Tíminn - 08.07.1982, Blaðsíða 5

Tíminn - 08.07.1982, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR 8. JÚLÍ 1982 fréttirj Landsmót hestamanna á Vindheimamelum: UM 1400 MANNS KOM- IN A MÓTSSTAÐINN Frá Sigurjóni Valdimarssyni blaðamanni Tímans iSkagafirði: ■ Landsmót hestamanna hófst á Vind- heimamelum í Skagafirði kl. 10 i gærmorgun og byrjuðu þá dómar á kynbótahestum, með afkvæmum, og jafnframt voru gæðingar í B-flokki dæmdir. Afkvæmaskyldir stóðhestar eru 12 þar af kepptu tveir til heiðursverðlauna þeir Hrafn frá Holtsmúla og Þáttur frá Kirkjubæ með hvorum þeirra voru sýnd 12 afkvæmi en sex með hverjum hinna. í B-flokki gæðinga keppa hestar frá öllum hestamannafélögum landsins. Dómnefndin hóf störf kl. 10 um morguninn og starfaði allan daginn. Enn sem komið er eru þeir efstir Hrimnir frá Varmalæk með 8,36 stig i meðaleinkunn en hann keppir fyrir Stiganda og Vængur frá Kirkjubæ sem keppir fyrir Fák með 8,76 stig. Um fjögurleytið i gær voru um 1400 manns komin á mótssvæðið og um 900 hross. Veðrið á svæðinu hefur verið ágætt og ró er yfir mönnum. Talið er vist að um helgina verði hér um 10.000 manns en sumir telja að mun fleiri komi ekki hvað sist ef veðurguð- irnir fara í sparifötin. -FRI ■ Glaðir forráðamenn Landsmóts hestamanna á Vindheimamelum fyrir utan mótsstjómarhúsið. Hlýtt var i Skagafirði i gær og stillt, enda hópaðist fólk á mótið. Framkvæmdastjóri mótsins, Sveinn Guðmundsson er annar, frá hægri á myndinni. Ljósm.: G.T.K. Félagsfundur hjá blaða- mönnum ■ í hádeginu á morgun verður haldinn félagsfundur í Blaðamanna- félagi íslands þar sem rætt verður um nýgerðan kjarasamning, og hann borinn upp til atkvæða. Fundurinn verður haldinn i húsakynnum félagsins í Siðumúla, og hefst stundvislega klukkan tólf. Vel heppnad endurmennt- unarnámskeid f Stýrimanna- skólanum ■ Endurmenntunarnámskeið fyrir starfandi skipstjórnarmenn, stýrimenn og skipstjóra, var haldið i Stýrimanna- skólanum í Reykjavík dagana 7. til 12. júní s.l. Samtals tóku 18 skipstjómarmenn þátt i námskeiðinu og fór kennsla fram frá klukkan 8 til 5 alla dagana. Eftirtaldar námsgreinar vorú teknar fyrir: veðurfræði, skipagerð og stöðug- Ieiki skipa, stórflutningar, ratsjárút- setningar (plot) og sigling í dimmviðri og vaktareglur með hliðsjón af alþjóðlegum siglingareglum. Að sögn Guðjóns Ármanns Eyjólfs- sonar, skólastjóra Stýrimannaskólans, heppnaðist námskeiðið mjög vel og kvaðst hann vonast til að það yrði árlegur viðburður héðan i frá. -Sjó. CD BILTÆKI - SUMARIÐ ’82 Við kynnum fimm traustar bíltækjasamstæður frá PIONEER, sem henta hvaða bíl sem er Einföld samstæða sem lítið fer fyrir og skilar afbragðs hljómi. KP-272 Hraðspólun í báðar áttir Sjálfslökkvandi 4,5 W TS-15 Ofanáliggjandi Tónsvið 180-1300 Hz 8 W Verð„ kr. 2.650.- Fullkomið kassettutæki og úrvals hátalarar á hreint frá- bæru verði KP-575 Hraðspólun í báðar áttir Spilar beggja megin 6,5 W TS-160 Niðurfelldir Tónsvið 50-16.000 Hz 20 W Verð kr. 3.610.- Traust kassettutæki með sam- byggðu útvarpi, niðurfelldum hátölurum og fyrirferðalitlu loftneti. KP-3300 Sambyggt. FM-AM-LW Hraðspólun í báðar áttir Sjálfvirk endurspilun TS-160 Niðurfelldir Tónsvið 50-16.000 Hz C-430 Loftnet 35 cm Verð kr. 4.480.- TS-167 Niðurfelldir Tvöfaldur (bassi-hátíðni) 30-20.000 HQ Hq C-430 Loftnet 35 cm Verð kr. 5.520.- eða útb. kr. 2000.- og eftirst. á 2 mán. Þetta eru aðeins fimm möguleikar af mörgum. Renndu í hlaðið hjá okkur og kynntu þér úrvalið. Við bjóðum þér ísetningu samdægurs Ein vinsælasta samstæðan okkar sem samanstendur af traustu útvarpi, fullkomnu kassettutæki og hljómgóðum hátölurum KP-4800 FM-AM-LW Næmleikastillir á útvarpsmót- töku Hraðspólun í báðar áttir „Loudness" Spilar beggja megin 6,5 W 'Traust kassettutæki og útvarp j með fimmföldu stöðvavali, ásamt ofanáliggjandi boxum/ hátölurum KP-5800 FM-AM-DW Fast stöðvaval á allar bylgjur Hraðspólun í báðar áttir Sjálfvirkur slökkvari 6,5 W TS-X5 Ofanáliggjandi Tveir hátalarar í boxi 80-20.000 Hq 20 W C-430 Loftnet 35 cm Verð kr. 6.156.- eða útb. kr. 2000.- og eftirst. á 2 mán. HLIOMBÆB iMIIHWIIIl SHARPyij HLJOM'HEIMILIS’SKRIFSTOFUTÆKI HVERFISGÖTU 103 SÍMAR 25999 & 17244

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.