Tíminn - 10.07.1982, Blaðsíða 1

Tíminn - 10.07.1982, Blaðsíða 1
Viðtöl vid íslendinga í Noregi - bls. 8-9 TRAUST OG FJÖLBREYTT FRÉTTABLAÐ! Laugardagur 10. júlí 1982, 154. tbl. 66. árg. Kvikmynda- hornid: > Warren Oates látinn — bls. 15 Barna- efni — bls. 14 y*i Stones tvítugir — bls. 2 Vatnið — bls. 6-7 ;____ Skólatannlæknar hjá borginni gera þad gott: EINN FÉKK 76 ÞÚSUND FYRIR 13 DAGA VINNU — Fjármálastjóri borgarinnar vill ¦ Samkvæmt yfirliti um greiðslur lil skólatannlækna sem starfa hjá Reykjavikurborg fyrir maimánuð sl. kemur fram að einn tannlæknirinn hefur fengið rúmar 76 þúsund krónur í greiðslu fyrir þrettán vinnudaga. Er þessi upphæð i samrxmi við aðrar greiðslur til hans á siðustu mánuðum. Daglaun þessa daglæknis er þvi nálægt sex þúsund krónum, vel að merkja i maimánuði. Þessar upplýsingar koma fram í bréfi sem Björn Friðfinnsson, fjár- málastjóri Reykjavíkurborgar, hefur sent borgarráði. Segir i því að ekkert bendi til annars, en að greiðslurnar séu í samræmi við vinnuframlag fyrrnefnds tannlæknis og umsamda þóknun samkvæmt samningi borgarsjóðs við Tannlækna- segja samnmgum félag íslands. „Þetta tilvik undirstrikar nauð- synina á því að taka samningana við tannlækna til gagngerðrar endurskoð- unar. Ég legg til við borgarráð að samningnum verði sagt upp með fjögurra mánaða fyrirvara miðað við næstu mánaðamót. Er þá einkum haft í huga, að breytt verði ákvæðum 4 gr. samningsins, sem segir, að fyrir vid þá upp skólatannlækningar skulu greitt eftir „launahluta gjaldskrár Tannlækna- félags Islands, sbr. 4 gr. samnings milli Tannlæknafélags íslands og Trygg- ingastofnunar ríkisins." Að mínu mati er ófært að binda borgarsjóð til þess að greiða athugasemdalaust eftir slikum samningi, sem hann á ekki aðild að", segir Björn Friðfinnsson. -Kás. >. í-ftk: «—r <^r':^ 1 >rwf ¦ ^•¦M ¦ Hlutverk stóru systur er stundum ekki alveg létt. Oft er það hún sem verður að taka að sér heimilisstörfin, ef eitthvað ber upp á og þegar eitthvað fer úrskeiðis hjá þeim minni er ætlast til að hún sé huggarinn, i alltaf er til taks. (Tímamynd EUa). Strokufanginn af Litla- Hrauni enn öfundinn: VILDIFREST ÁAFPLÁNUN ¦ Fanginn frá Litla-Hrauni, sem strauk af Borgarsjúkrahúsinu í fyrra- dag, hefur enn ekki fuhdist þrátt fyrir leit lögreglunnar i Reykjavik. Fanginn sem er þritugur síbrota- maður á eftir að afplána tæpt ár af fangelsisdómi sinum. Hafði hann nýlega sótt um frestun á úttekt dómsins en fékk ekki. Að sögn Þorsteins Jónssonar, deild- arstjóra i dómsmálaráðuneytinu eru viðurlög við stroki fanga innanhúsmál fangelsanna. Oftast eru þeir settír i einangrun í einhvern tíma eftir að þeir koma í leitirnar. Þess má geta að þetta er í þriðja skiptið á um hálfu ári sem fangi frá Litla-Hrauni strýkur af sjúkrahúsi í Reykjavik. - Sjó. Landsmót hestamanna: VISAÐ FRA KEPPNI VEGNA DRYKKJULÁTA! Frá Sigurjóni Valdimarssyni blaða- manni Timans á Vindheimamelum: ¦ Tveimur af reyndustu og sigur- sælustu hestamönnum á Evrópumót- um var visað frá úrslitakeppninni á svokölluðu tilraunamóti Evrópu- keppni hér á landsmótinu í fyrrakvöld vegna ölvunar. I þessari keppni eru fulltrúar frá 10 þjóðum, tveir frá hverri. Þegar unglingakeppnin stóð sem hæst hófu Þjóðverjinn Walter Feldman og Reynr ir Aðalsteinsson ólæti og var þeim báðum vísað frá keppni af þeim sökum. Nýmæli er i löggæslu hér á mótinu. Tveir lögreglumenn ríða um svæðið á hestum en það eru þeir Sigurður Hansen og Kristján Óli Jónsson. Björn Jónsson sem stjórnar löggæsl- unni hér sagði að vel væri við hæfi að taka þetta forna samgöngutæki lands- manna í þjónustu lögreglunnar á þessu móti. Hann sagði ennfremur að litið hefði borið á ölvun á mótinu ennþá en farið væri að bera á þvi að fólk væri ekki nægilega vel útbúið til að mæta hryssingslegu tíðarfari. -FRI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.