Fréttablaðið - 28.12.2008, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 28.12.2008, Blaðsíða 10
10 28. desember 2008 SUNNUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is VIÐSKIPTARITSTJÓRAR: Björn Ingi Hrafnsson bih@markadurinn.is og Óli Kr. Ármannsson olikr@markadurinn.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Emilía Örlygsdóttir emilia@frettabladid.is og Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. RITSTJÓRAR: Jón Kaldal jk@frettabladid.is og Þorsteinn Pálsson thorsteinn@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 E nn erum við í jólaboðinu og biskupinn og allt hans hyski hefur sagt við okkur látlaust í stillilega rómnum alla jólahelgina: Verum stillt, verum stillt, rétt eins og fasta- hópar í jólamætingu þjóðkirkjunnar séu venjubundnir óróaseggir á þeim árstíma. Við sem heima sitjum erum til alls vís. Og á annan kölluðu æðstuprestar sjálfsdýrkunar með samvisku- biti söfnuð sinn í líkamsræktarstöðvarnar þangað sem fólk sækir stritið, sem finnst ekki heima við, og félagsskapinn við ókunnuga, sem eru þægilegri samvistum en heimilisfólkið með sínar þarfir: Völd clash eða var það Vörld krass? Næst er að bíða lágkúrunnar í áramótaræðum stjórnmálafor- ingjanna, eins og þeir eru kallaðir, sem svo toppast á nýársdaginn sjálfan í nýjasta ákalli forsetans eftir vindátt: hvert blæs? Eitt er víst: stormurinn hefur ekki enn skekið svo valdastólana að neinn sé úr þeim fallinn. Ráðamenn ætla sér að þumbast við og láta sína menn sitja áfram: seðlabankastjórnina og stjórana; fjármálaeftirlitið, forstjóra og stjórn; ráðherrar fjármála og við- skipta skulu sitja áfram enda raunar ósanngjarnt að þeir sendlar víki: nær væri að henda forsætisráðherra og utanríkisráðherra sem bera á endanum ábyrgðina á frjálshyggjurústunum áður en skipt verður um settið í kosningum sem þau skötuhjú virðast stað- ráðin í að láta ekki henda þjóðina fyrr en í lengstu lög. Og frúin er tekin að ávarpa sjálfstæðismenn með orðfáum hótunum. Reyndar er óljóst um hennar eigið bakland: hvað ætla Samfylkingarmenn upp til hópa að láta lengi berja sig áfram í þunglyndislegan göngutúr með ráðvilltum sjálfstæðismönnum? Var þetta upphaf hinnar miklu sóknar jafnaðarstefnunnar? Hefur flokkurinn einhverja stefnu í Evrópumálinu annað en gefnar for- sendur og almennt orðaða vinnutilhögun? Hver eru efnisatriðin? Og hvað ætlar íhaldið að gera nú: einhverjir kallar eru teknir að þvaðra um gömlu gildin og eiga þá við annað en forna hyglunar- og þöggunarflokkakerfið, heim heildsalanna og Moggans: það eru gildi eins og heiðarleiki í viðskiptum og ábyrgð. Sem Sjálfstæð- isflokkurinn stendur fyrir! Hó hó hó segir jólasveinninn. Komdu úr skápnum! Ekki hefur áður í sögu landsins horfið jafn snögglega grunn- stoð undan félagshreyfingu eins og þegar frjálshyggjan skrapp út í tómið úr veröldinni kringum Valhöll, ekki einu sinni þegar flokkurinn missti kommúnismann og Kanann með örfárra ára bili. Nú er hátíð hinna forneskjulega trúarbragða sem eiga sér dygga fylgjendur í stjórnmálaflokkum, þá sem trúa á jólasveininn og ljúga til um fæðingu frelsara í Betlehem. Þeir safnast saman í hópa sem ætla að leiða almenning áfram á vegferðinni, að þessu sinni upp úr díki skuldanna sem hrekklaus almenningur lét gabba og ljúga sig útí. Burt frá gjaldþrota hugsjónum, ónýtum fyrirheit- um og fagurgala stjórnmálahreyfinganna – en hvert? Hvert er best að láta teyma sig? Hvert er rétt að stefna? Mín þjóð, mín þjóð: Haltu kjafti og vertu þæg PÁLL BALDVIN BALDVINSSON SKRIFAR Á tímum þegar fyrirsagnir dagblaða nna eru helgaðar fjármálakreppu og ofbeldi, er sérstaklega mikilvægt að gefa gaum að frumlegri baráttu ýmissa ríkisstjórna gegn fátækt, sjúk- dómum og hungursneyð. Tilgang- urinn er ekki aðeins sá að láta sér líða betur heldur að takast á við eina alvarlegustu vá í heimi: hinn útbreidda bölmóð um að vandamál nútímans séu of stór til að hægt sé að leysa þau. Með því að kynna okkur árangurinn öðlumst við þekkingu og öryggi til að ráðast í samhent átak til að leysa stærstu úrlausnarefni heimsins í dag. Mexíkó og Noregur Ég byrja á að taka hattinn ofan fyrir Mexíkó, fyrir að ryðja braut hugmyndinni um „skilyrt fram- lög“ til fátækra heimila. Slík framlög hvetja og gera efnaminni heimilum kleift að fjárfesta í heilsu barna sinna, næringu og menntun. Önnur ríki í Rómönsku- Ameríku hafa nú tekið áætlun Mexíkó um sköpun tækifæra upp á sína arma. Í ljósi þess árangurs sem sýnt hefur verið fram á hingað til, og fyrir tilstilli söngvaranna Shakiru og Alejandro Sanz og félagasamtaka sem þau veita forystu, skuldbundu allir leiðtogar Rómönsku-Ameríku sig nýlega til að gera áætlunum til hjálpar börnum í heimalandi þeirra hærra undir höfði. Noregur heldur sínu hefð- bundna forystuhlutverki í félags- og umhverfismálum undir stjórn Jens Stoltenberg forsætisráð- herra. Ríkisstjórnin hefur stofnað alþjóðlegt bandalag til að koma í veg fyrir að konur deyi af barnsförum; fjárfestir þannig bæði í öruggri fæðingu og að nýburar komist af. Um leið hleypti Noregur, í samvinnu við Brasilíu, af stokkunum áætlun upp á einn milljarð Bandaríkjadollara, til að hvetja fátæk samfélög í Amazon- regnskógunum til að hætta óheftri eyðingu skógar. Noregur fer þá snjöllu leið að reiða féð ekki af hendi nema sýnt sé fram á áþreifanlegan árangur (miðað við fyrirfram ákveðið samkomulag). Spánn og Ástralía Spánn hefur undir forystu José Luis Rodríguez Zapatero forsætis- ráðherra stuðlað mjög að því að auðvelda fátækum ríkjum að ná Þúsaldarmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Spánn stofnaði nýjan Þúsaldarsjóð hjá SÞ til að vekja athygli á þeirri samvinnu sem til þarf innan SÞ til að takast á við áskoranir Þúsaldarmarkmiðanna. Ríkisstjórn Spánar benti réttilega á að raunverulegar lausnir á fátækt krefjast samhliða fjárfestinga í heilbrigðismálum, menntun, landbúnaði og samfélags- innviðum, og stofnaði sjóðinn til að gera þessa sýn um samþættingu að raunveruleika. Spánn stendur fyrir fundi í janúar 2009 þar sem nýju átaki gegn hungri á heims- vísu verður ýtt út vör. Enn og aftur beitir Spánn hagnýtum og frumlegum aðferðum til að breyta orðum í aðgerðir, sérstaklega til að hjálpa fátækum bændum til að verða sér út um tæki, fræ og áburð sem þeir þurfa til auka framleiðslu sína, tekjur og matvælaöryggi. Forsætisráðherra Ástralíu, Kevin Rudd, hefur að sama skapi skipað sér fremst í röð þeirra sem berjast við aðsteðjandi vandamál heimsins og sett fram djarfa áætlun til að sporna við loftslags- breytingum og lagt til nýjar og hagnýtar lausnir varðandi Þúsaldarmarkmiðin. Ástralía hefur reitt fram háar fjárhæðir til að stuðla að aukinni matvælafram- leiðslu, með svipuðu sniði og Spánn. Ástralía státar einnig af auknum aðgerðum í þágu fátækra og eyjasamfélaganna á Kyrrahafi, sem eiga á hættu að verða fyrir barðinu á loftlagsbreytingum. Fátækari ríki leggja sitt af mörkum Fátækustu ríkin láta heldur ekki sitt eftir liggja. Hið landlukta og snauða ríki Malaví hefur undir forystu Bingu wa Mutharika forseta tvöfaldað árlega matvæla- framleiðslu sína frá árinu 2005, með frumlegum aðferðum til að hjálpa fátækustu bændum landsins. Áætlunin hefur borið svo mikinn árangur að önnur Afríkuríki taka hana nú upp á sína arma. Ríkisstjórn Malí, með Amadou Toumani Touré forseta við stjórnvölinn, lagði nýlega fram mikla áskorun fyrir alþjóðasam- félagið. Ríkisstjórnin er áfjáð í að auka fjárfestingar í landbúnaði, heilbrigðiskerfi, menntun og samfélagsinnviðum í 166 fátæk- ustu bæjarfélögum Malí. Áætlun- in er nákvæm, ígrunduð, trúverð- ug og byggir á þeim góða árangri sem ríkisstjórnin hefur þegar náð. Ríku löndin hafa heitið að hjálpa Malí og nú hefur Malí rutt brautina með hugmyndaauðgi sinni. Nefna má ótal önnur dæmi. Evrópusambandið hefur hleypt af stokkunum áætlun upp á einn milljarð evra til hjálpar smá- bændum. Gates-stofnuninni, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, Rotary-hreyfingunni og mörgum ríkisstjórnum hefur tekist að fækka dauðsföllum af völdum taugaveiki niður í einn þús- undasta af því sem þau voru fyrir einni kynslóð og nánast útrýmt sjúkdómnum. Verið er að undirbúa álíka aðgerðir á öðrum sviðum – það á að ná böndum á sulla- og holdsveiki; og nú á að ráðast í stórfellt alþjóðlegt átak til að útrýma dauðsföllum af völdum malaríu fyrir árið 2015. Skýrar lausnir Þessar árangursríku aðferðir, ásamt mörgum fleiri, eiga eitt sameiginlegt. Þær takast á við afmarkaðan og alvarlegan vanda, til dæmis litla matvælafram- leiðslu eða tiltekinn sjúkdóm, og byggjast á skýrum og afmörkuð- um lausnum, til dæmis tækjum til akuryrkju eða bólusetningu. Lítil tilraunaverkefni sýna hvernig hægt er að ná árangri; þá verður áskorunin sú að „stækka“ lausnina fyrir heilt þjóðarbú eða jafnvel fyrir áætlun á heimsvísu. Þetta krefst leiðtoga, bæði í ríkjunum sem glíma við skort sem og hjá ríku löndunum sem geta fjármagnað og hrint aðgerðunum í framkvæmd. Síðast en ekki síst geta hófsamar fjárhæðir sem varið er í hagnýt úrlausnarefni haft sögulegar afleiðingar. Slæmar fréttir varpa oft skugga á góðar fréttir, ekki síst á tímum alvarlegrar fjármála- kreppu og pólitísks óróa. Engu að síður sýna góðu fréttirnar að baráttan gegn fátækt og eymd tapast aðeins ef við gefumst upp og nýtum ekki gáfurnar og góðviljann sem hægt er að virkja. Og kannski taka Bandaríkin aftur þátt í hinni alþjóðlegu baráttu á næsta ári af nýjum og fordæma- lausum krafti, undir forystu ungs forseta sem minnti Bandaríkja- menn og heiminn réttilega á að: „Já, við getum.“ Höfundur er hagfræðiprófessor og stjórnandi Earth Institute við Columbia-háskóla í Banda- ríkjunum. ©Project Syndicate. Millifyrirsagnir eru blaðsins. Góðar fréttir í erfiðri tíð Aðkallandi úrlausnarefni JEFFREY SACHS Í DAG | Auglýsingasími – Mest lesið Best miðað við höfðatölu Ahh, það munaði svo litlu. Við vorum tilnefnd og fjöldi fólks valdi okkur, en því miður fengum við ekki verðlaunin. Þrátt fyrir að hafa lagt okkur fram eins hægt var að krefjast – og raunar langtum betur – urðum við að lúta í lægra haldi fyrir yfirmönnum Fannie Mae og Freddie Mac. Þeim tókst líka að koma stærsta hagkerfi heims í kreppu. En við getum borið höfuðið hátt. Þó Financial Times hafi valið banda- rísku fjármálamennina Daniel Mudd og Dick Syron, hjá fyrrnefndum félögum, oflaunuðustu yfirmenn ársins í fyrra, þá fengu íslensku bankastjórarnir fjölmargar tilnefn- ingar. Þeir fengu aukastig fyrir að hafa gert þjóð sína gjaldþrota með bönkunum. Og ef miðað er við höfðatölu erum við náttúrlega í fyrsta sæti. Lárus, Sigurjón, Halldór, Hreiðar Már og Sigurður unnu því í raun gullið í skammarverðlaunakeppninni. Barack og Tony Íslenskir sósíaldemókratar fara ekki í grafgötur með aðdáun sína á Barack Obama, sem tekur brátt við sem forseti Bandaríkjanna. Hver á fætur öðrum keppast þeir við að lýsa sigri mannsandans sem líkamast hafi í Obama. Til eru þeir sem hafa birt myndir af Obama með bók sem dæmi um að hann sé mannkynslausnarinn. Þeir sem eru eldri en tvævetur í stjórnmál- um muna ekki annað eins æði fyrir erlendum stjórnmálamanni síðan á miðjum 10. áratugnum. Þá héldu menn vart vatni yfir Tony nokkrum Blair sem átti að leiða mannkynið til betra lífs. Vonandi verður aðdáun á Obama eitthvað lífseigari en á Blair, en leitun er að manni sem féll jafnhratt í áliti og hinn breski Blair. Gagnrýni virkar Segiði svo að gagnrýni virki ekki. Innan við mánuði eftir að plötuum- slag hljómsveitarinnar Retro Stefson var valið eitt það ljótasta í blöðun- um, er komið nýtt umslag á næsta upplag. Betur ef gagnrýnin á ráða- menn landsins hefði áhrif á jafn skjótan hátt. kolbeinn@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.