Tíminn - 09.07.1982, Qupperneq 15

Tíminn - 09.07.1982, Qupperneq 15
FÖSTUDAGUR 9. JÚLÍ 1982. krossgátan Krossgáta no. 3871 Lárétt 1) Land. 6) Islam. 7) Komast. 9) Borðaði. 10) Kássuna. 11) Varðandi. 12) Nhm. 13) Eiturloft. 15) Náttúra. Lóðrétt 1) Flón. 2) Snæði. 3) Raknar upp. 4) Strax. 5) Formaðri. 8) Tré 9) Kindina. 13) Öfug röð. 14) Ætíð. Ráðning á gátu No. 3870 Lárétt 1) Georgía. 6) Óir. 7) La. 9) ML. 10) Granada. 11) Ok. 12) II. 13) Ána. 15) Inngang. Lóðrétt 1) Galgopi. 2) OÓ 3) Rigning. 4) G'r■ ' 5) Aulaleg. 8) Ark. 9) MDI. 13) Ána. 14) AA. bridge ■ Keppnin um spil ársins 1982 er þegar orðin hörð meðal bridgefréttamanna. Þetta spil þykir efnilegt en það kom fyrir í úrslitakeppni Philip Morris mótsins í Monte Cario fyrir skömmu. Sá sem fyrst þrykkti þvi á blað heitir Martin Hoffman, en hann hefur áður fengið umfjöllun í þessum þætti. Spilarinn sem á allan heiðurinn af meistaraverkinu heitir Shaya Levit og er ísraelsmaður. Vestur. S. G1086 H.AG2 T. K103 L.1076 Norður. S. D542 V/Allir H.K94 T. D985 L.D2 Austur. S. Ak93 H.73 T. G4 L.K9853 Suður. S. 7 H.D10865 T. A762 L.AG4 ^’Þröngt framundan, þver, hnipt og engir bakkar!!^ Drunur, ekki líkar mér hljóðið! ekki áframeftir ánni, ég | jgyerð að haldal fáfram. I Hafið þið farið með Snata á hundasýningu? Vestur Norður Austur Suður pass pass 1L 1H 1S 2H 2S 3H dobl pass pass pass Vestur, A. Cohen, spilaði út laufa- sexi, tvistur í borði, áttan frá Levit og suður fékk á gosa. Hann spilaði trompi og svínaði níunni í borði, og reyndi svo laufadrottningu, kóngur og ás. Síðan trompaði hann lauf i borði og spilaði trompkóng. Cohen tók á ásinn og spilaði spaða á kóng Levit og hann spilaði laufi i gegn svo vestur fékk trompslag á hjarta- gosann. Nú hafði vörnin fengið 3 slagi og þurfti því tvo slagi i viðbót. Vestur spilaði sig út á spaða, sagnhafi stakk upp drottn- ingu i blindum og Levit lét litið. Hann hafði orðið örugga talningu á hendi suðurs og vissi að þetta myndi ekki kosta neitt. Suður henti tiglinum heima og pældi vel og lengi i tigulstöðunni. Að lokum ákváð hann að trúa Levit, þ.e. að hann ætti ekki spaðaásinn, og þá hlaut hann að eiga tígulkóng. Hann spilaði því tígli á ás og síðan meiri tígli og gaf i borði. Þarmeð tókst honum að gefa 2 tígulslagi og fara niður á spilinu. Þetta var svosem lagleg blekking hjá Levit en ósköp var suðurspilarinn nú auðtrúa. gætum tungunnar Sést hefur: í Straumsvik fer málm- bræðsla fram í stórum kerjum. Rétt væri: í Straumsvik er málmur bræddur í stórum kerum. með morgunkaffinu - Halló, er þetta í hattabúðinni A l.i Paris? Hvað á það eiginlega að þýða að gera konuna mina að athlægi um allan bæ? - Ég held að þér sé óhætt að hætta að taka þessar örvandi pillur núna.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.