Tíminn - 14.07.1982, Blaðsíða 10
MIÐVIKUDAGUR 14. JÚLÍ 1982.
heimilistímínn
umsjón: B.St. og
K.L.
Að beygja sig: Þegar þú
ert að vinna húsveridn,
skaltu ekki beygja þig um
mjaðmalið, heldur sitja á
hækjum þlnum, ef þú þarft
to /. að vinna eitthvað niður fyrir
s^^^þig. Notaðu sömu stefling-
ar, ef þú þarft að lyfta
einhverju upp.
Sittu á hækjum þínum:
Góð æfing til að strekkja á
mjaðmagrindarvöðvunum,
sem reynir á við fæðing-
una. Stattu í báða fætur á
gólfinu og hafðu aðeins bíl
á milli þeirra. Haidið í
eitthvað, sem stendurstyrk-
um fótum s.s. baðkarsbrún-
ina, ykkur til stuðnings og
setjist alveg niður á hæla.
Lyftu mjaðmagrind: Styrkir mjaðmagrindar-
vöðvana. Liggðu á bakinu og beygðu hnén, hafðu
iljar á gólfi og hvíldu höfuðið á kodda. Dragðu
saman rassvöðvana og þrýstu mjóhryggnum fast
að gólfinu.
(Efri mynd). Slakaðu á. Lyftu upp mjóhryggnum
og þrýstu rassinum niður. (Neðri mynd).
Linaðu bakverid: Hvíldu hrygginn með því að fara niður
á alla fjóra hafðu handleggi beint niður af öxluoum og
hnén beint niður af mjaðmalið. Haltu hryggnum beinum. (T.v.)
Dragðu nú saman magavöðvana og lyftu upp neðri hluta
hryggsins (T.h.) Haltu stellingunni um stund og slakaðu síðan á.
Láttu ekki neðri hluta hryggsins slakna niður.
með-
göngu-
tímanum
Öndun: Að ofan: Leggstu niður, eins og myndin
sýnir, með höfuðið hvílandi á kodda. Dragðu
andann rólega með lokaðan munn, og láttu
kviðinn lyftast og síga (punktalína), slakaðu á.
Að neðan: Hafðu munninn öriítið opinn, andaðu
hraðar, láttu bringuna lyftast og síga.
Slökun: Liggðu í hálfgerðri setstell-
ingu og styddu undir höfuð, hné,
fætur og handleggi með koddum.
Spenntu og slakaðu á víxl á vöðvum f
í fótum, fótleggjum, handleggjum og
andliti, þangað til þú finnur slökunina
ná til alls likamans. Andaðu þá
rólega að þér og frá. Ef þig langar til
að blunda, láttu það þá eftir þér.
■ Að ala bam er eðlilegt og heilbrigt, en það er
ekki þar með sagt, að þvi fylgi engir erfiðleikar.
Sumar konur komast í gegnum meðgöngutimann
án þess svo mikið sem að ropa. Aðrar finna til allrar
þeirrar vanliðanar, sem þekkt er sem fylgikvilli
meðgöngu. En það er mikil hjálp að þvi að skilja
hvað er að gerast og hvers vegna og hvað gera megi
til úrböta.
Tvær örsmáar frumur hrinda því öllu af stað,
gjafir foreldranna hvors til annars. Á þeim 270
dögum, sem eftir fylgja, þroskast þær í einstæðan
einstakling. En þó að hann eða hún sjáist ekki, er
langt í frá að ekkert heyrist til bamsins. Frá því
snemma á meðgöngutimanum er barnið sjálfstæður
einstaklingur, sem einfaldlega notar likama móður
sínnar til sins brúks, en er ekki hluti hans. Eftir-
aðeins 12 vikur er fóstrið komið með eigið hjarta,
sem slær, lifur, sem gegnir hlutverki sínu, og liffæri
eins og ným og heila, sem em í þróun.
Fyrr á timum var mönnum algerlega hulið, hvað
var að eiga sér stað í kviði konunnar. Það mátti
finna hreyfingar bamsins og heyra hjartslátt þess,
þegar langt var liðið á meðgöngutímann og barnið
var orðið nógu stórt, en lengra náði vitneskjan ekki.
Svo slæmt er ástandið ekki lengur. Nú á dögum
geta iæknar fylgst náið með þroska barnsins í
móðurkviði, gengið úr skugga um kynferði þess,
haft áhrif á umhverfi þess, jafnvel gert skurðað-
gerðir á meðgöngutimanum, þegar nauðsyn ber til.
En em öll þessi atriði til góðs? Nú á dögum eru
margir, sem halda því fram, að þeir óski eftir því
að náttúran hafi sem mest sinn gang, og það kann
að vera að ýmsir þeirra afneiti þessum nýju
aðferðum. Ekki skal því þó gleymt, að þessi nýja
tækni getur bjargað mannslifum.
Á árinu 1900 dóu um 50 konur af hverjum
100.000, sem fæddu, af barnsburði, og um 10.000
börn dóu í fæðingunni. Nú á dögum er sjaldgæft að
móðir missi lífið við barnsburð, innan við 1 af
hverjum 100.000, og ungbarnadauði hefur komist
niður í um 1.800 á hver 100.000. Þessi gífurlega
fækkun dauðsfalla við barnsburð má þakka aukinni
nútíma tækni. En hvaða tækni er það, sem stuðlar
að þvi að mæður ali hraustari börn?
Likamsþjálfun
Þetta er ekki retti timinn til að fara að taka upp
nýjar hættulegar íþróttir, eins og t.d. svifdrekaflug,
en fyrir alla muni haltu áfram þeirri þjálfun, sem
þú ert vön, s.s. gönguferðum og sundi (hvort
tveggja ágæt þjálfun á meðgöngutima), tennis, golf
o.s.frv. Það er ekki rétt, að hætta á fósturláti aukist
við það að lyfta þungum hlutum eða ýta þeim á
undan sér. Það eru bara gamlar kerlingabækur. En
sé farið vitlaust að við að lyfta þungum hlutum,
getur það reynst bakinu ofviða, svo að þú skalt
alltaf setjast á hækjur þínar og halda hryggnum
beinum, þegar þú þarft að lyfta einhverju. Og
þegart þú þarft að ýta þungum hlutum, skaltu halda
hryggnum beinum, en ekki vera álút.
Það liggur i augum uppi, að ekki er hollt að
ofkeyra sig, svo að þú skalt ófeimin hvíla þig, þegar
þér finnst þörf fyrir það. Ef þú hefur ekki tamið
þér neinar reglulegar æfingar, ráðleggjum við þér
að venja þig á þær, sem fylgja með hér á siðunni.
Ógleði
Aðeins helmingur vanfærra kvenna finna til
ógleði eða frá uppköst og þá aðeins fyrstu 12
vikumar.
Ef þú tilheyrir þeim hópi, borðaðu þá lítið í einu
en oft, fáðu þér þurra kexköku og sitrónute áður
en þú ferð á fætur á morgnana og gefðu þér góðan
tíma til allra hluta.
■ Burt með disætar kökur og hvitt hveiti. Borðið
í staðinn hollan mat.
Ef ógleðin og uppköstin halda áfram, getur
læknirinn gefið lyfseðil fyrir gott lyf. Reyndu aldrei
að lækna þig sjálf með einhverju, sem þú getur
keypt án lyfseðils í apótekinu. Bestu lyfin eru þau,
sem læknirinn ráðleggur þér.
Mataræði
Að borða fyrir tvo, hvað varðar magn, er alveg
fráleitt. Aftur á móti er rétt að hafa i huga að borða
fyrir tvo, hvað varðar gæði. Settu bann á hvítt
hveiti, disætar kökur og sykraða drykki. Farðu
varlega i fituríkan mat. Það er svo sem allt í
lagi að drekka hálfpott af mjólk á dag, en engin
ástæða til að bæta við heilmiklum rjóma og smjöri.
Til matreiðslu er betra að nota léttar oliur, eins og
t.d. sólblómaolíu, en þunga feiti. Þær em hollari
og auðmeltanlegri. Reyndar er albest að leggja
steikingarbras sem mest á hilluna en taka heldur
upp glóðarsteikingu (grillun).
Borðaðu ríkulega hráa, nýja ávexti og grænmeti
(með hýðinu þegar hægt er) og korn með hýðinu.
Gróft brauð, morgunverðarkorn, salöt og daglegur
meðalskammtur af kjöti, einkum og sér í lagi af
lifur og nýrum, kjúklingum, fiski, eggjum eða
baunum, ætti að sjá fyrir helstu þörfum líkamans
fyrir steinefni og fjörefni, svo og eggjahvituefni.
Það sama gildir um kotasælu og venjulegan magran
mjólkurost (aðrir ostar gegna sama hlutverki, en
gæta ber hófs i daglegri neyslu þeirra), svo og ósæt
jógúrt. Ef löngunin i sætindi er alveg óstjórnleg,
skaltu borða rúsínur, döðlur og ný vínber frekar
en sælgæti.
Það mataræði, sem lýst er hér að framan, er ekki
aðeins hollt fyrir hina verðandi móður og barnið
hennar, heldur er það allri fjölskyldunni hollt um
aldur og ævi.
(Ath. Sumir læknar og fæðingarstofnanir mæla
með auka fjörefna- og steinefnagjöfum á með-
göngutimanum, aðrir ekki. Farið eftir ráðum
læknisins varðandi viðbótarfjörefni.)
Meltingartruflanir
og brjóstsvidi
Hvort tveggja algeng óþægindi á meðgöngu-
timanum (70% verðandi mæðra kvarta undan
þeim). Það er ástæðulaust að umbera þau þegjandi
og hljóðalaust. Kvartaðu við lækninn og þá er mjög
liklegt að hann geti hjálpað þér. Stundum hjálpar
að drekka sítrónute.
Litlar en reglulegar máltiðir draga líka oft úr
þessum óþægindum. Oft gefst lika vel að hækka
höfðalagið á rúminu (það má stinga steinhellum eða
gömlum bókum undir rúmfætuma höfðalagsmegin,
það eykur vellíðan á nætumar.
Æðahnútar 02 gyllinæð
Hætt er við þessum kvillum á meðgöngutiman-
um, vegna mýkingaráhrifa hormónsins progester-
ón, svo og þess að eftir þvi, sem fóstrið stækkar,
þrýstir legið meira niður á við. Það dregur úr
óþægindunum, að hvilast með fæturna hátt uppi og
ganga um, frekar en að standa i sömu sporam
langtímum saman. Ef nauðsyn krefur, er gott að
klæðast góðum sokkabuxum, sem veita stuðning.
Klæðist aldrei þröngum magabeltum eða sokka-
beltum, sem auka líkumar á æðahnútum.
Hafi gyllinæð gert vart við sig, verður að tilkynna
lækninum ef blæðing á sér stað, þar sem þar getur
mikilvægt járn farið forgörðum! Hann lætur þér í
té smyrsl, sem stöðvar kláðann. Það er mikilvægt
að forðast hægðateppu, þar sem hún stuðlar að
myndun gyllinæðar. Trefjarikt mataræði heldur
hægðunum i réttu lagi.
Ef þú tilheyrir þeim hópi, borðaðu þá lítið í einu
en oft, fáðu þér þurra kexköku og sitrónute áður
en þú ferð á fætur á morgnana og gefðu þér góðan
tíma til allra hluta.
Ef ógleðin og uppköstin halda áfram, getur
læknirinn gefið lyfseðil fyrir gott lyf. Reyndu aldrei
að lækna þig sjálf með einhverju, sem þú getur
keypt án lyfseðils í apótekinu. Berstu lyfin em þau,
sem læknirinn ráðleggur þér.
12 vikur 20 vikur 40 vikur
■ Allt frá þvi að tvær fromur sameinast tekur það furðu litinn tima uns sérstakur einstaklingur verður
tU. Eftir 12 vikur er fóstrið orðið yfir 5 cm á lcngd, á stærð við mús! Samt sem áður ero aðallíffærin, s.s.
lifur og hjarta, tekin til starfa. Þegar liðnar eru 20 vikur, er farið að „sjást á“ konunni. Þá er bamið
orðið yfir 25 cm á lengd og farið að sparka, farið að láta til sin taka! Að 40 vikum liðnum ero bæði móðir
og baro farin að biða eftir fæðingunni og bamið er reiðubúið, með höfuðið rétt við „útgöngu" opið.