Fréttablaðið - 31.12.2008, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 31.12.2008, Blaðsíða 14
MARKAÐURINN V I Ð Á R A M Ó T 30. DESEMBER 2008 ÞRIÐJUDAGUR14 Efnahagshrunið og næstu skref Hamfarir efnahagslífsins, erlendis sem heima fyrir, er forystumönnum íslensks atvinnulífs eðli- lega hugleikið við lok árs sem markast af lausafjárkreppu og lækkunum á hlutabréfamörkuðum sem ekki hafa sést síðan á þriðja og fjórða tug síðustu aldar. Þá er horft til framtíðar og vöng- um velt yfir því til hvaða ráða sé best að taka í þeirri stöðu sem upp er komin. Hér fara á eftir greinar nokkurra sem til var leitað. R eikna má með því að árið 2009 verði ár mikilla breytinga í íslensku viðskipta- og atvinnulífi. Gjald- eyris- og bankakreppan sem hagkerfið gengur nú í gegn- um hefur kallað á endurskoð- un þess skipulags sem hér er á fjármálamarkaði sem og á fleiri sviðum efnahagslífsins. Kreppan sem þjóðin er að ganga í gegnum er að hluta al- þjóðleg og að hluta heimatilbú- in. Alþjóðlega láns- og lausa- fjárkreppan myndaðist á árinu 2007 og hefur verið að grafa sig dýpra síðan. Sá vandi á rætur sínar að rekja til uppbyggingar erlendra lánamarkaða og ekki síst þess bandaríska. Íslenska hagkerfið var afar opið og við- kvæmt fyrir þessari kreppu þar sem hér hafði átt sér stað mjög hröð uppbygging og útrás fjármálakerfisins með hjálp er- lendra lánamarkaða. Bankarnir stækkuðu hraðar en undirliggj- andi stoðir þeirra í hagkerfinu báru þegar á reyndi. Almenningur og fyrirtæki hafa liðið fyrir ástandið. Heim- ilin finna fyrir því í minni kaup- mætti, veikari stöðu krónunn- ar, auknu atvinnuleysi, lækkun húsnæðisverðs og skertu að- gengi að lánsfé svo eitthvað sé nefnt. Fyrirtækin finna einn- ig talsvert fyrir þessu en með ólíkum hætti eftir því í hvaða greinum þau starfa. Erfið er staða margra fyrirtækja í greinum sem tengjast innlendri neyslu og fjárfestingum sem dragast nú hratt saman. En það er ekki síst að Íslendingar finni fyrir þessu í særðu stolti. Svartsýnin og sjálfsgagnrýnin hefur tekið við af bjartsýni og sjálfsánægju. Væntingar varð- andi framtíðina hafa breyst og skoðun á orsökum og úrlausn- um er í hámæli. Niðurstaðan í þessari kreppu er ekki gefin. Hún veltur á úr- lausn hinnar alþjóðlegu kreppu og viðbrögðum íslensku þjóð- arinnar. Erlendis er verkefn- ið ekki síst að koma lánaflæð- inu af stað aftur. Hér á landi þarf að tryggja stöðugleikann, lágmarka kostnað vegna hruns bankanna og ganga úr skugga um að ekki komi aftur til banka- og gjaldeyriskreppu. Þetta eru verkefni stjórnvalda á árinu 2009. Brýn úrlausnarefni varð- andi framtíðarskipan gengis- og peningamála bíða ákvörðun- ar stjórnvalda í byrjun næsta árs, en ljóst er að krónan verð- ur vart framtíðargjaldmiðill Ís- lands. Byggja þarf upp banka- kerfið aftur og huga vel að auð- lindum þjóðarinnar bæði því sem býr í landinu og miðunum í kring sem og mannauðnum. Áætlun íslenskra stjórn- valda í efnahagsmálum hefur verið útlistuð í viljayfirlýs- ingu þeirra vegna fjárhagslegr- ar fyrirgreiðslu Alþjóðagjald- eyrissjóðsins. Sú viljayfirlýs- ing sem og lánafyrirgreiðsla sjóðsins var nauðsynleg. Án þessarar hjálpar hefði kreppan orðið dýpri og erfiðari. Sýnir sig nú hvað aðild að sjóðnum er þjóðinni mikilvæg og í leið- inni hverju alþjóðleg samvinna getur skilað íslenskri þjóð. Ekki má bregðast við þessari alþjóðlegu kreppu og afleiðing- um hennar með haftabúskap og einangrun. Slíkt er hættu- leg stefna sem kemur niður á hagvexti og lífsgæðum þjóðar- innar. Þau höft sem sett hafa verið á gjaldeyrismarkað þarf að af- nema við fyrsta tækifæri. Með auknum trúverðugleika efna- hagsstefnunnar og bankakerf- isins fæðast forsendur fyrir fullkomnu floti krónunnar. Með stöðugleika á gjaldeyrismark- aði myndast einnig forsend- ur fyrir lækkun vaxta Seðla- bankans. Háir vextir bankans eru afar þjáningafullt tæki um þessar mundir þegar hagkerf- ið er að sigla inn í djúpa kreppu og eina ástæða hárra vaxta er í raun að halda uppi miklum vaxtamun gagnvart útlöndum og styrkja þannig gengi krón- unnar. Hagkerfið þarf að kom- ast út úr þessari stöðu og reikna ég með því að forsendur skapist fyrir því á nýju ári. Þó að framundan sé eitt mesta samdráttarár sögunnar hér á landi er nauðsynlegt að horfa ekki á það einvörðungu sem slíkt. Staða íslenskra heimila og fyrirtækja fyrir hrun banka- kerfisins var sterk og hafði lík- legast aldrei verið sterkari á mælikvarða eigna og kaupmátt- ar. Búa þau að því núna. Nið- ursveiflan er kröftug en hún færir þjóðina ekki nema fáein ár aftur vegna þess hve hag- vöxtur og uppgangurinn hefur verið mikill og kröftugur hér á undanförnum árum. Atvinnu- missir er sár, sem og að tapa eignum og að horfast í augu við breyttan efnahagslegan veru- leika. Hins vegar eru tækifær- in víða og velmegun þjóðarinn- ar mikil í alþjóðlegum saman- burði. Ingólfur Bender, forstöðumaður Greiningar Glitnis: Ár mikilla breytinga framundan A lþjóðlega efnahags- kreppan nær væntan- lega hámarki á nýju ári, en staðan á Ís- landi er sýnu verri en víðast hvar annars staðar. Hér glímum við samtímis við gjald- eyris- og bankakreppu (tví- burakreppu) sem fækkar mjög möguleikum stjórnvalda til að bregðast við með efnahagsað- gerðum. Þetta er vægast sagt baneitruð blanda, því háir vext- ir eru algengasta meðalið við gjaldeyriskreppu á meðan lágir vextir eru eitt fljótvirkasta meðalið við banka- og efnahags- kreppu. Því miður verður ekki hægt að vinna á efnahagskrepp- unni á meðan gjaldeyriskrepp- an er óleyst. Allar tilraunir til slíks eru dæmdar til að mis- takast og valda að lokum meiri skaða en orðinn er. Þær við- halda óvissu meðal fyrirtækja og einstaklinga, draga úr frum- kvæði og framkvæmdavilja. Fum og fát í gjaldeyrismál- um kostar þjóðina dýrt í tap- aðri framleiðslu, lægri tekjum og lakari lífskjörum til framtíð- ar. Íslenska hagkerfið er ekki „komið fyrir horn“. Staðan er afar viðkvæm og alþjóðaum- hverfið allt í uppnámi. Enn er hætta á að banka- og gjaldeyris- kreppan endurtaki sig á næsta ári ef ekki er haldið rétt á spöð- unum. Það má t.d. ekki bíða lengur að stjórnvöld hafi upp á þeim erlendu aðilum sem eiga krónur og semji um útgönguleið fyrir þá, sem getur samræmst stöðugleika á gjaldeyrismark- aði. Aðeins þannig náum við að afnema höft á gjaldeyrisvið- skiptum og koma í veg fyrir að nýtt gengisfall fylgi í kjölfarið. Á liðnu ári hefur umræð- an eðlilega mikið snúist um þá miklu skuldabyrði sem lögð verður á börnin okkar. Ástæða er til að taka einnig umræðu um þá möguleika sem börn- in okkar hafa til tekjuöflunar í framtíðinni. Þessi atriði má ekki skoða úr samhengi, þá þarf þvert á móti að vega saman. Í því sambandi er nauðsynlegt að hafa í huga að alþjóðasam- skipti og öflug utanríkisvið- skipti eru mikilvæg forsenda góðrar menntunar og hárra lífs- kjara hér á landi. Ef tryggja á að börnin okkar geti búið við góð lífskjör í framtíðinni er því mikilvægt að vera í góðu sambandi við umheiminn. Lyk- ilatriði er að endurreisa ímynd landsins og endurvinna traust. Hluti af því er að ganga frá skuldamálum gömlu bankanna og semja, helst um skuldaniður- fellingu, í samræmi við alþjóða- lög, -reglur og skuldbinding- ar. Þetta er fljótvirkasta leið- in til að fá aftur fullnægjandi aðgang að alþjóðamörkuðum − samvinnu og lægri vexti. Þetta er líka forsenda þess að komist verði hjá endalausum lögsókn- um á hendur ríkinu frá erlend- um einstaklingum, lífeyrissjóð- um, bönkum og vogunarsjóð- um. Í upphafi árs er rétt að horfa til framtíðar. Á sama tíma og taka þarf á bráðavanda heim- ila og fyrirtækja þarf að huga að framtíðarfyrirkomulagi allra mála. Hvers konar þjóð- félag viljum við og hvaða lífs- kjör getum við boðið börnunum okkar? Skerpa þarf alla yfirsýn, bæði stjórnvalda og almenn- ings. Setja þarf raunhæf mark- mið, bretta upp ermar og hefja vinnuna. Hluti af þeirri vinnu er að láta af öllum leikaraskap og pólitískum fléttum. Vanda þarf til verka og taka ekki þá áhættu sem fylgir því að leita ávallt stystu leiðanna – til dæmis ein- hliða upptöku gjaldmiðils. Við eigum að byggja til framtíð- ar og þá þarf grunnurinn að vera traustur og allur viðbún- aður fyrsta flokks. Ég tel því að við eigum að sækjast eftir aðild að Evrópusambandinu og leggja allt kapp á að ná góðum samningum í auðlindamálum. Alþjóðakreppan kann að leiða einhverjar þjóðir í fang hafta- búskapar og þjóðernishyggju. Svo má ekki verða hér á landi enda dregur sú leið úr lífskjör- um í lengd. Leið hafta og þjóð- ernishyggju er í mínum huga leið hugleysingjans; þess sem skortir sjálfstraust og kjark til að takast á við raunverulega samkeppni og selur framtíð- arhagsmuni fyrir skammtíma- hag. Íslendingar hafa alla mögu- leika á að ná góðum árangri til framtíðar. Þjóðin er ung, vel menntuð og hraust og landið er ríkt af náttúruauðlindum. Sá kraftur sem býr innra með þjóðinni endurspeglaðist m.a. í fræknum íþróttasigrum á síð- asta ári. Íslenska kvennalands- liðið hefur áunnið sér rétt til þátttöku í lokakeppni EM í fót- bolta í Finnlandi 2009. Slíkur árangur er einstakur og þátt- ur í því að endurbyggja ímynd Íslands. Edda Rós Karlsdóttir, hagfræðingur hjá Nýja Landsbankanum: Brettum upp ermar Setja þarf raunhæf markmið, bretta upp ermar og hefja vinnuna. Hluti af þeirri vinnu er að láta af öllum leik- araskap og pólitískum fléttum. Vanda þarf til verka og taka ekki þá áhættu sem fylgir því að leita ávallt stystu leiðanna – til dæmis einhliða upptöku gjald- miðils. S á efnahagsskellur sem Íslendingar hafa orðið fyrir er af nánast áður óþekktri stærð- argráðu í nútímasög- unni. Bankakerfið hrundi nán- ast eins og það lagði sig á einni viku og gengi íslensku krón- unnar lækkaði meira en nokk- urn gat órað fyrir. Spár gefa til kynna að samdráttur lands- framleiðslu verði á bilinu 8- 10% á árinu 2009. Þótt Íslend- ingar séu ýmsu vanir þá verð- ur þetta mesta niðursveifla í efnahagslífinu frá stofnun lýð- veldisins árið 1944. Afleiðing- ar samdráttarins eru rekstrar- erfiðleikar fyrirtækja og vax- andi atvinnuleysi og það er í senn megin áhyggjuefnið og viðfangsefnið á nýju ári. Ég er sannfærður um að ef við tökum rétt á málum á kom- andi mánuðum getum við sýnt hvers megnugt okkar litla hag- kerfi er til að snúa við blaðinu og gert þessa kreppu að móður nýrra tækifæra. Styrkur okkar felst meðal annars í sveigjan- leika og viðbragðsflýti sem er hér meiri en í flestum löndum og hugarfari sem hefur ein- kennst af vinnusemi og sam- stöðu. En við höfum líka fjárfest skynsamlega á síðustu árum og áratugum í innviðum, mennt- un, nýjum skólum og komið upp traustu stuðningskerfi við ný- sköpun. Þessi fjárfesting sem og eiginleikar okkar nýtast nú sem aldrei fyrr til þess að koma okkur út úr vandanum. Það hefur verið mjög ánægju- legt á undanförnum mánuðum að sjá hvernig fyrirtæki hafa sýnt gríðarlega seiglu og sveigj- anleika til að kljást við vandann. Fyrirtækin og starfsfólk þeirra hafa hugsað út fyrir rammann. Í stóru fyrirtæki tóku starfs- menn sig saman og bjuggu til aðgerðaráætlun um hvernig ætti að mæta núverandi efna- hagsþrengingum. Saman teikn- uðu starfsmennirnir upp sókn- arfæri. Könnuðu möguleikann á að innleiða hér nýjar atvinnu- greinar og hvernig mætti auka verðmæti framleiðslu í landinu með ýmsum hætti. Allir lögðu sitt af mörkum, hvort sem þeir voru með próf í sameindalíf- fræði, iðnaðarverkfræði eða einhverju allt öðru – þau fóru sínar eigin leiðir og veltu fyrir sér hvernig hægt væri að halda áfram. Sama hefur verið uppi á teningnum í fjölda annarra fyr- irtækja, hjá félagasamtökum og í skólum. Svo lausnadrifið hug- arfar heillar þjóðar er líklega okkar verðmætasta auðlind og hún hefur þau makalausu ein- kenni að því meira sem hún er nýtt því hraðar breiðist hún út. Mesta hættan hjá okkur nú er að hugarfar þjóðarinnar breyt- ist. Sinnuleysi auki vonleysi og reiði segi enn meira til sín. Í framhaldinu breytist hugar- farið til hins verra, nýjar hug- myndir séu talaðar niður, ungt fólk flytji burt og ólíkasta fólk, eins og frumkvöðlar í hundr- uðum minni útrásarverkefna, verði að blórabögglum núver- andi ástands. Alvarlegasta ógn- unin við framtíð Íslands er ekki skuldsetning heldur að hugar- farið breytist til hins verra. Við fáum hert og heiftúðugt hug- arfar þar sem vantrú ríkir á öllu sem viðkemur framtíðinni, einkaframtaki og ungu fólki með hugmyndir. Ef alþjóðlegu efnahagslægð- inni lýkur upp úr miðju næsta ári munu Íslendingar njóta góðs af því og komast fyrr í kraft- mikinn vöxt á ný. Til þess þurf- um við að viðhalda lausnadrifnu hugarfari en gera um leið kröfu til þess að ríkisstjórnin bregðist skjótar við aðsteðjandi vanda og setji skýra stefnu. Lausn á vandanum er augljós: strax þarf að afnema gjaldeyrishöft, lækka stýrivexti, beita meiri ráðdeild í ríkisrekstri og end- urreisa bankakerfið í samstarfi við lánadrottna. Loks þarf rík- isstjórnin að setja skýrar línur um stefnuna í peningamálum þjóðarinnar og undirbúa það teymi í ríkisstjórn og í stjórn- kerfinu sem skapar trúverðug- leika hér og annarsstaðar og leiðir okkur í gegnum næstu ár. Þór Sigfússon, formaður Samtaka atvinnulífsins: Skýrar línur á nýju ári Þ ó fréttir af samdrætti í sölu nýrra bíla hafi verið áberandi á und- anförnum mánuðum er okkur sem störfum við innflutning og sölu nýrra bíla efst í huga við þessi ára- mót að við erum að koma út úr einu blómlegasta skeiði í sögu greinarinnar á Íslandi. Oft vill gleymast að 84.000 nýjar fólks- bifreiðar hafa verið fluttar inn á síðastliðnum fimm árum sem er 24.000 fólksbílum fleira en fimm árin þar á undan. Þetta þýðir að bílafloti landsmanna er tiltölulega nýr og þar með hag- kvæmur í rekstri. Okkur hjá Toyota er einnig ofarlega í huga að nú eru um 50.000 Toyota- og Lexusbílar í notkun á landinu og okkur ber skylda að veita eig- endum þessara bíla góða þjón- ustu í formi viðhalds og vara- hluta. Við fögnum því einnig að fyr- irhugað er að draga úr opin- beru eftirliti með nýlegum bílum með tilheyrandi kostnaði vegna þess að framfarir í fram- leiðslu bíla hafa verið það mikl- ar að ekki er þörf að skoða þá sérstaklega fyrstu árin. Ekki má heldur gera lítið úr ábyrgð eigenda bílanna enda er það reynsla okkar að þeir koma með bílana í reglubundnar skoðanir og vilja almennt halda bílunum í góðu standi. Við teljum það því framfaraspor að dregið skuli úr kostnaði og fyrirhöfn við opin- bert eftirlit. Á sama hátt og Íslendingar þurfa gott íbúðarhúsnæði þurf- um við góða bíla til að komast á milli staða í hvaða veðri sem er. Bílafloti landsmanna er því stór stór og góður og mikilvægt er að tryggja sem bestar aðstæður fyrir rekstur þessa flota. Þetta kallar á góða og vel skipulagða vegi bæði í þéttbýli og um land- ið og er mikilvægt að ekki verði slakað á framkvæmdum á því sviði. Þá má ekki gleymast að fjöldi vel menntaðs fólks hefur at- vinnu af því að veita bíleig- endum þjónustu og er því mik- ilvægt að styðja sem best við menntun í bíliðngreinum í skól- um landsins. Umræða um koltvísýrings- mengun og áhrif hennar á hlýn- un jarðar hefur verið áberandi að undanförnu og hafa sjónir manna gjarnan beinst að einka- bílnum og hann gerður að söku- dólgi í málinu. Kannski er eðli- legt að einkabíllinn sé áberandi í umræðunni. Hann er jú nálægt okkur á hverjum degi og fyrir allra augum. Bílaframleiðendur hafa brugðist markvisst við þótt ekki sé laust við að þess sé sakn- að að litið sé til annarra þátta sem hafa í för með sér meiri útblástur koltvísýrings en bíl- arnir. Við hjá Toyota munum á árinu 2009 fagna þriðju kynslóð tvinnbílsins Prius sem Toyota hefur framleitt í meira en ára- tug og er í forystu svokallaðra tvinnbíla sem knúðir eru bæði raf- og bensínmótor og valda þar af leiðandi minni mengun en hefðbundnir bílar sem ganga eingöngu fyrir bensíni eða disel- olíu. Fljótlega munum við einn- ig sjá tvinnbíl sem tengja má við rafmagn og mun þess vegna nota enn minna af bensíni. Allt er þetta gert undir kjörorðinu „Eitt markmið: enginn útblást- ur.“ Við þessi áramót stöndum við frammi fyrir því að þurfa að takast á við verkefni nýs árs með full mikið af óvissu í far- angrinum enda er algjörlega óvíst með gengi íslensku krón- unnar og það vaxtastig sem við munum búa við. Mikið veltur á því að fyrirtækjunum í land- inu séu sköpuð góð skilyrði, en hitt er ekki síður mikilvægt að fyrirtækin séu rekin af skyn- semi og að eigendur þeirra og þeir sem bera ábyrgð á rekstri þeirra umgangist þau af virð- ingu. Fyrirtækin eru fjöregg sem bæði þjóðarhagur og hagur okkar sem einstaklinga bygg- ir á. Úlfar Steindórsson, forstjóri Toyota á Íslandi: Staða bílgreinarinnar Á rið var um margt við- burðarríkt hjá Eyrir Invest. Í upphafi árs- ins kláruðum við í samvinnu við Lands- bankann og breska fjárfesting- arfélagið Candover, vel heppn- aða yfirtöku á Stork. Stork er rótgróin iðnaðarsamstæða í Hollandi, stofnuð snemma á nítjándu öld með yfir 16 þús- und starfsmenn. Samhliða yfirtökunni á Stork náðist langþráð markmið Mar- els um að yfirtaka samstarfs- aðila sinn til margra ára, Stork Food Systems og ná þannig leiðtogahlutverki á heimsvísu í framleiðslu og sölu og hátækni- búnaði til kjöt-, kjúklinga- og fiskvinnslu. Eyrir Invest er áhrifafjár- festir sem horfir til lengri tíma og leggur mikla áherslu á að koma að stefnumörkun og fjár- mögnun félaga sem fjárfest er í. Við höfum þannig verið fjár- festar í Marel og Össuri frá árinu 2004 og stutt þau dyggi- lega til vaxtar síðustu ár. Össur er í dag leiðandi aðili í þróun og sölu stoðtækja og í fremstu röð stuðningstækjaframleiðanda eftir fjölmargar vel heppnaðar yfirtökur á því sviði. Össur og Marel hafa sýnt stórbættan rekstrarárangur á þessu ári eftir að stjórnendur færðu fókusinn á aukið rekstr- arhagræði og innri vöxt eftir tímabil mikils vaxtar með yfir- tökum. Breyttar áherslu eru að fullu í samræmi við fyrir fram kynnta stefnu. Félögin eru nú vel fjármögnuð til lengri tíma og með allhátt eiginfjárhlut- fall. Vöxtur þeirra hefur hvorki verið tilviljanakenndur né tæki- færissinnaður. Eðlileg og skynsamleg útrás er hluti af alþjóðavæð- ingu atvinnulífsins, án hennar munu fjölmörg fyrirtæki ekki ná nægjanlegri stærðarhag- kvæmni til að fylgja eftir vexti og alþjóðavæðingu viðskipta- vina sinna. Fyrirtæki hafa val um tvennt, annað hvort verða þau litlir sérhæfðir framleið- endur eða alþjóðlegir leiðtogar á sýnu sviði. Miðjumoð mun aldrei skila raunverulegum verðmætum til viðskiptavina, starfsmanna, hluthafa eða til samfélagsins. Marel og Össur eru mjög „dýnamísk“ fyrirtæki með framúrskarandi starfsfólk. Sí- fellt eru nýjar áskoranir í um- hverfinu til að takast á við. Nú er keppst við aukið rekstrar- hagræði til að takast á við al- þjóðlegan efnahagssamdrátt. Heilbrigðis- og matvælageir- inn hafa sýnt í fortíð minni næmni fyrir efnahagssveiflum og vaxtarforsendur félaganna horft til næstu 5 ára eru í raun engu breyttar. Ársins 2008 verður minnst á Íslandi sökum hruns banka- kerfisins og þess efnahagsá- falls sem dundi á þjóðinni, í kjölfar alþjóðlegrar fjármála- krísu. Lengi verður deilt um orsakir og afleiðingar banka- hrunsins, mest er þó um vert að markmið þeirra rökræðna sé til að draga lærdóm af mistökum til að byggja upp sterkari grunn til framtíðar. Allt bendir til að næstu tvö til þrjú ár verði íslensku efnahags- lífi erfitt, spár um þróun helstu hagstærða eru ekki uppörvandi og ljóst að þjóðin öll þarf að axla þungar byrðar. Mikilvægt er að horfa til ársins sem nú er að hefjast sem fyrsta ársins í nýrri uppbyggingu. Aðstæður útflutningsgreina hafa um margt verið óhagstæð- ar síðustu ár en hafa stórbatnað við gengisfall krónunnar, jafn- vel þó að líkur standi til að veiking hennar gangi að nokkru til baka. Nú er mikilvægast að hlúa að aukinni verðmætasköp- un. Við erum í samkeppni við aðrar þjóðir sem allar keppast við að auka tekjur sínar með fjölþættum stuðningi við út- flutningsgreinar sínar. Það gild- ir það sama í rekstri þjóðarbús líkt og í öðrum rekstri, það þarf að afla meira en eytt er. Til að við náum árangri til lengri tíma þarf að efla þróunar- og rannsóknarstarf fyrirtækja og fjárfesta enn frekar í menntun þjóðarinnar í stað þess að skera þau framlög niður. Við höfum fjölmörg tækifæri til að treysta undirstöðurnar þar sem þjóðin er ung og vel menntuð, við eigum verðmætar auðlindir í fiskimiðunum, nátt- úru og endurnýjanlegri orku. Þá er lífeyrissjóðakerfið öflugt þrátt fyrir ágjöf og innviðir og undirstöður kerfisins allsterk- ar. Fjörugar umræður munu verða í þjóðfélaginu um breytt fyrirkomulag peningamála og á árinu verður skorið úr um það hvort að Ísland eigi að verða fullgildur aðili innan Evrópu- sambandins, með kostum þess og göllum. Mikill vilji er til að fá Ísland og Noreg í samband- ið og samningsstaða okkar all- sterk. Við skulum ekki gleyma því að við erum hvorki fyrsta né síðasta þjóðin til að lenda efna- hagsþrengingum. Nú þurfum við að endurreisa traust á getu þjóðarinnar til þess að standa við skuldbindingar okkar. Eðlileg og skynsam- leg útrás er hluti af alþjóðavæðingu atvinnulífsins, án hennar munu fjölmörg fyrirtæki ekki ná nægj- anlegri stærðarhag- kvæmni til að fylgja eftir vexti og alþjóða- væðingu viðskiptavina sinna. Fyrirtæki hafa val um tvennt, annað hvort verða þau litlir sérhæfðir framleið- endur eða alþjóðlegir leiðtogar á sýnu sviði. Miðjumoð mun aldrei skila raunveruleg- um verðmætum til viðskiptavina, starfs- manna, hluthafa eða til samfélagsins. Árni Oddur Þórðarson, framkvæmdastjóri Eyris Invest: 2009: Grunnur lagður að uppbyggingu til framtíðar Megi nýja ár ið færa y kkur gleði og hamingju Suðurhraun 1 Garðabær Sími 595 0300 Nú árið er liðið í aldanna skaut og aldrei það kemur til baka, nú gengin er sérhver þess gleði og þraut, það gjörvallt er runnið á eilífðar braut, en minning þess víst skal þó vaka.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.