað, en halda þeir sem það gera að affarasælla yrði að stundarhagnaður og augnablikshughrif einstaklinga réðu þvi hvað rétt er og rangt? Og skyldi ekki heldur vera von á farsæld ef leiðin er lögð að yfirsýn bestu manna? Stjórnarfari hér á landi er, sem betur fer, svo háttað að til forustu veljast ekki gikkir og gapuxar, þó mér finnist ekki alltaf þeir æskilegustu við völdin. Ég hefi nú lítið farið um Reykjavíkur- götur, en sl. vetur sat ég þó nokkuð oft í bíl hjá mönnum, sem þar áttu leið um. Þar eru eins og menn vita, leiðbeiningar- ljós á mörgum gatnamótum, og bannað að fara yfir gatnamótin á meðan rautt ljós er á götuvitanum, en ósköp kom það oft fyrir að auðvelt var að skjótast yfir gatnamótin öllum að meinalausu hefði þetta bann ekki verið. Ættu þá þeir sem bíða - og stundum liggur á - að fyilast andúð við bannið og telja það sér til stórbölvunar. Nei, Páll, boð ogbönn eru að margföldum meirihluta lífsnauðsyn- leg. Páll segir: „Nú er ég þeirrar skoðunar að áfengisvarnaráð geri eklri hið minnsta gagn í baráttunni gegn áfengissýkinni sem slíkri. Þaðan af siður hefur orðið nokkurt gagn af samanlagðri templara- og stúkuhreyfingunni i landinu." Og hann heldur áfram í svipuðum dúr, en ég minni ekki á meira, enda erfitt að sjá

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.