Tíminn - 14.07.1982, Blaðsíða 1

Tíminn - 14.07.1982, Blaðsíða 1
Alltaf er það upplífgandi og hressandi að sjá tilveruna frá öðru sjónarhorni en venjulega. í augum hans þess á myndinni vaxa trén niður i jörðina, en alls ekki upp úr henni. (Tímamynd ELLA) BORGARRAD SAMÞYKKIR AÐ SELIA IKARUSVAGNA Anker bls. 7 ■ Borgarráð ákvað í gær að selja Ikarusvagnana marg- frægu, sem SVR fékk til reynslu og tók í notkun fyrir nokkrum mánuðum. Davíð Oddsson borgarstjóri, sagði i viðtali við Tímann að vagnarnir hefðu reynst illa, væru 15 árum á eftir tímanum og hefðu lítið veríð notaðir. Hann sagði einnig að litil von væri til að fá sæmilegt verð fyrír þá, helst værí von um að Strætisvagnar Kópavogs vildu kaupa, enda hefðu þeir „af einhverjum ástæðum talað vel um vagn- ana.“ „Allir hjá SVR hafa lagt sig fram um að útjaska og eyðileggja vagnana, spurningin er hvort þeim hefur tekist það,“ sagði Karl Árnason forstöðu- maður SVK, þegar hann var spurður hvort hann hefði áhuga, en taldi víst að vagnamir verði skoðaðir með kaup i huga. Kvennaframboðið var á móti þvi að selja vagnana í borgarráði, vegna þess, að sögn Guðrúnar Jónsdóttur, „okkur finnst það hafa verið dálítið hysterisk viðbrögð við þessum vögnum.“ Hún taldi þetta mál vera komið upp til að hylja yfir mál sem raunvemlega skipta máli. „Mér finnst þetta fljótfærnisleg ákvörðun og tekin að lítt yfirveguðu ráði,“ sagði Kristján Benediktsson meðal annars um málið. Nánar er sagt frá þessu á blaðsiðu 3. SV bls. 2 * m iið með ferð á stuði! heimilis- tímirm: Á með- göngu- tfmanum — bls. 10 Síðumúla 15-Pósthólf370 Reykjavík-Ritstjórn86300 - Auglýsingar 18300 - Afgreiðsla og áskrift 86300 - Kvöldsímar 86387 og 86392 Miðvikudagur 14. júli 1982 157. tbl. - 66. árgangur. íslendingaþættir fylgja blaðinu í dag TRAUST OG FJÖLBREYTT FRÉTT ABLAÐ! Grunsamlegur lambadauði f girðingu f Krfsuvfkurlandi: DÝRBÍTUR ER LAUS OG HEFUR DREPIÐ 7 LOMB Rúmlega tuttugu lamba er enn saknað ■ Grunsamlegur lambadauði hefur verið í girðingu í Krísu- víkurlandi í vor. Þar slepptu nokkrir frístundabændur úr Hafnarfirði um 290 ám með lömbum i vor. Þegar verið var að smala til rúnings fyrír skömmu kom i Ijós að i fjárhópinn vantaði að minnsta >. ■ ... --.-■: f kosti þrjátíu Iömb. Fljótlega fundust sjö þeirra dauð, sum greinOega bitin af dýrbít. Auk þess er nokkurra áa saknað. Grunur leikur á að tveir hundar úr Krísuvík hafi veríð þarna að verki. „Þetta er töluverð förgun úr ekki stærri fjárhóp," sagði Sigurður Arnórs- son, frístundabóndi úr Hafnarfirði í samtali við Tímann í gær. „Við höfum í mörg ár sleppt fénu í girðinguna og það hefur aldrei neitt þessu líkt átt sér stað.“ Sigurður sagðist helst hallast að því að þarna hefðu hundar verið að verki. „Pað er nærtækast að ætla að þeir komi úr Krísuvík. Okkur er kunnugt um að maður sem vann þar á búinu i vor hafði með sér tvo minkahunda. Nú er hann farinn með hundana með sér, svo að lHl ef grunurinn reynist réttur, þá ættum við að vera lausir við þennan ófögnuð," sagði Sigurður. Nokkur dauð lömb og ær, hafa nú verið send rannsóknarstofnun land- búnaðarins á Keldum og vonast er til að þar fáist úr því skorið svo ekki verði um villst hvað olli dauða dýranna. Annars er málið i höndum rann- sóknarlögreglunnar í Hafnarfirði. - Sjó.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.