Fréttablaðið - 31.12.2008, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 31.12.2008, Blaðsíða 20
SÍMA NÚM ER MARKAÐARINS: 512 5000, fax: 512 5301, rit stjorn@markadurinn.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Aug lýs ingadeild: auglys ing ar@markadurinn.is Veffang: visir.is V I Ð Á R A M Ó T ÚT GÁFU FÉ LAG: 365 miðlar ehf. RIT STJÓRAR: Björn Ingi Hrafnsson og Óli Kr. Ármannsson RITSTJÓRN: Ingimar Karl Helgason, Jón Aðalsteinn Bergsveinsson AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal RIT STJÓRN OG AUGLÝSING AR: Skaftahlíð 24, 105 Reykja vík AÐ AL SÍMI: 512 5000 SÍMBRÉF: 512 5301 NETFÖNG: rit stjorn@markadurinn.is og aug lys ing ar@markadurinn.is VEFFANG: visir.is UM BROT: 365 miðlar ehf. PRENT VINNSLA: Ísa fold arprent smiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Markaðinum er dreift ókeyp is með Fréttablaðinu á heim ili á höf uðborg ar svæð inu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á lands byggðinni. Markaðurinn áskil ur sér rétt til að birta allt efni blaðs ins í staf rænu formi og í gagna bönk um án end ur gjalds. FLUGELDAR UM ÁRAMÓT Ýmissa grasa kennir í áramótaútgáfu Markaðarins að þessu sinni. Farið er yfir viðskiptafréttir ársins, jafnt á innlendum sem erlendum vettvangi, auk þess sem upplýst er um val á viðskiptum og kaupsýslumanni ársins. MARKAÐURINN/ANTON Þegar umbrotaárið 2008 verður gert upp síðar meir er hætt við að stór orð og mikil verði látin um það falla. Ár íslenska efnahagshrunsins. Bankakreppan mikla. Afhroð stjórnkerfis- ins. Skipbrot íslensku útrásarinnar eru örugglega dæmi um þau einkunnarorð sem nota mætti um þá ótrúlegu atburði sem hafa orðið í okkar litla og friðsæla landi á árinu sem er að líða og munu hafa gífurleg áhrif á okkur öll um langa framtíð. Fyrir viðskiptablað eins og Markaðinn hefur þetta vita- skuld verið viðburðaríkur tími. Fréttnæmir viðburðir á sviði viðskiptalífsins hafa eflaust aldrei verið fleiri, allt of marg- ir myndu eflaust margir segja. Fyrri hluta ársins virtist sem lífróður íslenska efnahagslífsins í skugga alþjóðlegrar láns- fjárkrísu myndi bera árangur, en síðari hlutann kom í ljós, sem margir töldu sig raunar lengi hafa vitað, að ekkert virki er sterkara en undirstöðurnar og þegar þær reynast feysknar og fúnar þegar aldan skellur á, er aldrei við góðu að búast. Það er sá napri lærdómur sem við okkur Íslendingum blas- ir nú þegar hrun bankanna er staðreynd og nýtt ár blasir við. Dæmisagan kenndi okkur að það er skynsamlegra að reisa húsið á kletti en sandi og ef við yfirfærum þá rökræðu yfir á peningamálastjórn nútímans, er ljóst að íslenska krónan reyndist efnahagslífinu hér sandurinn einn þegar á reyndi og fæstir geta því í alvöru lagt til með skynsamlegum rökum að endurreisnin verði ekki reist á styrkari stoðum og traustari. Hvernig skýrir maður efnahagslegt hrun heillar þjóð- ar? Svarið er örugglega ekki jafn spennandi og margir halda og það er örugglega ekki að- eins fólgið í því að tilgreina nöfn einhverra örfárra einstaklinga, hvort sem þeir eru af vettvangi stjórnmálanna eða úr viðskipta- lífinu. Jafnljóst er að ekki bera allir jafna ábyrgð á því hvernig komið er. Skýringin felst miklu frekar í einstaklega óhagstæðum ytri aðstæðum mestu efnahags- kreppu heims síðan 1929, ófull- komnu regluverki sem ekki tókst nægilega á við hina miklu nánd sem einkennir viðskiptalíf svo fá- menns samfélags, allt of veik- um gjaldmiðli og Seðlabanka sem enginn reyndist bakhjarlinn þegar á reyndi og svo græðgi og glópsku þeirra sem tóku allt of mikla áhættu fyrir sína hönd og annarra. Í þessum efnum verða auðvit- að öll kurl sem fyrst að komast til grafar. Óþolandi er fyrir hlut- aðeigandi að dylgjur um glæp- samlegt athæfi séu á sveimi um samfélagið, án þess að botn fáist í málin. Þeir sem gerst hafa brot- legir við lög verða að horfast í augu við gjörðir sínar. Gleym- um hins vegar ekki þeim grund- velli réttarríkisins að allir menn eru saklausir uns sekt þeirra sannast og þeirri staðreynd að starfsfólk í íslensku viðskiptalífi, hvort heldur var í bönkum eða öðrum fyrirtækjum, var upp til hópa samviskusamt, heið- arlegt og duglegt fólk sem ekkert hefur til saka unnið. Reiðin er vondur förunautur segir einhvers staðar og hollt er fyrir okkur að muna að djörfung og það þor, sem einkennt hefur ís- lenska þjóð um aldir, er einmitt það veganesti sem við þörfn- umst mest við þá uppbyggingu sem framundan er og þarf að hefjast sem allra fyrst. Sú uppbygging verður einkennandi fyrir allt það ár sem senn gengur í garð. Eins og jafnan eftir stóráföll er allt eins líklegt að ástandið eigi fyrst eftir að versna nokkuð enn, áður en það batnar að einhverju ráði. Það er fyrst og fremst undir okkur sjálfum komið hversu fljótt við komumst í fasa uppbyggingar og endurreisnar. Þar þarf vitaskuld margt að koma til, en við getum þó margt lært af frændum okkar á hinum Norðurlöndunum í þessum efnum. Þar tókust menn á við bankakreppur af raunsæi og sanngirni; gerðu málin hreinskilnislega upp, en flýttu líka fyrir batanum með því að bjarga verðmætum og hjálpa góðum fyrirtækjum með já- kvæða framlegð að komast fram úr vandanum; afskrifa og færa niður skuldir þar sem það átti við hjá einstaklingum og lögaðilum og sameina síðan krafta samfélagsins og einka- framtaksins til að koma hjólum efnahagslífsins í gang á nýjan leik, almenningi öllum til hagsbóta. Markaðurinn óskar lesendum sínum nær og fjær gleðilegs nýs árs! Árið sem allt breyttist í íslensku viðskiptalífi. Ótrúlegt umbrotaár Björn Ingi Hrafnsson 6.318,02 3.004,62 678,40 347,47Gildi úrvalsvísitölunnar í upphafi árs 3. janúar 2008. Lokagildi úrvalsvísitölunnar í lok viðskiptadags 8. okt-óber 2008. Kauphöllinni var lokað daginn eftir. Lokagildi úrvals vísi töl unn ar þegar opnað var fyrir viðskipti með hluta- bréf á ný 14. október. Viðskipti voru stöðvuð með bréf í Glitni, Kaupþingi og Landsbankanum, Existu, Straumi og Spron. Lokagildi úrvalsvísitöl unn ar á Þorláksmessu. P L Á N E T A N Þeir sem gerst hafa brotlegir við lög verða að horfast í augu við gjörðir sínar. Gleymum hins vegar ekki þeim grundvelli réttarríkis- ins að allir menn eru saklausir uns sekt þeirra sannast og þeirri staðreynd að starfsfólk í íslensku viðskiptalífi, hvort heldur var í bönkum eða öðrum fyrirtækj- um, var upp til hópa samviskusamt, heið- arlegt og duglegt fólk sem ekkert hefur til saka unnið. A u g lý si n g a sí m i – Mest lesið

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.