Tíminn - 08.07.1982, Blaðsíða 13

Tíminn - 08.07.1982, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGUR 8. JLJLÍ1982 UNDANURSLIT HM *A ___________ Ítalía - Pólland ROSSI, ITALÍU Stemmning mikil hjá ítölunum Frá Erik Mogensen, fréttamanni Túnans á Spáni: ■ Bearzot, þjálfari ítalska liðsins, hefur mestar áhyggjur þessa dagana vegna meiðsla leikmanna sinna, þ.á.m. Tardelli. Jafnframt er hinn sterki varnarmaður Gentile i leikbanni, en hann hefur . séð um það hingað til að taka úr umferð bestu leikmenn mótherjanna. Hvort fjarvera þessara kappa hefur mikil áhrif á leik ítalska liðsins er óvist. Eftir leikinn gegn Brasiliu hafa leikmenn ítalska liðsins tekið það rólega, sleikt sólina og drukkið kampavín. Þá er hetja liðsins, Paolo Rossi (,,Pablito“), mjög vinsæll um þessar mundir og nafn hans á allra vörum. Vinsælasti „frasinn“ hér um slóðir er þessi: Rossi í Barcelona og Maradona til síns heima. Eftir sigrana frækilegu gegn Argentinu og Brasiliu er liðsandinn í herbúðum ítalanna sérlega góður og er stemmningin fyrir leikinn gegn Pólverjum ótrúlega góð. Eins og ítalirnir hafa leikið undanfarið tel ég ólíklegt, að Pólverjum takist að koma i veg fyrir sigur þeirra. ítalimir hafa sýnt vel útfærðan vamarleik, eins og þeirra er von og vísa, og i framlinunni hefur Rossi sýnt snilldarleiki. Það verður ekki auðvelt fyrir pólsku vörnina að stöðva hann. EM/IngH LATO, PÓLLANDI Pólverjar æfa víta- spyrnurnar Frá Erik Mogensen, fréttamanni Timans á Spáni: ■ Pólska landsliðið hefur undirbúið sig af mikilli kostgæfni fyrir leikinn gegn ítaliu og hafa menn þar allan varann á. Sl. þriðjudag var liðið t.d. á æfingu, sem fór að mestu leyti í að taka vítaspymur. Ef ítalir og Pólverjar verða jafnir að afloknum venjulegum leiktima og jafnt verður eftir framlengingu mun fara fram vitaspyrnu- keppni. Semsagt, allur er varinn góður. Hetjan frá leiknum gegn Belgiu, Boniek, mun ekki leika gegn ítaliu þar sem hann er i leikbanni. Ekki hefur enn verið ákveðið hver kemur i hans stað, a.m.k. láta Pólverjamir ekkert frá sér fara um það mál. Þjálfari Pólverja, Piechniczek, sagði að hann hefði fremur kosið að leika gegn Brasilíu en ítaliu vegna þess að Pólverjar hafi þegar leikið gegn ítaliu og það hefði verið ánægjulegra að leika gegn nýju liði, sérstaklega vegna þess að ítaiirnir séu ekki i sama gæðaflokki og Brasiliumennirnir. Þegar þjálfarinn var spurður um það hvort leikmenn hans fengju einhver verðlaun eða aukagreiðslur vegna frammistöðunnar í HM, svaraði hann því til, að líklega fengju þeir allir leyfi til þess að leika með erlendum atvinnuliðum, það væra þeirra verðlaun. EM/IngH Frakkland - V-Þýskaland PLATINI, FRAKKLANDI Höldum okkar leikstíl Frá Erik Mogensen, fréttamanni Tímans á Spáni: ■ Frakkar komu til Sevilla í gær (þriðjudag) og var vel tekið á móti þeim við komuna þangað. Við komuna sagði Michel Hidalgo, þjálfari liðsins, að höfuðástæða þess að sinir menn væru komnir i undanúrslitin væri keppnisgleðin sem rikti í herbúðum þeirra. „í leiknum gegn Vestur-Þjóðverjum munum við halda okkar leikstíl og ekki láta teyma okkur út í óþarfa hörku. Miklu árangursrikara er að byggja á keppnisgleðinni og leikninni sem við höfum að ráða yfir, enda höfum við náð langt það sem af er keppninni með slikum leikstil,“ sagði Hidalgo. Skærasta stjarna franska liðsins, Platini, sagði að leikmenn og forráðamenn liðsins hefðu ekki reiknað með þvi að komast þetta langt i keppninni. „Okkur dreymdi aðeins um þetta, en nú hefur draumurinn ræst.“ Platini sagði ennfremur að franska liðið hefði leikið mjög vel í 2. umferðinni og sætið í undanúrslitunum væri verðskuldað. „Nú emm við komnir það langt, að úrslitaleikurinn er ekki fjarlægur og þangað ætlum við okkur.“ Það verður örugglega spennandi að sjá til hins léttleikandi liðs Frakka gegn hinu þunglamalega, \ en vel skipulagaða liði Þjóðverjanna, sannkallað uppgjör tveggja stiltegunda knattspyrnunnar. -EM/IngH Einherja- keppni ■ Hin árlega Einherjakeppni i golfí - mót þeirra kylfinga sem hafa farið „holu í höggi“ og em því i Einherjaklúbbnum, verður á Nes- vellinum á Seltjamamesi á laugar- daginn kemur. Hefst keppnin kl. 10.00 fh. og er skráning i hana í sima 17930 Leikið í bikarnum ■ Tveir síðustu leikirnir í 16-liða úrslitum Bikarkeppni KSÍ verða í kvöld kl. 20. A Akureyri leika KA-menn gegn ísfirðingum og í Laugardalnum mætast Valur og KR. Frjáls- íþrótta- landslið ■ í gærdag var tilkynnt um val á landsliðum karla og kvenna í frjálsum íþróttum. Karlaliðið keppir gegn Wales, en kvennaliðið keppir í Norðurlandabikarkeppni kvenna. Báðar keppnimar verða felldar inní Reykjavíkurleikina 17.-18. júií. Nánar á morgun. 16-lida úrsllt Bikarkeppni KSÍ f gserkvöldi ÞRENNA KRISTJÁNS SKÓP STÓRSIGUR ÍA ■ Skagamenn unnu stórsigur á efsta liði 2. deildar, Þrótti, 1 gærkvöldi er liðin mættust í 16-liða úrslitum bikarkeppni KSÍ, 5-1. Var sigur Akumesinganna í stærra lagi ef miðað er við gang leiksins! Fyrri hálfleikurinn var hinn líflegasti og stóðu Þróttaramir uppí hárinu á hinum þekktu mótherjum sínum. Arnar Friðriksson náði forystunni fyrir Þrótt þegar á 3. mín., en Kristján Olgeirsson jafnaði fyrir ÍA um miðbik fyrri hálfleiksins, 1-1. Þannig var staðan i hálfleik. Strax t byrjun seinni hálfleiks náði lA forystu er Kristján skoraði annað mark sitt, eftir vamarmistök Þróttara, 2-1. Á 58. min bætti Guðbjörn Tryggvason við þriðja marki ÍA. Jón Alfreðsson átti skot i stöng og út. Guðbjöm var fljótastur að átta sig og renndi boltanum i netið. Virtist nú lánleysi Þróttara fullkomnað, en svo reyndist ekki. Á tveimur síðustu mínútum fengu þeir á sig tvö „klaufamörk“ til viðbótar. Hið fyrra sá Júiíus Pétur Ingólfsson um að gera með skoti frá vítateig og við skomn 5. marksins labbaði Kristján Olgeirsson með boltann i mark Þróttar eftir að markvörður liðsins, Guðmundur Erlingsson, hafði fært honum knöttinn á silfurfati. Þrenna hjá Kristjáni i stórsigri Skagamanna. Hörkuleikur í Garðinum ■ Mikil rimma varð þegar Suðumesja liðin ÍBK úr 1. deildog viðir úr3. deild áttust við í Garðinum. Víðismenn komu mjög á óvart með góðum leik og gáfu þeir Keflvikingunum lftinn grið. Jafnt var I hálfleik, 0-0. iBK tókst loks að ná forystunni á 75. min. þegar RagnarMargeirssonskoraði með lausu skoti af um 10 m færi. Sigurinn innsiglaði síðan Viðismaðurinn fyrrverandi, Daniel Einarsson, á 86. iþróctír Umsjón: Ingólfur Hannesson min er hann skoraði hjá sinum gömlu félögum, 2-0 fyrir ÍBK. Víkingur sigraöi ■ Vikingur sigraði Völsung á Húsavík í Bikarkeppni KSf i gærkvöldi með2mörkum gegn einu. Fram-sigur í framlengíngu ■ Framarar virðast hafa gott tak á Eyjamönnum þessa dagana. fgærkvöldi sendu Framaramir þá út úr Bikar- keppninni eftir framlengdan leik. Stað- an að afloknum venjulegum leiktíma var 1-1. Jóhann Georgsson skoraði fyrir ÍBV, en Viðar Þorkelsson jafnaði fyrir Fram. f „Fram-lengingunni“ skomðu Fram- arar 3 mörk. Frestað á Seyðisfirði ■ Leik Hugins og Reynis, sem vera átti í gærkvöldi á Seyðisfirði, var frestsað vegna mikillar úrkomu fyrir austan i gær. RUMMENIGGE, V-ÞYSKA LANDI Þýska hrjá meiðsl og magakveisa Frá Erik Mogensen, fréttamanni Timans á Spáni: ■ Jupp Derwall, þjálfari vestur-þýska landsliðs- ins er bjartsýnn fyrir leikinn gegn Frökkum, þrátt fyrir meiðslin sem hrjá Karl-Heinz Rummenigge, fyrirliða og aðalmarkaskorara liðsins. Bjartsýni sina byggir Derwall á þvi að Frakkar leika mjög tekniska knattspyrnu og slík lið ættu Þjóðverjar mjög gott með að stöðva. Þeir hefðu reynsluna i slikum aðgerðum. „Það borgar sig samt ekki að vanmeta Frakkana, þeir em tvímælalaust með sterkt lið. Vörnin er vel skipulögð, með lipra miðjumenn og hreyfanlega og hættulega framherja, þá Solér og Rotchetau," sagði Derwall. í vestur-þýsku herbúðunum hefur herjað magakveisa og hefur hún valdið mönnum þar áhyggjum. Til dæmis gat Klaus Fischer ekki verið með á æfingu liðsins sl. þriðjudag vegna verkja i maga. Eg held að enginn skyldi vanmeta Þjóðverjana, þeim hefur verið spáð litlu gengi i keppninni, en eru nú komnir i undanúrslitin. Það sem e.t.v. kann að ráða úrslitum i leiknum gegn Frökkum er að nær allir leikmenn vestur-þýska liðsins eru margreyndir landsliðskappar og hafa þeir alla þá reynslu og yfirvegun, sem nauðsynleg er til að komast alla leið á toppinn. EM/IngH Sterkt landslið ■ „Þetta er gott lið sem við stillum upp gegn Finnum. Ég hef haft atvinnumennina hér heima undan- farið og höfum við æft nokkuð vel, þeir em allir i góðri æfingu,“ sagði Jóhannes Atlason, landsliðsþjálfari í knattspymu i gær, er hann tilkynnti val sitt á liði íslands sem leikur landsleik gegn Finnum í Helsinki næstkomandi sunnudag. fslenska liðið verður þannig skipað: Guðmundur Baldursson, Fram. Þorsteinn Bjamason, ÍBK. Marteinn Geirsson, Fram. Trausti Haraldsson, Fram. Viðar Halldórsson, FH. Örn Óskarsson, ÍBV. Ólafur Björnsson, UBK. Sævar Jónsson, C.S.Briigge. Atli Eðvaldsson, Fortuna Dussel- dorf. PéturOrmslev, FortunaDusseldorf. Arnór Guðjohnsen, Lokeren. Árni Sveinsson, ÍA. Ragnar Margeirsson, ÍBK. Sigurður Grétarsson, UBK. Láms Guðmundsson, Waterschei. Janus Guðlaugsson, Fortuna Köln. Um finnska Hðið var litið vitað, en þó er víst að Finnar em i mikilli sókn í knattspymunni, gerðu m.a. jafn- tefli gegn Norðmönnum i Stavangri i vor, 1-1. -IngH

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.