Fréttablaðið - 28.12.2008, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 28.12.2008, Blaðsíða 2
2 28. desember 2008 SUNNUDAGUR R Á Ð A M E N N Þ J Ó Ð A R I N N A R Kveðjum árið með nýju Stjórnmálatertunni! Rólegt hjá lögreglunni Rólegt hefur verið hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu síðan á föstudag. Færri voru í miðbænum aðfaranótt laugardags en við var búist. Brotist var inn í gám, vinnuskúr, nokkra bíla, rakarastofu og veitinga- stað. Lítilræði var stolið. LÖGREGLUFRÉTTIR NORÐURLÖND Lettland fær 1.300 milljarða króna í erlend lán til að bjarga landinu úr efnahagskrepp- unni. Norrænu þjóðirnar, að Íslendingum undanskildum, lána Lettum jafnvirði 319 milljarða íslenskra króna, að sögn norskra fjölmiðla, eða sömu upphæð og þær lánuðu Íslendingum. Danir, Finnar, Norðmenn og Svíar hafa unnið þétt saman að björgun Lettlands og með sama hætti og að björgun Íslands. Þetta hefur norska blaðið Address- avisen eftir Kristin Halvorsen, fjármálaráðherra Noregs. ESB lánar Lettum mest, eða meira en 530 milljarða króna. Þá veitir Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn lán að fjárhæð um 320 milljarða króna. - ghs Norrænu þjóðirnar: Lána Lettum sömu upphæð og Íslandi KRISTIN HALVORSEN Fjárlög á skjön við AGS Úkraínska þingið hefur samþykkt fjárlög sem stangast á við skilyrði Alþjóðagjaldeyrissjóðsins vegna láns til Úkraínu. Þingmenn segja að óraun- hæfar væntingar séu um hagvöxt á næsta ári. Aðstoðarmaður forseta Úkraínu segir að semja verði við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn upp á nýtt. ÚKRAÍNA VINNUMARKAÐUR Kjararáð ákvað á fundi sínum í gærmorgun að lækka laun ráðherra og þingmanna um 7,5 til 15 prósent. Mánaðarlaun forsæt- is ráðherra lækka mest, eða um tæp- lega 15 prósent, og má búast við að laun borgarstjóra, Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, lækki jafnmikið þar sem laun og launakjör borgar- stjóra á að taka mið af launum for- sætisráðherra. Lækkunin tekur gildi frá og með næstu mánaða- mótum og gildir ákvörðunin út næsta ár. Mánaðarlaun Geirs H. Haarde forsætisráðherra verða 933.679 krónur að meðtöldu þingfararkaupi. Mánaðarlaun annarra ráðherra verða 858.568 krónur að meðtöldu þingfararkaupi. Þingfararkaup verður 533.800 krónur á mánuði en var áður 562.020 krónur á mán- uði. Í tilkynningu frá kjararáði kemur fram að kjararáð ákveð- ur aðeins hluta af launum þing- manna þar sem Alþingi tekur sjálft ákvarðan- ir um álag á þingfararkaup auk þingfararkostnaðar. Þannig fái þingmenn ýmsan starfstengdan kostnað greiddan, til dæmis hús- næðiskostnað, og því geti kjararáð ekki uppfyllt þann tilgang laga að þeir þingmenn sem hæstu launin hafi lækki hlutfallslega meira en aðrir þingmenn. Kjararáð vísar til þess að upplýs- ingar um launalækkanir æðstu stjórnenda fyrirtækja á almennum vinnumarkaði séu nú farnar að koma fram. Mest hafi laun stjórn- enda fjármálastofnana lækkað en lækkun hafi einnig orðið í öðrum greinum. Búast megi við að fram- hald verði á því. Þá hafi launavísi- tala lækkað milli mánaða en ekki hafi enn verið samið um launalækk- un ríkisstarfsmanna. - ghs Kjararáð hefur ákveðið að lækka laun stjórnmálamanna um 7,5 til 15 prósent: Forsætisráðherra með milljón GEIR HAARDE Jónmundur, er Seltjarnarnes lánlaus bær? „Já, hann er fullkomlega lánlaus en samt leikur lánið við okkur.“ Seltjarnarnesbær hefur ekki tekið lán í tíu ár. Jónmundur Guðmarsson er bæjar- stjóri á Seltjarnarnesi. SAMFÉLAGSMÁL Gunnar Guðmunds- son, eldri borgari sem býr í íbúð Hrafnistu við Hraunvang í Hafn- arfirði, greiðir 175 þúsund krónur fyrir þriggja herbergja íbúð. Leigan hefur hækkað um þrjátíu þúsund krónur á einu ári. Þegar Gunnar flutti inn fyrir rúmum fjórum árum var leigan um 130 þúsund krónur. Hann íhug- ar nú að minnka við sig eða jafn- vel að kaupa sér íbúð. „Verðið hækkar hjá okkur á meðan það fer lækkandi annars staðar. Ef ég myndi kaupa íbúð þyrfti ég að greiða um 120 þúsund krónur á mánuði í afborganir.“ Hann segir þó ekki víst að hann láti af flutningum verða, enda myndi hann sakna Hrafnistu. Þar hafi hann aðgang að góðri þjón- ustu og ekki síst afbragðs útsýni. „Leigan hjá okkur fylgir neyslu- verðsvísitölu og öll okkar lán eru tengd henni,“ segir Ásgeir Ingva- son, framkvæmdastjóri hjá Naustavör, dótturfélagi Sjómanna- dagsráðs og eiganda íbúðanna. Ásgeir segir heimild í samning- um til að hækka leiguna enn frek- ar, meðal annars vegna hækkunar fasteignagjalda og trygginga. „Við höfum aldrei beitt þessum ákvæð- um heldur tekið á okkur margar milljónir sjálf vegna þessa.“ Hann segir ekki hjá því komist að hækka leigu íbúðanna í sam- ræmi við hækkun á vísitölu neysluverðs. „Lánin okkar hafa hækkað um einhver hundruð milljóna. Við þurftum að fjár- magna okkar byggingar í gegnum Íbúðalánasjóð og tókum lán til fimmtíu ára. Við verðum sjálf að geta staðið í skilum. En við þurf- um að losna við verðbólgudraug- inn. Auðvitað verðum við númer eitt tvö og þrjú að búa við stöðugt verðlag.“ Hann segir leitast við að halda töxtum í lágmarki og einnig verði á þeirri þjónustu sem fólkið kaup- ir af Hrafnistu. Hann telur fólk almennt ánægð með þjónustuna. Það segi sína sögu að þær 88 íbúð- ir sem félagið á, í Reykjavík og Hafnarfirði, séu allar fullar. Ekki hafi verið laus íbúð í að minnsta kosti þrjú ár. Sveitarfélögin hafa ekki komið til móts við félagið, að sögn Ásgeirs. „Við óskuðum eftir því á sínum tíma við Hafnarfjarðarbæ að hlífa okkur við fasteignaskött- um. Við höfum engan skilning fengið þar, ekki króna hefur verið gefin eftir.“ holmfridur@frettabladid.is Borgar 175 þúsund fyrir íbúð á Hrafnistu Leiga níræðs manns á Hrafnistu við Hraunvang í Hafnarfirði hefur hækkað um tugi þúsunda á árinu sem er að líða. Verðbólgudraugnum að kenna, segir framkvæmdastjóri Naustavarar, móðurfélags Hrafnistu og eiganda íbúðanna. LEIGUÍBÚÐIR VIÐ HRAFNISTU Leiguverð íbúða fyrir sextíu ára og eldri, sem Hrafnista leigir út, hefur hækkað um tugi þúsunda á árinu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA HEILBRIGÐISMÁL Hinir árlegu Stórtónleikar til styrktar Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna voru haldnir í Háskólabíói í gær. Í hléi var afhentur styrkur að fjárhæð 2,5 milljónir króna. Einar Bárðarson, einn af forsprökkum tónleikanna, segir að alls hafi safnast 27 milljónir í gegnum árin. Uppselt var á tónleikana í ár tíunda árið í röð en heiðursgestir voru Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráð- herra og Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri. Á tónleikunum komu fram Lay Low, Sálin hans Jóns míns, Sprengjuhöllin, Helgi Björnsson, Bubbi Morthens, Páll Óskar, Skítamórall, Ragga Gröndal, Ingó Veðurguð, Stuðmenn, Friðrik Ómar og Regína og Klaufarnir. Allir, sem komu að tónleikunum, gáfu vinnu sína. Árlega greinast tíu til tólf börn og unglingar, 18 ára og yngri, með krabbamein hér á landi. Markmið- ið með stofnun Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna var meðal annars að styðja við bakið á þeim og aðstandendum þeirra bæði fjárhagslega og félagslega. Í upphafi hafði félagið takmarkað bolmagn til framkvæmda en úr rættist með stórri landssöfnun árið 1993 þegar stofnaður var neyðar- sjóður sem meðlimir Styrktarfélagsins geta sótt um fjárstyrk úr. - ghs Góð stemning ríkti á tónleikum til styrktar krabbameinssjúkum börnum í gær: Samtökin fengu veglegan styrk STYRKURINN AFHENTUR Tónlistarmenn gáfu sem endranær vinnu sína við tónleikana sem fóru fram fyrir fullu húsi. Alls hafa tónleikarnir skilað samtökunum 27 milljónum í gegnum árin. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR LÖGREGLUMÁL Efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra skoðar nú millifærslur upp á samtals hundrað milljarða króna frá Kaupþingi á Íslandi inn á erlenda bankareikninga. Grunur leikur á að stjórnendur bankans hafi fært vildarviðskiptavinum stórar fjárhæðir á silfurfati. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöld. Greint var jafnframt frá því að efnahagsbrotadeild hefði borist ábending þessa efnis fyrir um hálfum mánuði. Um væri að ræða millifærslur upp á hundrað milljarða til annarra landa, aðallega Lúxemborgar. - ghs Efnahagsbrotadeild: Rannsakar millifærslur STJÓRNMÁL Mótmælafundir voru haldnir í Reykjavík og á Akureyri í gær. Nokkur hundruð manns komu saman á Austurvelli tólfta laugardaginn í röð. Á Akureyri tókust hátt í 80 manns í hendur, mynduðu hring og hugleiddu frið og samkennd í tíu mínútur á Ráðhústorginu á Akureyri í gær. Undanfarna mánuði hefur hópur fólks hist fyrir utan Samkomuhúsið og gengið niður á Ráðhústorg undir yfirskriftinni „Virkjum lýðræð- ið“. - ghs Mótmælafundir í gær: Hugleiddu frið í tíu mínútur HUGLEIDDU Akureyringar og nærsveitar- menn mynduðu hring og hugleiddu í tíu mínútur á Ráðhústorginu í gær. MYND/GUÐRÚN ÞÓRSDÓTTIR HEILBRIGÐISMÁL 21 hross hefur nú drepist vegna salmonellusýkingar sem hefur geisað í stóði á Kjalarnesi frá því í byrjun vikunnar. Nokkur hross eru enn þá fárveik og horfurnar ekki góðar, að sögn Gunnars Arnar Guðmundssonar dýralæknis. „Við erum voða hrædd um að hrossunum eigi eftir að fækka eitthvað meira,“ segir Gunnar Örn og telur að það skýrist á næstu tveimur sólarhringum „hvað lifir og hvað deyr“. Sýkt hross segir hann að séu nú sex talsins. Hestarnir á Kjalarnesi voru upphaflega 41 talsins. - ghs Salmonellusýkingin: Sex hross eru enn fárveik SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.