Tíminn - 15.07.1982, Side 2
FIMMTUDAGUR 15. JULI1982
2
■ Christina Onassis er að
visu orðin allþrifleg, en ekki
var það nú samt ástæðan til
þess, að hún festist i hliðinu.
Christina
lærir á
nedan-
jardar-
lestir
■ Christina Onassis hefur
viða farið og margt séð og
reynt. En þó var það ekki fyrr
en nýlega, að hún fór í fyrsta
sinn með neðanjarðarlest og
gleymir þvi áreiðanlega ekki i
bráð.
Það var í Paris, sem Christ-
ina fylltist xvintýralöngun og
ákvað að taka sér far með
neðanjarðarlcst, þegar hún
þurfti að bregða sér milli húsa.
En þar sem hún hafði aldrei
gert svona lagað fyrr, var hún
ekki viðbúin þeim hxttum,
sem biðu hennar. Það fór því
hvorki betur né verr en svo, að
hún festi sig i hringhliðinu,
sem fólk þarf að stinga í mynt
til að komast að lestarpallin-
um, og bjargaðist úr bráðri
hættu aðeins vegna snarrxðis
nærstadds karlmanns.
Christina bar sig mannalega
þrátt fyrir mar og fleiður, sem
hún hlaut, og sagði, að það
gæti vel verið, að hún færi
einhvem tima seinna aftur
með neðanjarðarlest, en varla
yrði það nú samt á aðalumferð-
artimanum. En hún gctur svo
sem alltaf gripið til eins af
fjölinörgum bilum sínum og
ávallt er einkabflstjóri til reiðu
svo að hún er ekki tilneydd að
notast við neðanjarðarlesta-
kerfið.
kostuðu
hana 7 ára
fangelsi
■ Ráðagóðri konu i góðum
efnum tókst með brögðum að
hafa út um fjórar og hálfa
milljón króna úr styrkjakerfi í
Nevada i Bandaríkjunum.
Frú Hickley hafði komið sér
upp 40 börnum, sem reyndar
vom ekki til nema á pappírn-
um. Til að halda þessu stóra
heimili gangandi þurfti hún
náttúrulega fjárhagsaðstoð.
Hún lagði það á sig að leggja
inn umsóknir á 45 skrifstofum
vítt og breitt um rikið, enda
uxu ferðalög henni ekkert i
augum, þar sem hún var
eigandi fjögurra bfla. Tfl að
vera öragg um að þekkjast
ekki, dulbjóst hún á margvis-
legan máta og átti hárkollur til
skiptanna, auk falsaðra skilrik-
ja.
Það var ekki fyrr en plögg
varðandi mál hennar vora i
misgripum send á vitlausa
skrifstofu, að upp um hana
komst. Þar kannaðist nefni-
lega starfsfólkið við kerlu, en
undir öðru nafni og í öðrum
dularbúningi. Hún afplánar
nú 7 ára fangelsisdóm fyrir
vikið.
Pólitískur sellufundur?
Hún hallast örlítið til hægri þessi
lllur fengur
— illa forgengur
■ George Hamilton lét sig ekki vanta á
opnunarhátið klúbbs eins í New York hér
um daginn. í fylgd með honum var vinkona
hans, Sharon Stone.
I sjálfu sér er ekki i frásögur færandi, þó
að George sjáist á almannafæri. Hitt þótti
öllu merkilegra, hvað hann var eldhress og
kátur. Tveim kvöldum áður hafði hann
nefnilega orðið fýrir heldur leiðinlegri
lífsreynslu. Hann hafði dundað sér við
fjárhættuspil i Nevada, og þegar hann var
búinn að vinna sem svarar 260 þús.
krónum, ákvað hann að láta slag standa og
lagði alla upphæðina undir i einu spili. En
viti menn, hann vann, og þegar hann loks
stóð upp frá borðinu, var hann 400 þús.
krónum ríkari en þegar hann gekk inn.
Honum þótti ástæða til að halda upp á
þetta og stansaði þvi á heimleiðinni á bar
einum. En drykkurinn sá varð honum dýr.
Þegar George kom aftur út, sást ekki
tangur né tetur af dýra Mercedes Benz
■ George Hamilton lætur sér ekki
bregða, þó að hann sé einum bíl fátækari
og nokkrum smáaurum!
bflnum hans. Og ekki gat hann notað
spilavinninginn til að kaupa sér nýjan bfl,
þvi að peningana hafði George lagt í
hanskahólfið á Mercedesinum!
En George lætur sér ekki bregða, heldur
segir aðeins: Drottinn gaf og drottinn tók.
Ekki hefur þó tiðkast til þessa að bendla
drottin við Ijárhættuspil og bflþjófnaði!
ERNEKT
PdUTÍSK?
■ Danska blaðið Berlingske
Tidende hefur nýlega birt
gagnmerka Gallup skoðana-
könnun, sem gefur til kynna,
að búast megi við, að allflestir
þeirra, sem nú spranga um
opinberar baðstrendur Dana,
séu róttækir i stjórnmálum!
Þessi úrslit þóttu keppinaut-
um þeirra hjá Ekstra-blaðinu
svo forvitnileg, að þeir ákváðu
að gera sína eigin könnun. í
bliðviðri sl. sunnudag skelltu
þeir sér því i strandferð til
Amager, og sjá, þar var leitun
á fóiki með nokkra spjör á
kroppnum. Reyndar höfðu
sumar dömurnar, iiklega
vegna feimni, ekki varpað frá
sér nema öðrum hvorum hluta
bikini-fatanna, en undantekn-
ingarnar voru svo fáar, að ekki
varð komist nema að einni
niðurstöðu, væri það rétt
ályktun, að nekt bæri vott um
róttækni, sem sé þeirri að
byltingin sé alveg á næsta leiti!
Það kann að visu að vera, að
róttæklingar séu hreinlátari en
smáborgararnir og fari því
oftar í bað, eða þá, að
smáborgararnir láti ekki sjá sig
á opinberum baðströndum,
heldur baði sig einhvers staðar
annars staðar, þar sem ekki
sést til þeirra.
Skoðanakönnunin, sem var-
ast það vandlega, að nefna
nokkra líkamsparta sinum
réttu nöfnum, tiundar ræki-
lega menntunarstig nöktu rót-
tæklinganna. Kemur þar i Ijós,
að þriðji hver þeirra, sem lokið
hafa stúdentsprófl, er ófeim-
inn við að sýna sig ber, en þeir,
sem látið hafa sér nægja 7
bekki grunnskólans, eru sýnu
siðprúðari. Aðeins 10. hver
þeirra gengur um nakinn!
Rétt föt
á réttum
stað á
réttum tíma
■ Öllum er Ijós nauðsyn
þess að klæðast réttum fatnaöi
við hvert tflefni. Ekki síst
kemur það i Ijós, þar sem
fræga fólkið kemur saman til
að sýna sig - og sjá aðra
kannski líka.
Því er það, að þegar kvik-
myndastjömumar flykkjast á
Cannes-kvikmyndahátiðina,
leggja þær mikla áherslu á að
bera dýr og fln föt, svo að það
fari nú ekki framhjá neinum
hvflík stórmenni eru þar á
ferð. En engin regla er án
undantekninga, og i ár var það
Glenda Jackson, sem var
undantekningin. Hún mætti í
fínt boð, klædd gömlum,
slitnum bol, snjáðum gallabux-
um og bar ekki snefil af
andlitssnyrtingu. En kannski
henni hafi þó brugðið i brún,
þegar fréttaljósmyndarar létu
hana með öllu afskiptalausa,
en þyrptust í kringum Ann-
Margret, sem mætt var i sinu
fínasta pússi!
Karla-
klúbbur-
inn verður
að opna
dyr sínar
konum
■ Fínn karlaklúbbur í Ame-
riku hefur nú orðið fórnarlamb
jafnréttislaga Kaliforniu.
Klúbburinn ber hið fína
nafn The San Francisco Bohe-
mian Club og meðal félaganna
má fínna Reagan forseta og
fyrrverandi forsetana Richard
Nixon og Gerald Ford. í
lýsingu á starfsemi klúbbsins
kemur fram, að félagarnir lita
eiginlega á sig sem fullorðna
skáta!
En nú hafa sem sagt skátarn
ir verið neyddir til að ráða
kvenfólk til starfa við klúbb-
inn. Óttast þeir nú einna mest,
að einhverjum konum detti i
hug að sækja um inngöngu
sem félagar og að þeir verði
tilneyddir að opna þeim klúbb-
inn. Ekki vilja karlarnir þó
viðurkenna, að andstaða
þeirra stafí af þvi að þeir vilja
vera einir um hituna. Þeir bera
þvi við, að innrétting á hús-
næði þeirra miðist við, að þar
hafíst aðeins annað kynið við,
a.m.k. í einu, og t.d. séu
steypiböð algerlega óaðskilin.