Tíminn - 17.06.1982, Blaðsíða 11

Tíminn - 17.06.1982, Blaðsíða 11
FIMMTUDAGUR 17. JÚNÍ 1982 11 Umsjónarmaður útitaflsins, Ólafur Lárusson. OfT TEFLDAR HÖRKUSKÁKIR segir umsjónarmaður útitaflsins, Ólafur Lárusson ■ „Hér eru oft tefldar hörkuskákir. Á góðviðrisdögum er ásóknin svo mikil að taflmennirnir eru á hreyfingu næstum hverja einustu minútu,“ sagði Ólafur Lárusson, sumarstarfsmaður hjá skrúð- görðum Reykjavikur og umsjónarmað- ur útitaflsins við Bernhöftstorfu. -Verður teflt á þjóðhátiðardaginn? „Já. Ég reikna með því. Að minnsta kosti ef veðrið verður þokkalegt" -Ert þú í fullu starfi við að sjá um taflið? „Nei.nei. Langt í frá! Ég kem hingað annað slagið og lít eftir. Annars geri ég allt mögulegt, er í gróðursetningu og alhliða hreinsun á skrúðgörðum borgar- innar.“ -Er mikið að gera hjá ykkur núna vegna sautjánda júní? “Það er nóg að gera allt sumarið. En auðvitað aðeins meira fyrir sautjánda júni en aðra daga. Það verður jú allt að vera hreint og fínt,“ sagði Ólafur. „FÖRUM ÁBYGGI- LEGA I BÆINN ■ „Við erum að keppast við að fylla öll beð af blómum fyrir sautjánda júní,“ sögðu stöllurnar Rúna Alexandersdóttir og Rut Áslaugsdóttir þegar Timamenn trufluðu þær við vinnu sina á Austurvelli í gær. -Verður búið að ganga frá öllu? „Já, við reiknum með að það takist. Þótt Austurvöllur hafi allur verið sundurgrafinn fyrir örfáum dögurn." -Verðið þið svo með i hátíðahöldun- um? „Við förum ábyggilega í bæinn. En Allt skal vera frágengið á 17. júni það er óvist hvort við tökum uppá því að fara að dansa á götum úti. Það fer eftir veðrinu." —Haldiði að fólk almennt hugsi um tilefni hátiðahaldanna? „Nei. Það er sjaldgæft. Fólk er fegið að fá fri og tilbreytingu eins og á öðrum hátíðisdögum. Það er ekkert sérstaklega að hugsa um Jón Sigurðsson eða lýðveldisstofnunina,“ sögðu stúlkurnar. Fornminjar finnast hjá Mið-Sandfelli f Skriðdal: ■ Heiðin gröf, kuml, frá 10. öld, en þó hugsanlega eldri, fannst fyrir nokkrum dögum hjá Mið-Sandfelli í Skriðdal á Héraði, þegar verið var að vinna við lagningu vegar í dalnum. Urðu vega- vinnumenn varir við bein undir tönn jarðýtunnar sem notuð var við verkið, þegar verið var að ýta jarðvegi úr brbkkunni fyrir neðan eyðibýlið Mið- Sandfell. Var verkið þá stöðvað og við nánari athugun fundust fleiri bein þarna í kring. • Ekki var um mannabein að ræða heldur hrossabein og fannst beislismél hjá þeim. Þjóðminjasafninu var tilkynnt um beinafundinn, og fór Guðmundur Ólafs- son, safnvörður, austur til að rannsaka staðinn nánar. Leiddi sú rannsókn i ljós að þarna var fundin heiðin gröf, kuml, þar sem sá látni hafði fengið með sér i gröfina skartgripi og hest. „Því miður hafði jarðýtan afmáð nær öll verksummerki um gröfina en til allrar hamingju voru fáeinir sentimetrar eftir niður á grafarbotn. Þar fundust nú kringlótt næla úr silfri, mikil gersemi, skreytt fléttumunstri, og fjórar litaðar glerperlur. Engin mannabein fundust hjá skartgripunum, annað en litið brot af glerungi einnar tannar. Hjá hestinum sem lagður hafði verið til fóta hins látna fannst einnig gjarðahringja. Skartgripirnir benda til þess að þarna sé um konugröf að ræða, sem telja má að sé mjög ríkulega búin. í heiðnum sið var einnig algengt að leggja hesta i grafir höfðingja, bæði karla og kvenna. Kringlóttar nælur voru notaðar með kvenbúningi vikingaaldar og hafa áður fundist níu þannig nælur hér á landi. Nælan frá Mið-Sandfelli er þó iburðar- mest þeirra allra og merkilegur fundur", sagði Guðmundur Ólafsson, hjá Þjóð- minjasafninu, í samtali við Timann í gær. -Kás ■ Guðmundur Ólafsson, safnvörður i Þjóðminjasafninu heldur á silfumælunni góðu, og tveimur glerpcrlum sem fundust í hinni heiðnu gröf. Timamynd:G.E. Heidin gröf frá 10. öld JÚIÍ S M Þ M F P L 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 AGUST S M Þ M 2 3 9 10 11 1 8 15 16 17 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 F F L 5 6 7 12 13 14 19 20 21 Brottfarardaíar i vetraráœtlun Dússeldorf alla miðvikudaga Zurich alla sunnudaga L 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 AfíUST S M ÞM F F L 12 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 29 30 31 S M ÞM F.F u j> n j O Brottfarardagar í vetraráætlun ARNARFLUG Lágmúla^ sími 84477 ANNAR VALKOSTUR - ALLRA HAGUR

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.