Tíminn - 08.07.1982, Blaðsíða 6

Tíminn - 08.07.1982, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 8..XÚLÍ 1982 Ljósprentun - Ðókbandsefni Spjaldapappír, saurblaðapappír, sirtingur rexine, spjaldapappi,, grisja o.s.frv. Einnig áhöld: stólar, pressur, hamrar, falsbein og fl. i 8, sfmi 25120. Heyvagnar Á tvöföldum 16“ hjólum. Lengd 5-6 metrar. Upplýsingar! sima 91-33700. Kælitækjaþjónustan Reykjavíkurvegi 62, Hafnarfirði, sími 54860. Önnumst alls konar nýsmíði. Tökum að okkur viðgerðir á: kæliskápum, frystikistum og öðrum kæliiækjum. Fljót og góð þjónusta. Sendum i póstkröfu um land all Bilaleigan\$ CAR RENTAL £i> 29090 52SSSÍ? IfEYKJANESBRAUT 12 REYKJAVIK Kvöldsimi: 82063 ÍSSKAPA- OG FRYSTIKISTU - VIÐGERÐIR Breytum gömlum ísskápum í frystiskápa. . Góð þjónusta. REYKJAVIKURVEGI 25 Hafnarfirði sími 50473 Á húsateikningum og allskonar skjölum meðan beðið er. Rúnir Austurt fréttir Efnahagssamningurinn vid Sovétmenn: „STÓRMÁL FYR- IR IDNAÐINN” segir Hjörtur Eiríksson, framkvæmda stjóri Iðnaðardeildar SÍS ■ Æ betur kemur í Ijós að Morgun- blaðið á sér formælendur fáa þegar kemur að skrifum þess um efnahagssam- vinnusamninginn við Sovétríkin, sem undirritaður var sl. föstudag. Timinn birti i gær viðtal við utanrikisráðherra, Ólaf Jóhannesson um samninginn og efni hans, þar sem kom fram að ástæða er til að ætla að hann geti orðið íslendingum hagkvæmur á marga lund. í gær ræddum við svo við Hjört Eiriksson, framkvæmdastjóra Iðnaðar- deildar SÍS á Akureyri og spurðum hann um hvaða áhrif samningurinn gæti haft fyrir iðnaðinn í landinu. „Það er engin spurning að þessi samningur hefur verulega þýðingu fyrir íslenskan iðnað,“ sagði Hjörtur. „Til fjölda ára höfum við selt íslenskar iðnaðarvörur til Sovétríkjanna, sem hafa þar með veitt hundruðum lands- manna um land allt atvinnu. Við höfum getað selt iðnaðarvörur þangað i stórum stil og iðulega vörur, sem ekki hefur verið unnt að markaðssetja annars staðar. Hér er ekki eingöngu um ullarvörur að ræða, ullarvörur sem unnar hafa verið af fjölda fyrirtækja í öllum landsfjórðungunum, - heldur mikið magn af niðurlagðri síld, sem hefur haldið sumum niðursuðuverk- smiðjum starfandi. Hér er um stórmál að ræða, atvinnulega og efnahagslega séð, sérstaklega fyrir landsbyggðina. Varðandi orðalag samningsins, að hér sé um efnahagssamning en ekki við- skiptasamning að ræða, þá vil ég vitna í grein Gunnars Flóvenz í Morgunblaðinu sl. þriðjudag, að hér eru höfð í huga viðbótarviðskipti, sem væru okkur hagstæð, jafnframt þvi að treysta þau viðskipti sem fyrir eru. Efnahagsástand í mörgum okkar viðskiptalanda er ótryggt og okkur veitir ekki af að tryggja áframhaldandi viðskipti við Sovétrikin. í þessum samningi eru engar nýjar skuldbinding- ar, þótt lýst sé yfir því að við viljum stefna að aukinni samvinnu milli íslenskra fyrirtækja og stofnana. Ég harma það að þegar jafn mikilvægir hagsmunir og hér eru i húfi, þá skuli koma fram jafn furðuleg og annarleg skrif og i Morgunblaðinu undanfarið. Pað er þó bót í máli að af öllum þeim hópi velunnara Morgunblaðsins, sem ég hef talað við, hefur enginn, - ekki einn einasti, mælt þeim skrifum bót. Í framhaldi af ofanrituðu fagna ég undirritun samningsins og af langri reynslu veit ég að hann mun auðvelda viðskiptin á komandi ári. -AM Fimm bílar skemmdust í árekstri ■ Fimm bílar skemmdust, þar af þrír mikið, i árekstri sem varð á gatnamótum Snorrabrautar og Grettisgötu laust fyrir hádegið í fyrradag. Að sögn lögreglunnar í Reykjavik, varð áreksturinn með þeiin hætti að ökumaður sem ók bil sínum af Grettisgötu inn á Snorrabraut virti ekki biðskyldu. Leiddi það til þess að hann fór inn í miðjuna á bíl, sem ekið var norður Snorrabrautina. Við það missti ökumaður Snorrabrautarbílsins vald á ökutæki sínu og lenti það utan í þremur kyrrstæðum bilum sem voru á bílastæði í grenndinni. Engin meiðsl urðu á fólki i þessum árekstri. -Sjó Opið hús f Norræna ■ í kvöld verður opið hús i Norræna húsinu. Á dagskrá verður fyrirlestur Eyþórs Einarssonar grasafræðings um gróðurríki íslands. Fyrirlesturinn verð- ur fluttur á dönsku en þessi dagskrá er einkum sniðin fýrir norræna ferðamenn, sem hingað koma. Eftir kaffihlé verða sýndar tvær stuttar kvikmyndir, sem Osvaldur Knud- sen hefur tekið, en það eru „Smávinir fagrir" og „Þórsmörk." ■ Aukið samstarf og samvinna ásamt góðum starfsanda einkennir Flugleiðir. Fundir forstjóra með starfsmönnura, þar sem vandamál eru rædd og framtiðarverkefni kynnt hafa verið tíðir s.l. tvö ár. Starfsfólk hefir tekið höndum saman um að bæta og kynna þjónustu félagsins. Hópur starfsmanna dreifði upplýsingum um starfsemina á Lækjartorgi nýlega. Hér er Stefán Jónsson flugvélstjóri að kynna sumaráætiun Flugleiða. Chicagoflug Flugleiða í sumar: Ferðatfdni nú aukin um 138% ■ Flugleiðir hafa nú fimm flugvélar með samtals 765 sætum í millilandaflug- inu og aðrar fimm í innanlandsflugi með 219 sætum. Skiptingin er þannig í millilandaflug- flotanum að þar er ein Boeing 727-200, sem tekur 164 farþega, ein Boeing 727-100C fyrir 131 farþega tvær Douglas DC-8-63 fyrir 249 farþega hvor og ein Douglas DC-8-55 sem tekur 172 farþega. Á innanlandsleiðum eru þrjár Fokker F27-200, sem taka 48 farþega hver, ein Fokker F27-500, sem tekur 56 farþega og ein Twin Otter-200 fyrir 19 farþega. Á millilandafluginu verður umtals- verð aukning í sumar, frá því sem var í fyrra, á flestum leiðum. Ferðum fjölgar um eina í viku til New York og einnig til Chicago og tvær til Luxemborg. Á ný er tekið upp flug milli Glasgow og Kaupmannahafnar og Gautaborg bætist við áætlunarflugvelli félagsins, þangað verða farnar tvær ferðir vikulega i sumar. Á innanlandsleiðum verða áætlanir svipaðar og i fyrra. Mest er flogið á Akureyri, 33 ferðir í viku, 26 til Vestmannaeyja, 17 til Egilsstaða og 15 til ísafjarðar. Helstu breytingamar eru að nú verður minni vél, Twin Otter, tekin í notkun á innanlandsleiðum, þar sem það hentar, aðallega til Vestmanna- eyja. í samræmi við aukinn ferðafjölda milli landa, verður sætaframboð meira nú en fyrr á flestum leiðum. Mest verður aukningin á leiðinni Chicago-Reykja- vík, þar verður hún 138%. Á örfáum leiðum minnkar framboðið, mest 16,1% á leiðinni Frankfurt-Reykjavik. Á fyrstu þrem mánuðum þessa árs fjölgaði ferðamönnum með Flugleiðum til landsins um 19% miðað við sama tíma í fyrra. íslendingar voru meira á ferðinni en útlendingar, ferðum þeirra til landsins fjölgaði um 30,6% en ferðum útlendinganna fjölgaði um 5,4%. Þrátt fyrir þessa miklu aukningu fyrst á árinu, áætla Flugleiðamenn ekki að aukningin á öllu árinu verði meiri en 8,3% til landsins en 8,0% frá landinu. Með nýrri flugmálastefnu þurfa Flug- leiðir nú að mæta aukinni samkeppni, bæði frá Arnarflugi og SAS, sem hefur í undirbúningi aukið flug til íslands. Á Flugleiðamönnum er þó ekki ótta að heyra, þeir segjast ætla að standast þá samkeppni og þeir eiga ekki von á að fargjaldastríð sé í uppsiglingu. SV

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.