Fréttablaðið - 28.12.2008, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 28.12.2008, Blaðsíða 14
14 28. desember 2008 SUNNUDAGUR ➜ VERSTU BÓKATITLARNIR 2008 B ækur skipa veigamikinn sess í jólahaldi landsmanna. Frétta- blaðið efndi til samkvæmis- leiks nú á aðventu. Leitaði til 23 álitsgjafa með það fyrir augum að finna besta og versta bóka- titil ársins 2008. Valið hefur ekkert með efni eða innihald bókanna að gera heldur það eitt hvort titillinn hitti í mark að mati sérfræð- inga blaðsins: „Ég er villuráfandi miðaldra sauður á Þorláksmessu sem þarf að kaupa tíu jólagjafir á klukkutíma milli heimsókna á öldurhús bæjarins til að drekkja kreppuá- hyggjum sínum,“ sagði einn álitsgjafinn. „Þar að auki er það bjargföst trú mín að alþýða manna lesi ekki bækur. Þær eru gefnar til jóla og enda uppi í hillu. Þess vegna skiptir góður titill og sannfærandi kápa öllu máli.“ Álitsgjafarnir eiga það sammerkt að vera smekkvísir og bókelskir. Einkennandi var hversu mjög atkvæðin dreifðust sem sannar hið forkveðna að smekkur manna er misjafn – á þessu sviði sem öðrum. Álitsgjafarnir voru beðnir um að nefna þrjá bestu titlana og þrjá þá verstu, því ekkert er ljós án skugga, og fengu titlarnir svo stig samkvæmt for- gangsröðun: Sú sem var nefnd efst hlaut fimm stig, sú í öðru sætinu þrjú og sú sem var nefnd þriðja í röðinni hlaut eitt stig. Sem sagt hávísindaleg könnun – eða þannig. Niðurstaðan kemur á óvart. Rökkurbýsnir besti bókatitillinn í ár – 10 ráð sá langversti Rithöfundar eiga margir andvökunætur þegar þeir standa frammi fyrir því mikilvæga vali að finna titla á bækur sínar. Enda þarf góður bókatitill að fela ýmislegt í sér: Vera forvitnilegur, meitlaður, söluhvetjandi auk þess að lýsa umfjöllunarefni bókar- innar. Jakob Bjarnar Grétarsson og Sigríður Björg Tómasdóttir leituðu álits 23 einstaklinga. 1. 10 ráð til að hætta að drepa fólk og fara að vaska upp eftir Hallgrím Helgason 38 stig – tíu tilnefningar Orðaleikjasnillingurinn Hallgrímur Helgason „sigrar” með yfirburðum með 10 ráð til að hætta að drepa fólk og byrja að vaska upp sem álitsgjöfum þykir langur og þvælinn titill og ekkert fyndinn. „Á að vera sniðugt en kemur út eins og asnalegt grín í menntaskólablaði. Hallgrímur á suma bestu bókartitla í íslenskum samtíma, eins og Rokland og Þetta er allt að koma, en þetta er bara gelgjulegt og halló.” Einn var á því að titillinn væri skemmtilegur í fyrstu en þreyttist fljótt. „Veldur því að fólk annaðhvort nennir ekki að bera titilinn fram eða fer vitlaust með hann.” Og: „Hér er Hallgrímur mjög óhittinn. Það er eins og 14 ára unglingur sé að reyna að vera sniðugur í nafni á vorprófsritgerð.” Annar sagði: „Ææææ…! Voðalega mikið verið að reyna að gera eitthvað sniðugt, en því miður titillinn skýtur sig í fótinn og nær aldrei að byrja að vaska upp!” Álitsgjafar tala um klisjukenndan og kauðalegan titil og sjálfshjálparbók- adjókið sé svolítið 2005. “ AÐRIR VONDIR TITLAR 2. Saga af forseta eftir Guðjón Friðriksson 18 stig – sex tilnefningar „Mér skilst að þetta hafi ekki verið fyrsti titillinn á bókinni – og velti því fyrir mér hversu vondir hinir hafi verið. Þetta er vinnu- titill, ekki titill á útgefna bók,” segir einn álitsgjafa um titilinn sem lendir í öðru sæti yfir vonda bókatitla þetta árið. „Þetta er ekki titill. Á Arnaldur þá að skíra næstu bók sína Spennusaga?” spyr annar álitsgjafa og er nánast móðgaður. „Verður ekki meira óspennandi. Þessi titlill gæti ekki vakið áhuga eða forvitni nema í besta falli ef bókin væri um Clinton og Monica Lewinsky væri nakin á kápunni.” 3. Sjöundi sonurinn eftir Árna Þórarinsson 16 stig og fjórar tilnefningar Árni er ekki að hitta í mark með Sjöunda soninn. „Núll fyrir frumleika,” segir einn álitsgjafa. Annar segir þetta skelfilegan titil á krimma. „Ætti betur heima á bók eftir Bodil Forsberg. Er reyndar með ofnæmi fyrir bókartitlum sem innihalda raðtölur! Hér er svo hausinn bitinn af skömminni með stuðluninni.” Og: „Adam átti syni sjö – hversu leiðinlegt er það?” Og einn álitsgjaf- inn klykkir út með: „Hljómar eins og blanda af hjartaskreyttri bensínstöðvarbók og finnskri þjóðsögu.” 4. Bara gaman eftir Guðrúnu Helgadóttur 10 stig og 2 tilnefningar Guðrún Helgadóttir þykir ekki með góðan titil þetta árið. „Ófrjótt og brjálæðislega óspennandi. Of léttvægur titill fyrir Guðrúnu Helgadóttur. Hér er pínulítið reynt of mikið.” Og hinn sem var alls ekki að kaupa þennan titil sagði einfaldlega: „1. Bara gaman – Bara asnalegt.” 5. Af mér er það helst að frétta eftir Gunnar Gunnarsson 9 stig og þrjár tilnefningar Fréttamaðurinn og frumkvöll í íslenskum krimmaskrifum hittir ekki í mark með titli sínum. „Þessi titill hljómar eins og sagnaþættir af látnum útvarpsmönnum,” segir einn álitsgjafa. Og annar: „Ódýr lausn á nafni á annars skemmtilegum reyfara. Bókin fjallar vissu- lega um fréttamann í meiri háttar klandri en þetta er einum of.” Sá þriðji segir: „Það þyrfti að finna upp einhvers konar tól til að tortíma klisjukenndum titlum – að minnsta kosti banna þá börnum, svo þeir smiti ekki út frá sér.” Þeir titlar sem voru við það að komast á topp fimm listann yfir vonda bókatitla árið 2008 með tvær tilnefningar voru Hljómagangur sem þykir ekki segja mikið og vera kauðskur: „Hér er um ævisögu sjálfs Gunna Þórðar að ræða en með hreinum ólíkindum að ekki hafi mátt finna eitthvað betra. Til dæmis hefði mátt leika sér með vísanir með sígildar línur úr um 10 þúsund dægurlögum meistarans. Bara svona til dæmis.” Lárus Pálsson – leikari eftir Þorvald Kristins- son þótti frekar vondur. „Þurrasti, en sjálfsagt heiðarlegasti bókartitill fyrir þessi jól. Fer ekki milli mála um hvað þessi bók er. Það grípur um sig ákveðinn tómleiki við að sjá þennan titil. Sandur er sandur og möl er möl og þessi bók fjallar um Lárus Pálsson leikara.” Og annar spyr: „Var í alvörunni ekki hægt að segja neitt meira um þennan mæta mann eða lífshlaup hans?” Dimmar rósir Ólafs Gunnarssonar þótti tilgerðarlegur og … „Eitthvað sem gengur ekki upp um að rósir geti orðið dimmar. Eins er hugmyndasnautt að kalla bók eftir lagatitli.” Og Þráinn er með umdeildan titil því meðan sumum þótti hann góður eru aðrir á því að þetta sé hæverskugrobb. „Höfundurinn þarf nú ekki alveg að afsaka sig svona svakalega. Ég meina, ha?” Og: „Ofnotaður orðaleikur sem er ekkert fyndinn lengur.” Daggardropar eftir Kleópötru Kristbjörgu þótti tveimur álitsgjöfumóbærilega væminn og flatur. „Svona bók grýtir maður frá sér ef hún skyldi lenda í höndum manns – og þvær sér á eftir.” Vetrarsól Auðar Jónsdóttur er svo sagður óskiljanlegur. Dreifing atkvæða var einnig mikil hvað varð- ar þá titla sem álitsgjafar sögðu vonda og voru rúmir þrjátíu aðrir titlar nefndir. Og smekkur manna er misjafn Rökkurbýsnir voru nefndar sem vondur titill („Hér hefur skáldið misstigið sig á lyklaborðinu því í stað B á greinilega að vera F. Um leið breytist viðhorf kaupandans og með seyrusvip hvíslar hann að afgreiðslu- manninum að hann vilji gjarna fá eitt eintak af Rökkufýsnum.”) sem þykir besti titillinn sem og Segðu mömmu að mér líði vel eftir Guðmund Andra Thorsson: „Þetta er óttalegur langintes. Hvað er spennandi við vellíðan og samband við mömmu? Segðu höfundinum að ég viti það ekki.”

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.