Tíminn - 08.07.1982, Blaðsíða 11

Tíminn - 08.07.1982, Blaðsíða 11
FIMMTUDAGUR 8. JÚLÍ 1982 10 ItS'AiMiil'i FIMMTUDAGUR 8. JÚLÍ 1982 11 fréttafrásögn ■ Eitt það afleitasta sem komið getur fyrir við stolt Reykjavíkur og prýði, Elliðaárnar, er að þar leiki minkur lausum hala. Há- aðall iþróttamanna, lax- veiðimennimir, stendur dyggan vörð um að ekkert óhreint eða ógöfugt fái að þrífast i ánum eða við þær. Hver man t.d ekki eftir þvi þegar flytja varð tugi hesthúsa i örugga fjarlægð frá ánum, vegna þess að grunur lék á að hland og skitur hefði siast nokkra tugi metra frá húsunum, gegnum jörðina og bland- ast í árnar, með þeim afleiðingum að laxinn fékk einhverja torkennilega sýki. Að vísu var hvislað um það manna á milli seinna að sýkingunni hefðu Valdið seiði, sem ein- hverjir úr háaðlinum höfðu smyglað inn í landið og sett í ámar. En það er aukaatriði, þvi að með sýkilinn að vopni tókst að hrekja þessa sóðalegu hestamenn i hæfilega fjar- lægð frá stoltinu og prýð- inni. ■ Helgi hafði með sér járnkali og reyndi að rjúfa hraunhelluna, en það gekk ekki. Mennimir grófu og hund- arnir geltu Við vorum að fjalla um minkinn. Það fréttist af mink við ámar á mánudaginn í siðustu viku og á þriðjudag fór sveit vaskra veiðimanna og hunda á svæðið til að vinna ódáminn. Nokkm ofan við Vatnsveitubrúna komu þeir á slóðina og fundu grenið í hrauninu. Mennirnir grófu og sprengdu þama í hrauninu og hundamir geltu og kröfsuðu i fjóra tíma samfleytt, en ekkert gekk, þeir komust ekki að minknum. Á fimmtudag var gerð önnur atrenna. Þá slógust Tíma- menn í hópinn, til að sjá og heyra hvernig minkaveiði er framkvæmd. Fyrstur á svæðið kom aðstoðarveiði- stjóri, Þorváldur Þór Björnsson, með haglabyssu í hendinni. Við röltum þama um árbakkann um stund og Þorvaldur sagði að þetta væri áreiðanlega læða með yrðlinga og þama var hún um daginn en nú er hún greinilega farin þaðan. Svo gekk hann álútur og leitaði að spomm. Guðmundur stakk sér inn undir helluna og kallaði. .. i- .. Á minkaveiðum við Elliðaár: Og enn var minkurinn óaðgengilegur Næstur kom Guðmundur bróðir Þorvaldar - þeir em jafn illa haldnir af veiðigleðinni - og hann hafði með sér þrjár lágfættar og langar tíkur, sem hann sagði að væm af „Doghound“-kyni. Hann sagði að þær hétu Týra, Spóla og Súla. Hvemig hann fer að því að vita hver þeirra heitir hvað, liggur ekki í augum uppi. Tfkumar vom fljótar að finna minka- mömmu, en hún var ekki aðgengilegri nú en fyrr. Hún hafði flutt sig ögn neðar með ánni og hafði komið ungunum sinum fyrir undir stórri hraunheilu, varla minni að flatarmáii en sæmilegt einbýlishús. En þar var svo lágt til Iofts að hundamir komust ekki að henni, þótt lágir séu I loftinu. Svo kom Helgi Backman með fjóra „Terrier“-hunda. Þá fóm allir hundamir sjö undir helluna og geltu og ýlfruðu og Guðmundur skreið eins langt og hann gat og kallaði, en ekkert gekk. Þá var ákveðið að biða næturinnar og reyna þá nýjar leiðir. Nóttin kom og þá hafði bráðin enn flutt sig um set, undir þriðju hraun- helluna. Hún var óaðgengileg þar lika og nú var dælt bensíni niður til hennar og kveikt i. Göng og rangalar vora svo löng þama að minkamamma flutti ungana sina bara innar. Þá var komið miðnætti og ekkert annað til ráða en að biða þangað til minkurinn færi á stjá að sækja sér æti eða flytja enn búferlum. Tækifærið var notað til að rabba við Þorvald Bjömsson, aðstoðarveiðistjóra. Hugsar eíns og refúrinn Hann er 26 ára gamall og lærði húsasmiði. Fyrst var spurt í hverju embætti aðstoðarveiðistjóra væri fólgið. „Það er að svara í síma, gera skýrslur og fara i veiðiferðir.“ - Ertu mikill veiðimaður? „Ég er nú ekki mikill veiðimaður- og þó. Eg hef verið í þessu síðan 1970 að verja varp og reyna að miðla af minni reynslu. Ég var i sveit á Heggstöðum á Heggstaðanesi, þegar ég var strákur og kynntist þessu þar.“ - Hvað gerir menn að góðum veiði- mönnum? „Það fyrsta er að taka vel eftir úti i náttúmnni, ég vil segja að setja sig inn i að hugsa eins og bráðin. Það tekur langan tíma að læra að haga sér eftir þeirra högum. Sumir menn ná þessu, eins og t.d. Jón Oddson refaskytta á Vestfjörðum, það er talað um að hann hugsi eins og refurinn. Svo er það reynslan, sem kennir manni.“ - Telur þú þig vera náttúradýrkanda, eða ertu að eyða einhverju úr náttúr- unni? ■ Þorvaldur Þór Bjðmsson aðstoðar- veiðistjóri kom fyrstur á svæðið og gekk álútur að leita að sporum. BRAÐIN „Ég vil spyma við offjölgun, en vil engu útrýma, nema einu kvikindi, og það er minkurinn. Við eigum í svolitlum erfiðleikum með náttúmfræðingana, okkur ber ekki saman. Við emm ekki t.d. á Mýmm i Dýrafirði og Læk, sem er næsti bær fyrir utan. Eins er í Önundarfirði, þar er búið að drepa þrjá refi í Holti, en fjóra i Dýrafirðinum. Núna er svo verið að bjástra við ref þar vestra, sem hagar sér ekki eins og skikkanlegir refir gera. Hann fer yfir skurði og yfir eða undir girðingar, eftir þvi sem honum býður við að horfa. Venjan er sú að auðvelt er að vinna refi, sem em komnir inn í varpið, því að sjaldnast komast þeir út úr girðingunum nema á einum stað. Þá fer einn maður inn í girðinguna og rekur refinn út, en annar biður við gatið og skýtur hann þegar hann kemur. En þessi fer ekki eftir neinum reglum, eins og ég sagði áðan.“ - Ferð þú vestur til að fást við rebba? „Ég fer ekki núna, en ég er nýkominn að vestan, þar sem við vomm að reyna að spyma við fjölgun svartbaks og hrafna. Við fómm í varplönd þeirra og eyðilögðum mikið, trúlega hátt á þriðja þúsund fugla sem hefðu orðið i haust,“ sagði Þorvaldur. Kunna sig ekki í frelsinu - Er þetta allt villiminkur, sem þið emð að vinna núna, eða hefur eitthvað sloppið úr búum nýverið? ■ Súla stakk sér til sunds í Elliðaámar og lét strauminn ekki aftra sér. sáttir við að þeir lesa ýmislegt af bókum, en sjá ekki hvað er að gerast í raunvemleikanum. Og það er mink- urinn sem helst ber á milli.“ Hagar sér ekki eins og skikkanlegur refur - Við fréttum af mikilli veiði hjá þér norður á Heggstaðanesi fyrir nokkmm dögum? Er óvenju mikið af mink núna? „Nei, þetta er ekki óvenju mikið, miðað við þennan tíma. í fyrra náðum við sama fjölda dýra, en munurinn er sá að núna var óvenju mikil frjósemi þama. í einu greni vom tíu dýr og tólf i tveim öðmm. Svo náðum við þrem fullorðnum karldýmm þar fyrir utan, samtals vom þetta 25 dýr. Hins vegar get ég sagt þér frá því að það er óvenju mikið um ref fyrir vestan. Þetta ár verður eitt af þeim sem mest verður drepið af ref á Vestfjörðunum. Þar er mikill vargagangur í varplöndum ■ Fyrst var bensini dælt í holuna, svo kastaði Eyjólfur Rósmundsson logandi eldspýtu að bensininu.... Texti: Sigurjón Valdimarsson Tímamyndir: Ari Jóhannesson og SV ■ Eina ráðið til að fá alla hundana til að stöðvast á einum stað, var að draga fram löngu dauðan mink, sem Helgi hafði i bOnum sinum. Táta var alls ekki á þvi að sleppa, þótt hún væri komin hátt á loft. „Þetta er eingöngu villiminkur. Það heyrir til undantekninga ef minkur eða refur sleppur úr búrum núna. Það tekur þau dýr, sem sleppa nokkurn tíma að aðlagast náttúmnni, einkum blárefinn. Það em til margar sögur um það hvernig blárefurinn, og silfurrefurinn áður fyrr, haga sér, þegar þeir sleppa og standa allt í einu andspænis því að vera frjálsir úti í náttúmnni. Þeir eiga í flestum tilfellum að nást strax á fyrstu dögunum, því þeir sækja í hauga og annað heimundir bæjum og virðast yfirleitt óhræddir við menn. Til er saga um að verið var að flytja silfurref milli búa og hann slapp út úr búri i flutningunum. Menn leituðu að honum fram undir nótt, en gáfust þá upp og fóm heim á bæinn sem refurinn kom frá. Þá var sá glataði kominn þar inn i opið búr og ekkert annað að gera en að loka búrinu og leggja af stað með hann aftur. Svo náðist hún, að lokum Venjan er sú að ef refur sleppur út úr búri inni í búi, sem er lokað, að hann leggst bara niður og lokar augunum og heldur að hann sé týndur. Þá er hægt að taka hann. Sama er að segja ef þeir sleppa út i girðingar, þá leggjast þeir niður úti i homi og týna sér. En svo getur komið fyrir að þeir sleppi út, eins og dæmi sanna, og halda þá til einhversstaðar, þar sem þeir geta gengið i æti, t.d. i fjöru. Þeim má oft ná með hundum, eða jafnvel hlaupa þá uppi, þvi þessi dýr hafa ekki fengið mikla hreyfingu og hlaupa ekki hratt.“ Minkurinn, sem við vomm að biða eftir kom ekki enn, og við Tímamenn gáfumst upp á biðinni, enda svo skuggsýnt orðið að litil von var um góðar myndir úr þessu. Það var svo sem lika eins gott, þvi biðin stóð tii klukkan tíu um morguninn eftir. Þá fór sú stutta af stað einu sinni enn að leita sér að öruggu fylgsni. Hún hafði tvo af yrðlingunum sínum meðferðis. Þetta varð hennar siðasta ferð, þvi Þorvaldur var enn á vaktinni með byssuna sina. Þá var eltingarleikurinn búinn að standa nærri tvo sólarhringa. SV ■ ....og þá varð sprenging.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.