Tíminn - 14.07.1982, Blaðsíða 6
MIÐVIKUDAGUR 14.1ÚLÍ 1982.
161
stuttar f réttir
■ Ragnheiður og Agnar Guðnason sem fylgdi henni í verslunina Útilif þar
sem hún valdi sér vinningshlutina. Fyrír vinningsupphæðina - 10.000 kr. -
fékk hún sér m.a. 2ja manna tjald, svefnpoka, dýnu, gönguskó. hnébuxur.
anorak, úlpu, regngalla, vesti og ýmislegt fleira sem hún hafði valið með |
aðstoð móður sinnar sem kom með henni til Reykjavíkur, af þessu tilefni.
Gönguferðin
borgaði sig vel
HVOLSVÖLLUR:
■ Það var hún Ragnheiður Sig-
marsdóttir 11 ára tii heimilis á
Hvolsvelli sem varð sú heppna þegar
stóri vinningurinn var dreginn út
meðal þátttakenda í göngudegi
fjölskyldunnar sem Mjólkurdags-
nefnd og UMFÍ stóðu fyrir hinn 13.
júni s.l. Hver þátttakandi fékk
'barmmerki með númeri. Er dregið
var úr þeim númerum kom aðalvinn-
ingurinn upp á nr. 1855 - númer
Ragnheiðar. Vinningurinn var
göngu - og útivistarbúnaður að
verðmæti 10.000 kr.
Auk þess voru um 75 aðrir
vinningar, kakómjólk, istertur og
ostapakkar. - HEI
Búðarkassar
frá KRON
til Keníu
■ Aðstoð við þróunarlöndin þarf
ekki alltaf að vera stór i sniðum eða
fara fram með miklu brambólti til
þess að koma að gagni. Sigurður
Jónsson, áður verslunarráðunautur
hjá Sambandinu og síðar kaupfélags-
stjóri á ísafirði, starfar nú í Keniu
þar sem verkefni hans er m.a. að
aðstoða við eflingu og uppbyggingu
samvinnufélaga. Sigurður á eins og
gefur að skilja marga kunningja hér
heima, og i bréfi til eins þeirra nú
seint i vetur gat hann þess að
kaupfélag eitt þar syðra vantaði
sárlega tvo búðarkassa en skorti fé
til kaupanna. Spurði hann kunningj-
ann hvort verið gæti að eitthvert
kaupfélagið hér heima ætti slika
kassa sem það notaði ekki lengur og
gæti gefið systurfélagi sinu þarna
suðurfrá.
Málið barst frá manni til manns,
og i ljós kom að KRON gat séð af
tveimur nothæfum kössum sem
höfðu orðið að vikja fyrir öðrum
nýrri og fullkomnari. Skipadeild
Sambandsins kom einnig inn i málið,
og lyktimar urðu þær að húntá>tók
að sér að senda kassana suðureftir.
Til að gera langa sögu stutta, þá fóru
þessir tveir búðarkassar frá íslandi
með Hvassafelli 3. júni til Kaup-
mannahafnar, og 13. júni fóm þeir
svo áfram þaðan með ms. Sigmund
Jaehn áleiðis til Mombasa í Keníu.
Væntanlega berast því fljótlega
fréttir af þvi að þessir tveir búðar-
kassar, sem áður þjónuðu viðskipta-
vinum KRON hér í Reykjavik, séu
komnir í fulla notkun að nýju i
kaupfélaginu Chemelil Consumer
Co-operative Society Ltd í Chemelil
í Keníu.
Fjölbreytnin
eykst hjá
Kjötiðnaðar-
stöð KEA
Akureyri: Framleiðsluvörur Kjöt-
iðnaðarstöðvar KEA á Akureyri
hafa notið slíkra vinsælda að
sjaldnast eða aldrei tekst að full-
nægja eftirspurninni, að þvi er fram
kemur i nýjustu KEA-fregnum. En
nú er enn ein ný tegund niðursuð-
uvöru að bætast við, sem er kjöt i
karrý.
Hjá Kjötiðnaðarstöðinni hafa og
undanfarna mánuði staðið yfir
tilraunir með breytta framleiðsluað-
ferð á vinarpylsum, i kjölfar nýs ofns
sem key ptur var i vetur til reykingar
og suðu á matvælum sem slíka
meðhöndlum fá samtímis. Unnið var
að þessari breytingu með aðstoð
bresks sérfræðings. Haft er eftir
kjötiðnaðarmönnum að mjög vel
hafi til tekist og að umsagnir annarra
sem reynt hafa styðji það álit.
Þá hefur Kjötiðnaðarstöðin hafið
byggingu 160 fermetra frystiklefa, en
skortur á frystirými er sagður hafa
háð starfseminni verulega. Með
tilkomu nýja klefans muni því öll
aðstaða gjörbreytast til hins betra og
gefa möguleika á aukinni starfsemi
og fjölbreyttari framleiðsluvörum.
-HEI
„ÞATTTAKA HEIMA-
MANNA VÍÐA MIKIL”
— segir Aðal-
steinn Stein-
þórsson ÚÍÁ
en hann var
einn af þeim
sem hjóluðu
yfir Hellisheiði
■ „Heiðin var gjörófær og ekki likur
á að hún verði opnuð fyrr en þá seint
i ágúst en fannir voru yfir öllum
veginum" sagði Aðalsteinn Steinþórs-
son starfsmaður ÚÍA í samtali við
Timann en hann var einn af þeim sem
tóku hjólin yfir Hellisheiði í hjólreiða-
för UMFl um landið.
„Við fórum þrir saman og þurftum
að teyma hjónin mest alla leiðina
fórum yfir læki á snjóbrúm, óðum
drullu i ökkla og einu sinni töpuðum
við af veginum og villtumst en það var
ekkert að ráði, við fundum hann strax
aftur.
Rútan sem fylgdi hjólreiðamönnun-
um skilaði okkur að fjallsrótunum
öðrum megin heiðar cn siðan fór hún
aðra leið og beið eftir okkur hinum
megin. Þetta var um 16 km. leið sem
við fórum og við voriim um þrjá tfma
á ieiðinni. Við vorum mjög heppnir
með veður alla leiðina, sólskin og
bliða. Hjólin stöðu sig mjög vel alla
leiðina en voru orðin heldur bremsu-
lftii er við fórum niður fjallsrætumar
hinum megin“ sagði Aðalsteinn.
-FRI
— segir Pálmi Gíslason, formaður UMFÍ, að
lokinni hjólreiðaför UMFÍ hringinn, undir
kjörorðinu „Veljum íslenskt”
■ „Okkur var allsstaðar vel tekið og
betur en bjartsýnustu menn þorðu að
vona, en áhugi fyrir þessu var mjög
mikill og víða mikil þátttaka heima-
manna en fjöldi sá sem hjólaði með
okkur i allri ferðinni skipti þúsundum,“
sagði Pálmi Gislason formaður UMFI í
samtali við Timann en um helgina lauk
hjólareiðaför UMFI hringinn í kringum
landið undir kjörorðinu „Veljum ís-
lenskt“ og var leiðin sem hjóluð var 3200
km farin á 17 dögum.
„Aldur þátttakenda var allt frá 4 ára
bami og upp í 77 ára öldung en það var
oddviti í Strandasýslu, sem ekki hafði
stigið á hjól í 50 ár en hjólaði hinn
hressasti niður bratta hlíð“.
„Það vakti athygli okkar að hvað sem
fyrir varð á leið okkar var farið á
hjólunum og má i þvi sambandi geta
tveggja heiða, Hellisheiðar og Stein-
grímsfjarðarheiðar, en þær voru ófærar
öllum ökutækjum á þessum tíma.“
í máli Pálma kom fram að hann teldi
að hjólreiðaförin hefði skilað þeim
árangri sem sóst var eftir og vakið menn
til umhugsunar um tilefni hennar
„Veljum íslenskt" ....„þátttakan og
áhuginn var það mikill og fólk lét i ljós
ánægju með framkvæmdina. Þetta var
gott á öllum stöðum en misgott, sumir
staðir skáru sig úr hvað þátttöku varðar
eins og Skagaströnd og Hellissandur, en
geta má þess að þátttakan valt stundum
á því á hvaða tíma dags við vorum á
stöðunum. Við komum mjög seint
sólarhrings á suma.
Við vorum hræddir á ákveðnum
stöðum, þar sem voru miklar vegalengd-
ir, en fáir félagsmenn eins og t.d. í
Djúpinu. Þar komu menn á bátum frá
Snæfjallaströnd og Æðey og skiluðu
miklu dagsverki, en heita má að við
höfum alltaf verið á réftum tímasetning-
um á endastöðvum," sagði Pálmi.
Hann lét þess getið að UMFI mundi
áfram vinna að þessu verkefni á
einhverja vegu og mundi „Veljum
íslenskt“ vera á stefnuskrá þeirra á
komandi árum. - FRI.
„Stranda-
menn láta
slíkt ekki
hindra sig”
— segir Örn
Gudnasonfram.
kvæmdastjóri
■ „Jeppinn sem fylgdi okkur upp úr
Flókatungu festist siðan á miðri
heiðinni og varð að snúa við. Við
Strandamenn létum slikt ekki hindra
okkur og þótt heiðin væri fúll af snjó
og kolófær þá fórum við yfir hana“
sagði Örn Guðnason framkvæmda-
stjóri HSS, en hann var einn af þeim
sem hjóluðu yfir SteingrímsQarðar-
heiði í hjólreiðaför UMFI um landið.
Með i förinni voru fimm manns þar
á meðal ein stúlka Ásta Þórisdóttir.
„Hvað aðstæður á heiðinni varðar
þá voru þetta engar hjólreiðabrautir
eins og i bænum. Maður gat rennt sér
spotta og spotta, en að öðru leyti
urðum við að teyma hjólin. Vegurinn
var stórgrýttur, miklar leysingar og
þvi mikið af aurpyttum.
Ferðin gekk vel nema að við lentum
f smáhrakningum á leiðinni fyrir
siðustu ána. Þá kom jeppi á móti
okkur, en festi sig í ánni, cn þetta
bjargaðist samt allt enda veðrið mjög
gott,“ sagði Örn. _ frj.
■ Komið til Reykjavíkur á hjólunum þremur sem notuð voru i keppninni.
Tímamynd Ari.
„Við fórum
yfir læki á
snjóbrúm”
■ Úr Sigaunabaróninum sem íslenska óperan sýndi við góðar undirtektir i Gamla
bíói i vetur, en i haust hefjast sýningar óperunnar á Töfrafiautu Mozarts og
bamaóperunni Litla sótaranum eftir Benjamin Britten.
fslenska óperan sýnir
Töfraflautuna íhaust
■ íslenska óperan hefur ákveðið að
taka til sýninga i haust óperuna
Töfraflautuna eftir W. A. Mozart. Töfra-
flautan var sýnd hér í Þjóðleikhúsinu
fyrir 25 árum, svo sem mörgum mun enn
í fersku minni.
Hljómsveitarstjóri verður Gilbert
Levine, leikstjóri Þórhildur Þorleifs-
dóttir og gerð leikmyndar annast Jón
Þórisson. Gilbert Levine, sem íslending-
um er af góðu kunnur, er væntanlegur
til landsins til að velja söngvara i
hlutverkin, og mun prufusöngur fara
fram fyrir hann dagana 25. og 26. júlí
n.k. Þeir söngvarar sem áhuga hafa á að
glima við hlutverk i Töfraflautunni geta
fengið nánari upplýsingar og tilkynnt
þátttöku í síma 41358 kl. 10-12 daglega
þessa viku, og i simum 41197 og 21942
næstu viku.
1 haust hefjast einnig sýningar á bama
og fjölskylduóperunni Litla sótaranum
eftir Benjamin Britten, eins og Timinn
hefur þegar greint frá. Leikstjóm og
leikmyndagerð verður i höndum þeirra
Þórhildar Þorleifsdóttur og Jóns Þóris-
sonar, en hljómsveitarstjóri verður Jón
Stefánsson. Æfingar á þessari óperu
hófust siðari hluta vetrar og hafa staðið
yfir fram til þessa. -SVJ