Tíminn - 14.07.1982, Blaðsíða 5

Tíminn - 14.07.1982, Blaðsíða 5
— og efnir með því samkomulag sem gert Þiórsársvæðinu í fyrrasumar ■ Nk. föstudag verður haldinn fundur í veiðifélagi Þjórsár og mun á fundinum verða rsett hvort rétt sé að taka boði Landsvirkjunar um að reisa laxastiga við Hestfoss í austanverðri Þjórsá. Þessi framkvxmd er liður i bótum Landsvirkj- unar til landeigenda við Þjórsá og Tungnaá, en i fyrra varð samkomulag um að Ása-, Djúpár-, Holta- og Landmannahreppar fengju bxtur fyrir skerðingu hagsmuna á afréttum þeirra, aðallega Holta- og Landmannaafréttum, vegna virkjunarframkvæmda. Auk 3.6 milljóna króna, sem hreppamir fengu greiddar við undirritun samkomulagsins, hét Landsvirkjun að stuðla að laxgengd um Þjórsá með gerð laxastiga eða sprengingum, yrði þess óskað og yrðu leiðir valdar eftir áliti sérfræðinga. Þá kvaðst Landsvirkjun reiðubúin að reisa aðstöðu fyrir lax og silungsklak og siðar eldistöð. ölvir Karlsson, oddviti í Þjórsártúni sagði í viðtali við Timann i gær að Landsvirkjun hefði skuldbundið sig til þess að gera athuganir á fossunum Búða og Hestfossi með gerða laxastiga i huga. Hefði verið athugað hvar lax leitaði uppgöngu í fossunum og hefði athugun ekki borið árangur i Búða, en aftur á móti hefði leið laxins fundist i Hestfossi. Sýndist bændum á fundinum á föstudag var vid veidibændur á rétt að ráðast í byggingu stiga i Hestfossi er liklegt að hann verði byggður i sumar, en líklega þarf þá að auka vatnsrennsli í fossinum frá því sem nú er. Eftir sem áður er Landsvirkjun reiðubúin að setja upp stiga í Búða einnig. Þess má geta að uppsveitarmenn hafa mikinn áhuga á að stigi verði byggður i Urriðafossi og eru bundnar vonir við að fé fáist úr Framleiðnisjóði til þess verks, en það er Landsvirkjun óviðkomandi. ölvir Karlsson sagði að í samræmi við samkomulagið væri nú búið að setja upp lítið klakhús í tilraunaskyni i Fellsmúla, en þar hefur veiðifélagið fengið 5 hektara spildu vegna fyrirhugaðrar fiskeldistöðvar. Er nú verið að undirbúa borun eftir heitu vatni á spildunni og gangi undirbúningur vel, mun Lands- virkjun hefja byggingu laxeldisstöðvar þarna þegar i haust. - AM ■ Þessar ungu stúlkur héldu hlutaveltu nýlega á ísafirði, til styrktar nýja sjúkrahúsinu á staðnum. Var afrakstur hlutaveltunnar afhentur sjúkrahússtjóminni. Stúlkumar heita: Rósamunda Baldursdóttir, 8 ára, Sigurlaug Bjamadóttir, 8 ára, og Ragnhildur Baldursdóttir, 10 ára. Tímamynd: Guðmundur Sveinsson Isafirði veiöhornid Miklar göngur í Elliðaánum — yfir 1600 laxar komnir í gegnum teljarann ■ Miklar laxagöngur hafa verið i Elliðaánum að undanfömu og sam- kvæmt upplýsingum sem Veiðihom- ið aflaði sér hjá Friðriki Stefánssyni SVFR þá em 1625 laxar nú komnir í gegnum teljarann en síðustu þrjá sólarhringa hafa á milli 230 og 300 laxar farið þar um daglega. Heildarveiðin í ánum er nú orðin 280 laxar og hefur megnið af þeim veiðst undanfama daga því aðeins vom komnir 88 laxar úr ánni þann 3. júlí sl. Sem dæmi um veiðina má nefna að í fyrradag komu 26 laxar á land úr ánni og daginn þar áður 36 laxar. Veitt er á 6 stangir i ánni. 286 laxar úr Aðaldal Nú hafa veiðst 286 laxar í Laxá i Aðaldal og hefur veiðin verið í meðallagi undanfama daga. Stærsta laxinn 21 pund sem komið hefur úr ánni fékk Stefán Guðjonsen. Mest veiðist af laxinum fyrir neðan Æðafossana og á neðri svæðunum i ánni en að sögn Helgu Halldórsdótt- ur í veiðihúsinu að Laxamýri þá hafa menn einnig fengið væna laxa á efsta svæðinu i ánni, þetta 16-17 punda fiska. 23 punda lax úr Hofsá Veiðin í Hofsá í Vopnafirði er nýlega hafin og þar fékk Auðunn Benediktsson frá Húsavik 23 punda lax. Aðeins hafa veiðst 6 laxar hingað til í ánni enda menn ekki mikið við veiðar þar svona fyrsta kastið en þessi lax er allur vænn, enginn undir 10 pundum. Ekki er reiknað með að Karl Bretaprins komi í ána i ár enda fær hann sig víst ekki lausan úr „bleyjuskiptingum11 á næstu mánuð- um. - FRI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.