Fréttablaðið - 31.12.2008, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 31.12.2008, Blaðsíða 13
V I Ð Á R A M Ó T MARKAÐURINN 30. DESEMBER 2008 ÞRIÐJUDAGUR 13 OKTÓBER Eins og kunnugt er urðu aðstæð- ur á fjármálamörkuðum vægast sagt afar slæmar eftir fall Leh- mans. Bæði ríki og bankar víða um heim gripu til örþrifaráða, svo sem til banns á skortsölu. Þá voru veðheimildir rýmkaðar svo fleiri fyrirtæki færu ekki á hliðina. Grikkir, Írar og Íslend- ingar tilkynntu að ríkið tryggði allar innistæður landsmanna í bönkunum. Ljóst var í október að fjár- málakreppan einskorðaðist ekki við Vesturlönd. Rússar fengu að kenna á kreppunni af krafti þegar kauphallarkerfin brunnu yfir með þeim afleiðingum að loka varð dyrum hlutabréfa- markaðar þar í landi, nokkrum sinnum sama dag þegar verst lét. Vel tók að hrikta í stoðum al- þjóðlegs fjármálakerfis í mán- uðinum og má því vel vera að einhverjir bandarískir fjárfest- ar hafi leikið eftir kollegum sínum austan gamla járntjalds- ins og tekið tappann úr vodka- flöskunni. Tilefni var til tauga- veiklunar í verðfalli á Wall Street þegar Dow Jones-hluta- bréfavísitalan fór vel niður fyrir tíu þúsund stigin og hafði ekki verið lægri í fjögur ár. Hún átti eftir að lækka frekar. Fjárfestar sem fengu sér í tána eru nú örugglega komn- ir á fjórðu vodkaflösku og rúm- lega það. Seðlabankar Bandaríkjanna, Evrópu, Kanada og víðar sneru bökum saman gegn kreppunni og skáru frekar á stýrivexti. Ofan á allt bættust ýmsar efna- hagsaðgerðir ráðamanna víða um heim, svo sem 700 milljarða dala björgunarpakki í Banda- ríkjunum og annar slíkur upp á nokkra tugi milljarða í Bret- landi. NÓVEMBER Þegar nóvember rann upp var fjármálakerfi heimsins ekki beysið. Fáir voru tryggðir gegn skelli og margir heyra nú sög- unni til. Bandaríska ríkið neydd- ist til að koma trygginga risanum AIG til hjálpar og dæla heilum 150 milljörðum dala inn í sjóði hans til að forða fyrirtækinu frá falli. Aðgerðin var sú stærsta sem sögur fara af. Þrátt fyrir allt sem á undan var gengið fengu Íslending- ar og félög þeim tengd lítinn frið. Sænska fjármálaeftirlit- ið ákvað í mánuðinum að taka lyklavöldin í fjárfestingarbank- anum Carnegie. Mikael Er- icsson, forstjóri bankans, var hinn hressasti þegar Markað- urinn hringdi í hann. „Við erum við störf eins og ekkert hafi í skorist. Eini munurinn er sá að sænska ríkið á bankann,“ sagði hann. Ekki er víst að hluthafar hafi tekið undir með forstjór- anum. Sænska fjármálafyrir- tækið Moderna Finance átti tíu prósent í fjárfestingarbankan- um. Eins og flækjustigi er hátt- að hjá íslensku útrásarvíkingun- um er sænska fyrirtækið í eigu Milestone, sem er í eigu Karls Wernerssonar og fjölskyldu. Nú er orðin spurning hver á vík- ingana. DESEMBER Stress einkenndi jólamánuðinn og virtist sem flestir væru að flýta sér að komast í rólegheit- in yfir hátíðirnar. Olíuverð hafði þó fallið hratt líkt og lauf að hausti og fór tunnan í um 35 dalina á fjórða í aðventu. Það hafði ekki verið ódýrara í ára- raðir og reikna menn með frek- ara verðfalli. Álverð fór sömu leið, fór tímabundið undir 1.500 dali á tonnið, sem er svipað ról og það var á fyrir rúmum fimm árum. Slík þróun getur sett strik í reikning margra, svo sem Landsvirkjunar. Bandarískir bílaframleiðendur skáru þó jólasteikina með bros á vör enda samþykkti Bandaríkja- þing loks að veita þeim millj- arðalán svo þeir keyrðu ekki í þrot. Rökin voru, líkt og fyrri daginn: þau voru of stór, of inn- limuð í bandarískt samfélag til að fara í þrot. Það myndi hafa af- drifaríkar afleiðingar í för með sér. Það er eins og þetta hringi bjöllum … Um miðjan jólamánuðinn var flett ofan af umsvifa-mestu fjársvikamyllu í heimi. Áætlað er að svikin hljóði upp á fimmtíu milljarða Bandaríkjadala, jafnvirði sex þúsund milljarða króna, sem er glatað fé. Maðurinn á bak við svikin heitir Bernard Madoff, fyrr- verandi stjórnarformaður bandaríska Nasdaq-hlutabréfa- markaðarins. Madoff hefur um áratuga skeið verið á meðal þekktra fjárfesta á Wall Street og rak verðbréfafyrirtæki í tæpa hálfa öld. Á meðal helstu viðskiptavina hans eru nokkrar af auðugustu fjölskyldum af gyðingaættum í Bandaríkjunum og sá hann um sjóði þeirra. Þá lögðu nokkrir af stærstu bönkum og fjármála- fyrirtækjum í heimi honum til fjármagn til ávöxtunar. Þrátt fyrir að Madoff hafi staðið fyrir innleiðingu raf- rænna hlutabréfaviðskipta á ferli sínum sem stjórnarfor- maður Nasdaq-markaðarins ástundaði hann fremur forna upplýsingagjöf. Viðskiptavinir hans settu það ekki fyrir sig að fá takmarkaðar upplýsingar um ávöxtun sjóða í hans vörslu bréfleiðis í stað þess að fá þær með rafrænum hætti. Fáir gátu því áttað sig á stöðunni. Það kom hins vegar ekki að sök á meðan hagnaðurinn birt- ist á pappírnum. Eins og bandaríska dagblaðið The Wall Street Journal leggur málið fyrir virðast fjárfestar hafi lagt fé inn á sjóði Madoffs sem hann svo fjárfesti fyrir. Margt er þó á huldu um fjár- festingarnar því Madoff virð- ist hafa verið sérlega annt um að greiða sér arð fremur en að ávaxta pundið. Þá leyndi hann slóð sinni vel, lá undir ljósgeisla eftirlitsað- ila við hvert uppgjörstímabil og keypti þjónustu lítils end- urskoðunarfyrirtækis. End- urskoðendur þessir þykja í meira lagi grunsamlegir þar sem forsvarsmenn fyrirtækis- ins greindu frá því fyrir fimmt- án árum að það væri meira og minna hætt störfum. Þessi háttur Madoffs mun hafa gengið ágætlega á meðan fjárfestar höfðu aðgang að ódýru lánsfé og brostu við upp- blásnum hagnaði á pappír. Þegar harðna tók á dalnum rofnaði keðjan sem hagnaður- inn byggðist á og upp komst um svikin. Svo rækilegur er bruninn að gat er nú komið í efnahags- reikning flestra viðskiptavina. Bandarískir eftirlitsaðil- ar hafa verið harðlega gagn- rýndir vegna málsins. Er þeim legið á hálsi að hafa brugðist illa við þeim fjölda ábendinga sem fram komu um grunsam- lega ástundun Madoffs en að- hafst lítið. Þegar synir Madoffs, sem nýverið hófu að starfa fyrir hann, tóku eftir maðki í mysunni gengu þeir á föður sinn. Hann játaði þá allar syndir sínar og var handtek- inn í kjölfarið. BERNARD MADOFF Fjárfestar sættu sig við að fá fátæklegar upplýsingar um stöðu sjóða á vegum bandaríska fjárfestisins Bernards Madoff á meðan ávöxtunin sýndist afspyrnugóð. Veruleikinn reyndist annar. MARKAÐURINN/AP Flett ofan af umfangsmestu svikamyllu í heimi Seðlabankar víða um heim sneru bökum saman á árinu í baráttu sinni gegn efnahags- kreppunni. Bandaríski seðlabankinn vék verðbólgumarkmiðum sínum til hliðar á haustdögum 2007 og hóf snarpt vaxtalækk- unarferli. Því lauk fyrir hálf- um mánuði þegar vextir lágu við núllið í fyrsta sinn í sög- unni. Ljóst þykir að stýrivextir vestanhafs verða ekki lækkað- ir mikið frekar og verður Ben Bernanke seðlabankastjóri og félagar, að beita öðrum ráðum gegn kreppunni. Bloomberg-fréttaveitan sagði á dögunum rúm fyrir frekari lækkun víða, svo sem á evrusvæðinu og Japan. Óvíst er hvort rými er til frekari lækkana í Japan en hálfur mánuður er síðan vextir þar voru færðir niður í 0,1 pró- sent. Barist gegn kreppunni FJÁRMÁLARÁÐHERRA OG SEÐLABANKASTJÓRINN Þeir Henry Paulson, fjár- málaráðherra Bandaríkjanna, og Ben Bernanke, seðlabankastjóri landsins, stóðu í ströngu á árinu. Þeir funduðu margoft um örlög bæði stærstu fjárfestingarbanka heims og stöðu efnahagslífsins í Bandaríkjunum. MARKAÐURINN/AP Ö R L Ö G B A N K A O G F J Á R M Á L A F Y R I R - T Æ K J A * Fóru í þrot IndyMac Bank Lehman Brothers Washington Mutual Yfirtekin AIG Bear Stearns Carnegie Countrywide Financial Fannie Mae Freddie Mac Glitnir Landsbankinn Lloyds TSB Kaupþing Merrill Lynch Northern Rock Roskilde Bank Royal Bank of Scotland * Einungis stærstu og kunnuglegustu nöfnin. Fyrirtækin skipta tugum og upptalningin því seint tæmandi. HVAR ERU PENINGARNIR? Það voru fleiri en Íslendingar sem kröfðust þess að bankarnir skiluðu aftur peningum þeirra sem til stóð að ávaxta. Hér er einn í Madrid á Spáni í sumar. Markaðurinn/AFP

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.