Tíminn - 15.07.1982, Page 4

Tíminn - 15.07.1982, Page 4
4 FIMMTUDAGUR 15. JÚLÍ 1982 í&^. brautir og : Ármúla 32 ■WV# Sími 8660: VERSLUN • SAUMASTOFA - VICRSLUN Einfaldar, tvtífaldar uff (mrfaldar Kardinulirnutir. Mikið úrval af eldhúsgardínuin og gardinuefni, m.a.: Velúr, damask o.m.fl. Allar smávörur fyrir gluggann. (ionnar. hringir. hjúl. akrúfur o.m.fl. Tökum múl, srijum up|> uj* saumum. Senduni um allt land. HÁÞRÝSTI- l>VOTTAT/EKI Rafknúin 1. og 3ja fasa eða fyrir úrtak dráttarvélar. Allt að 150 kg. þrýstingur. Útbúnaður fyrir sandþvottl Dönsk gæðavara Guöbjörn Guðjónsson helldverslun Kornagárðl 5 Slmi 35677 Stærsti samningur sem gerdur hefur verið um fyrirframsölu á saltaðri Suðurlandssíld: RUSSAR KAUPA NU r 150 MIS. TUNNUR ■ Rússar kaupa af okkur 150 þúsund tunnur af léttsaltaðri sild i ár, samkvæmt samningi, sem var undirritaður i fyrra- kvöld. Að sögn Gunnars Flóvenz fram- kvxmdastjóra Síldarútvegsnefndar voru samningarnir erfiðir, enda fóru Rússar fram á miklar tilslakanir, svo sem niðurfellingu tilfærsluréttar milli stærð- arflokka, i upphafl viðræðnanna. Þegar upp var staðiö hafði þó dæmið snúist við og tilfærslurétturinn verið aukinn, en á móti lækkar verðið frá samningnum í fyrra um 4,5% miðað við bandarikja- dollar. Þetta er stærsti samningur, sem gerður hefur verið um fyrirframsölu á saltaðri Suðurlandssfld. Áður hafði tekist samningur við Svia um kaup á 40-50 þúsund tunnum af saltsild. Samtals hefur þvi tekist að selja um 200 þúsund tunnur, en það jafngildir 25-30 þúsund tonnum upp úr sjó. Bjartsýnir menn vonast til að selja megi um 15 þús. tonn af frystri sild, en það e'r þó með öllu óráðið ennþá, því enginn samningur hefur verið gerður. Eins og kunnugt er hefur verið heimiluð veiði á 50 þúsund tonnum af sild í haust og er þvi ennþá verulegu magni óráðstafað enn. -Að sögn Gunnars Flóvenz er hugsan- legt að rætt verði um frekari sölu til Rússa, með haustinu. Gunnar segir að Efnahagsbandalagið sé lokað fyrir saltaða sild, vegna hárra tolla og saltsíldin er niðurgreidd í ein- hverju formi i samkeppnislöndum okk- ar. Sú staðreynd, ásamt verðbólgunni hér heima veldur því að við stöndum illa að vigi á þeim mörkuðum. SV ■ í byrjun þessa mánaðar komu Samhygðarfélagarnir þau Helga Óskarsdóltir, Methusa- lem Þórisson og Sigrún Jó- hannsdóttir heim frá New York úr vel heppnaðri Víkingaferð. Þau félagar kynntu hug- myndir Samhygðar fyrir fjölda manns og fór kynningin að mestu leyti fram á götum úti i 4 hverfum borgarinnar, m.a. í hlökkumannahverfi. Markmið ferðarinnar var að mynda kjarnahóp Samhygðar, sem myndi vinna sjálfstætt að áframhaldandi Samhygðarstarfi í New York, þ.e., að gera New York mennska. Hópurinn mun þó vinna i tengslum við hreyf- inguna í íslandi. Jafnréttisráð telur símamálarád- herra hafa brotið jafnréttislög: Ekki ákvedid hvort ég kæri — segir Lilja Jakobsdóttir ■ „Ég hef ekki ákveðið hvort ég kæri stöðuveitinguna þótt Jafnréttisráð hafl komist að því að hún sé ólögleg," sagði Lilja Jakobsdóttir, önnur konan sem Jafnréttisráð telur að Steingrimur Her- mannsson, samgönguráðherra, hafi gengið ólöglega framhjá við veitingu stöðu stöðvarstjóra Pósts og sima á Isafirði. Jafnréttisráð hefur nú fjallað um þessa stöðuveitingu og kemst það að þvi að ekki verði annað séð, en um hafi verið að ræða mismunun vegna kynferðis þegar samgönguráðherra skipaði i stöð- una og sé það brot á 3. grein laga um jafnrétti kynjanna. Sex umsækjendur voru um stöðuna þegar hún var auglýst, 4 konur og 2 karlar. Við umfjöllun í starfsmannaráði Pósts og síma fengu þrír þeirra sem sóttu um stöðuna atkvæði. Lilja Jakobsdóttir fékk fjögur atkvæði, Inga Þ. Jónsdóttir eitt og Kristmann Kristmannsson eitt. Kristmann fékk síðan stöðuna. í greinargerð Jafnréttisráðs segir, að þær Inga og Lilja hafi haft yfir 30 ára starfsreynslu hjá Pósti og sima, þar af hefði Inga starfað sem stöðvarstjóri í 20 ár og Lilja í 4 ár sem fulltrúi á skrifstofu umdæmisstjóra á ísafirði. Kristmann hafði tæpra tuttugu ára starfsreynslu hjá fyrirtækinu, þar af fjögur ár sem póst- fulltrúi á ísafirði. Sjó. ísafjörður: Sjúkrahúsinu afhent minningar gjöf um Guðnýju Sveinsdóttur ■ Ættingjar Guðnýjar Sveinsdóttur frá ísafirði afhentu í gær sjúkrahúsinu á ísafirði að gjöf vandað píanó tfl minningar um Guðnýju, sem í gær hefði orðið 100 ára, en hún lést á sjúkrahúsinu á sl. ári. Var það dóttursonur Guðnýjar, Magnús Reynir Guðmunds- son, sem afhenti gjöfina, en Einar Hjaltason, yfirlæknir, veitti henni við- töku fyrir hönd sjúkrahússins. Guðný fæddist á Tjörn á Vatnsnesi þann 14. júli 1882. Hún var kona Magnúsar Dósóþeussonar, sem fórst á vélbátnum Leif frá ísafirði árið 1925. Stóð hún þá uppi ein með sjö dætur þeirra hjóna á heimili þeirra i Aðalvik og kom þeim öllum til mennta og manns. Til ísafjarðar fluttist hún síðar og var í 25 ár starfsmaður við sjúkrahús ísa- fjarðar. Bjó hún i einu herbergi í kjallara hússins með aleigu sína sem einkum var bókasafn hennar, því hún var kona mjög fróð, ljóðelsk og bráðgáfuð að sögn allra sem henni kynntust. Voru störf hennar í því fólgin að hún annaðist viðgerðir á öllum fatnaði starfsfólks, svo og rúmfatnaði og fleiru. Þótt þetta væri geysilegt verk, vann hún einnig sem vökukona yfir þeim sjúklingum sem gengist höfðu undir aðgerðir og sinnti þeim af natni og alúð. Var því við brugðið hve glaðsinna hún var og hafði góð áhrif á þá sem hún umgekkst. A efri árum fluttist hún til Bergþóru dóttur sinnar í Keflavik og var þar meðan heilsan leyfði, en fór þá aftur til ísafjarðar og var sjúklingur á sjúkra- húsinu þar í nokkur ár, uns hún lést. Var hún ákaflega hraust kona og starfsþrek hennar með afbriðgum. Er gjöfin var afhent i gær voru þær viðstaddar dætur Guðnýjar, Bergþóra, Hrefna og Þorbjörg. Átla manna hasspartý handtekið ■ Átta manns, sex íslendingar og tveir kóreanskir sjómenn, voru •handtekin i hasspartíi í húsi einu i miðborg Reykjavikur i fyrrinótt. Við leit i húsinu fundu lögreglumenn eitthvað af mariuana. Við yfirheyrslur kom í ljós að sjómennimir höfðu smyglað efninu til landsins. Ennfremur kom i Ijós að þeir höfðu selt talsvert af efninu áður en lögreglan komst í spilið. Málinu var lokið með dómsátt hjá sakadómi i ávana og fíkniefnamálum í gærmorgun. - Sjó. Bflekið á barn íkerrú ■ Lítið barn var flutt á slysadeild eftir að það varð fyrir bíl á gatnamótum Austurstrætis og Pósthús- strætis fyrir hádegið i gær. Að sögn lögreglunnar I Reykjavík var bamið í kerru sem móðir þess ýtti á undan sér þegar bil bar að og ók á kerruna. Meiðsii barnsins em ekki talin alvarleg. - Sjó, Níu ára drengur fyrir bfl ■ Niu ára gamall drengur var fluttur á slysadeild eftir að hann varð fyrir bil á Fjarðargötu i Hafnarfirði á nitjánda timanum i gær. Að sögn lögreglunnar i Hafnarfirði eru meiðsli drengsins ekki alvarleg. - Sjó. Kaþólskt mót 22-29 júlf ■ Dagana 22.-29. júlí verður haldið í Reykjavík mót kaþólskra manna frá Norðurlöndum og Hamborg. Um það bil 100 manns sækja mótið, sem verður haldið i Háskóla íslands, hvað talað orð snertir. Á mótinu mun verða flutt- ur fjöldi erinda, m.a. mun Gunnar F. Guðmundsson cand mag. ræða um upphaf kaþólskrar kristni hér á landi eftir siðaskipti og Halldór Laxness talar um Maríu sögu. Starfshópar munu ræða efni fyrirlestranna frá félagslegu, siðrænu, bókmenntalegu og sögulegu sjónarmiði og trúarlegu viðhorfi. Þá verða sungnar messur i Kristskirkju og þann 25. júlí verður sungin biskupsmessa með þátttöku Thomas O’Fiaich, kardinála frá írlandi og allmargra prcsta. í þeirri messu meðtaka tveir prestnemar djáknavigslu. Sama dag kl. 15 mun kardinálinn flytja crindi um írska trúboða i Evrópu. Leidrétting ■ Ranghcrmt var í blaðinu á fimmtudag, að Erlendur Árnason, bóndi á Skíðbakka, hefði sagt sig úr sýslunefnd Austur-Landeyjahrepps. Hið rétta er að Erlendur baðst undan þvi fyrir kosningar að verða kosinn i nefndina. Enda hefur hann setið i henni 140 ár og þar af var hann oddviti í 36 ár. í vor hlaut hann Fálkaorðuna fyrir farsæl störf að sveitarstjómarmál- um. Erlendur hlaut hins vegar glæsilega kosningu i sýslunefnd Rangán'alla- sýslu. Erlendur er beðinn velvirðingar á þessu ranghermi. _ sjó.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.