Tíminn - 14.07.1982, Blaðsíða 19

Tíminn - 14.07.1982, Blaðsíða 19
MIÐVIKUDAGUR 14. JULI 1982. 23 og leikhús - Kvikmyndir og leikhús kvikmyndahornið Richard O’Brien í hlutverki sinu Lítið stud - Leið meðferð Nýja bió Stuð meðferð/Shock Treatment Leikstjóri Jim Sharman Aðalhlutverk Jessica Harper, Cliff DeYoung, Richard O’Brien. Tónlist, Ijóð og handrit Richard OBrien ■ Richard O’Brien er heilinn á bakvið geysivinsælan söngleik sem gengið hefur árum saman í London „Rocky horror picture show“ en þessi söngleikur var festur á filmu fyrir nokkrum árum og þótti þá af flestum að hálf illa hefði tekist til. „Shock Trcatment" er sagt vera framhaldið af þessum söngleik, og vissulega skartar sú mynd tveimur af aðalpersónum fyrri söngleiksins þeim Brad og Janet auk þess sem O’Brien fer með eitt hlutverkanna en þar með er upptalið það sem þessar tvær myndir eiga sameiginlegt og ef kvikmyndin „Rocky horror...“ var talin hálf misheppnuð verður þessi mynd að teljast hörmuleg. O’Brien er nokkuð lúnkinn laga- smiður og lögin í myndinni „Stuð- meðferð“ eru hress rokklög sem gaman er að hlýða á, umgjörðin um þau er hinsvegar hvorki fugl né fiskur, torskilin og illa útsett. „Stuð meðferð" gerist á einhvers konar samblandi af sjónvarpsstöð og geðveikrahæli. Hraðréttakonung- urinn Farley (DeYoung) hefur keypt þátt í stöðinni og er ætlun hans að gera Janet (Harper) að stórstirni en fyrst verður að losna við mann hennar Brad (DeYoung) og þvi er honum kúlpað inn á geðveikrahælið. Áætlanir hraðréttakóngsins takast þó ekki sem skyldi, Janet fer að lita of stórt á sig, Brad kemst úr „stuðinu", tveir umsjónarmenn ann- ars þáttar sem lagður hefur verið af eru að krukka i málunum hraðrétta- kónginum til óþurftar og hljómsveit þáttar hans Óskar Drill og Borarnir standa meðjanet. Raunareru Óskar . og félagar þeir einu i myndinni sem eru í „stuði“. Shock treatment er mjög lik annaFÍ rokkóperu sem hér hefur verið sýnd það er mynd Brian DePalma „Phantom of the Parad- ise“, hefur til að bera saman „Faust“ þemað og skartar leikkonu sem leikur í báðum þessum myndum Jessicu Harper. Af þessum tveimur er „Phantom...,, þó nokkrum gæðaflokkum ofar en þessi sem hér er gagnrýnd. Pað hefði verið mun sniðugra fyrir O’Brien að þrykkja tónlist sinni á breiðskífu og láta kvikmyndum á efninu vera þvi hún bætir lögin ekkert nema siður sé. - FRI Friðrik Hl Indriða- son skrifar o Stuð meðferð ★★ Sólin ein var vitni ★★ Sverðið og Seiðskrattinn O Auga fyrir auga II ★★Amerískur varúlfur í London ★ ÁrásarsveitZ ★ Jarðbúinn ★★★ Lola ★★★ Framísviðsljósið i imans * * * * frábær • * + * mjðg góð ■ * * gðð ■ * sæmileg ■ O léleg

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.