Tíminn - 15.07.1982, Side 5
FIMMTUDAGUR 15. JULI1982
fréttir
Sala áfengis
eykst ad magni
— en norðlendingar virðast halda
f vid sig í brennivfni
■ Áfengissala mánuðina aprG, mai og
júni i ár nam samtals tæpum 144,5
milljónum króna, á móti tæpum 95,5
miUj. kr. á sama timabiU í fyrra. TU að
átta sig betur á hve þetta er stór upphæð
má t.d. nefna að fyrir hana hefði mátt
kaupa t.d. 1.500 nýja bfla eða um 240
litlar ibúðir, eða jafnvel um 20.000
farseðla i dæmigerðar sólarlandaferðir.
í krónum talið hefur salan aukist um
53,3% á þessu tímabili. Verðið er sagt
hafa hækkað til samræmis við launa-
hækkanir á timabilinu. Almennir
verkamannataxtar hafa á hinn bóginn
hækkað um 45,5% á þessum tíma,
þannig að ætla má að menn hafi haft
nokkru meiri raunum að drekkja i
áfengi nú í vor en vorið 1981, a.m.k.
sunnanlands.
Söluaukningin er þó mismunandi yfir
landið. Lang mest hefur hún orðið í
Reykjavík nær 54% og-Keflavík um
50%. Á Norðurlandi hefur aukningin
hins vegar orðið miklu minni, um 38,5%
á Akureyri og um 40% á Siglufirði, sem
þá mun þýða að minna hafi verið selt
þar af áfengi en í fyrra, hverjar ástæður
sem fyrir því kunna að vera. í öðrum
áfengisútsölum, ísafirði, Seyðisfirði og
Vestmannaeyjum hefur söluaukningin
orðið á bilinu frá 46% til 47,7%, eða
rétt rúmlega eins og verkamannataxtinn
hefur hækkað á sama tlma.
- HEI
Iðnrekendur telja þörf
á gengisfellingu
■ „Iðnaðurinn getur ekki með nokkru
móti tekið á sig þann kostnaðarauka sem
samningar þessir (nýju kjarasamning-
arnir) hafa i för með sér“, segir i ályktun
almenns félagsfundar Félags ísl.
iðnrekenda, sem jafnframt samþykkti
þó nýgerða kjarasamninga VSÍ og ASÍ
mótatkvæðalaust.
Jafnframt sagði í ályktuninni, að ekki
verði annað séð en að samningamir séu
ávísun á aukna verðbólgu, samdrátt i
innlendri framleiðslu og fækkun
starfsfólks, verði ekki gerðar nauðsyn-
legar ráðstafanir til að draga úr
kostnaðarhækkunum vegna þeirra.
Ennfremur þurfi að leiðrétta þá
skerðingu á samkeppnisstöðu iðnaðarins
sem hann hafi þurft að þola vegna
hækkunar raungengis krónunnar gagn-
vart öllum Evrópugjaldmiðlum. Með
öðrum orðum sagt mun þetta þýða að
FÍI telur þörf á gengisfellingu.
- HEI
5
r Nyju FORD traktorarnir
til afgreiðslu strax
Getum afgreitt flestar stærðir nýju FORD
traktoranna með stuttum fyrirvara.
Kynnið ykkur hagstæð verð og greiðsluskilmála
á FORD traktorunum
Mmrmm
BIJNAÐARBANKI ÍSLANDS
er einn traustasti hornsteinn íslenzkra peninga-
mála. Hann byggir á sterkri lausafjárstöðu og öfl-
ugum varasjóði auk ríkisábyrgðar.
Búnaðarbankinn velur ekki sérstök nöfn á lán-
veitingar slnar. Hvers konar innlánsviðskipti við
bankann á veltu- eða sparisjóðsreikningum skapa
þá gagnkvæmni, sem er æskileg forsenda fyrir lán-
veitingum.
Búnaðarbankinn leggur áherzlu á hraða og öryggi í
öllum afgreiðslum.
Það er greiðfært með öll erindi i Búnaðarbankann.
9 afgreiðslustaðir I Reykjavlk og nágrenni.
Viðtöl um lánveitingar og önnur viðskipti við útibú bankans I Reykjavík og nágrenni
annast útibússtjórar (eða staðgenglar þeirra):
Krlstinn Bjarnason
Austurbæjarútibú við Hlemm
Jóhanna Pálsdóttlr
Melaútibú Hótel Sögu
Stefán Thoroddsen
Vesturbæjarútibú Vesturgötu
Böðvar Magnússon
Háaleitisútibú Hótel Esju
Sigurður Nikulásson
Miðbæjarútibú Laugavegi 3
Jón Sigurðsson
Seljaútibú Stekkjarseli 1
Halldór Ólafsson
Garðabæjarútibú
Sveinatungu
Viðtöl I aðalbanka annast bankastjórar og aðstoðarbankastjórar
árdegis alla starfsdaga bankans.
BUNAÐARBANKINN
TRAUSTUR RANKI
Moritz W. Sigurðsson
Mosfellsútibú
Varmá