Fréttablaðið - 31.12.2008, Blaðsíða 16
MARKAÐURINN
H A U S
30. DESEMBER 2008 ÞRIÐJUDAGUR16
V I Ð Á R A M Ó T
M
argir andmæla
hugmyndum um
aðild Íslands að
Evrópusamband-
inu. En þeim
fjölgar sem sjá ástæðu til að
kanna málið betur og vilja láta
reyna á möguleika þjóðarinnar
með aðildarviðræðum við ESB.
Ef marka má blaðaskrif and-
mælendanna eru sterkar líkur
á víðtækri þjóðlegri samstöðu í
aðildarviðræðum.
Andmælendur leggja áherslu
á fullveldi íslensku þjóðarinn-
ar. Um þetta munu langflestir
stuðningsmenn aðildar Íslands
að ESB sammála. 50. gr. nýs að-
alsáttmála ESB gerir ráð fyrir
fortakslausum einhliða úr-
sagnarrétti aðildarríkis. Þetta
ákvæði mætir fullveldiskröfu
þjóðarinnar. Það er allt annað
mál að stjórnarskrá geri ráð
fyrir möguleika á sértæku skil-
yrtu valdaframsali í fjölþjóða-
samstarfi. Um þetta hefur verið
rætt áratugum saman í tengsl-
um við þátttöku okkar í Evrópu-
ráðinu, Norðurlandaráði, Atl-
antshafsbandalaginu og stofn-
unum Sameinuðu þjóðanna.
Andmælendur leggja áherslu
á að útlendingum verði ekki
hleypt til veiða inn í íslenska
landhelgi. Væntanlega eru
flestir stuðningsmenn aðildar
Íslands að ESB sammála þessu,
eða a.m.k. að slíkt sé á einhliða
valdi Íslendinga í beinum tíma-
bundnum og sértækum samn-
ingum. Samkvæmt reglu ESB
um stöðug hlutföll koma engir
útlendingar til greina við út-
hlutun fiskveiðiheimilda í land-
helgi Íslands.
Andmælendur leggja áherslu
á að Íslendingar einir ráði
stjórnkerfi fiskveiða á Íslands-
miðum. Þrátt fyrir mjög skipt-
ar skoðanir um kvótakerfið
munu mjög margir stuðnings-
menn aðildar Íslands að ESB
sammála þessu. Samkvæmt
nálægðarreglu ESB er tilhög-
un fiskveiðistjórnunar sérmál
hvers aðildarríkis.
Andmælendur leggja áherslu
á að útlendingar geti ekki keypt
ráðandi hluti í útgerðar- og fisk-
vinnslufyrirtækjum á Íslandi.
Margir stuðningsmenn aðild-
ar Íslands að ESB eru þessu
sammála. Ákvæði 299. gr. í að-
alsáttmála ESB, sem er 349.
gr. í nýjum aðalsáttmála, gera
ráð fyrir víðtækri sérstöðu og
sjálfræði heimamanna á Mad-
eira, Kanaríeyjum og Azoreyj-
um í sjávarútvegi og landbún-
aði. Ákvæði í aðildarsamningi
Möltu og aðildarsamningi Finna
vegna Álandseyja hníga í þessa
sömu átt. Þarna og víðar eru
gildandi fordæmi innan ESB
sem skynsamlegt er að nýta í
hugsanlegum aðildarsamningi
Íslands.
Andmælendur leggja áherslu
á óskoruð yfirráð Íslendinga
yfir orkuauðlindunum. Áður
nefnd ákvæði um Madeira, Kan-
aríeyjar, Azoreyjar, Möltu og
Álandseyjar hafa fullt gildi sem
fordæmi í þessu efni einnig. Og
þessi ákvæði gera ráð fyrir því
að heimilt sé að hindra útlend-
inga frá því að kaupa eða yfir-
taka fyrirtæki í öðrum greinum
einnig eða fasteignir, lóðir og
landareignir. ESB býður fram
margvísleg slík fordæmi sem
sjálfsagt er að nýta í aðildar-
samningi. Trúlega eru mjög
margir stuðningsmenn aðildar
Íslands að ESB sammála þessu.
Ofarnefnd ákvæði um eyja-
samfélög snerta einnig fæðu-
öryggi íbúanna. Og ESB hefur
lengi lagt áherslu á strangar
heilbrigðisreglur um matvæla-
flutninga. Víðtæk samstaða
ætti því að geta náðst um brýn-
ustu hagsmuni landbúnaðarins.
Andmælendur vara við oftrú
á tímabundin aðlögunarákvæði
eða undanþágur. Væntanlega
eru allir Íslendingar sammála
um þetta. − Þeir málsþætt-
ir sem hér hafa verið nefndir
benda eindregið til þess að víð-
tæk þjóðleg samstaða geti náðst
í aðildarviðræðum Íslendinga
við Evrópusambandið.
Jón Sigurðsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins, ráðherra og seðlabankastjóri.
Víðtæk þjóðleg samstaða
D
júpur er sviði lands-
manna yfir ærumissi
og eignabruna. Lík-
lega svíður þó engu
fólki sárar hvernig
komið er fyrir landinu en kyn-
slóðinni sem man gleðina og
hamingjuna sem fylgdi stofnun
lýðveldis á Þingvöllum 17. júní
1944. Þá gekk þjóðin fram sjálf-
stæð og hreykin og réð sínum
málum þótt lítil væri. Íslend-
ingar töldu sér sóma sýndan í
því að til landsins komu sendi-
herrar frá Bandaríkjunum,
Stóra Bretlandi, Noregi, Sví-
þjóð, Frakklandi og Sovétríkj-
unum, þrátt fyrir styrjöldina.
Fluttu hinir erlendu fulltrúar
þjóðinni árnaðaróskir á hátíðar-
stundu. Minningin um Jón Sig-
urðsson forseta lyfti þjóðinni
og varð henni innblástur.
Þjóð sjósóknara er eigin-
legt að líkja atburðum hausts-
ins 2008 við skipsstrand en sú
líking hrekkur í raun skammt
þegar kemur að bankahruninu.
Bankarnir voru eins og skip
sem brotnaði í spón.
Þurfti þetta að fara svona?
Var þetta spurning um allt eða
ekkert? Því verður hugsanlega
aldrei svarað með vissu enda
virðist enginn vita í raun hvað
gerðist. Æðstu ráðamenn segja
sumir hrunið hafa verið óum-
flýjanlegt. Aðrir segjast hafa
varað við. En enginn segist hafa
gert neitt til að afstýra hruninu.
Enginn virðist hafa talið sig
bera skyldu til þess. Enginn bjó
til áætlun um hvernig bregðast
mætti við. Enginn sagði þjóð-
inni hvers vænta mætti. Enginn
kannast við ábyrgð á því sem
gerðist. Enginn virðist bera
ábyrgð á að orðspor þjóðarinn-
ar hefur beðið hnekki. Enginn
virðist bera ábyrgð á að ára-
tuga sparnaður Íslendinga er
gjöreyddur. Enginn virðist bera
ábyrgð á að skuldir hafa vaxið
heimilum og atvinnufyrirtækj-
um upp fyrir höfuð vegna verð-
bólgu og gengishruns.
Efnahagurinn verður ekki
reistur við nema þjóðin end-
urheimti traust á alþjóðlegum
vettvangi. Efnahagsáætlun með
gæðastimpli Alþjóðagjaldeyris-
sjóðsins markar fyrsta spor-
ið. Ákvarðanir um stjórn efna-
hagsmála lúta nú skilmálum og
eftirliti sjóðsins. Þetta þýðir að
skilyrðislaust forræði stjórn-
valda í þeim efnum er ekki
lengur fyrir hendi (nei, það
tekur enginn ábyrgð á þessu).
Staða eins konar landstjóra
er á hendi starfsmanns sjóðs-
ins, Paul Thomsen að nafni, og
væntanlegur er tilsjónarmað-
ur sjóðsins með fasta búsetu
hér á landi. Gagnvart þessari
niðurlægingu er Íslendingum
ekki sæmandi að gangast undir
skilmála sjóðsins með öðrum
hætti en þeim að ganga lengra
í uppbyggingu, endurreisn og
aðhaldi en sjóðurinn leggur
fyrir stjórnvöld að gera. Þjóð-
in stendur frammi fyrir því að
endurheimta fjárstjórnina inn í
landið að nýju.
Umsókn um aðild að Evrópu-
sambandinu með upptöku evru
fyrir augum felur í sér annan
lið í að endurheimta traust á
alþjóðlegum vettvangi. Þoku-
kennd stefna í gjaldeyris- og
peningamálum er einn veik-
asti hlekkur efnahagsáætlun-
ar stjórnvalda og sjóðsins (18%
vextir til að styðja undir haftak-
rónu!) og fær naumast staðist
nema skýrar línur verði lagð-
ar um framtíðina. Krónan ein
á báti hefur reynst landsmönn-
um dýrkeypt og enginn kost-
ur annar er tækur en að bind-
ast öðrum þjóðum um samstarf
í þessum efnum.
Þá verður að tryggja að þeir
sem ábyrgð bera axli hana og
að fram fari óháð rannsókn á
hruninu. Við umheiminum blas-
ir að vestrænar lýðræðishefðir
hafa ekki öðlast þann sess hér á
landi að ábyrgð hafi marktæka
þýðingu. Þjóðin geldur fyrir
með skertu trausti. Hún fer
nærri um hverjir bera ábyrgð-
ina þótt þeir þverskallist við að
axla hana. Við rannsókn á hrun-
inu þarf að búa svo um hnúta að
hún verði hafin yfir vafa sem
óháð og óhlutdræg.
Þjóðin má þola þungar búsifj-
ar vegna ábyrgðarlausra flysj-
unga í hópi athafnamanna sem
reyndust ekki rísa undir því
trausti sem þeim var sýnt.
Göran Persson, fyrrum for-
sætisráðherra Svíþjóðar, hvatti
stjórnvöld í fyrirlestri sínum
hér á landi á dögunum til að
ganga hart eftir því að frysta
eignir þeirra sem hér eiga í
hlut. Persson sagði aðgerðir af
þessu tagi nauðsynlegar til að
efla traust en undirstrikaði að
í þær væri ráðist á forsendum
réttarríkisins.
Árið 2008 var hörmungar-
ár í efnahagsmálum Íslend-
inga, annus horribilis. Þjóðin
þarf að fá fullvissu fyrir því
að með markvissum aðgerðum
séu tekin afdráttarlaus skref
til að byggja upp efnahagslífið
og til að endurheimta traust og
virðingu innan lands sem utan.
Markmiðið er viðreisn þjóð-
arbúskaparins og endurheimt
sæmdar og efnahagslegs sjálf-
stæðis Íslendinga. Sjálfstæðis-
baráttan hin nýja bíður nú þjóð-
arinnar.
Gleðilegt nýtt ár.
Ólafur Ísleifsson hagfræðingur og kennari
við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík.
Annus horribilis
H
vernig verður árið
2009 – og næstu árin
þar á eftir? Hvernig
mun okkur takast að
greiða úr þeirri fjár-
málaflækju sem lamar efna-
hags- og þjóðlífið um þessar
mundir? Verður hagsveiflan
„V-laga“, eins og við eigum að
venjast, eða verður hún L-laga,
þ. e. djúp og í kjölfarið stöðn-
un um árabil? Er að vonum að
við spyrjum okkur spurninga af
þessu tagi við þær harðskafa-
legu aðstæður sem ríkja um
þessi áramót.
Þegar horft er til efnahags-
mála fer varla á milli mála að
flestir Íslendingar munu minn-
ast ársins 2008 með hryllingi
í huga. Þetta ár markaði upp-
hafið á bankakreppu sem á sér
engin fordæmi meðal þróaðra
þjóða. Í árslok blasir við ein
dýpsta kreppa sem landsmenn
hafa upplifað.
Spáð er að landsframleiðsl-
an dragist saman um 10 pró-
sent eða svo á næstu tveimur
árum, langmest á árinu sem í
hönd fer. Svo mikill samdrátt-
ur hefur ekki hrjáð þjóðarbú-
skapinn frá síldarkreppunni
á árunum 1967-1969. Þá dróst
landsframleiðslan saman um 8
prósent og þjóðartekjur um 12
prósent. Eins og nafnið bend-
ir til var ástæðan hrun síldar-
stofnsins en reyndar féll einnig
verðlag á sjávarafurðum stór-
lega.
Eins og gefur að skilja var
kreppan fyrir 40 árum erfið. Til
marks um það myndaðist mikið
atvinnuleysi, fólk flýði land og
margir áttu um sárt að binda.
Það hjálpaði á þessum tíma að
ástæður hremminganna voru
augljósar. Náttúruöflin voru
þar að verki og ytri aðstæð-
ur. Nú er hins vegar sökin að
hluta okkar sjálfra, þótt vissu-
lega leiki alþjóðleg fjármála-
kreppa þar líka stórt hlutverk.
Þetta hefur leitt til þjóðfélags-
legra átaka sem reyna mikið á
þjóðina.
„PAPPÍRSKREPPA“
En kreppan fyrir fjórum ára-
tugum var ekki langvinn; okkur
tókst að vinna okkur út úr henni
á skömmum tíma. Skilyrðin til
að ná bata við núverandi að-
stæður eru ekki lakari en þá.
Raunhagkerfið er sterkt þótt
peningakerfið sé í molum og
traustið til landsins lítið. Einn
vina minna sagði nýlega: „Þetta
er pappírskreppa“. Þá var hann
ekki að gera lítið úr þrenging-
unum heldur benda á að nú
væri vandinn annar. Rætur
fyrri samdráttarskeiða hafa
ávallt legið í lækkun útflutn-
ingstekna og/eða rýrnun við-
skiptakjara. Nú er þetta pappír
og aftur pappír, excel skjöl með
talnaröðum, sem þarf að greiða
úr. Afkastageta þjóðarbúsins er
lítið skert – og verðmætasköp-
unin er það sem mestu máli
skiptir. Verkefnið er vissu-
lega stórt en með skynsemi og
yfirvegun eigum við að geta
komið okkur á réttan kjöl fyrr
en varir.
Lítum nánar á tölur og stað-
reyndir. Þegar landsframleiðsl-
an verður minnst samkvæmt
spám verður hún engu að síður
meiri en hún var 2005 – og
var það talið gott ár, satt að
segja það besta í sögu lýðveld-
isins fram að þeim tíma. Við má
bæta að meðalhagvöxtur fyrir
fimmtán ára tímabilið 1996-
2010 verður 3,1 prósent (áætl-
un IMF fyrir 2009 og 2010).
Þetta er töluvert meiri með-
alvöxtur en í Bandaríkjunum
og Evrópusambandinu á sama
tíma. Af þessu má sjá að við
erum með góðan efnivið í hönd-
unum en það er að sjálfsögðu
undir okkur komið hvernig við
vinnum úr honum.
Nú kann einhver að spyrja
hvort þetta sé ekki bara leikur
að tölum og rifja upp söguna af
manninum sem var með annan
fótinn í sjóðandi heitu vatni og
hinn í ísköldu vatni. Að meðal-
tali hafði hann það gott, eins og
sagt er, að meðaltali var vatn-
ið þægilega heitt, rétt eins og
í heitum potti í Laugardalnum,
en samt var maðurinn illa hald-
inn. En hvers vegna í ósköpun-
um var hann að koma sér í þess-
ar aðstæður? Og hvers vegna í
ósköpunum að gerði hann ekk-
ert í málunum fyrst svona var
komið?
MARKAÐSBÚSKAPUR
OG EVRÓPUSAMBANDIÐ
Hvað getum við gert við þess-
ar hallærislegu aðstæður sem
efnahagsmálin eru komin í? Við
þurfum að endurvinna traust
og endurskipuleggja hagkerf-
ið. Ég er þeirrar skoðunar að
þrennt skipti mestu máli:
1) Markaðsbúskap þarf að
koma á að nýju og sú um-
breyting þarf að gerast
hratt. Ég tel að við eigum að
setja okkur það markmið að
hafa lokið þessari umbreyt-
ingu fyrir árslok 2010. Í því
felst að selja verður sem
fyrst nýju ríkisfyrirtækin og
koma þeim og „eigendalaus-
um“ fyrirtækjum sem fyrst
í hendurnar á framtíðareig-
endum. Þetta ræður miklu
um framleiðni þjóðarbúsins
og á henni velta lífskjörin
þegar allt kemur til alls.
2) Umgjörð og regluverk um at-
vinnu- og viðskiptalífið þarf
að endurbæta í ljósi þeirra
mistaka sem gerð hafa verið
á undanförnum árum. Í því
sambandi er brýnt að taka
mið af því sem aðrar þjóðir
gera vegna fjármálakrepp-
unnar í heiminum og jafn-
framt gæta að sérkennum
Íslands.
3) Evrópusambandið og í kjöl-
farið upptaka evru felur að
mínu viti í sér hagfelldari
framtíðarskipan peninga- og
gengismála en aðrir kost-
ir. Einhliða upptaka annars
gjaldmiðils er áhættusöm
og endurreisn krónunnar er
trauðla raunhæfur kostur
eftir allt sem á hefur dunið.
Ég tel því að við eigum að
sækja um aðild að Evrópu-
sambandinu og láta á það
reyna hvort við náum samn-
ingum sem byggja meðal
annars á að við ráðum áfram
auðlindum okkar.
Það gefur augaleið að það eru
mörg önnur úrlausnarefni, ekki
síst sem varða félagsmál, skipt-
ingu þjóðartekna og fleira. Í
ljósi þess hversu djúp kreppan
verður sem við blasir verður
vandasamt að finna sanngjarn-
ar og skynsamlegar lausnir á
þeim vettvangi. En breiðu lín-
urnar í endurreisn efnahags-
lífsins hljóta að mínu viti að
hvíla á framangreindum þrem-
ur atriðum. Árangurinn fer
eftir því hvernig okkur tekst
til – þar veldur hver á heldur.
Á þessum forsendum tel ég að
við getum tryggt V-laga hags-
veiflu sem felur í sér að efna-
hagslífið verði búið að ná sér á
strik í lok árs 2010. Næstu árin
þar á eftir ætti hagvöxtur að
geta verið ríflega vöxturinn í
Bandaríkjunum og Evrópu eins
og hingað til.
Þórður Friðjónsson, forstjóri NASDAQ OMX Iceland kauphallarinnar:
V-laga efnahagshorfur
Hvað getum við gert við
þessar hallærislegu
aðstæður sem efna-
hagsmálin eru komin í?
Við þurfum að endur-
vinna traust og endur-
skipuleggja hagkerfið.
Krónan ein á báti hefur
reynst landsmönnum
dýrkeypt og enginn
kostur annar er tækur
en að bindast öðrum
þjóðum um samstarf í
þessum efnum.
Andmælendur leggja áherslu á fullveldi íslensku
þjóðarinnar. Um þetta munu langflestir stuðnings-
menn aðildar Íslands að ESB sammála. 50. gr. nýs
aðalsáttmála ESB gerir ráð fyrir fortakslausum
einhliða úrsagnarrétti aðildarríkis. Þetta ákvæði
mætir fullveldiskröfu þjóðarinnar.
A
llir vita að 2008 var
slæmt ár fyrir ís-
lenskt efnahagslíf.
Þetta var líka slæmt
ár fyrir þau fyrirtæki
sem tengjast mér helst. Baugur,
Teymi, Landic Property, 365 og
Hagar − allt eru þetta fyrirtæki
í verslun og þjónustu sem áttu
gott rekstrarár árið 2007 og
stóðu styrkum fótum í ársbyrj-
un 2008. En vegna mestu efna-
hagskreppu sögunnar, hruns ís-
lensks efnahagslífs og ekki síst
falls íslensku krónunnar allt
þetta ár, gjörbreyttust rekstr-
arforsendur: Tekjur minnkuðu,
kostnaður jókst, eignir lækk-
uðu í verði og skuldir hækkuðu.
Í ofanálag hafa bankar og birgj-
ar í mörgum tilfellum skrúfað
fyrir eðlilega lánafyrirgreiðslu
og fjármögnun.
Árið 2008 var tveimur fjár-
málafyrirtækjum sem tengj-
ast mér einstaklega örlagaríkt,
Glitni og Stoðum. Glitni gekk
vel fyrri hluta ársins og skilaði
góðum hagnaði, eftir að dregið
hafði verið úr umsvifum bank-
ans, rekstrarkostnaður lækkað-
ur og útlán takmörkuð í var-
úðarskyni. Í haust lenti Glitn-
ir hins vegar í lausafjárvanda
þegar bankar um allan heim
skrúfuðu fyrir útlán sín. Í stað
þess að aðstoða bankann ákvað
Seðlabanki Íslands, einhverra
hluta vegna, að taka bankann
skyndilega yfir. Þessi ákvörðun
var ótrúlega vanhugsuð og er að
mínu mati ein versta efnahags-
aðgerð Íslandssögunnar. Allir
aðrir kostir hefðu verið betri.
Því miður gerðist það sem allir
sáu fyrir nema Seðlabankinn:
Lánshæfiseinkunnir hröpuðu,
krónan tapaði því sem eftir
var af trúverðugleika sínum og
viku síðar voru allir bankarnir
fallnir. Afleiðingar keðjuverk-
unar hafa lamað íslenskt efna-
hagslíf og þjóðfélagið allt.
Fall Glitnis setti fjárhag
Stoða, áður FL Group, í upp-
nám. Áður höfðu Stoðir stað-
ið af sér mikið tap vegna lækk-
unar fjárfestinga félagsins. Nú-
verandi stjórnendur og helstu
hluthafar FL Group breyttu
stefnu félagsins fyrir ári, lögðu
niður áhættusækinn sóknar-
leik og lögðu áherslu á vörn-
ina. Dregið var úr umsvifum
félagsins og rekstrarkostnað-
ur lækkaður um helming. Um
mitt þetta ár leit út fyrir að
Stoðir væru komnar fyrir vind,
en fall Glitnis var náðarhöggið
og Stoðir hafa verið í greiðslu-
stöðvun síðan í október.
Sumir hafa fullyrt að ég beri
öðrum fremur ábyrgð á því
hvernig komið er fyrir íslensku
efnahagslífi. Hvernig gæti það
verið? Vissulega hef ég verið
umsvifamikill í viðskiptum á
Íslandi í 20 ár. Ég hef byggt
upp fjölda fyrirtækja og keypt
eignarhluti í öðrum. Hjá þess-
um fyrirtækjum vinna þúsund-
ir starfsmanna hér á landi og
tugþúsundir erlendis. Þessi fyr-
irtæki, sem ég á vel að merkja
ekki einn heldur með þúsund-
um annarra hluthafa, áttu öll
eignir umfram skuldir í haust,
samtals mörg hundruð millj-
arða í eigið fé. Lánveitingar til
þeirra, margra af stærstu fyr-
irtækjum landsins, voru u.þ.b.
5% af heildarútlánum íslenska
bankakerfisins og öll fyrirtæk-
in voru í skilum með öll sín lán.
Engar byrðar höfðu fallið á ís-
lenska banka af völdum þess-
ara fyrirtækja fram að hrun-
inu í haust. Öll þessi fyrirtæki
lentu í vanda eftir bankahrun-
ið, líkt og flest fyrirtæki á land-
inu. Sá vandi er afleiðing af
hruninu, ekki orsök þess. Það
voru nefnilega bankarnir sem
hrundu yfir fyrirtækin en ekki
fyrirtækin yfir bankana.
Við erum að eiga við alþjóð-
lega kreppu sem skekur allt
fjármálakerfi heimsins. Ís-
land fór verr út úr fjármála-
kreppunni en önnur lönd vegna
þess að við vorum í alþjóðleg-
um fjármagnsviðskiptum með
eina smæstu mynt í heimi að
vopni og einn minnsta seðla-
banka í heimi sem bakhjarl.
Bankarnir stækkuðu en örygg-
isnetið ekki með. Það misræmi
get ég ekki tekið á mig. Ég hef
um árabil haldið því ítrekað
fram að ESB aðild og upptaka
evru væri bráðnauðsynleg og
hef furðað mig á tregðu stjórn-
valda til að opna umræðu um
þau málefni. Forsvarsmenn ís-
lenskra fjármálastofnana hafa
allir verið þessarar skoðunar
og menn reyndu líka að þrýsta
á stjórnvöld að efla gjaldeyris-
forða ríkisins. Ég minnist þess
að hafa komið inn á þessi mál
í viðtali við Markaðinn í febrú-
ar 2008. Ég gekk reyndar svo
langt að segja að illa gæti farið
fyrir bönkunum ef ekkert yrði
að gert, en fékk bágt fyrir.
Framan af hausti reyndi ég
að standa fyrir svörum um þau
málefni og fyrirtæki sem mér
tengjast, en komst fljótt að því
að það þjónaði litlum tilgangi. Í
andrúmslofti reiði, tortryggni
og svikabrigsla eiga staðreynd-
ir og rök ekki upp á pallborð-
ið. En þetta ástand getur ekki
viðgengist öllu lengur, skaðinn
má ekki verða meiri. Bregð-
ast verður við vanda fyrirtækj-
anna í landinu. Lífvænleg fyrir-
tæki verða að fá fyrirgreiðslu í
bönkunum og endurskipuleggja
þarf fyrirtækin í ljósi gjör-
breyttra rekstrarforsendna. Við
getum lært mikið af frændum
okkar Færeyingum, sem tókst
með samhentu átaki margra
aðila, m.a. Baugs, að byggja
upp blómlegt atvinnulíf á til-
tölulega skömmum tíma.
Ég vona að við getum sem
fyrst á nýju ári farið að nota
orkuna í það sem öllu máli
skiptir núna, að endurreisa ís-
lenskt efnahagslíf og byggja
aftur upp fyrirtækin í landinu.
Ég mun ekki láta mitt eftir
liggja í þeim efnum.
Jón Ásgeir Jóhannesson kaupsýslumaður:
Gjörbreyttar rekstrarforsendur
Framan af hausti reyndi
ég að standa fyrir
svörum um þau mál-
efni og fyrirtæki sem
mér tengjast, en komst
fljótt að því að það
þjónaði litlum tilgangi.
Í andrúmslofti reiði, tor-
tryggni og svikabrigsla
eiga staðreyndir og rök
ekki upp á pallborðið.
En þetta ástand getur
ekki viðgengist öllu
lengur, skaðinn má
ekki verða meiri.
Þ
egar gengið er um
stræti Lundúna kemur
mönnum stundum
spánskt fyrir sjónir að
sjá hvernig kaupmenn
af sömu gerð virðast hópa sig
saman á tiltölulega þröngu
svæði. Hér má nefna skraddar-
ana á Savile Row eða skyrtusal-
ana á Jermyn Street. Og skorti
fjármagn eru nánast óteljandi
bankastofnanir á svæðinu frá
Bank lestarstöðinni og upp til
Liverpool Street.
Hvaða glóra er í þessu? Væri
ekki miklu nær að finna sér
stað fjarri samkeppninni þar
sem kaupmaðurinn getur betur
stýrt álagningunni?
Skýring er að viðskipti þrí-
fast til lengdar best í sam-
keppni og nánd við keppinaut-
inn. Eitt er álagning, annað er
að halda í við þróunina, nýjung-
arnar og fylgjast með þeim sem
skara fram úr.
Svipað gildir um frumkvöðla-
starfsemi, þar sem þekking
helst innan frumkvöðlaklasa,
jafnvel þótt einstaka fyrirtæki
leggi upp laupana.
Hér gerist því miður allt of
oft að byggð er upp viðamikil
sérfræðiþekking sem við gjald-
þrot sprotafyrirtækja glatast að
langmestu leyti þar sem enginn
sambærilegur valkostur finnst.
Þó má með góðum vilja finna
undantekningu og felst hún í
þeirri umfangsmiklu þekkingu
á banka- og fjármálaþjónustu
sem byggst hefur upp á Íslandi
síðasta áratuginn. Tíu ára ár-
angursrík uppbygging sem lað-
aði til sín marga af okkar bestu
einstaklingum hefur hins vegar
– því miður – beðið skipbrot.
Þarna eigum samt mikinn fjár-
sjóð fólginn í mannauði, þekk-
ingu og reynslu. Og þótt ein-
hverjir örfáir hafi farið yfir
strikið má ekki fórna öllu. Ekki
má fordæma skóginn þótt fund-
ist hafi fölnað blað!
Við Íslendingar stöndum
frammi fyrir einhverjum um-
fangsmestu erfiðleikum í efna-
hagssögu okkar á síðari tímum.
Það er ljóst að mikil mistök
hafa átt sér stað hér heima auk
þess sem alsherjar efnahags-
lægð gengur yfir heimsbyggð-
ina. Þrátt fyrir það megum við
ekki missa trúna á getu hvert
annars. Við megum ekki láta
tortryggnina eyðileggja tæki-
færin. Við megum ekki drepa
niður forvitnina og frumkvöðla-
kraftinn. Við megum ekki út-
rýma hrósi og fjárhagslegri
hvatningu. Síðast en ekki síst
verðum við að leggja allt kapp á
að endurvinna traust umheims-
ins þannig að komandi kynslóð-
ir geti búið við sama frelsi og
tækifæri og við sem nú höldum
um stjórntaumana.
Það verður að bjarga fjöl-
skyldum og heimilum – ekki
til að standa undir óhófi held-
ur til að lifa við mannsæmandi
aðstæður. Það verður að bjarga
sem flestum fyrirtækjum þrátt
fyrir að staða margra þeirra sé
ömurleg í ljósi gengisþróunar
erlendra lána. Að öðrum kosti
verður atvinnuleysi verra en
nokkru sinni fyrr, lægðin dýpri
og uppbyggingin hægari og erf-
iðari en þörf er á. Við verð-
um að leggja allt kapp á að hjól
atvinnulífsins snúist áfram.
Það er til lengri tíma litið allra
hagur. Um það verður að nást
sátt og það jafnvel þó að lausnin
sé ekki algerlega sanngjörn.
Kröfuhafar – í flestum tilfell-
um bankarnir – munu þurfa að
gefa verulega eftir og breyta
kröfum sínum í hlutafé. Í þeirra
hendur – ekki stjórnmálamanna
– verður síðan að setja ákvörð-
unarvaldið um hverjir af nú-
verandi hluthöfum eða stjórn-
endum einstakra fyrirtækja
verði áfram við stjórnvölinn og
hvernig fyrirtækjunum verður
á sem skemmstum tíma komið
aftur úr eigu bankanna og yfir
til einstaklinga og annarra fjár-
festa.
Það er grundvallaratriði að
átta sig á því að fjárfestingar-
getan er engin. Þeir sem bera
væntingar til þess að úti leynist
digrir sjóðir af nýju fjármagni
sem bíða eftir því að koma til
bjargar munu óhjákvæmilega
verða fyrir vonbrigðum. Þetta
mál verður að leysa innanfrá
með sameinuðu átaki undir
stjórn þeirra sem hæfastir eru.
Eins þurfum við að átta okkur
á því að geta okkar til að sækja
fjármagn erlendis frá er horf-
in. Trúverðugleika okkar var
rústað með aðgerðum síðustu
mánaða. Mikilvægasta verk-
efni stjórnvalda á næstu miss-
erum er endurvekja traust um-
heimsins á okkur Íslendingum.
Við getum ekki sætt okkur við
einangrun og haftastefnu í al-
þjóðaviðskiptum – þar verður
að ríkja frelsi og traust til hags-
bóta fyrir íslenskt þjóðfélag,
fyrirtæki, heimili og einstakl-
inga.
Við verðum að átta okkur á
því að stærsta hindrun okkar
í alþjóðaviðskiptum er ónýtur
gjaldmiðill. Það vill enginn eiga
viðskipti með íslensku krónuna
eða setja áhættufjármagn hing-
að á meðan við búum við nú-
verandi ástand. Við höfum talið
sjálfsagt að við gætum vaðið
inn í garð nágrannans og tínt
þaðan öll þau epli og perur sem
okkur lystir. Hins vegar höfum
við haldið okkar dyrum harð-
læstum og ekki hleypt neinum
inn. Við höfum verið í stans-
lausri vörn – lifað í ótta við
útlendinginn hræðilega sem
tekur allt sem við eigum og
skilur okkur eftir í súpunni.
Þetta er einhvers konar sam-
bland af minnimáttarkennd og
stórmennskubrjálæði. Stað-
reynd málsins er hins vegar
sú að það hefur aldrei neinn
viljað eiga neitt hér – ekki síst
út af ónýtum gjaldmiðli. Það
felst ekki frelsi í sjálfstæðum
gjaldmiðli fyrir örríki lengst
norður í ballarhafi – þvert á
móti er það sjálfskaparvíti. Ef
það er eitthvað sem við höfum
lært á síðustu árum þá er það
að frjálsir fjármagnsflutn-
ingar og virk peningamála-
stjórnun er ómöguleg samhliða
minnsta gjaldmiðli heimsins.
Ef við ætlum okkur að halda ís-
lenskri krónu þá verðum við að
sætta okkur við höft á utanrík-
isviðskiptum. Að sama skapi
myndi einhliða upptaka ann-
ars gjaldmiðils ekki vera raun-
hæf án mikillar miðstýringar
og ytri stuðnings. Eina lausin
sem gefur almenningi frelsi í
viðskiptum og fjármagnsflutn-
ingum felur í sér virka þátt-
töku í alþjóðasamstarfi með
þeim réttindum og skyldum
sem því fylgja, þ.e.a.s. ef ein-
hver hefur áhuga á því að hafa
okkur með!?
Þeirri umræðu þurfum við að
mæta af auðmýkt og hógværð!
Gleðilegt nýtt ár!
Agnar Hansson, forstjóri Sparisjóðabankans:
Kaupmenn í kippum