Fréttablaðið - 28.12.2008, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 28.12.2008, Blaðsíða 26
1. LONDON Teldu niður að mið- nætti með klukkunni í Big Ben og horfðu á miðborgina breytast í allsherjarflugeldasýningu. Skelltu þér svo á pöbbarölt og syngdu Auld Lang Syne ásamt kátum og drukknum Bretum. 2. AMSTERDAM Á Nieumarkt-torg- inu í Amsterdam gilda sömu reglur og í Reykjavík um flugelda: fólk má sprengja þá að vild. Taktu með þér kampavínsflösku og haltu upp á Oudjaarsdag (gamlársdag) með stæl. 3. MADRÍD Borgarbúar þyrpast á torgið Puerta del Sol í miðbænum og borða tólf vínber á meðan þeir hlusta á klukkana slá í Casa de Correos. Mundu að vera í rauðum nærfötum þar sem Spánverjar trúa því að það færi gæfu á nýju ári. 4. PARÍS Borg ljósanna skín enn skærar á gamlárskvöldi þegar stórfengleg flugeldasýning á sér stað við Eiffelturninn. Metró-lestin er ókeypis þar til klukkan 12.05 og upplagt að fara niður á Champs Elysees þar sem Frakkar hópast saman með kampavín. 5. NEW YORK Það er alveg svaka- lega kalt í stóra eplinu í desember en maður hefur nú varla upplifað alvöru gamlárskvöld nema að hafa staðið ásamt borgarbúum á Times Square og talið niður að miðnætti. 6. RIO DE JANEIRO Dansaðu á bikini ásamt tveimur milljónum Brasilíubúa á Copacabana-strönd- inni í Rio. Svo geturðu horft á flug- eldasýningu og hellt úr kampavíni í sjóinn en heimamenn trúa því að gyðja sjávarins, Yemanja, færi þér þá gæfu á nýju ári. 7. SYDNEY Ástralía er eitt af fyrstu löndum heims sem heldur upp á nýja árið þar sem hún er jú hinum megin á hnettinum. Það eru engin partí eins og partí í Sidney. 8. TÓKÝÓ Japanar halda partí í þrjá heila daga, frá 31. desember til 3. janúar. Borgin bókstaflega iðar af lífi: flugeldar, dans, söngur og borðhald. 9. TORONTO Taktu með þér hlýtt teppi og farðu í miðborgina þar sem ljósahátíðin Cavalcade of Lights á sér stað. 10. VÍNARBORG Það er svo mikið að gerast á gamlárskvöld í Vín að maður veit varla hvar maður á að byrja. Tónleikar og veisluhöld eru úti um alla borg og hápunkturinn er svo þegar Pummerin-bjallan í dómkirkju heilags Stefáns hringir inn nýja árið. TÍU BESTU ... BORGIRNAR TIL AÐ SKEMMTA SÉR Á GAMLÁRSKVÖLD BSÍ , 101 Reykjavík , 562-1011, main@re.is, www.flybus.is Áætlunarferðir Flugrútunnar eru í tengslum við allar komur og brottfarir flugvéla um Keflavíkurflugvöll Alltaf laus sæti www.flybus.is NJÓTTU ÞESS AÐ FERÐAST Á EINFALDAN HÁTT ÞÚ KEMST ÞANGAÐ MEÐ OKKUR! Flottir skór sem halda þér þurrum og hlýjum verð frá 5.900 kr.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.