Tíminn - 10.07.1982, Blaðsíða 7

Tíminn - 10.07.1982, Blaðsíða 7
■ Kinverskur vatnaræktarmaður með kynbótafísk. Frá alda öðli hefir ræktunin meðfram byggst á fóðurbxti úr jurtaríkinu, svo sem muldu trjálaufi, olíuviöarfræjum, höfrum og hrati. Nú til dags er fóðrið fjölbreytt, enda atvinnuvegur að framleiða það. En mestur hluti fiskafæðunnar þarf að myndast í vatninu sjálfú. Það gerist með beinni áburðargjöf i vatnið og með lifrænum náttúruverkunum umhverfis það. ■ Auðvitað tekur okkur sárt að gróið land hyljist vatni. Samt tel ég víst þegar tímar líða, vilji þálifandi menn ekki sjá á bak því sama vatni fremur en við vildum nú missa Mývatn eða Þingvalla- vatn. Er landbúnaður kjánaskapur? Sagt er að upphaf landbúskapar, líklega 10 þús. árum f. Kr., hafi potast áfram með því að umhverfið hafi mótað menn. Þeir hafi fært skógarbælin saman í einskonar þorpamynstur og aðlaðað vilhdýr af mörkinni uns þau tömdust. Vel má vera að þá hafi verið i andófi nokkrir vanabundnir menn með sér- þjálfaða líkamsparta, sem álitu þetta ' kjánaskap. Vildu heldur pikka fisk í pyttum og lónum og elta alla bráð um fimindi. Sagan hefir sannað að þeir reyndust ekki spámenn. Ég tel að svo muni einnig fara fyrir fiskifræðingnum, sem taldi fiskirækt sem búgrein álíka kjánaskap og að bændur færu að gripa i að smíða Mercedes-Benz. Nú veit ég ekki hvort þessi harði dómur var andsvar við þætti um nýja búgrein hins geðþekka undanrennu- fræðings sjónvarpsins, sem sýndi nokkra atorkumenn vera að ala upp laxa fyrir dauðann í Atlantshafinu eða hvort fiskifræðingurinn hafi ama af því atriði þáttarins, sem sýndi meðhöndlun á einskonar úrættaðri lækjarlontu í Þing- vallavatni. Önnur ný atriði um fiskirækt munu varla hafa orðið lærdómsmannin- um til ónæðis. Halldór E. Sigurðsson ræddi að visu á hverju búnaðarþingi um hana og Steingrímur líklega tvívegis. Siðan hefir siiungsrækt verið útdauð hugsun. Meira að segja gaf Tíminn út blaðauka um landbúnað 7/5 s.l. Ekki orð um fiskirækt nema ágæt grein nafngreinds hússmiðs suður við sjó um laxaeldi. S.l. vetur rauf ég þó þessa þögn með smágrein, sem ég nefndi Búvötn. Ef sú grein hefir espað sérfræðinginn, og honum fundist óþarfi að menn færu að hnýsast í þetta element tilverunnar, og ef sú tilgáta er rétt að í árdaga hafi verið uppi hlaupagikkir, sem höfðu ótrú að spekja villidýr, þá sýnist mér kyrrstaðan í lundafari svoddan pilta hafi ekki látið sig án vitnisburðar í mannkyninu allt fram á okkar daga. Það er líkast og horfa í spéspegil að heyra þennan sleggjudóm eftir að hafa hlustað á ferðasögu nokkurra stúdenta, sem heimsóttu skólabróður upp i sveit vestur í Texas. Húsbændumir létu ekki slátra holdanautskálfi, ekki kjúklingum né gris heldur létu soninn fara með gestina að einu af þrem búvötnum heimilisins og veiða í matinn. Óþarft er að efast um gildi þessarar sögu, þó vil ég styrkja hana með því að vitna í rit, sem' kom út á vegum búnaðarráðuneytisins í Texas. Ritið heitir Bættu búvötn þin (Improve Your Farm Fish Pond). Þar segir að í ríkinu sé yfir 1/2 milljón búvötn, sem auk þess að vera veiðistaðir auki mjög fegurð umhverfisins og séu eftirlæti þeirra, sem iðka sund og róðra. Svo vil ég bæta við persónulegri sögu. Ég kom í matsal í þýskri stórborg. Á matseðlinum var silungur. Þjóninn bauð mér að velja fiskinn sjálfur og tók mig þangað, sem spegilfagrir silungar svöml- uðu í keri. Hann sagði að margir bændur kæmu oft með svona fisk til innleggs. Vötnin verða kvik af lifandi fiski Ég ætla ekki að fara að endurtaka neitt úr áminnstri grein, en vek eftirtekt á því, sem þar sagði um silungseldi i vötnum, tjörnum og uppistöðulónum. Ég vænti að greinin hefi orðið enn rökfastari ef ég hefði þá verið búinn að lesa kynningarrit háskólans í Michigan (Methods For The Improvement Of Michigan Trout Streams). Þá hafði ég heldur ekki lesið bók, sem kom út í Japan 1980 og heitir Seafarm, en það hefi ég gert núna. Þetta er stórkostleg bók, prýdd hátt á annað hundrað ljómandi myndum m.a. frá íslandi. Höfundur velur bókinni tileinkun úr 1. bók Móse, sem mig minnir að síra Haraldur þýddi sem svo: Vötnin verði kvik af lifandi skepnum. Ef einhver giskar á að þetta sé trúarrit þá er það ekki svo. Ég tel að tilvitnuninni sé ætlað að vekja athygli á hinum mannlega þætti í lifriki vatna. En þó einkunnarorðin væru valin í trúarhita má minnast þess að hinir hundheiðnu Kinverjar hafa áþekkt kjörorð. Þeir segja: Þar sem er vatn þar á að vera fiskur. Þrátt fyrir mitt græna lífsviðhorf, sem ungmennafélögin skópu mér, ýfist ég ekki þó mér finnist heimspeki Kínverja að þessu leyti öndverð mér. Þeir segja einnig: Jarðvegurinn hefir aðeins einn lífsflöt - yfirborðið, sem gefur einn afrakstur í senn, en vatnið hefir þrjár „víddir“. Sumir fiskar sækja í yfirborðið, aðrir kjósa botninn og enn aðrir una sér mitt á milli og öllum bjóðast tilsvarandi gnóttir. Ef til vill hefir þetta gert þá að mestu fiskræktarþjóð heimsins. í þessu máli má segja að ég sé kominn i flasið á þeim áhugamönnum, sem stæla um viðkvæmt verkefni norður á heiðum. Ákvarðanir hljóta að varða mest byggðafólkið þar um slóðir, þó þetta sé líka hagsmunaatriði þjóðarinnar allrar, bæði sem peningamál og umhverfistil- högun. Þrátt fyrir órjúfanlegar artir minar til gróandi grunda getur mér ekki dulist sá breytandi heimur, sem kominn er, kemur nú og koma mun að tilstilli þeirrar framvindu, sem þjóðin verður að sætta sig við. Henni er þvi mikill vandi á höndum að velja og vemda. Okkar náttúmvemdarmenn hafa sýnt með starfi sinu að landvemd er meira en að safna hundaþúfum. Ég held því að í umsjá þeirra sé vel gætt hins tilfinningalega þáttar. Hitt er óráðnara hvemig nývirki orka á umhverfið. Auðvitað tekur okkur sárt að gróið land hyljist vatni. Samt tel ég víst, þegar tímar hafa liðið fram, vilji þálifandi menn ekki sjá á bak því sama vatni fremur en við vildum nú missa Mývatn eða Þingvallavatn. Við höfum lotið þvi að skaparinn sæi um hið fagurfræðilega i tilverunnLÞegar við svo hlaupum i að umtuma viðskilnaði hans er okkur skylt að gera það sómasamlega. Og í þessu falli er vel fyrir öllu séð. Yfirvöld hafa lofað ræktun. Þau hafa á að skipa frábæmm mennta - og hæfileikamönnum innan búnaðarsamtakanna. Svo er mikilsvert að Hólaskóli er á næstu grösum með fiskirækt sem lærdómsgrein. Ef þessi merki skóli tekur önnur nýmæli í verkefni sin gæti svo farið, að þeir sem gengið hafa heiðar og öræfi landsins sæju hugboð sín rætast um að vanburðugur en ódrepandi öræfagróð- urinn eignist betri tíð. Friðrik Þorvaldsson. Nokkuð þótti skyggja á að ekki vom leyfðir eldar á Jónsmessu, en það hyggjast menn bæta sér upp á Ólafsvöku í ágúst. Þá verði vonandi ekki eins mikil eldhætta vegna þurrka. Sprenging Núna, tveim dögum eftir sprenging- una á Sentrum jámbrautarstöðinni i Osló, er lögreglan búin að ljúka tæknilegri rannsókn málsins, en hefir ekki hugmynd um hverjir vom þama að verki. Þetta er 6. sprengingin í Osló í ár, en sú fyrsta er verður fólki að bana. Fólk spyr: Hvað springur næst? Heimsókn kjá páfa Lars Roar Langsleth, menningarmála- ráðherra hefir verið í heimsókn hjá páfa að undanförnu ásamt aðstoðarmanni sínum. Sá eignaðist dóttur meðan á heimsókninni stóð og hlaut páfalegar hamingjuóskir. Dóttirin var svo skýrð í Skt. Olavs dómkirkjunni eftir hámessu í dag. Bækur Ekki verður það af Norðmönnum skafið, að þeir koma næstir á eftir okkur í bókaútgáfu. Þar ber mikið á Gyldendal Norsk Forlag. Það hefir nýlega hleypt af stokkunum nýrri samstæðu bóka „Vita serien" eins og hún nefnist. Fyrstu þrjár bækumar em: Tyggerpiken eftir Alice Muntoe í þýðingu Berit Hoff. Dommens dag eftir Salvatore Satta, þýdd af Tor Fotland. Det hvite Hotellet eftir D. M. Thomas, þýdd af Trygve Vegge. Allt úrvals skáldverk. Þá hefir komið út ný bók í samstæðunni Bygd og by i Norge. Fjallar hún um Vest Oppland og Valdres. Gefurhún fyrri bókum þessarar Osló: Hvar springur nxst? samstæðu í engu eftir, en þessi samstæða er vafalítið það besta, sem finnst nú á markaðnum varðandi lýsingu lands,sögu og landshátta hér á landi. Þá má geta hér nokkurra fleiri bóka frá Gyldendal. Maifesten eftir Frank Stubb Micaelsen. Öðmvisi saga úr htlu iðnaðarsamfélagi í Noregi. Er þetta biblíuskáldsaga og ekki sú fyrsta frá hans hendi. Carolus Klovnen eftir Jon Hellesen, er fyrsta skáldsaga heimspeki- kennara við háskólann í Tromsö og hefir tekist með ágætum. Já, trúðar geta líka orðið heimspekingar. Speranza eftir Sven Delblanc er saga skips. Nútímafrá- sögn, djörf, beisk. Þarf fleiri orð? Bókin er þýdd af Ole Jacob Bull. Julis Folk eftir Nadine Gordimer segir okkur frá hvernig þrælar geta orðið herrafólk, án þess nokkur átti sig á því, vel að merkja í styrjöld í Suður - Afríku. Dýralæknir- inn fer til sjós eftir Herriot, þarf víst varla að kynna islenskum lesendum, a.m.k. ekki höfundinn. Veður Undanfarið hefir verið heldur kalt og rakt veður hér með nokkmm góðum dögum. Búist er við að júli verði nokkuð vætusamur og er svo langt gengið að rætt er i alvöm að fá með samningum breytt hinu almenna sumarfrii, þar sem í júlí sé allra veðra von. Háskólinn Ýmsir halda að allt leggist i dá í skólum, meðan hið opinbera sumarfrí stendur yfir. Svo er þó ekki. Sumarskóli og starf nemenda er í fullum gangi og mikið að gera. Skrifast kennarar á um að fara i sumarfrí viku og viku í senn. Þá er mikil rannsóknastarfsemi i gangi. Henni hefir að miklu leyti frá ríkisins hendi verið stjómað af Guðmundi Hemes, en nú er hægri stjóm og hann hefir sagt upp og fer að stjóma rannsóknum á vegum verkalýðshreyf- ingarinnar. Vonandi heldur hann samt áfram að skrifa hinar ágætu bækur sínar um lög þau er gilda i almennum samskiftum, en af þeim em nú komnar tvær bækur á vegum Universitetsforlag- et. Sú siðari: Hvorfor mer gár galt, fræðir okkur m.a. á þvi, að spyrja ekki ef við viljum ekki fá svar. Osló 4. júlí, 1982. Sigurður H. Þorsteinsson. _______________7 ordaleppar Nýir máls- hættir ■ Léttvæg þykir sumum blek- iðjumönnum vizka gamalla orðs- kviöa. Og ekki vantar viljann til að bæta úr: „Ósár rass er meira virði en fætur án harðsperra,“ varð einum að orði. (Þjóðv. 26. júlí, ’80). Mér þykir óliklegt, að hægt sé að ganga að þvi eins og hverju öðru verki að búa til málshætti og orðtök í stað þeirra gömlu. Sizt, að hægt sé að fela það verk ákveðnum, fastráðnum manni að fylla dálk ákveðna daga með heimagerðum spakmælum. Nú er þó visir að þessari starfsemi sjáanlegur með berum augum. Gátur og skrýtlur, einkum þó skrýtlur, kreQast orðheppni, annars eru þær eins og vindhögg. Dæmi um nútimaskrýtlu: - Brjálað naut réðist á konuna þina. - Blessað dýrið. Er það enn á lífi? (Hlynur) Við tölum um ill naut, mannill eða mannýg. Ekki brjáluð. Nautgripir og sauðfé kaUast skepnur. Ekki dýr. Andinn i skrýtlunni er rudda- legur, laus við kimni. Margjórtr- uð skrýtlan um kvenskassið, sem prúðmennið er fegið að íosna við, hefúr oft verið matreidd með skárri árangri. Höfúndur „Dropa“ í Tíman- um (6. okt. ’81) vekur athygli lesenda á „fyndni“, sem virðist hafa glatt hjarta hans óumræði- lega. Hann segir, að Sjónvarps- menn hafi látið leika i fréttatíma lagið, sem fylgdi dillirassaauglýs- ingunni frægu, en að þessu sinni í fylgd með mynd af „vöðvatröll- um“. Blaðamaður andvarpar að lokum: ,,....er gott til þess að vita, að innan þessarar vaðmáls- þungu stofnunar eru menn með kimnigáfu...“. Sér er nú hver lrimnigáfan! En ef ekki þarf meira tíl að gleðja blaðamenn, er þeirra gaman víst ekki of mUdð. Það er ég þó viss um, að Sjónvarpsmenn hefur ekki órað fyrir því, að þeir fengju þakkarávarp i blöðunum fyrir eldd beysnari hugmynd. En það er rétt athugað hjá blaðamanninum, að kímni er ekki þeirra sterka hUð hjá Sjónvarpinu. Annars hefðu þeir haft einhver ráð með að búa tU svoUtið kátlega myndsögu um skuldseigan sjónvarpseiganda, i stað hinna fótfimu meyja. Oddný Guðmundsdóttir skrifar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.