Tíminn - 17.06.1982, Blaðsíða 23

Tíminn - 17.06.1982, Blaðsíða 23
FIMMTUDAGUR 17. JÚNÍ 1982 23 og leikhús - Kvikmyndír og leikhús kvikmyndahoriiið Gleðikonan og góðborgarinn LOLA. Sýningarstaður: Regnboginn. Leikstjóri: Rainer Wemer Fassbinder, sem jafnframt skrifaði handrit ásamt Peter Márthesheimer og Pea Frölich. Aðalhlutverk: Barbara Sukowa (Lola), Armin Miiller-Stahl (Von Bohm), Mario Adorf (Schuckert), Matthias Fuchs (Esslin), Helga Feddersen (frú Hettich). Myndataka: Xaver Schwarzenberger. Framleiðandi: Horst Wendlandt fyrir Rialto Film-Preben-Philipsen, Trio Film og Westdeutschen Rundfunk, 1981. ■ Mynd þessi var mikið auglýst fyrirfram sem endurgerð hinnar frægu kvikmyndar „Blái engillinn", sem gerði Marlene Dietrich fræga. En þótt sjá megi skyldleikann við sögu Heinrich Manns um Bláa engilinn i útlínum söguþráðarins, sem scgir frá þvi hvcrnig hciðvirður v "1 miðaldra maður fellur fyrir gleði- ' konu, er „Lola“ sjálfstætt verk, sem fjallar um vesturþýskt þjóðlíf. Mynd- in er framhald „Hjónabands Maríu Braun“ og lýsir þvi, hvernig Fass- binder telur að Vestur-Þýskaland á tímum efnahagsundurs þeirra Aden- hauers og Erharts hafi siðferðilega orðið að eins konar allsherjar hóruhúsi. í borginni, þar sem myndin gerist, er fjármálamaðurinn Schuckert hinn raunverulegi valdhafi. Hann er siðspilltur, nautnasjúkur og orðinn forrikur, kvæntur inn i betri slektir borgarinnar þótt konan hans líði fyrir það stundum, að hann er af „lægri“ stéttum. Schuckert er verk- taki, sem hefur orðið rikur á uppbyggingunni eftir striðið, og stjórnar öllum framkvæmdum með aðstoð vina sinna og þjóna í bæjarstjórninni og byggingarnefnd- inni. En jafnframt rekur hann næturklúbb og hóruhús, Villa Fink, og þar er Lola aðalstjarnan. Hún syngur fyrir gestina á milli þess sem hún þjónar Schuckert til sængur. Þau eiga reyndar dóttur, sem býr hjá móður Lolu. Schuckert hefur alla ráðamenn í vasanum. Þeir hafa allir auðgast og svo fá þeir ókeypis þjónustu í hóruhúsinu. Vinstrisinnaður maður, Esslin að nafni, er þó í andstöðu við Schuckert og félaga i upphafi myndarinnar, en Fassbinder sýnir með skemmtilegum hætti, hvernig jafnvel hann verður hluti af spill- ingarneti Schuckerts. Inn í þetta „eðlilega" spillta kerfi, sem Fassbinder telur sýnilega regl- una í vesturþýsku þjóðfélagi, kemur svo von Bohm, miðaldra embættis- maður, sem er ráðinn byggingarfull- trúi borgarinnar. Þetta er heiðarleg-. ur austurprússneskur embættismað- ur, sem ekki má vamm sitt vita. Það verða hins vegar tímamót í lífi hans þegar hann hittir Lolu, sem skipu- leggur fund þeirra til þess að vinna veðmál. Hann verður yfirsig ástfang- inn af henni, og telur hana hreina og saklausa. Esslin grípur tækifærið til þess að ná sér niðri á Schuckert og leiðir von Bohm í allan sannleikann um Lolu, Schuckert og Villa Fink með því að fara með hann í heimsókn þangað. Von Bohm veröur niðurbrotinn maður, en síðan ofsareiður og hyggst fletta ofan af Schuckert og kumpán- um hans fyrir samsæri um fjárglæfra. En þrá hans eftir Lolu verður öllu öðru yfirstcrkari, og hann kcmur drukkinn i Villa Fink og heimtar að fá að kaupa bliðu hennar. Þegar á hólminn kemur fellur hann grátandi á rúmið og Lola, sem á stundum fyrirlítur sjálfa sig og líferni sitt, áttar sig á þvi sér til undrunar að von Bohm elskar hana. ■ Lola á herðum eiganda sins, athafnamannsins Schuckert, i þýska hóruhúsinu. Og þannig gerist það, að von Bohm gengur að eiga gleðikonuna Lolu, sem auðvitað er í hvitum brúðarkjól, og Schuckert gefur þeim Villa Fink, hóruhúsið, i brúðargjöf! Og Lola biður ciginmanninn að doka við á meðan hún þakkar Schuckert fyrir gjöfina á sinn vanalcga hátt, þvi auðvitað tilheyrir hún áfram verktak- anum, „hinu frjálsa framtaki" eins og hann orðar það sjálfur. Það er margt i „Lolu" til að gleðja Fassbinder-aðdáendur, mörg ein- stök atriði eru frábær, myndræn uppbygging og hugmyndarik lita- notkun oft töfrandi, og mörg föst skot send á ýmsar heilagar kýr. Mario Adorf er frábær sem hinn spillti, nautnasjúki melludólgur og athafnamaður, og Múller-Stahl gerir von Bohm góð skil. Hins vegar er meginveikleiki myndarinnar, að Bar- bara Sukowa stendur engan veginn undir aðalhlutverkinu, og Lola sjálf verður því aldrei eins sannfærandi,og hún hefði vafalaust orðið i túlkun áhrifameiri leikkonu, og þyrfti að vera. Myndin er einnig ivið langdreg- in á köflum. - E.S.J £lias Snztand Jónsson skrifar ★★★ Lola ★★ Huldumaðurinn ★★★ Ránið á týndu örkinni ★★★ Fram í sviðsljósið O SkærAiðarnir Stjörnugjöf Tímans **** frábær • * * * mjög góð ■ * * góð ■ ★ sæmlleg ■ O léleg

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.