Fréttablaðið - 31.12.2008, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 31.12.2008, Blaðsíða 4
MARKAÐURINN H A U S 30. DESEMBER 2008 ÞRIÐJUDAGUR4 V I Ð Á R A M Ó T Kaup Marel Food Syst-ems á Stork Food Syst-ems þykja standa upp úr sem viðskipti ársins 2008 og er ef til vill ekki úr vegi að tilnefna fjárfestingarfélagið Eyri Invest og flaggskip eigna- safns fyrirtækisins, bæði Marel og Össur, sem fyrirtæki árs- ins vegna þess hve víða og of- arlega þessi fyrirtæki og að- standendur þeirra voru á blaði í vali þeirra sem tilnefndu fólk og fyrirtæki í vali Markaðarins að þessu sinni. Enda fór það svo að í efstu sætin í valinu á manni ársins í viðskiptalífinu röðuðu sér forsvarsmenn þessara fyrir- tækja, forstjórar Össurar og Marel Food Systems auk stjórn- arformanns og framkvæmda- stjóra Eyris, en það eru feðg- arnir Þórður Magnússon og Árni Oddur Þórðarson. „Þórður Magnússon hefur leitt Marel og Össur í gegnum miklar breyt- ingar og þessi fyrirtæki standa upp úr á hlutabréfamarkaði eftir fall bankanna og tengda atburði,“ segir einn sem taldi Þórð vera mann ársins í við- skiptalífinu 2008. Fleiri voru þó nefndir til sögu, svo sem Hilmar Veigar Péturs- son, forstjóri tölvuleikjafyr- irtækisins CCP, sem vermir fimmta sætið í valinu. „Í ár myndi ég segja að CCP væri það fyrirtæki sem hefur verið að gera hvað besta hluti. Þeir hafa náð gríðarlega góðum árangri með sitt fyrirtæki sem þarf ekkert að rökstyðja frekar,“ segir einn þeirra sem tilnefndu fólk og fyrirtæki. „Reyndar datt mér í hug að fyrirhuguð kaup ríkisins á 75 prósenta hlut í Glitni gætu verið viðskipti árs- ins,“ gantast annar, en fyrir hlutinn ætl- aði ríkið að greiða sem nemur 600 milljón- um evra og var í þessum gjörningi kom- inn efniviðurinn að verstu við- skiptum ársins sem lesa má um hér til hliðar. Aðrir hafa í huga þá menn í fjármálaheiminum sem sýnt hafa fyrirhyggju og áhættufælni á þessu ári í ljósi ástandsins á heimsmörkuðum. Þar eru nefndir menn á borð við Willam Fall, forstjóra Straums- Burðaráss, og Styrmir Þór Bragason, forstjóra MP Verð- bréfa. Varkárni Styrmis Þórs og hans fólks er sögð skila fyr- irtækinu einni bestu útkomunni í fjármálageiranum í dag. Þá er athafnakonan Guðbjörg Matthí- asdóttir í Vestmannaeyjum til- nefnd fyrir að hafa selt lung- ann úr tæplega tveggja pró- senta hlut sínum í Glitni síðustu tvo virku dagana áður en til- kynnt var um þjóðnýtingu hans. Guðbjörg var sú eina af tut- tugu stærstu hluthöfum bank- ans sem seldi hlut sinn í vikunni fyrir þjóðnýtingu. Þá horfa spekingar Markað- arins til fleiri geira en fjár- málageirans eins. Dr. Jón Ágúst Þorsteinsson og Marorka kom- ast á blað fyrir að hafa fengið á árinu umhverfis- verðlaun Norð- urlandaráðs. „Spræk- ur sproti. Mjög 2009,“ segir einn. Jón Ól- afsson er sagð- ur í sókn með Ice- landic Water Holdings. „Honum hefur tekist að mark- aðssetja íslenskt vatn sem lúxus og græna vöru í Bandaríkjun- um. Árið 2008 náði fyrirtækið að festa sig í sessi meðal Holly- wood-stjarna.“ Fleiri horfa svo til markaðssetningar hjá stjörn- unum. „Halldór Eyjólfsson og stjórnunarteymi 66°Norður hafa nú í ár staðið sig vel í að markaðssetja vörur á erlendri grund og fengið ófáar kvik- myndastjörnur og kóngafólk til að skarta flíkum frá fyrirtæk- inu,“ segir annar. Meira að segja á menntageir- inn fulltrúa í valinu. Vilborg Einarsdóttir, framkvæmda- stjóri Mentors, og Margrét Pála Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri og stofnandi Hjallastefnunnar, fengu báðar atkvæði. Bent er á að Mentor hafi vaxið ótrú- lega hratt, fengið Sprotaverð- launin 2008 og hafi náð góðum árangri bæði hér heima og í Sví- þjóð. Þá sé Margrét Pála búin að „byggja upp ótrúlega öfl- ugt skólarekstrarfyrirtæki sem blómstrar í kreppunni og skil- ar samfélaginu miklum fram- tíðararði,“ segir í einni umsögn og fært er til bókar að árleg velta Hjallastefnunnar ehf. sé á annan milljarð króna og reki fjölda leik- og grunnskóla. 10. JANÚAR ÉG SAGÐI YKKUR! Lars Christiansen, sérfræðingur greining- ardeildar Danske Bank, er drýgindalegur í viðtali við Fréttablaðið í dag. Hann lætur að því liggja að nú séu að koma fram þær hrakspár sem bankinn setti fram um ís- lenskt efnahagslíf og yfirvofandi kreppu- ástand. Félagarnir í bankanum eru raun- ar búnir að bíða nokkuð lengi eftir þessu, enda fyrsta spá sett fram á fyrriparti árs 2006. En það er vissulega ekki einsdæmi að bíða þurfi eftir að spár rætist. Þannig er enn beðið eftir að komi fram spádómar Nostradamusar frá byrjun sextándu aldar. 14. MARS SÉRÚTGÁFA TIL AMERÍKU Forsætisráðherra og forystumenn í við- skiptalífi þjóðarinnar sóttu í gær árvissan fund Íslensk-ameríska verslunarráðsins í New York í Bandaríkjunum. Tækifærið var notað til að kynna stöðu íslensks efna- hagslífs og horfur. Margir lögðust á árar í þessu efni. Tímaritið Iceland Review lagði í sérútgáfu sextán síðna blaðs sem var með í för undir yfirskriftinni „Banking and Fin- ance in the Icelandic Economy“. Burðar- efnið er kynning Geirs Haarde á „sveigj- anlegu en um leið seigu“ hagkerfi þjóð- arinnar (flexible & resilient, nefnilega). Hann áréttar heilbrigði íslensku bankanna og kveðst þess fullviss að þeir „standi af sér storminn á alþjóðlegum fjármálamörk- uðum“. 9. APRÍL LÖNG BIÐ Miklar vænt- ingar Óhætt er að segja að aðgerða stjórn- valda og Seðlabankans til stuðnings íslensku fjár- málakerfi sé beðið með mikilli eftirvænt- ingu. Seðlabankinn kynnir vaxtaákvörð- un á morgun og gefur um leið út Peninga- mál. Ríkisstjórnin hefur enn ekki gefið neitt upp um aðgerðir sínar, en einstakir ráðherrar hafa þó gefið sterklega í skyn að aukið verði verulega við gjaldeyris- forða Seðlabankans. Þá hefur forsætis- ráðherra látið að því liggja, að til standi að egna gildrur fyrir spákaupmenn sem tekið hafi stöðu gegn íslensku efnahags- lífi, svokallaðar bjarnargildrur, væntan- lega með vísun í bandaríska fjárfesting- arbankann Bear Stearns. Hækkun á gengi íslensku bankanna og lækkandi skulda- tryggingarálag þeirra er ekki aðeins rakið til hagstæðari skilyrða á alþjóðavettvangi, heldur ekki síður til væntinga um útspil íslenskra stjórnvalda á næstu dögum. Nú er lag, segja menn, þegar útlitið er aðeins bjartara og kjörin betri á lánamörkuðum. En gerist ekkert, vara þeir hinir sömu við, er hætt við því að einhver afturkippur geti komið og jafnvel ný niðursveifla. 11. APRÍL HRUN HÚSNÆÐISMARKAÐARINS Eflaust hefur einhverjum runnið kalt vatn milli skinns og hörunds þegar þeir renndu yfir Peningamál Seðlabankans og sáu inni í miðri bók að bankinn spáir hruni á húsnæðismarkaði; raunverð húsnæð- is lækki um þrjátíu prósent á næstu tveimur árum og öll hækkun undan- farin fimm ár gangi til baka. Seðla- bankamenn virtust ekki sjá ástæðu til að vekja sérstaka athygli á þessari svörtu spá. 23. APRÍL BÍLAR Í BOÐI Óhætt er að segja að erfiðir tímar séu nú hjá mörgum sem fyrir stuttu síðan flugu með himinskautum hinnar íslensku útrás- ar eins og aldrei kæmi morgundagurinn. Glöggir sjá merki þessa á fasteignamark- aði, þar sem eignir bjóðast nú sem aldrei sáust áður, t.d. einbýli í Fossvogi eða bú- staðir við Þingvallavatn. Og í smáaug- lýsingum blaðanna er nú mikið í boði af Range Rover og Landcruiser, lítið keyrð- um og með mikið áhvílandi ... 26. APRÍL BEIN LÍNA Eins og jafnan fór Kjartan Gunnarsson, varaformaður bankaráðs, á kostum sem fundarstjóri á aðalfundi Landsbankans síð- asta vetrardag. Kjartan sló oft á létta strengi milli þess sem hann bar upp mis- formlegar tillögur til samþykktar. Þegar fundur hófst bað hann fundarmenn um að slökkva á farsímum sínum en lét þess getið um leið að kveikt væri á einum síma í hús- inu, nánar tiltekið á háborðinu hjá banka- ráðinu. Það væri bein lína til Seðlabankans og stjórn bankans biði í ofvæni eftir ein- hverjum tíðindum, eins og aðrir ... 8. MAÍ MEIRI HÁTTAR SENDING Halldór J. Kristjánsson, formað- ur Samtaka fjármálafyrirtækja, gerir alvarlegar athugasemdir við yfirlýsingar hagfræð- ingsins Roberts Aliber á fundi í Háskóla Ís- lands og gagnrýnir umfjöllun Morgun- blaðsins um þær. Halldór segir fullyrðing- ar Alibers um íslenskt fjármálakerfi vera illa ígrundaðar og byggja á huglægu mati. Mikilvægt sé að vandað sé til umfjöllunar þegar íslenskt efnahagslíf sé í alþjóðlegu kastljósi. „Órökstuddar upphrópanir geta haft alvarleg áhrif og því brýnt að leita viðhorfa ábyrgra aðila við slíkum fullyrð- ingum áður en þær eru birtar.“ Halldóri virðist samt sjást yfir, að meðal þeirra sem fengu Aliber hingað til lands, til að tala á opinberum vettvangi og í návist fjölmiðla, voru einmitt hans eigin samtök, Samtök fjármálafyrirtækja. 9. MAÍ SVEITTUR BANKASTJÓRI Vegna misskilnings var Sigurjón Árna- son, bankastjóri Landsbankans, spurður á uppgjörsfundi hvernig hann skýrði að lán til tengdra aðila hefðu hækkað að skilja mætti um tugi milljarða. Það kom í fyrstu á Sigurjón áður en ljóst var að um mis- skilning var að ræða og farið var að fletta í uppgjörspappírum til að athuga hvort mis- tök hefðu verið gerð við gerð reikninga. Þegar sannleikurinn kom í ljós; að rugl- að hafði verið saman milljónum og millj- örðum var bankastjóranum mikið létt. „Ég svitnaði bara og hélt að Bjöggi hefði kom- ist í kassann og hirt allt,“ sagði Sigurjón og átti við Björgólf Guðmundsson, formann bankastjórnar. Uppskar hann hlátur fundarmanna. 14. MAÍ EVRAN Ásgeir Jónsson, hagfræð- ingur, sagði í málstofu í Seðlabanka Íslands í gær að lausafjár- þörf íslensku bank- anna væri í erlendri mynt en seðlaprentunarvald Seðlabanka Íslands væri í íslenskum krónum, sem hefðu tak- markað markaðshæfi utan Íslands. Af þeim sökum gætu íslenskir bankar ekki fengið sömu lausafjárfyrirgreiðslu hjá sínum seðlabanka og til dæmis bankar á evrópska myntsvæðinu. Lausafjáráhætta þeirra hlyti því að vera hærri. Besta lausnin á þessu er að mati Ásgeirs innganga í myntbandalag Evrópu en ekki einhliða upptaka evru. 21. MAÍ VON Á ÞEIM FINNSKA? Mikil og jákvæð viðbrögð við gjaldmiðla- skiptasamningum við seðlabanka Noregs, Danmerkur og Svíþjóðar á dögunum eru til marks um að beðið hafi verið eftir út- spilum sem þessum af hálfu stjórnvalda og Seðlabankans. Nú fullyrða aðilar á markaði að sambærilegur samningur við finnska seðlabankann liggi fyrir og verði kynntur fljótlega, en enn sé unnið að samkomulagi við Seðlabanka Evrópu og Englandsbanka. Þá munu erindrekar Seðlabankans hafa leitað hófanna vestan Atlantsála, meðal annars með aðkomu bandaríska seðlabank- ans og JP Morgan. 4. JÚNÍ EKKI BEINT ÍSLENSKA AÐFERÐIN Inngangur Gylfa Magnússonar að bókinni er hnýsilegur, ekki síst þessi setning: „Ís- lenskir fjárfest- ar virðast undan- farin ár flest- ir hafa hugsað á allt öðrum nótum en Buffet. Áhersla margra íslenskra fjárfesta á að reyna að ná skjótfengnum gróða með því að veðja á verðhækkun á mörkuðum og magna uppsveifluna með því að nota lítið eigið fé en mikið lánsfé er eins fjarri hugmyndum Warrens Buffet og hugsast getur.“ Kannski hér sé komin ein skýr- ingin á því að Buffet nýtur stöðugrar vel- gengni, ár eftir ár, en íslenskir fjárfestar berjast nú við timburmenn eftir veisluhöld síðustu ára og sjá sumir hverjir ekki til sólar … 6. ÁGÚST ÁTTU EKKI VON Á NEINU HRUNI Fjármálakreppa á Íslandi er ekki leng- ur áhyggjuefni eftir að þrír stærstu við- skiptabankarnir birtu uppgjör annars árs- fjórðungs sagði Financial Times um helg- ina. Farið er yfir uppgjör bankanna þriggja og hvernig hraður vöxtur þeirra var upp- spretta áhyggna af fjármögnun þeirra. Þá hafi skuldatryggingarálag upp á allt að 1.000 punktum gefið til kynna að hrun væri fram undan. Hér þótti það hins vegar ekki stórfrétt þótt uppgjörin boðuðu ekki fall bankakerfisins, enda voru þau í takt við væntingar. „Það er gott að einhver er að skrifa jákvætt um ástandið til tilbreyting- ar,“ sagði Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri Landsbankans, í viðtali við Fréttablaðið. „Það er þyngra undir fæti heldur en verið hefur, en við áttum ekki von á neinu hruni.“ 1, OKTÓBER DAVÍÐ VIÐ STÝRIÐ Óhætt er að segja að Davíð Oddsson, for- Beðið eftir björgunarliði með klóara við höndina Viðskiptalífinu var stundum snúið á haus í bankahólfum Markaðarins og peningaskápum viðskiptasíðu Fréttablaðsins á árinu sem er að líða. Jón Aðalsteinn Bergsveinsson og Ingimar Karl Helgason renndu sér í tíðindi ársins sem einkenndust af bið eftir björgunaraðgerðum og lánum sem aldrei litu dagsins ljós. Þeir félagar dustuðu rykið af dósamatnum og klósettpappírnum frá í fyrra og vona að birgðirnar dugi fram á nýtt ár. „Það er ljóst að frjálshyggj- an og græðgin hafa bersýni- lega beðið skipbrot á árinu. Nú verða menn að vanda betur til, taka upp gömul gildi og vinna að hlutunum af heilindum en ekki út frá skyndigróðasjón- armiðum,“ segir Jón Ólafs- son, stjórnarformaður Iclandic Water Holdings. Hann bætir við að hér séu stórar og sterkar atvinnugrein- ar sem muni lyfta áliti heims- ins á Íslendingum á ný. „Ég held að íslenska vatnið sé tilvalið til að vera góður sendiherra í því verkefni,“ segir hann. Icelandic Water Holdings komst ofarlega á blað sem ein af viðskiptum ársins. Fyrirtæk- ið, sem hefur framleitt átappað vatn á flöskum undir merkjum Icelandic Glacial í Þorlákshöfn síðastliðin þrjú ár, gangsetti nýja verksmiðju í landi Hlíðar- enda í Ölfusi seint í september. Verksmiðjan er um 6.700 fermetrar að stærð og mun í fyrri áfanga anna átöppun um 100 milljóna lítra á ári, sem að mestu er til útflutnings. Hún er búin sérstöku orkustjórnunar- kerfi til að halda áhrifum á um- hverfi og náttúru í lágmarki. Vatnið, sem er margverðlaun- að bæði fyrir hönnun flaskna og gæði, er enn fremur það fyrsta á heimsmarkaði sem hlýtur við- urkenningu The CarbonNeutral Company fyrir algjöra kolefn- isjöfnun fyrir bæði framleiðslu og dreifingu auk annarrar starf- semi fyrirtækisins. - jab Telur vatnið tilvalinn sendiherra landsins JÓN MEÐ IÐNAÐARRÁÐHERRA Í SÝNINGARFERÐ Fjölmenni var við glæsilega gangsetningu átöppunarverksmiðju Icelandic Water Holdings í Ölfusi í enda septemb- er. MARKAÐURINN/ANTON Nokkrir til sem upp úr stóðu Nokkur fjöldi fólks og fyrirtækja komst á blað í valinu á manni og viðskiptum ársins. Óli Kristján Ármannsson fer hér yfir valið og heldur til haga umsögnum nokkurra þeirra sem tilnefndu. WILLIAM FALL Forstjóri Straums-Burðaráss kemst á blað fyrir að hafa stuðlað að því að bankinn drægi saman í efnahag sínum og þannig forðað honum frá því að verða undir í lausafjárkrísunni sem felldi hina bankana. MARKAÐURINN/VALLI BIRNA EINARSDÓTTIR Birna er bankastjóri Nýja Glitnis, en var áður í yfirmanna- hópi þess gamla. Stórkaup hennar á hlutabréfum í Glitni sem ekki gengu eftir vegna mistaka komust á blað sem bestu viðskipti ársins. Hlutabréf bankanna urðu sem kunnugt er verðlaus við fall þeirra. MYND/IPA IMAGES, SIGURÐUR J. ÓLAFSSON JÓN ÁGÚST ÞORSTEINSSON Dr. Jón Ágúst er forstjóri Marorku, en það er frumkvöðlafyrirtæki sem býr til orkusparandi búnað í skip. Fyrirtækið fékk í ár umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs fyrir starf sitt. MYND/MAGNUS FRÖDERBERG, NORDEN.ORG HILMAR VEIGAR PÉTURS SON Hilmar er forstjóri CCP sem framleiðir tölvuleikinn EVE Online og þykir hafa náð markvert góðum árangri með fyrirtæki sitt á árinu. MARKAÐURINN/GVA Eftirfarandi komust einnig á blað í val- inu á manni ársins í viðskiptalífinu: 2. TIL 5. SÆTI: ■ Hörður Arnarson, for- stjóri Marel Food Syst- ems. ■ Þórður Magnússon, stjórnarformaður Eyris Invest. ■ Árni Oddur Þórðarson, framkvæmdastjóri Eyris Invest. ■ Hilmar Veigar Péturs- son, forstjóri CCP. EINNIG NEFNDIR (EKKI Í GOGGUNARRÖÐ): ■ Jón Ólafsson, Icelandic Water Holdings ■ Jón Ágúst Þorsteinsson, Marorka ■ Styrmir Þór Bragason, MP verðbréf ■ Halla Tómasdóttir, Auður Capital ■ Vilborg Einarsdóttir, Mentor ■ Kristín Pétursdóttir, Auður Capital ■ William Fall, Straumur- Burðarás ■ Margrét Pála Ólafsdóttir, Hjallastefnan ■ Eggert Guðmundsson, HB Grandi ■ Guðbjörg Matthíasdóttir fjárfestir; ■ Halldór Eyjólfsson, 66°Norður. Ekki er um eiginlega dómnefnd að ræða í valinu á manni ársins heldur tilnefningar ákveðins hóps sem ekki ræðir málið sín á milli. Til þess að þeir sem tóku þátt hefðu fullt frelsi til að lýsa skoðunum sínum á mönnum og málefnum var ákveðið að gefa ekki upp til hverra er leitað. Við valið á manni ársins var hópur fólks sem vel þekkir til; háskólafólk, fulltrúar greiningar- deilda banka, sjálfstæðir sérfræð- ingar og fjölmiðlafólk, beðinn að tilnefna einhverja þrjá sem staðið hafa sig best í íslensku viðskiptalífi á árinu sem er að líða. Sá sem fyrstur var nefndur fékk þrjú stig, annar tvö og þriðji eitt. Sá sem flest stig hlýtur er svo maður ársins. Sama fólk var einnig beðið um að nefna viðskipti ársins að eigin mati. Stóðu sig líka vel

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.