Fréttablaðið - 31.12.2008, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 31.12.2008, Blaðsíða 12
MARKAÐURINN V I Ð Á R A M Ó T 30. DESEMBER 2008 ÞRIÐJUDAGUR12 N okkrir aðskild- ir þættir mynda þá efnahagskreppu sem einkennt hefur síðastliðið eitt og hálft ár. Almenna skýringin er að erf- iðleikarnir hafi byrjað í Banda- ríkjunum í fyrra þegar fast- eignabólan sprakk þar í landi. Við verðfallið lentu fasteigna- eigendur í erfiðleikum með af- borganir af húsnæðislánum. Gjaldfelling lána ól svo af sér afskriftir hjá bandarískum fjármálafyrirtækjum. Við það fóru af stað dómínó-áhrif sem flestir þekkja. Ritstjóri breska vikuritsins Economist fer ekki í grafgötur um, í nýlegu í sérriti, að útlit- ið sé svart á næsta ári. Að hans mati mun ný dögun renna upp eftir næsta ár. JANÚAR Árið var beint framhald af því sem á undan var gengið. Óvissa um horfur í efnahagsmálum stærstu þjóða heims vofði áfram yfir. Verð á hrávöru hélt áfram að hækka. Steininn tók úr í byrj- un árs þegar verðið steig til himna. Verð á hráolíufati rauf hundrað dala múrinn og verð á gulli rauk í methæðir. Þótt mörgum hafi þótt nóg um áttu nýjar upphæðir eftir að líta dagsins ljós. Þá lét undirmálslánadraugur- inn áfram að sér kveða. Skratt- inn sá hafði svo um munaði grafið um sig í hugum manna og traustið var á brauðfótum. Bandaríski seðlabankinn brást skjótt við og lækkaði stýrivexti niður í 3,5 prósent. Ben Bernanke, seðlabanka- stjóri Bandaríkjanna, átti eftir að koma mun oftar fram úr sínum Svörtuloftum og til- kynna um aðgerðir bankans til að sporna gegn hremmingum á fjármálamörkuðum. Þó voru bjartar stundir á milli. Íbúar Kýpur og Möltu fögnuðu innleiðingu evrunnar í byrjun ársins. Við það voru evrulöndin orðin fimmtán. En íbúar Simbabve voru eins langt frá því að hugleiða evruupp- töku og hugsast getur. Simb- abve-dollarinn varð næsta verðlaus í mánuðinum þegar verðbólga þar í landi skaust í fyrsta sinn í 150.000 prósentin. Sérfræðingar segja landið rjúkandi rúst. Svipað má segja um at- vinnuhorfur Jérômes Kervi- el, franska verðbréfamiðlarans hjá franska stórbankanum Soc- iété Générale. Sá franski reynd- ist hafa fjárfest langt umfram heimildir í nafni bankans með skelfilegum afleiðingum: tapi upp á 4,9 milljarða evra. Við þetta varð Nick Leeson, einn þekktasti verðbréfaskúrkur heims, líkastur leikskólabarni í samanburði. Kerviel missti samstundis starfið. Sama máli gegndi um bankastjórann. Nú er aldrei að vita nema Kerviel birtist óforvarandis eftir þrett- án ár sem framkvæmdastjóri fransks knattspyrnuliðs líkt og Leeson á Írlandi. FEBRÚAR George W. Bush, forseti Banda- ríkjanna, greindi frá methalla í fjárlögum í febrúar, heilum 410 milljarða dala mínus, sem er hvorki hægt að stæra sig af né umreikna í íslenskar krónur sökum gjaldeyrishafta og mis- gengis hér. Efnahagslífið batnaði vitan- lega lítið við þetta og varð úr að bandarískir þingmenn sam- þykktu að senda landsmönnum ávísanir í pósti upp á 168 millj- arða dala samanlagt með það fyrir augum að fá þá til að taka upp veskið. MARS Marsmánuður var dramatískur í meira lagi. Bandaríski öldungurinn Warr en Buffett mun líklega minnast mánaðarins svo lengi sem hann lifir en þá var hann krýndur ríkasti maður heims á síðum bandaríska tímarits- ins Forbes. Ekki liggur þó ná- kvæmlega fyrir hve metið stóð lengi. Bæði skar fjármála- kreppan hratt í auð milljarða- mæringsins auk þess sem mex- íkóski auðkýfingurinn Carlos Slim tiplaði við hásætið. Þrátt fyrir að sá gamli hafi glaðst er vart hægt að segja það sama um stjórnendur og hlut- hafa bandaríska bankans Bear Stearns. Þrátt fyrir að stjórn- endur hafi hrist höfuðið og ekki kannast ekki við arfaslæma stöðu var svo komið um miðj- an mánuðinn að bankinn neydd- ist til að sækja um neyðarlán. Tveimur dögum síðar sneru lánardrottnar við honum baki og óttast var að hann færi á hliðina. Slíkt hefði afdrifarík- ar afleiðingar fyrir bandarískt efnahagslíf, að mati ráðamanna vestanhafs. Afráðið var að JP Morgan Chase-bankinn keypti keppinautinn með manni og mús fyrir sama og ekkert. Um svipað leyti var ljóst að bandarískur bankaheimur hafði orðið fyrir verulegum skakka- föllum af völdum fjármála- kreppunnar. Því varð banda- ríski seðlabankinn að gefa í ætti að bjarga fjármálarisum á brauðfótum. Aðrar ríkisstjórnir tóku til sömu ráða. Vandræðin áttu bara eftir að aukast APRÍL Einstaka ráðamenn gerðu til- raun til að hefja rannsókn á tildrögum fjármálakreppunnar og afleiðingum hennar. Í Bret- landi var ákveðið að rannsaka hrun og kaup ríkisins á hinum breska Northern Rock auk þess sem Robert Zoellick, forstjóri Alþjóðabankans, krafðist þess að skoðuð yrði verðþróun á hrá- vörumarkaði. Skyldi nú rýnt í hverja gullstöng, hvern olíu- dropa, hvert hrísgrjón … Óvíst er um niðurstöður en bankinn ákvað að leita ráða til að þrýsta verðinu niður. Bandaríski seðlabankinn lagði lóð sín á vogarskálarn- ar enn á ný samhliða öðrum aðgerðum. Stýrivextir bankans fóru niður í tvö prósent. MAÍ Samstilltar aðgerðir seðlabanka víða um heim gegn fjármála- kreppunni skiluðu litlum ár- angri. Sá bandaríski hóf að gefa út ríkisskuldabréf með lágum vöxtum til að blása lífi í milli- bankamarkað í andarslitrum. Aðgerðir sem þessar skil- uðu sér hægt til almennings, sem varð að gera sér að góðu himinhátt verð fyrir brauðhleif og rándýrt eldsneyti í skugga hráolíuverðs yfir 120 dölum á tunnu. Dýrtíð og mikil aukning á at- vinnuleysi víða um heim sam- fara harkalegum þrengingum skilaði sér í einu: samdrætti. JÚNÍ Þótt sól væri nú hátt á lofti var það sama ekki hægt að segja um efnahagslíf stærstu þjóða heims. Enn loguðu eldar í efna- hagsreikningum stærstu banka heims auk þess sem eigið fé húseigenda fuðraði upp í verð- falli á fasteignamarkaði. Frændur okkar Írar horfðu skjálfandi ofan í dökkan Guinn- es-inn þegar hagfræðistofnun þar í landi lýsti yfir að kreppa væri handan við hornið í fyrsta sinn í aldarfjórðung. Sam- kvæmt spánni batnar ástandið á nýju ári og verður lífið sam- kvæmt dagskrá ári síðar. JÚLÍ Stjórnendur bandarísku kaffi- stofukeðjunnar Starbucks sáu svart í bókhaldinu í sumarhit- anum í júlí. Í kjölfarið var belt- ið hert, sex hundruð stöðum lokað og starfsfólki sagt upp. Mánuðurinn var örlaga- ríkur fyrir fleiri dropa en þá sem liggja í bollum Starbucks. Heimsmarkaðsverð á hráolíu rauk í methæðir á ný í þess- um líka steikjandi hita og urðu áhugasamir að punga út rúmum 147 dölum áður en þeir stungu olíutunnunni í skottið á bílnum og fræstu út á næstu olíuhreins- unarstöð. Annað eins verð hafði ekki sést síðan Adam hitti Evu í Paradís – og bókstaflega synd- samlegt. Eftir þetta varð ekki hærra komist og tók dropinn að leka í kjölfarið. Bílafram- leiðendur fengu skell við þetta enda höfðu fáir orðið ráð eða áhuga á að kaupa bensínspú- andi sportjeppa, skrímsli sem fyrirtækin höfðu sett allt á að framleiða í góðærinu. Við þeim leit enginn þegar að kreppti. Lækkunin var raunar í takti við verðþróun annarrar hrá- vöru, svo sem hveitis og áls, sem margir landsmenn hafa nú lagt traust sitt á eftir banka- hrunið. ÁGÚST Heimsbyggðin lá yfir Ólympíu- leikunum í Kína í ágúst og gerð- ist fátt á meðan – sem sumir segja gott, en var í raun lognið á undan storminum. Olíuverð seig hægt og bítandi niður úr methæðum, hrávöru- verð fór sömu leið og allt virtist á leið í rólegheit fyrir haustið. Stjórnendum bandaríska fjárfestingarbankans Lehman Brothers var legið á hálsi að hafa tapað háum fjárhæðum vegna afskrifta á hlutabréf- um og öðrum fjármálavöndl- um sem tengdust bandarísk- um fasteignalánum og voru nú orðin nær verðlaus. Bank- inn væri nær dauða en lífi. Því vísaði Richard Fuld, for- stjóri bankans, þráfaldlega á bug. Hafa ber í huga að hann er nú það sem kallast fyrrver- andi forstjóri bankans. Hvað svo sem forstjórinn sagði er ljóst að Lehman Brothers tap- aði háum fjárhæðum vegna af- skrifta og sat uppi með illselj- anlegar eignir. Ákveðið var að grípa til að- gerða og selja stóran hlut til er- lendra fjárfesta. Kóreski þró- unarbankinn, af öllum, beið á hliðarlínunni. SEPTEMBER Nú stefndi allt í hnút í bandarísku fjármálalífi og urðu stjórnvöld að taka á honum stóra sínum. Eitt ráðanna var að stinga hálf- opinberu fasteignalánarisun- um Fannie Mae og Freddie Mac þangað sem þau voru í upphafi – í vasa hins opinbera. Enn átti eftir að landa samn- ingum við Kóreumenn um kaup á Lehman Brothers. Hvorki bandaríski seðlabankinn né aðrir höfðu áhuga á fyrirtækinu. Fátt beið handan horns nema greiðslustöðvun. Þetta reyndist stærsta gjald- þrot í sögu Bandaríkjanna. Ef ekki það afdrifaríkasta en við það kipptu fjárfestar að sér höndum hvaða nafni sem þeir nefndust. Það var svo fyrst eftir gjald- þrotið sem áhugasamir fjárfest- ar komu úr skugganum og kíktu á góssið. Nokkrir keyptu fyrir slikk. Breski bankinn Barclays keypti starfsemi fyrirtækisins í Bandaríkjunum en japanski fjármálarisinn Nomura tók rest. Fjármálaheimurinn nötraði. Erlendur annáll 2008 Árið sem nú er að líða er eitt hið erfiðasta í manna minnum. Alþjóðlegir hagvísar benda til að enn eigi eftir að harðna í ári. Menn eru margir sammála um að næsta ár muni einkennast af aðlögun að breyttu umhverfi. Jón Aðalsteinn Bergsveinsson fór yfir markverða atburði ársins. Fjöldi banka og fjármála-fyrirtækja, jafnt risar sem smábankar, hvarf í sögubækurnar á árinu. Fyrsta fórnarlamb lausa- fjárkreppunnar var Bear Stearns, einn umsvifamesti fjárfestingarbanki heims. Bandaríska tímaritið Vanity Fair birti ítarlega og dramat- íska lýsingu á síðustu dögum bankans í mars. Þar kemur fram að stjórnendur hans hafi allt fram á síðasta dag haldið á lofti traustri fjárhagslegri stöðu hans og ítrekað vísað vá- boðum á bug. Eftir stíf funda- höld með Henry Paulson, fjár- málaráðherra Bandaríkjanna, og seðlabankamönnum varð ofan á að bandaríski bankinn JP Morgan Chase keypti fórn- arlambið með manni og mús. Kaupverð var tíu dalir á hlut, samtals 1,2 milljarðar Banda- ríkjadala. Það jafngildir um 140-150 milljörðum íslenskra króna nú um áramót. Um viku eftir að skorið var á líflínur bankans og salan gengin í gegn sagði Chris- topher Cox, forstjóri banda- ríska fjármálaeftirlitsins, að nær væri að kenna orðrómi um andlát bankans en lausa- fjárþurrð og taprekstri. Orð- spor bankans hafi beðið slík- an hnekki að lánardrottnar hafi snúið við honum baki og trúverðugleiki hans orðið að engu. Engu að síður var það mál manna á borð við Ben Bern- anke, seðlabankastjóra Banda- ríkjanna, að nauðsynlegt hafi verið að grípa í taumana. Gjaldþrot bankans hefði haft afdrifaríkar afleiðingar í för með sér. Sá ótti varð að veruleika um miðjan september þegar bandaríski fjárfestingarbank- inn Lehman Brothers varð gjaldþrota. Þar kom enginn til bjargar. Gjaldþrotið hafði áhrif langt út fyrir landsteinana. Fjármálaspilaborgin hrundi í kjölfarið víða um heim, þar á meðal hér. Bankarisar hurfu í sögubækur Bandaríski hagfræðingur- inn Paul Krugman hlaut Nób- elsverðlaunin í hagfræði í ár. Krugman, sem er prófess- or við Princeton-háskóla, er þekktur álitsgjafi um efna- hagsmál í bandarískum fjöl- miðlum, dálkahöfundur banda- ríska dagblaðsins New York Times og heldur úti vinsælli bloggsíðu fyrir jafnt lærða sem leikmenn um hugðarefni sín. Yfirskrift síðunnar er: „Samviska jafnaðarmanns.“ Nóbelsverðlaunin hlaut Krugman fyrir kenningar sínar um hnattvæðingu, al- þjóðaviðskipti og skýringar á því af hverju fá iðnríki hafa ráðandi stöðu í þeim. Krugman hefur nokkrum sinnum fjallað um Ísland í pistlum sínum en í vor tók hann undir hugmyndir manna um að vogunarsjóðir stæðu að baki veikingu krónunn- ar. Þá sagði hann sömuleiðis að bandarísk stjórnvöld ættu að fara að fordæmi Íslend- inga við þjóðnýtingu Glitnis og þjóðnýta bankastofnanir í vanda frekar en að kaupa eit- urbréf þeirra og leggja þeim til aukið fé með öðrum hætti. Krugman var einn af leið- beinendum Gauta B. Egg- ertssonar, hagfræðings við bandaríska seðlabankann og sérfræðings í kreppukenning- um, þegar hann var við nám í Princeton. Krugman vitnaði til nýlegr- ar greinar Gauta í einum pistla sinna á vefnum í jólamánuðin- um. Greinin fjallaði um að- gerðir Roosevelts Bandaríkja- forseta gegn kreppunni miklu árið 1933. Líkt og Gauti segir sjálfur frá voru aðgerðir bandarískra stjórnvalda í raun þenslu- hvetjandi við þær sérstöku að- stæður sem skapast höfðu við almennt verðfall þegar vextir eru núllstilltir. Aðstæðurnar eru ekki ósvipaðar þeim sem nú eru komnar upp vestra og virðist verða raunin víðar um heim. Um Krugman segir Gauti á vefsíðu sinni: „Hann er skemmtilegur maður, en það var ákaflega erfitt að hitta hann, því hann gleymdi yfir- leitt öllu því sem við hann var sagt. Þar á meðal fundartím- um. Og reyndar doktorsvörn- inni minni líka!“ NÓBELSVERÐLAUNAHAFINN Paul Krugman tekur hér við Nóbelsverðlaunum í hagfræði úr hendi Gústafs Svíakonungs í Stokkhólmi 10. desember síðastliðinn. MARKAÐURINN/AFP Gleyminn Nóbels- verðlaunahafi Mjög dró úr einkaneyslu al- mennt á árinu og hafa eig- endur verslana víða um heim horft fram á gjaldþrot. Ein slík er breska verslana- keðjan Woolworths. Baugur, sem á tíu prósent í móður- félaginu, gerði tilraun til að taka verslunina yfir síðla árs enda gnægð tækifæra þar inn- andyra fyrir fólk með þekk- ingu á uppstokkun í verslunar- rekstri. Því var hafnað. Afkoma Woolworths var arfaslök og versnaði nær lát- laust. Í nóvember óskuðu stjórn- endur eftir greiðslustöðvun og var dyrunum lokað á milli jóla og nýárs. Forsvarsmenn í breskri verslun spá því að næsta ár verði afar erfitt og fjöldi fyrir- tækja muni fara í þrot. Erfitt verslunarár Hagfræðingurinn Nouriel Roubini kom af krafti inn í efnahagsumræð- una á árinu. Bandaríski of- urfjárfestirinn og öldungur- inn Warren Buffett, sem kall- aður hefur verið Goðsögnin frá Omaha (samanber heima- bæ hans í Nebraska-ríki) fyrir glöggskyggni sína á þróun fjármálamarkaða, lýsti því yfir í haust að gengi hluta- bréfa í Bandaríkjunum væri langt undir því sem eðlilegt væri. Hann hafi því tekið upp veskið og keypt hluta- bréf fyrir eigin pening. Rou- bini var ósammála og taldi að- stæður eiga eftir að versna. Buffett hafi verið of fljótur að taka upp veskið. Raunar má telja Buffett til tekna að hann horfir langt fram í tímann og lítur ekki á fjárfestingar sem skammtíma- kaup. Hann fagnaði 78 ára af- mæli í ágúst síðastliðnum. Roubini er prófessor í hag- fræði við New York-háskóla í Bandaríkjunum og hefur um nokkurra ára skeið skrif- að varnaðarorð um stöðu efna- hagsmála vestanhafs, hættu af vexti undirmálsútlána og auknar líkur á að bandarísku fasteignalánasjóðirnir Fannie Mae og Freddie Mac kynnu að fara í þrot. Þá varaði Roubini við að- steðjandi hættu á samspili kostnaðarverðbólgu (e. stag- flation) og verðhjöðnunar (e. deflation) í byrjun árs. Í kostnaðarverðbólgu hækk- ar hrávöruverð, svo sem vegna framboðsskells, á sama tíma og þensla er engin. Hættan er því mikil verðbólga án þenslu (e. stag-deflation). Ástand sem þetta kallast á stundum martröð stjórnvalda og hefur varað hér á landi um nokkurt skeið þótt hljótt hafi farið. Svartsýnisspá Roubinis rætt- ist að mestu vestanhafs eftir því sem leið á árið og er nú svo komið að hana má merkja víðar. Sama dag og bandaríski seðlabankinn næsta núll- stillti stýrivexti fyrir um hálf- um mánuði skrifaði Roubini á vef sinn, RGE Monitor, um þá stöðu sem upp er komin í heimshagkerfinu. Seðlabankar heimsins hafi fram til þessa verið lánveitendum til þrauta- vara. En nú sé svo komið að þeir séu einu lánveitendurn- ir. Að sama skapi hafi sam- dráttur í einkaneyslu víða um heim valdið því að ríkisstjórn- ir geti ekki treyst því að neyt- endur hafi burði til að halda hagkerfinu gangandi og verði að sjá um það sjálfar. Þetta á þó væntanlega við um banda- ríska hagkerfið umfram annað þar sem hagvöxtur þar er mjög neysludrifinn. Helstu spádómsvísar Rou- binis eru þeir að flest hag- kerfi í heiminum muni brot- lenda harkalega á næstunni. Sum verr en önnur en allt fari eftir peningamálastjórn hvers lands fyrir sig hvernig þróun verði. Nauðsynlegt sé að rík- isstjórnir haldi vel um hag- stjórnartauma og leiti sér hjálpar í tæka tíð reki í nauðir, svo sem til Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins (AGS). Roubini telur þó líkur á að helstu stjórntæki sem seðla- bankar hafi notað fram til þessa muni ekki virka vel við þær aðstæður sem nú séu upp komnar. Grípa verði til ann- arra aðgerða til að auka magn fjármagns í umferð en breyt- inga á stýrivöxtum. Á meðal þeirra óhefðbundnu aðgerða eru kaup seðlabanka á verðlausum eignum banka- og fjármálastofnana (svoköll- uð eiturbréf) og útgáfa ríkis- skuldabréfa. Þar hefur banda- ríski seðlabankinn staðið sig betur en aðrir, að mati Roubin- is. Aðrir seðlabankar, svo sem í Evrópu og Asíu, hafi brugðist seint og illa við þeirri vá sem hagkerfin stóðu frammi fyrir. Slíkt geti dregið kreppuna á langinn. HERRA DÓMSDAGUR FRAMAN VIÐ SVARTNÆTTIÐ Hagfræðingurinn Nouriel Roubini, sem hefur auknefnið Herra Dómsdagur. Hrakspár hans um efnahagslíf heimsins gengu að nokkru leyti eftir á árinu. MARKAÐURINN/AP Dómsdagsspárnar rættust BALLIÐ BÚIÐ, BLESS Starfsmenn Bear Stearns yfirgefa höfuðstöðvar bankans í síðasta sinn eftir að JP Morgan keypti bankann. MARKAÐURINN/AFP FJÁRMÁLAGEIRINN KVADDUR Starfsmaður Lehman Brothers yfirgefur höfuðstöðvarnar með hafurtask sitt í pappakassa í september. Myndin er samnefnari um stöðuna í fjármálageiranum á árinu. MARKAÐURINN/AFP Fjármálakreppan, verð-fall á fasteignamark-aði, olíuverð og aðrir erfiðleikar tengdir hluta- bréfa- og fjármagnsmörk- uðum voru netverjum eðli- lega ofarlega í huga á árinu sem er að ljúka. Hér getur að líta lista yfir þau tíu atriði sem áhuga- samir netverjar leituðu eftir, samkvæmt árlegri tíðarandaleit Google. HÚS Á SÖLU Fasteignamarkaðurinn hrundi víða um heim á árinu. Þeir sem luma á nægu fé ættu því að geta nælt sér í ódýrari fasteign á nýju ári. MARKAÐURINN/AFP Fjármálakreppan í fyrsta sæti T Í U E F S T U 1. Fjármálakreppan 2. Kreppa 3. Björgunaraðgerð 4. Fasteignakreppan 5. Wall Street 6. Olía 7. Hlutabréfamarkaður 8. Undirmálslán 9. Lánsfjárkreppa 10. Erfiðleikar tengdir fasteignamarkaði EIN VERSLANA WOOLWORTHS

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.