Fréttablaðið - 31.12.2008, Blaðsíða 17
H A U S
MARKAÐURINN 17ÞRIÐJUDAGUR 30. DESEMBER 2008
V I Ð Á R A M Ó T
Í
augnablikinu ganga yfir
land og þjóð efnahagsleg-
ar hamfarir. Þessar ham-
farir eru ekki einskorð-
aðar við Ísland heldur er
um hnattræna þróun að ræða.
Við munum á næstunni ganga
í gegnum eina dýpstu kreppu í
manna minnum og því er eðli-
legt að staldrað sé við og gaum-
gæft hvort gengið hafi verið
til góðs.
Landsmenn hafa á undanförn-
um 15 árum notið efnahagsbata
og kaupmáttaraukningar sem
er langt fram úr því sem gerst
hefur hjá öðrum þjóðum. Þótt
samdráttur í landsframleiðslu á
næsta ári kunni að verða allt að
15%, færir það okkur þó ekki
nema þrjú ár aftur í tímann.
Land og þjóð hafa notið vel-
gengni íslenskra fyrirtækja, út-
rásar og landvinninga, sem því
miður er komið bakslag í, en
við Íslendingar erum vön því
að fást við aflahret og vinnu-
tarnir á víxl.
Það er mikilvægt í þeim
nornaveiðum sem nú virðast
hafnar að fyllast ekki dóm-
hörku og benda of víða, því
við erum öll á sama báti og
ættum að hjálpast að við að
ausa meðan enn lekur. Þegar
skútan er komin í trausta höfn
er kannski tími til að fara í
persónuleg uppgjör eða leita
ástæðna en sem stendur ættum
við öll að ausa sem mest við
getum. Fátt er mikilvægara nú
um stundir en að þétta raðirn-
ar og standa saman að þeirri
efnahagslegu uppbyggingu
sem mun fara fram. Reiði og
gremja eru slæmir meðreiða-
sveinar við það verk sem nú
þarf að vinna.
Vandamálin sem eru aðsteðj-
andi nú um stundir eru fjarri
því að vera óyfirstíganleg. Það
sem þarf til er verkstjórn til
að taka á þessum vandamál-
um skref fyrir skref. Of mikið
hefur virst af handahófskennd-
um lagasetningum og afgreiðsl-
um sem viðbrögð við áreiti,
fremur en því að aðgerðir ein-
kennist af festu, yfirsýn og
framsýni. Mörg þessara vanda-
mála eru tæknileg í eðli sínu og
hafa tafir við úrlausnir vald-
ið frekari skaða en nauðsyn-
legt er.
Um árabil höfum við tekið
þátt í samfélagi þjóðanna,
stjórnmálalega og efnahags-
lega, og tekið upp þær al-
mennu leikreglur sem gilda í
þeim samskiptum. Við þurfum
að sýna að við séum þess bær
að vera áfram þátttakendur í
þessu samfélagi, en séum ekki
þjóð sem segir sig frá skuld-
bindingum eða ábyrgð er gefur
á bátinn og ekki hentar að lúta
þessum reglum. Til að ná aftur
vopnum okkar er lykilatriði að
semja við erlenda og innlenda
kröfuhafa gömlu bankanna og
leyfa þeim sem rauneigend-
um bankanna að hlutast til um
ráðstöfun eigna og meðferð
búanna. Þetta þarf að gerast
samkvæmt leikreglum, gagn-
sætt og með hámörkun verð-
mæta að leiðarljósi, þannig að
við verðum ekki dæmd á skóg-
gang í samfélagi þjóðanna. Með
þessu næst einnig fram dreifð-
ari eignaraðild að nýju bönkun-
um og minni pólitísk afskipti,
sem ég tel ríkja þjóðarsátt um
að hverfa ekki til, enda reynsla
okkar sem þjóðar slæm af því
fyrirkomulagi.
Þótt gengisfall krónunnar nú
valdi tímabundnum búsifjum
hjá fjölda einstaklinga og fyrir-
tækja er hin hliðin á því auðvit-
að sú að nú fáum við fleiri krón-
ur fyrir hverja vöru sem flutt
er út. Ég tel að á næstu tveim-
ur árum munum við færa okkur
aftur nær þeim grunnatvinnu-
vegum og náttúrulegum styrk-
leikum okkar sem þjóðar til að
vinna aftur sess okkar í sam-
félagi þjóðanna. Útflutnings-
fyrirtæki í iðnaði og sjávarút-
vegi ganga mjög vel um þess-
ar stundir og eru líkleg til að
varða okkur veginn út úr þess-
ari þoku sem nú ríkir.
Það er mikilvægt við nú-
verandi aðstæður að huga að
grunngildum okkar og aðlaga
sig strax breyttum aðstæð-
um. Sem þjóð erum við afla-
fólk og fyllum trogin þegar
vel gefur en getum líka sætt
okkur við rýrari heimtur og
aflabrest þegar svo ber undir.
Okkar eðlislæga bjartsýni og
trú á framtíðina er það sem
mun að lokum færa þjóðina út
úr þessum hremmingum. Ekki
endilega skyndilausnir, heldur
hin gömlu alíslensku gildi um
vinnusemi, heiðarleika og trú
sem nýst hafa þjóðinni fram
til þessa og munu áfram verða
hennar helsta eign. Sem fyrr
munum við setja undir okkur
hausinn og halda á móti storm-
inum, því eftir tíu ár verður nú-
verandi ástand orðið að sögu-
legu viðfangsefni og vonandi
gagnlegur lærdómur í fartesk-
inu á móts við nýja tíma.
Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, forstjóri Saga Capital:
Við erum öll á sama báti
Á
þessum sama stað
fyrir ári síðan fannst
mér viðburðaríkt ár
vera að baki. En hafi
maður gefið árinu
2007 þá einkunn, er erfitt að
finna nægilega sterk orð til að
lýsa seinni hluta þess árs sem
nú er að kveðja. Engan gat órað
fyrir því hruni sem framund-
an var, þar sem allt virðist hafa
lagst á eitt til að gera niðurstöð-
una eins slæma fyrir Ísland og
verst gat orðið.
Orsakir þessa ástands eru al-
þjóðlegri og víðtækari en oft er
haldið á lofti í umræðum hér,
þótt áhrifin hafi komið skjótar
fram en víða. Tugir banka hafa
þegar orðið kreppunni að bráð,
austan hafs og vestan, en vanda-
málin eiga eftir að verða dýpri
á ýmsum sviðum atvinnulífs-
ins. Til dæmis í bílaiðnaði hafa
amerísku risarnir verið mest í
sviðsljósinu fram að þessu, en
reikna má með að sambærileg-
ar hörmungar eigi eftir að vitja
Evrópu á því sviði.
Hjá okkur Íslendingum hefur
margt hefur lagst á eitt. Jónas
Haralz bendir á að aðild að Evr-
ópska efnahagssvæðinu án inn-
viða Evrópusambandsins hafi
boðið heim hættu á misgengi.
Snýr það fyrst og fremst að
stærð íslenska bankakerfisins,
sem nýtti sér tækifæri til vaxt-
ar, með Ísland sem heimahöfn.
Ástandið magnast svo frekar
með fyrirhyggjuleysi um gjald-
miðlasamstarf og gjaldeyris-
forða og með hávaxtastefnu
sem yfirverðsetti íslensku
krónuna og íslenskar eignir og
ýtti undir erlenda skuldsetn-
ingu, innflutning og glannaleg
kaup erlendra eigna. Við Ís-
lendingar vöknuðum upp við
þann vonda draum að hafa búið
við kolrangt mat á kaupmætti
okkar og lífskjörum í saman-
burði við aðrar þjóðir.
Ekki er skynsamlegt að dvelja
um of við þau mistök sem gerð
hafa verið, en það verður strax
að hætta að endurtaka sömu
mistökin. Flestum er að verða
ljóst að aðild að Evrópusam-
bandinu, ef viðunandi samning-
ar nást, getur lagt grundvöll að
varanlegri endurreisn Íslands,
m.a. í peningamálum og varð-
andi orðspor og umsvif íslend-
inga á alþjóðavettvangi. Þessi
vegferð mun væntanlega hefj-
ast fyrir alvöru á vormánuð-
um, ef landsfundur Sjálfstæð-
isflokksins kemst að jákvæðri
niðurstöðu um aðildarviðræður.
Ef það verður ekki sé ég a.m.k.
fyrir mér grýttari og lengri leið
upp úr þeirri holu sem Ísland
er komið í.
Óháð niðurstöðu í Evrópu-
málum tel ég samt sem áður að
sá bráðavandi sem íslenskt at-
vinnulíf stendur frammi fyrir
þoli enga bið og úrlausn hans
geti alls ekki beðið eftir um-
ræðum um aðild að Evrópu-
sambandinu. Ég óttast að ráða-
menn geri sér ekki grein fyrir
því að við erum hársbreidd frá
því að missa stóran hluta ís-
lensks atvinnulífs í gjaldþrot.
Keðjuverkandi vanskil og pen-
ingaþurrð eru alls staðar sjá-
anleg. Ef það ástand fær að
grafa um sig á næstu vikum
verða því miður ekki 10.000
Íslendingar án atvinnu, held-
ur miklu fleiri. Nýir bankar
munu heldur ekki verða mikils
virði ef viðskiptavinir (skuldar-
ar) þeirra verða gjaldþrota að
stórum hluta. Skilvirkasta ráðið
til að afstýra þessu hruni í ís-
lensku atvinnulífi og samfélagi,
sem gæti orðið enn alvarlegra
en það sem við höfum þegar
séð, er að lækka vexti strax um
meira en 10 prósent og gera
ráðstafanir til að auka peninga-
magn í umferð. Rangar áhersl-
ur í vaxtamálum hafa þegar
aukið meira en nóg við marg-
þættan vanda hér og öllum má
vera ljóst að íslenskt vaxtastig
gerir ekkert í dag til að styðja
við gengi krónunnar og kynd-
ir undir verðbólgunni frekar
en hitt.
Stjórnmálaforystan verð-
ur að setja endurreisn efna-
hagslífsins í algeran forgang.
Hættan er að ráðherrar séu of
uppteknir við embættisleg við-
fangsefni eins og rekstur stofn-
ana og áhyggjur af niðurskurði,
frekar en að huga jafnframt að
efnahagslífinu í heild. Þar þarf
að skapa þann jarðveg að fólk
sem á fé, og það er enn víða að
finna, fjárfesti í uppbyggingu
og tækifærum. Einungis þannig
vinnum við okkur út úr vandan-
um og með þeirri hefðbundnu
aðferð að finna leiðir til að gera
hlutina betur en áður, með ódýr-
ari og skilvirkari hætti.
Nýtt hugarfar er nauðsyn-
legt. Rétt eins og sjálfshjálp-
arnámskeiðin kenna, þá verða
neikvæðni og úrtölur seint
veganesti til uppbyggingar,
það á jafnt við um heil þjóðfé-
lög eins og fyrir einstaklinga.
Að sjálfsögðu verður aðdrag-
andi falls bankanna skoðaður
gaumgæfilega og gjörningar í
kringum það, en þar verðum
við að treysta faglegum aðil-
um sem fara með ábyrgð og
vald í þeim efnum. Íslending-
ar hafa slæma reynslu af því að
þjóðfélagið missi sig í móður-
sýki sem krefst þess að fólk sé
„tekið af lífi“ á grundvelli slúð-
urs, upphrópana og ýkjusagna,
en án dóms og laga. Nægir að
nefna Geirfinnsmálið og Haf-
skipsmálið í því sambandi.
Stóru hneykslin í þeim málum
þegar upp er staðið, er hve
margir báru margt á saklausa,
með hræðilegum og óbætanleg-
um afleiðingum. Í nýlegri bók
um Hafskipsmálið vitna fjöl-
miðlamenn um hvernig þeir
voru misnotaðir með skipulögð-
um leka frá ýmsum, sem gátu
þannig stýrt því að hverjum
hasarinn beindist hverju sinni.
Margir þeirra sem hæst létu
þá eru enn á ferðinni í fjölmiðl-
um og stjórnmálum og virðast
sumir lítið hafa lært. Fjölmiðl-
ar rannsaka sjaldnast hvern-
ig upphrópanir voru tilkomnar
sem reyndust innistæðulausar
og missa áhugann á „hneyksli“
sem gufar upp. Enginn virð-
ist nokkru sinni þurfa að bera
neina ábyrgð á ósönnum ásök-
unum. Sumir lýðskrumaranna
nú hafa meira að segja gengið
svo langt að vara ákveðna ein-
staklinga við að láta sjá sig á
götum úti! Er þá ekki farið að
styttast í kröfu um að slíkt fólk
sé látið bera sérstök merki til
aðgreiningar? Ég trúi því ekki
að það sé stór hópur sem vill í
alvöru missa Ísland inn á þess-
ar brautir. Hvernig getur lög-
reglan leyft sér að taka grímu-
klæddum ofbeldismönnum sem
góðlátlegu sprelli?
Ég vil þrátt fyrir allt vera
bjartsýnn á að þær hörmung-
ar sem nú ganga yfir okkur
geti tekið fljótt af, það kenn-
ir reynslan ef rétt er á málum
haldið. Við þurfum strax að
hefjast handa. Ég vil óska öllum
gleðilegs árs og friðar.
Ari Edwald, forstjóri 365 miðla:
Skelfilegt ár
Óháð niðurstöðu í
Evrópumálum tel ég
samt sem áður að
sá bráðavandi sem
íslenskt atvinnulíf
stendur frammi fyrir
þoli enga bið
Markaðstorg heimilanna
Nauðsynlegt fyrir neytendur
– Fullt af frábærum tilboðum
Í Fréttablaðinu færðu nýjustu upplýsingar um vörur og
þjónustu, heitustu fréttirnar og bestu tilboðin. Á hverjum
degi í langmest lesna dagblaði á Íslandi, Fréttablaðinu.
Fasteignir
Bílar
Heimilið
Uppskriftir
Borgarferðir
Tónleikar
Heimilistæki
Fyrir veisluna
Líkamsrækt
Sparnaður
Fatnaður
Tilboðin
Fyrir börnin
Menningarviðburðir
Matarkarfan