Fréttablaðið - 28.12.2008, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 28.12.2008, Blaðsíða 13
Nám fyrir skapandi tónlistarmenn - í samstarfi við Digidesign framleiðanda Pro Tools HAUSTNÁMSKEIÐIN HEFJAST Í FEBRÚAR Sponsored Digidesign School Lærðu að nota nútíma upptökutækni til að taka upp, útsetja og hljóðblanda tónlistina þína. Þeir Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson (Todmobile), Vignir Snær Vigfús- son (Írafár) og Markús Leifsson (Sertified Pro Tools Operator) kenna ferlið hvernig hugmynd af lagi verður að fullunnri afurð tilbúinni til útgáfu eða spilunar í útvarpi með notkun Pro Tools hljóðupptöku forritsins. Markús leiðir menn í gegnum Pro Tools fræðin í fullkominni tölvustofu þar til menn eru tilbúnir í að taka alþjóðlegu Pro Tools gráðurnar 101 og 110. Þorvaldur Bjarni sýnir mönnum inn í heim tónsmíðanna og kennir nemendum að hljóðblanda lögin sín, hvernig maður notar EQ, Compressor og hljóðeffekta til að draga það besta fram í hverri upptöku í fullkomnu hljóðveri skólans. Vignir Snær kennir mönnum hvernig forritin Melodine og Reason eru notuð til að útsetja og laga til upptökur að hugmyndum lagasmiðsins eða hljómsveitarinnar. Farið er í helstu míkrafónstað- setningar fyrir t.d. trommuupptökur, gítarupptökur, söngupptökur o.s.f. Teknar eru tvær viðurkenndar gráður í Pro Tools hljóðupptöku- forritinu (101 og 110) sem veita rétt á framhaldsnámi erlendis. Þar fara menn í Pro Tools 201 og 210 sem gerir menn að viðurkenndum "Pro Tools Operator". Það gefur möguleika á störfum hér og erlendis í hljóðverum og kvikmyndaverum. TÓNVINNSLUSKÓLI ÞORVALDAR BJARNA - “DIGIDESIGN (PRO TOOLS) SPONSORED SCHOOL”. VEITIR RÉTT TIL FRAMHALDSNÁMS Í miðju námskeiðsins gefst nemendum tækifæri á að eyða 3 dögum með þeim Þorvaldi Bjarna, Vigni Snæ, Magnúsi Þór Sigmundssyni við laga og textasmíðar auk þess mun Guðmundur Jónsson (Sálin) leggja hönd á plóginn og miðla af reynslu sinni. Afrakstur þessara vinnutarnar verður svo notað sem efni í náms og útsetningarferli seinni hluta námsins. Lögin verða svo boðin útgefendum til notkunar fyrir listamenn sýna og fá menn þannig innsýn inn í ferlið hvernig lagasmiðir koma efni sínu á framfæri. Þetta fimmta árið sem Tónvinnslunámskeiðið er haldið og hafa um 160 manns tekið þátt. Margir hafa haldið beint áfram í framhaldsnám erlendis meðan aðrir hafa hafið störf sem skapandi tónlistarmenn á eigin spítur. NÝJUNG! Námskeiðin hefjast í febrúar. Skráningar í síma 534 9090 eða á heimasíðunni www.tonvinnslu skoli.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.