Fréttablaðið - 31.12.2008, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 31.12.2008, Blaðsíða 6
MARKAÐURINN H A U S 30. DESEMBER 2008 ÞRIÐJUDAGUR6 V I Ð Á R A M Ó T G uð blessi Ísland.“ Þannig lauk Geir H. Haarde, forsætisrá- herra, óvæntu sjón- varpsávarpi sínu sem hann flutti klukkan fjögur, síð- degis 6. október. Þá var sýnt að íslensku bankarnir myndu ekki lifa. Neyðarlögin svonefndu voru sett á Alþingi þá um kvöld- ið. Aðdragandinn að hruninu var langur. Segja má að hann hafi í raun hafist á síðasta ári, með alþjóðlegu lausafjárkrís- unni. Sumir rekja hrunið ýmist lengra aftur í tímann, eða annað, til hugarfars og hugmyndafræði þar á meðal. Hér verður stiklað á stóru í íslensku viðskiptalífi árið 2008 þar sem málefni bank- anna og stærstu eigenda þeirra yfirskyggðu flest annað. JANÚAR „Forstjórinn metur það hverju sinni hvað honum finnst eðli- legt og í þessu tilfelli heimilaði hann starfsfólkinu að taka við þessu,” sagði Íris Björk Hreins- dóttir, talsmaður Fjármálaeftir- litsins, um vínflöskur og súkku- laði, sem Kaupþing gaf starfs- fólki eftirlitsins í jólagjöf. Fjármögnun bankanna fékk mikla athygli þegar á fyrstu dögum ársins. Rætt var um 600 milljarða endurfjármögn- unarþörf. Henni átti að hluta að mæta með innlánum. „Við getum rekið bankann í 360 daga og vel það,“ sagði Guðni Níels Aðalsteinsson, þáverandi fram- kvæmdastjóri fjárstýringar Kaupþings. Bankinn vildi skrá hluta- fé í evrum. Það varð ekki. Þá hætti Kaupþing við yfirtöku á sér stærri hollenskum banka, NIBC. Hannes Smárason hætti hjá FL og Kristinn Björnsson neit- aði því opinberlega að Gnúpur væri á hausnum. Bjössi í World Class lýsti því yfir að hann vildi skrá félagið í Kauphöll og grein- ingardeildir spáðu lækkun stýri- vaxta Seðlabankans. En upp úr miðjum janúar var íslensku hagkerfi spáð hrakför- um. Fréttblaðið sagði á forsíðu frá hættu á verulegu gengis- falli og harðri lendingu. „Útlitið er ekkert slæmt,” sagði Geir H. Haarde. Moody‘s taldi krónuna of litla fyrir bankana og ríkið myndi eiga í erfiðleikum með að styðja við. Fyrstu fréttir birtust af veru- legri kólnun á fasteignamarkaði og uppsögnum hundruða í fisk- vinnslunni. FEBRÚAR „Afkoma bankanna á síðasta ári verður að teljast vel viðunandi með hliðsjón af því umróti sem verið hefur á alþjóðlegum fjár- málamörkuðum og lækkunum á hlutabréfamörkuðum,” sagði Jónas Fr. Jónsson, forstjóri Fjár- málaeftirlitsins. Sameiginlegur hagnaður stóru viðskiptabankanna þriggja, Kaupþings, Glitnis og Lands- bankans, auk Straums, á árinu 2007, nam yfir 150 milljörðum króna. Þá skorti ekki lausafé og upp- lýst var að Lárus Welding hefði fengið 300 milljónir króna fyrir að hefja störf hjá Glitni. Hann raunar helmingaði launin sín skömmu síðar. Eimskip tapaði næstum millj- arði, uppgjör Bakkavarar var undir væntingum en Exista hagnaðist um 50 milljarða. Skipti, móðurfélag Símans, skiluðu hagnaði. Til stóð að skrá félagið á markað. Það frestaðist vegna kaupa á slóvenska sím- anum, sem ekki gengu eftir, og skráningin á markað varð síðan frekar misheppnuð og hvarf fé- lagið þaðan aftur skömmu síðar. FL group tapaði miklu og lagði einkaþotunni. Krónan var byrjuð að síga og góðæristimburmennirnir nálg- uðust kaupsýslumenn. „Vandinn er að fjármálakerfið og hið op- inbera hefur verið á fylleríi,” sagði Tryggvi Þór Herbertsson í pallborði á viðskiptaþingi. Þá kallaði Geir H. Haarde utan úr sal, að ráðið væri að hætta að drekka. Hátt álag var á skuldatrygg- ingum íslensku bankanna. Það vakti áhyggjur margra. „Að- gerðir til að treysta starfsum- hverfi bankanna á borð við styrkingu gjaldeyrisforðans eru alger nauðsyn við þessar að- stæður. Með slíkum aðgerðum eru send skilaboð til umheims- ins sem mark er tekið á,“ sagði Ólafur Ísleifsson, kennari við Háskólann í Reykjavík. Hann átti eftir að endurtaka þetta. Forystumenn ríkisstjórnar og bankanna ræddu saman um að- gerðir. Enginn sagði neitt upp- hátt um það, en síðar á árinu var haldið í ímyndarherferð til New York og Kaupmannahafnar. Umræða um einhliða upp- töku evru hélt áfram. Okkur sótti heim einn bankastjóra Evr- ópska Seðlabankans. „Við kunn- um ekki við það að lönd reyni að taka evruna upp bakdyrameg- in,” segir Jürgen Stark og Percy Westerlund, sendiherra Evrópu- sambandsins gagnvart Íslandi, sagði að einhliða upptaka Ís- lendinga á evru félli í grýttan jarðveg. Umræðan stendur enn. MARS „Ef Seðlabanki Bandaríkjanna og Seðlabanki Bretlands telja að við þær aðstæður sem nú ríki beri að víkja verðbólgumark- miði til hliðar til að tryggja gangverkið í fjármálakerfinu, þá er þeim mun ríkari ástæða til að gera það hér á landi,“ sagði Ragnar Árnason hagfræðipróf- essor. Hann spurði um peninga- málastefnuna og sagði að upp- haflegum verðbólguvanda í tengslum við stóriðjuþenslu í raun hafa verið „sópað undir teppið með hækkun á gengi krónunnar“. Gengið tók væna dýfu niður á við fyrir mánaðamótin, lok fyrsta fjórðungs ársins. Tilkynnt var um endurskoðun á peningamálastefnunni. „Það bendir til þess að botn- inum í þessum efnum séð náð.” Þetta sagði Geir H. Haarde for- sætisráðherra, á alþingi, en þá hafði krónan styrkst og hluta- bréfin voru aðeins á uppleið. Til álita kom um þessar mundir að gera „alþjóðlega opinbera rann- sókn á slíku tilræði við heilbrigð fjármálakerfi”. Svo mælti Davíð Oddsson, seðlabankastjóri á árs- fundi Seðlabankans nokkrum dögum fyrr. Fjármálaeftirlitið hóf rannsókn. Daily Telegraph sagði að veislunni hér væri lokið. APRÍL „Ég vil undirstrika að íslenskir bankar eru ekki á leið í ógöng- ur,“ sagði Pétur H. Blöndal, formaður efnahags- og skatta- nefndar Alþingis. Inbgibjörg Sólrún Gísladótt- ir, formaður Samfylkingarinn- ar, lýsti því yfir að bankarnir ættu stuðning ríkisstjórnarinn- ar vísan. „Þetta tekur lengri tíma en við gerðum ráð fyrir,” sagði Geir H. Haarde forsætisráðherra um vinnu til að styrkja gjaldeyris- forðann. „Þjóðarbúið er mjög ber- skjaldað,“ sagði Daníel Svavars- son, hagfræðingur í Seðlabanka, í Peningamálum bankans. Þar kom raunar fram að væri miðað við markaðsvirði, væri þjóðar- búið ekki nema um 27 prósent af landsframleiðslu í hreinum mínus, á meðan mínusinn væri 120 prósent miðað við bókfært virði. „Fari hins vegar svo, að ein- hver [bankanna] lenti í vandræð- um og þyrfti að auka eigið fé, er umhugsunarvert hvort fjárfest- ingarfélög, sem eru stærstu eig- endur þeirra, og hafa bæði veð- sett eignir sínar vegna fjárfest- inga, og fengið mikið lánað hjá þeim, geti tekið þátt í því,“ sagði Eiríkur Guðnason Seðlabanka- stjóri. „Höfuðáhættan fyrir Ísland liggur í því að erlendar eign- ir bankanna, sem voru keypt- ar með mikilli skuldsetningu, kunni að falla í verði niður fyrir það sem þeir borguðu fyrir þær. Færi svo ykist erlend skulda- byrði landsins enn frekar og ís- lenzk stjórnvöld yrðu væntan- lega að gera það sem í þeirra valdi stæði til að forða bönkun- um frá lausafjárþurrð. Þar sem þetta myndi augsýnilega vera ríkissjóði og Seðlabanka Íslands fjárhagslega um megn væri bezta lausnin á þessu yfirvof- andi vandamáli að selja bank- ana.” Þetta sagði Daniel Gros, forstöðumaður rannsókna- og ráðgjafarstofnunarinnar Cent- re for European Policy Studies í apríl. Þessu mótmæltu grein- ingardeildir. Björgólfur Thor Björgólfs- son, sagði að lánardrottnar réðu meiru í fyrirtækjum en hluthaf- ar og lýsti yfir kreppu. „Þetta hefur verið gott partí. En nú er kominn mánudagur og búið að loka fram að næstu helgi,” sagði hann. Á sama tíma var skipulagt partí á frönsku rívíerunni fyrir nokkra starfsmenn Glitnis. Jónas Fr. Jónsson, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, benti á að lausafjárerfiðleikar gætu komið fjármálafyrirtækjum í opna skjöldu, og lagði meðal ann- ars til að „fjármálafyrirtæki og eigendur þeirra hugi ekki ein- göngu að krosseignartengslum heldur einnig að krossstjórnar- setu í fyrirtækjum í fjármála- þjónustu.” Invik, félag Milestone, til- kynnti um þátttöku í sænsku kauphöllinni. „Stefnan hefur mjög ákveðið verið tekin á skráningu innan tveggja ára,“ sagði Karl Wernersson. FL Group tilkynnti um 44 milljarða króna tap á fyrsta fjórðungi ársins og afskráningu. Exista sagðist hafa tapað fimm milljörðum. Gengi DeCode náði sögulegu lágmarki. MAÍ „Við þolum ekki svona ástand mjög lengi,” segir Jón Steindór Valdimarsson, framkvæmda- stjóri Samtaka iðnaðarins, í byrjun maí, um þann mikla skort á lánsfé sem varað hafði mánuðum saman. Enda þótt lítið væri um lán, sýndu bankarnir mikinn hagnað á fyrsta fjórðungi ársins. „Gengisáhrif- in hafa augljós- lega áhrif,” sagði Lárus Welding, forstjóri Glitnis. Hrein gjald- eyriseign Glitn- is, Landsbank- ans og Kaup- þings í lok mars nam um 743 milljörðum króna. Á sama tíma tap- aði 365, eigandi Frétta- blaðs- ins, næst- um millj- arði á genginu. Heimilin öllu meira. Forsætis- ráðherra upp- lýsti á Alþingi að unnið væri á fullu að lán- töku erlend- is og Seðlabankinn gaf fjár- málakerfinu heilbrigðisvottorð. „Á heildina litið er niðurstaða Seðlabankans enn sú að fjár- málakerfið sé í meginatriðum traust,” sagði Davíð Oddsson. Glitnir sagði upp 90 starfs- mönnum. Fitch Ratings sagði að eft- irlitsstofnanir fjármála hefðu mátt huga betur að uppbygg- ingu bankanna, hraða útrásar og leiðum þeirra í fjármögnun. Seðlabankinn gerði gjald- miðlaskiptasaming við nor- ræna seðlabanka, sem ekki átti að draga á nema í ítrustu neyð, sagði forsætisráðherra síðar á árinu. Alþingi samþykkti heimild til 500 milljarða króna lántöku. „Þetta tengist hagsmunum bank- anna að verulegu leyti,” sagði Friðrik Már Baldursson, próf- essor við Háskólann í Reykjavík og lagði til að bankarnir tækju þátt í lántökukostnaði ríkisins. „Um þetta eru engar fyrirætl- anir,” sagði Árni Mathiesen fjár- málaráðherra. Enginn vilji var fyrir því hjá bönkum. Þingið samþykkti líka frum- varp um skattfrelsi söluhagnað- ar af hlutabréfum. JÚNÍ „Ég hef ekki trú á því að sveifl- an niður á við verði svona djúp,“ sagði Björgvin G. Sigurðsson, viðskiptaráðherra, um skýrslu OECD þar sem dökk mynd var dregin upp af íslenskum efna- hagsmálum. Seðlabankinn breytti reglum til að reyna að örva viðskipti með krónur. Sá markaður hafði dottið verulega niður. Markaðurinn upplýsti að heildarskuldir Nýsis, væru um fimmtíu milljarðar og stór hluti þeirra án veða. Landsbankinn vann að lausn mála og Kaupþing kom að málum síðar. „Við erum fórnarlömb lausafjárkreppunn- ar,” sagði Höskuldur Ásgeirs- son, forstjóri Nýsis. Jón Ásgeir Jóhannesson var dæmdur í Baugsmáli ásamt fleirum. Landsbankinn keypti eigna- stýringarfélag á Írlandi. Fjármálaeftirlitið hvatti bank- ana á sama tíma til að gera við- bragðsáætlanir um lausafjár- erfiðleika. „Það er mikilvægasta verk- efni ríkisstjórnarinnar um þess- ar mundir að tryggja nýtt jafn- vægi í efnahagslífinu,“ sagði forsætisráðherra í þjóðhátíðar- ræðu. Daginn eftir varð gengi krónunnar hið lægsta í sjö ár. Gengið hrundi svo enn í lok júní. „Stjórnvöld hljóta fyrir sitt leyti að grennslast fyrir um rætur þessarar veikingar krón- unnar,“ sagði Ólafur Ísleifsson. „Við ættum að gera eins og breska ríkisstjórnin gerði á sínum tíma og yfirtaka bank- ana,” sagði Atli Gíslason, þing- maður Vinstri grænna. „Grunnurinn að góðri efna- hagsstjórn síðustu tveggja ára- tuga er frelsi í viðskiptum, einkavæðing og skattalækkan- ir,” sagði Geir H. Haarde í ræðu á alþjóðlegu þingi fjárfesta í Lundúnum í gær. JÚLÍ „Brýnasta verkefnið er enn sem fyrr að ná tökum á verðbólgu,” sagði Davíð Oddsson Seðla- bankastjóri þegar hann tilkynnti um óbreytta 15,5 prósenta stýri- vexti. „Það stefnir ekki í neinar fjöldauppsagnir vegna samein- ingarinnar,” sagði Guðmundur Hauksson. forstjóri SPRON í til- efni sameiningar við Kaupþing í byrjun júlí. Hún var ófrágeng- inn þegar Kaupþing féll. Ákveðið var að 365 færi af markaði. „Það er einfaldlega erfitt að gera sér grein fyrir stöðu hlut- hafanna,“ sagði Petya Koeva, formaður sendinefndar Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins hér á landi, þegar hún var spurð um stöðu íslensku bank- anna. „Dráttarvextir gætu í einhverj- um tilvikum verið ódýrasta fjármögnun sem menn eiga völ á, ekki síst við nú- verandi aðstæð- ur,” sagði Sigurð- ur Arnar Jóns- son, forstjóri Intrum á Ís- landi. Mikl- um af- skriftum banka var spáð og veðköll í voru hátt í þúsund í júlí. „Það fara 44 nýir Land Cruiser 200-jeppar úr landi í næstu viku,” sagði Úlfar Stein- dórsson, forstjóri Toyota á Ís- landi. „Óskhyggja og fögur orð stjórnvalda duga skammt í bar- áttunni við núverandi efnahags- aðstæður. Aðgerða er þörf ef ekki á illa að fara,” sagði Ri- chard Thomas, greinandi Merrill Lynch-fjárfestingarbankans, um stöðu íslensku bankanna. Í skýrslu hans sagði hugsan- lega stefndi í þjóðnýtingu bank- anna eða gjaldþrot. „Svona um- mæli dæma sig sjálf,” segir Þor- gerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra og starf- andi forsætisráðherra. ÁGÚST „Gengisþróun krónunnar var óhagstæð,” sagði Brynjólfur Bjarnason forstjóri Skipta sem tilkynnti um hátt í 400 milljóna króna tap á öðrum fjórðungi árs- ins. Teymi tapaði 600 milljónum. Bankarnir sögðu frá hagnaði og Financial Times sagði fá merki um yfirvöfandi bankakreppu. Sparisjóðum gekk hins vegar ekki eins vel. Vanskil fyrirtækja og ein- staklinga tvöfölduðust á öðrum fjórðungi frá hinum fyrsta og aldrei hafði hærri upphæð verið í vanskilum. „Bankarnir hljóta að skoða allar leiðir til að flytja starf- semi sína úr landi,“ sagði Edda Rós Karlsdóttir, forstöðumaður greiningardeildar Landsbanka Íslands. „Við höfum ekki skoðað slíkt sérstaklega,“ sagði Lárus Welding, sem þó spurði sig um rekstarskilyrði bankanna hér- lendis. „Þetta er sennilega Íslands- met,” sagði Pálmi Haraldsson, um hagnað af sölu á hlut Fons í Iceland. Fyrir hlutinn eignað- ist Fons Northern Travel Hold- ing að öllu leyti, en Steling varð gjaldþrota fáum vikum síðar. „Við töldum að slíkt myndi auka trúverðugleika íslenska fjármálakerfisins,” sagði Jónas Fr. Jónsson, forstjóri Fjármála- eftirlitins sem birti niðurstöðu álagsprófa sem ekki mældu það sem varð bönkum að falli. Jón Steinsson, hagfræðingur sagði mjög langt í að allt færi „til fjandans“. SEPTEMBER Forsætisráðherra tilkynnti um 300 milljóna evra lán til að styrkja gjaldeyrisforðann. Það nam þá innan við 40 milljörðum króna. Upplýst var að nettóstaða þjóðarbúsins væri neikvæð um tvö þúsund milljarða króna. Skortsala var bönnuð í Banda- ríkjunum og Bretlandi og skömmu síðar fylgdi Fjármála- eftirlitið fordæminu. Norður- lönd, önnur en Ísland, gerðu gjaldeyrisskiptasaming við bandaríska seðlabankann. „Að- alatriðið er að þetta er ekki það sem við höfum verið að sækjast eftir,” sagði Tryggvi Þór Her- bertsson, þá efnahagsráðgjafi forsætisráðherra. „Svo framarlega sem ekki eru fleiri ísjakar marandi rétt undir STJÓRNVÖLDUM MÓTMÆLT Fjölmargir fundir hafa verið haldnir til að mótmæla ástandinu og þess krafist að stjórnvöld víki. Á suma fundina hafa mætt þúsundir manna. MARKAÐURINN/ANTON „Bankarnir eru nánast lokað- ir fyrir lánum til íbúðakaupa,” sagði Ingibjörg Þórðardóttir, formaður Félags fasteigna- sala snemma á árinu. Horfur í lánshæfi ríkisins versnuðu. Stýrivextir voru í mars einir þeir hæstu í vest- rænu ríki og verðbólgan að vaxa. Það hafði þá þegar mikil áhrif á almenning. „Þetta er að detta inn, því miður, að lánin séu orðin jafn há og mark- aðsverð eignarinnar,“ sagði Guðbergur Guðbergsson, lög- giltur fasteignasali. Nokkur dæmi væru um þetta og hann óttaðist að þeim ætti eftir að fjölga. Bílasala náði lágmarki í apríl. Það var rakið til gengis- lækkunar. Og enn komu vond- ar fréttir. Seðlabankinn spáði hruni á fasteignamarkaði, um miðjan april. „Þetta er algjörlega úr takti við það sem greiningardeildir bankanna hafa verið að spá,“ sagði Grétar Jónasson, fram- kvæmdastjóri Félags fast- eignasala í apríl. „Bankarnir hafa skrúfað fyrir lán, nánast að fullu, og það hefur vitan- lega mikil áhrif á eftirspurn- ina á markaðnum,” sagði Gylfi Magnússon, dósent við Há- skólann. „Ömurleg tíðindi,“ sagði Hreiðar Már Sigurðsson, bankastjóri Kaupþings, í bréfi um rýmkun á lánum Íbúða- lánasjóðs til að blása lífi í and- vana fasteignamarkað í júní. „Það er ákaflega athyglisvert að bjargvætturinn núna verði Íbúðalánasjóður, sem bank- arnir og margir í stjórnarlið- inu hafa viljað feigan,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri-grænna. Ákvörðun ríkisstjórnar um þetta kom forstjóra Íbúðalána- sjóðs á óvart, en félagsmála- ráðherra sagði að tillögurnar hefðu verið unnar í samráði við hann. Þegar í ágúst var fólk sem hafði keypt húsnæði án þess að hafa selt hið eldra byrj- að að óska eftir frystingu á lánum. „Þetta er nokkuð al- gengt,” sagði Gylfi Örn Guð- mundsson hjá Íbúðalánasjóði. Fréttir voru einnig um að lóðum í nýjum íbúðahverfum á höfuðborgarsvæðinu væri skilað í stórum stíl. Sama gerðu fjölmargir fasteignasal- ar við starfsleyfið. Fasteignamarkaður í frosti FULLBÚIÐ HVERFI EN FÁTT UM HÚS Fjölmörgum lóðum hafði verið skilað til sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu þegar í sumar. Fasteignamarkaður hrundi og fasteignaverð var á niðurleið allt árið. MARKAÐURINN/PJETUR Allt árið var þess beðið að skilanefnd Eignar-haldsfélagsins Sam- vinnutrygginga lyki störf- um og þeir sem þar áttu rétt fengju hluti í fjárfestingafé- laginu Gift. Um fimmtíu þúsund manns og fjölmörg fyrirtæki áttu von á hlut. Ekki varð af því. Eignir fé- lagsins hurfu með lækkandi hlutabréfaverði og hruni bank- anna og eru skuldir félagsins talsvert umfram eignir. Samband íslenskra sam- vinnufélaga hefur óskað eftir rannsókn á málefnum félags- ins. Sama hefur fulltrúaráð Eignarhaldsfélagsins gert. Upplýst var í tengslum við aðalfund SÍS að Þórólfur Gíslason, fyrrverandi stjórn- arformaður Giftar, skuldbatt félagið gagnvart Kaupþingi, svo bankinn hafði mikið um eignir félagsins að segja. Mikið var fjallað um mál- efni Giftar á árinu og upplýst- ist meðal annars að Finnur Ingólfsson, athafnamaður og stjórnarformaður Samvinnu- sjóðsins - sjóðs hinna dauðu - átti enn umtalsverða hluti í Icelandair, enda þótt margir héldu hið gagnstæða. Samvinnutryggingar FRÁ FUNDI SAMVINNUTRYGGINGAMANNA Finnur Ingólfsson athafnamaður, fyrrverandi seðlabankastjóri og ráðherra lítur í átt til ljósmyndara. MARKAÐURINN/GVA Íslenska ríkið og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn urðu óvænt mest ráðandi um íslenskt viðskipta- og athafnalíf á árinu 2008. Allt árið lækkaði gengi krónunnar og endaði í hruni og svo í höftum. Úrvalsvísitala Kauphallarinnar fór meira en áratug aftur í tímann. Bankarnir og stór fjárfestingarfélög fóru í þrot. Ekki sér fyrir endann á óförunum. Ingimar Karl Helgason stiklaði á stóru á viðskiptaárinu 2008. Alþjóðagjalde Árið sem Árið var vægast sagt arfa-slæmt í Kauphöllinni. Úrvalsvísitalan var enn á niðurleið eftir að hafa rekið sig í háaloft um miðj- an júlí árið á undan þegar hún toppaði í 9.016 stigum. Við áramótin stóð hún í 6.318 stig- um og hafði þá fallið um þriðj- ung á hálfu ári. Eftir því sem árið leið draf- aði hún niður stigann hægt og bítandi og stóð í 4.312 stig- um þegar hún hentist fram af bjargbrúninni í bankahrun- inu, sem hófst í enda septemb- er. Á Þorláksmessu hvarf hún svo undir 350 stigin og hafði ekki verið lægri síðan um mitt sumar 1994. Á leiðinni að þessu dram- atíska augnabliki í íslensku efnahagslífi kvöddu nokk- ur fyrirtæki (nöfn þeirra er í töflu hér til hliðar). Þegar bankarnir hurfu bar Úrvals- vísitalan, OMXI15, ekki leng- ur nafn með rentu. Ný vísitalan verður kynnt á nýju ári og mun endurspegla þróunina. Heiti hennar verður í samræmi við það: OMXI6. Og þá voru eftir sex... SÉRFRÆÐINGAR AÐ STÖRFUM Á MARKAÐNUM Þrettán fyrirtæki ýmist yfir- gáfu Kauphöllina og leituðu fyrir sér sem óskráð félag eða voru yfirtekin af hinu opinbera í efnahagshruninu í október. MARKAÐURINN/VALLI Þ A U K V Ö D D U Á Á R I N U Nafn Gengisbreyting frá áramótum* 365 -45% Atorka -93% Exista -98% FL Group (nú Stoðir) -55% Glitnir -100% Icelandic Group -61% Kaupþing -100% Landsbankinn -100% Skipti (dvaldi stutt við) - Spron (enn í salti) -79% Teymi -76% TM (yfirtekið ári fyrr) Vinnslustöðin 0% * Eða á síðasta skráningardegi. Þá er gert ráð fyrir að hlutabréf bankanna séu verðlaus.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.