Tíminn - 14.07.1982, Blaðsíða 8

Tíminn - 14.07.1982, Blaðsíða 8
8 MTOVUCUDAGUR 14. JÚLÍ 1982. Útgefandl: Framsóknarflokkurinn. Framkvœmdastjóri: Glsll SlgurSsson. Auglýsingastjóri: Stelngrimur Gislason. Skrifstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdóttlr. AfgrelSslustjóri: SigurSur Brynjólfsson Rltstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Ellas Snæland Jónsson. Rltstjórnarfulltrúl: Oddur V. Ólafsson. Fréttastjórl: Krlstlnn Hallgrimsson. UmsjónarmaSur Helgar- Tlmans: lllugi Jökulsson. BlaBamenn: Agnes Bragadóttir, Atli Magnússon, Bjarghlldur Stefánsdóttir, FrlSrlk IndrlSason, HeiBur Helgadóttir.lngólfur Hannes- son (Iþróttlr), Jónas GuBmundsson, Kristin Leifsdóttir, Slgurjón Valdimarsson, Skaftl Jónsson, Svala Jónsdóttlr. Útlltstelknun: Gunnar Traustl GuSbjörnsson. Ljósmyndir: GuSjón Einarsson, GuSjón Róbert Agústsson, Elln Ellertsdóttlr. Arl Jóhannesson. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttlr. Prófarkir: Flosl Kristjánsson, Kristin Þorbjarnardóttir, Maria Anna Þorsteinsdóttir. Rltstjórn, skrifstofur og auglýsingar: SiBumúla 15, Reykjavlk. Slml: 86300. Auglýsingaslmi: 18300. Kvöldsimar: 86387 og 86392. VerS I lausasöiu 8.00, en 10.00 um helgar. Áskrift á mánu&l: kr. 120.00. Setning: Tæknldelld Timans. Prentun: Blaöaprent hf. Verða togaramir látnir stöðvast? ■ Pað er bersýnilegt, að togaraflotinn mun stöðvast innan fárra daga að mestu eða öllu leyti, ef ekki koma til opinberar aðgerðir til að draga úr rekstrarvanda hans. Slíkur hefur rekstrarhallinn orðið það, sem af er þessu ári. Samkvæmt bráðabirgðaskýrslu, sem fyrir liggur um afkomu togaranna fyrstu fimm mánuði ársins, hefur hallinn orðið um 126 milljónir krónur. Meginorsök hans er aflabresturinn, þótt fleira komi til. Þótt þessi halli sé vissulega mikill, er auðvelt að finna dekkri dæmi hjá öðrum atvinnugreinum um þessar mundir. T.d. hefur nýlega verið skýrt frá því, að tapið hjá álbræðslunni í Straumsvík hafi orðið 208 milljónir króna á síðastliðnu ári, og ekki þykja teljandi horfur á að afkoman verði betri á þessu ári. Fyrir forgöngu iðnaðarráðherra hefur verið tekið stórt ríkislán vegna halla hjá járnblendiverksmiðjunni til þess að koma í veg fyrir stöðvun hennar. Hálfíslenzkt fyrirtæki, Cargolux, sem þótti mjög álitlegt fyrir skömmu, býr nú við stórfelldan rekstrarhalla og verður að segja upp starfsmönnum í stórum stíl. Það þýðir ekki annað en að horfast í augu við þá staðreynd, að togaraflotinn er að stöðvast vegna rekstrarerfiðleikanna. Útgerðarfyrirtækin hafa ekki leng- ur bolmagn til að halda rekstrinum áfram. Hvorki fiskvinnslustöðvarnar eða sjómenn geta tekið á sig þá bagga, sem tryggt gætu áframhaldandi rekstur togaraflotans. Hér verður því opinber fyrirgreiðsla að koma til, ef stöðvuninni á að vera afstýrt. Þegar hefur einn Akranestogari verið bundinn við bryggju sökum rekstrarerfiðleikanna. Talið er að stöðvun hans hafi meiri eða minni áhrif á afkomu um 200 manns. Þetta er ljóst dæmi þess hvaða áhrif það hefði, ef allur togaraflotinn stöðvaðist. Pað myndi næstum strax hafa meiri eða minni áhrif á afkomu mörg þúsund manna. Síðar myndi samdrátturinn, sem af þessu leiddi, ná til fjölmargra annarra. Á fáum vikum myndi skapast almennt atvinnuleysi í landinu. En þetta yrðu ekki einu afleiðingarnar. Fljótlega yrði þjóðarbúið að draga saman seglin og takmarka innflutninginn, þegar útflutningstekjurnar af togaraút- gerðinni hyrfu úr sögunni. Nokkuð er líka víst, að þá myndi draga úr tekjum ríkisins og stórfelldur halli verða á ríkisrekstrinum. Vitanlega getur það kostað nokkuð fyrir þjóðarbúið að tryggja rekstur togaraútgerðarinnar. Það yrði samt margfalt dýrara að láta hana stöðvast. Steingrimur Hermannsson sjávarútvegsráðherra hefur lagt fram tillögur um ráðstafanir til að afstýra stöðvun togaranna. Vafalaust hafa ýmsir sitthvað við þær að athuga. En þá er það þeirra að benda á aðrar leiðir, ef þeir þykjast sjá þær. Hitt væri algert ábyrgðarleysi að halda alveg að sér höndum og ætla að afgreiða þetta vandamál með nöldrinu einu saman. Þ.Þ. á vettvangi dágsins Hólastaður efldur sem menntasetur Ávarp landbúnaðarráðherra á ÍOO ára afmælishátíð Bændaskólans ■ Á 100 ára afmæli Bændaskólans á Hólum lítum við með virðingu og þökk til fortíðar, gleðjumst yfir sigrum líðandi stundar og horfum með bjartsýni til framtíðar. Fyrir einni öld, árið 1882 var við mikla erfiðleika að etja í islenskum land- búnaði. Árið var eitt hið harðasta á öldinni, það var „árið sem ekkert sumar kom á Norðurlandi". Allur áratugur- inn varð samfellt harðindaskeið, og oft jaðraði við bjargarskort og landflótti til Vesturheims var í algleymingi. Við þessar aðstæður var Bændaskólinn á Hólum stofnaður. Þröngir kostir þessara ára hafa ekki megnað að brjóta niður framfarasókn og menntaþrá. Þvert á móti virðast þeir hafa brýnt vilja forystumanna til að stofna menntasetur og ný samtök um hagsmunamál sín. Þrautsegja og forsjá þeirra, sem hér hófu skólastarf er aðdáunarverð. Þeim tókst þratt fyrir krappar aðstæður að festa skólann í sessi og þoka honum til þroska og virðingar. Það varð Norðlendingum gleðiefni, að stofnun bændaskólans tókst hér heima á Hólum. Auðvitað réði engin tilviljun þvi staðarvali. Hér hefur stórbrotin saga gerst. Hér má greina nið aldanna - skóhljóð kynslóðanna. Með stofnun biskups- stólsins 1106 reis hér höfuðból norð- lenskra byggða í menningarlegum og trúarlegum efnum, er stóð óslitið um sjö alda skeið. Hingað sóttu menn menntun og þroska. Hér var forsjá að finna. Héðan stöfuðu áhrif menningar, kristni og kirkju. Yfir staðnum hvildi og hvílir Ijómi frá liðnum öldum, söguleg helgi. Þegar á dögum fyrsta biskupsins, Jóns Ögmundssonar helga, þess glæsilega forystumanns, myndaðist orðtakið „heim að Hólum“. Það segir langa sögu, að sú málvenja er enn tiðkuð i norðlenskum byggðum. Hin sögulegu rök munu hafa gert það sjálfsagt, að bændaskólanum var valinn hér staður. Það var vel ráðið, þótt líklegt sé að án þeirra áhrifa hefðu fleiri staðir komið til greina. Reisn og virðingu Hólastaðar hefur borið mismunandi hátt á ýmsum timum, einnig í tíð biskupsstólsins. Þegar bændaskólinn var stofnaður, voru liðnir átta áratugir frá þvi að biskupsstóll og skóli voru lagðir niður. Það er talið eina samfellda tímabilið sem ekkert skólastarf hefur farið fram á Hólum allt frá því laust eftir byrjun 12. aldar. Með bændaskólanum reis þetta menntasetur að nýju til aukins vegs. Ógerlegt er að meta af nákvæmni áhrif bændaskólans á framfarir i Iandbúnaði og menntum bændastéttarinnar. Víst er þó, að þau eru mikil og gagnger. Aukin þekking - menntun - hefur i sívaxandi mæli orðið aflvaki framfara - þeirrar byltingarkenndu þróunar, sem gengið hefur yfir landbúnaðinn á einni öld. Víst er, að sú vegferð hefði órðið torsóttari og áfallasamari, ef bændaskólanna hefði eigi notið við. Skólinn hefur átt merka forystumenn og við sem hingað höfum sótt fræðslu og þroska, berum hlýjan og sterkan hug til staðarins. Svo mun flestum fara, er hér dveljast. En þrátt fyrir það að skólinn hafi verið merkis- beri búnaðarfræðslu, framfara og menn- ingarlegra áhrifa, fór það svo er á leið, að hann hélt ekki í við þá öru þróun, sem varð i sveitum landsins, einkanlega varðandi húsakost og sumpart bú- skaparhætti. Fjárveitngar til skólans og skólabúsins voru of knappar til að gera þetta mögulegt. Aðsókn að skólanum fór dvínandi, en áhyggjur af framtið hans vaxandi. Á árinu 1976 komu fram tillögur og voru gerðar ályktanir, bæði á Álþingi og Búnaðarþingi, sem sýndu að menn gerðu sér ljóst, að i óefni stefndi. Báðar fjölluðu þær um eflingu Bændaskólans á Hólum. Tillaga til þingsályktunar, sem lögð var fyrir Alþingi af öllum þing- mönnum Norðlendinga, var svohljóð- andi: “Alþingi ályktar að fela landbúnaðar- ráðherra að skipa nefnd til þess að gera áætlun um eflingu Bændaskólans á Hólum í Hjaltadal. Skal áætlunin við það miðuð, að með framkvæmd hennar megi minnast á myndarlegan hátt aldarafmælis skólans árið 1982. Stefnt verði að því,að nefndin Ijúki störfum eigi siðar en innan 12 mánaða." f lok greinargerðar segja flutnings- menn það von sina, að starf nefndar þeirrar, sem skipuð verði „megi bera þann ávöxt, að Hólaskóli geti á árinu tekinn tali TTOrkusparnadurinn hefur ordid um og yfir 50%” — segir Hafsteinn Ólafsson, sem kynnir nýja aðferð við einangrun húsa, steinullarblástur ■ Nýlega fréttum við af nýrri tækni við einangrun með steinull, svonefndum steinullarblæstri, sem Hafsteinn Ólafs- son, húsasmíðameistari hefur notað í um 200 hús hérlendis og með athyglisverðum árangri. Við hittum Hafstein að máli á dögunum og báðum hann að kynna lesendum Tímans þessa aðferð, en fyrirtæki hans „Húseinangrun sf.“ hefur verið á austurlandi að undanförnu að einangra hús með hinni nýju aðferð. Spurðum við Hafstein fyrst hve lengi hann hefði unnið að þessu. „Húseinangrun s/f hefur nú verið með steinullarblástur hér í nærfellt hálft annað ár“ segir Hafsteinn, „og blásið meira og minna i um 200 hús. Siðastliðið ár var að mestu verið á vestanverðu landinu, en þetta árið erum við á austurlandi. Verið er að auka við tækjakostinn, en það hefur dregist nokkuð m.a. vegna þess tómlætis sem opinberir aðilar hafa sýnt þessari starfsemi. Nú er langt komið að byggja upp kerfi umboðsmanna um landið, en það hefur verið gert í þeim tilgangi að reyna að ná til sem flestra í hverju byggðarlagi i einni yfirferð. Það hefur þó gengið misjafnlega, því þetta er enn nýjung fyrir mörgum. Hvað um árangurinn? „Árangurinn af starfseminni síðasta ár er nú óðum að skýrast. Þar með hefur fengist staðfest, að viða hafi orkusparn- aðurinn orðið um og jafnvel yfir 50%. Þar að auki bæta húseigendur því gjaman við, að nú sé heitt í húsunum sem ekki var áður. Þó em niðurstöður háðar ástandi annarra húshluta sem að líkum Iætur. Þá leiðir athugun i ljós, að mestur sparnaðurinn felst i bættri einangrun í þökum. {ljós hefur komið, að það er viðtækari misskilningur en margur skyldi ætla, að menn telji ástand veggja helsta vandann séu þeir ekki sáttir við orkueyðsluna. Á þeirri forsendu hafa margir farið út i að byggja nýjar einangrandi kápur utan um húsin, enda ráðlagt af opinberum aðilum. Á hinn bóginn leggja þessi sömu aðilar ógjamar út í að rjúfa þekjur sinar eða yfirbyggja á sama hátt og veggina. Þannig koma þær fyrir í reynd hinar viðurkenndu leiðir til orkusparandi aðgerða og út á þær einar em veitt lán. Þó erfitt sé að staðhæfa, em slikar aðgerðir efa lítið a.m.k. 6-8 sinnum dýrari en ullarblástur. Út yfir tekur þó, að við höfum verið beðnir að einangra áður yfirklædd hús vegna þess að árangurinn varð ekki eins og ætlað var. Færri hafa þó staðfest pöntun þetta árið sem skiljanlegt er, svo stuttu eftir fyrri kostnaðarútlát. Fvrir þessu em staðfærð dæmi og hefur undirritaður reynt að vekia athygli viðkomandi aðila á þessu bréflega." Hafa yfirvöld byggingarmála stutt ykkur i starfi? „Enn hafa yfirvöld þessa lands ekki tekið ullarblástur gildan sem svar við orkukreppunni. Ákveðnar reglur em i gildi sem koma i veg fyrir það. Lán til orkusparandi aðgerða em háð lágmarki, sem venjulega er hærra en heildarkostn- aður við ullarblástur. Flókið lánakerfi kemur svo í veg fyrir að menn nenni yfir höfuð að standa i sliku út á aðeins eins dags verk. í þriðja lagi hafa svo þau mistök átt sér stað, að ákveðin fræðikenning um svokallaða rakasperm, (þ.e. rakaheldur dúkur innan við einangmn í upphituðu húsnæði,) kunni að vanta í flest eldri hús og það eitt sér nægi til að ekki sé hægt að lána út á ullarblásturinn. Vissulega er þessi fræðikenning ekki út i bláinn þar sem hún á við, en menn vom bara einum og fljótir á sér að gripa hana á lofti og heimfæra sjálfkrafa upp á íslenskar aðstæður. Svo þegar slíkt hendir reynist oft ansi erfitt að vinda ofan af hlutunum og mistök fást ábyrgir menn aldrei til að viðurkenna. Hér er nefnilega um kennisetningu að ræða, sem útfærð er á erlendri gmnd, upp á þarlend hús og veðurfar, - en ekki upp á hinn sérstæða byggingarmáta, bámjárnshúsin í íslensku veðurfari. Rétt er, að hér er um þeim mun meiri

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.