Tíminn - 15.07.1982, Page 7

Tíminn - 15.07.1982, Page 7
FIMMTUDAGUR 15. JULI1982 erlent yfirlit erlendar fréttir ■ ÞAÐ hefur sýnt sig undanfarna daga, að Bandaríkjastjórn gengur illa að hafa taumhald á ísraelsstjórn í sambandi við umsátrið um Beirút. Þó ber að viðurkenna, að ísraelsstjórn virðist nú taka meira tillit til Bandaríkjanna en á meðan Haig var utanrikisráðherra. Bandaríkjastjórn hefur reynt eftir megni að fá ísraelsstjórn til að fallast á vopnahlé i Beirút meðan samið væri um brottflutning þeirra '5000-6000 skæruliða FrelsishreyfingarPalestinumanna,PLO, sem hafast við i vesturhluta borgarinnar. ísraelsstjórn hefur fallizt á slikt vopnahlé, en hvað eftir annað rofið það og hafið skyndiárásir, sem stundum hafa leitt til harðra bardaga. Fyrir atbeina Bandarikjanna hafa ísraelsmenn hætt þessum áhlaupum og heitið því að nýju að halda vopnahléð meðan Bandaríkja- menn teldu von um samninga. ísraelsmenn hafa afsakað sig með því, að Palestinumenn hafi byrjað árásirnar. Þetta þykir þó heldur ósennilegt, eins og staða Palestínumanna er. Hitt þykir líklegra, að ísraelsmenn hafi njósnara meðal Palestínumanna og fái frá þeim upplýsingar um, hvar helzt muni snöggir blettir á vörn Palestinumanna. Arafat ræðir við skæruliða i Beirút. FORUSTA um samkomulagsumleit- anir hefur fyrst og fremst verið i höndum Bandaríkjamanna og hefur Philip Habib stjórnað þeim. Hann hefur rætt við alla viðkomandi aðila, nema fulltrúa PLO, en leiðtogar múhameðstrúarmanna i Líbanon hafa flutt boð á milli. Segja má, að þannig hafi komizt á óbeint samband milli PLO og Banda- ríkjastjómar og mun ísraelsstjórn engan veginn geðjast að því. Leiðtogar PLO munu hafa fallizt á brottflutning skæruliðanna frá Beirút, en þó með vissum skilyrðum. Þeir munu m.a. vilja fá fulla tryggingu fyrir því, að ekki verði hafnar árásir á þá meðan á brottflutningnum stendur, en þeir vilja fara landleiðina til Sýrlands. í því sambandi hefur verið rætt um stofnun sérstakrar alþjóðlegrar friðargæzlusveitar, sem hafi umsjón með flutningnum, og hafa bæði Banda- ríkjamenn og Frakkar boðizt til að taka þátt í henni. Leiðtogar Palestínumanna og ísraels- manna munu mjög ósammála um, hvemig slík friðargæzlusveit skuli mynd- uð og hvemig brottflutningnum skuli hagað. Þetta er eitt þeirra atriða, sem enn hefur ekki náðst samkomulag um. ísraelsstjóm mun helzt vilja, að Bandarikjamenn skipi gæzlusveitina einir og að hún verði áfram við gæzlustörf í Libanon. Þessu andmæla leiðtogar PLO, og ekki mun heldur fást samþykki Bandaríkjaþings fyrir þessu. Sovétmenn hafa einnig mótmælt þessu. Þá munu leiðtogar PLO vilja fá að hafa áfram skrifstofu i Beirút og að einhver hluti skæruliðanna gangi sem herdeild í her Líbanons. ísraelsstjórn er ófáanleg til að fallast á þetta. Annars eru frásagnir af þeim hug- myndum, sem rætt hefur verið um í sambandi við brottflutning skærulið- anna, ógreinilegar og oft ruglingslegar, sem stafar af því, að fréttamenn hafa ekki fengið Ijósar upplýsingar og oft orðið að geta sér til og byggt á óstaðfestum sögusögnum. Það virðist George P. Shultz. þó sennilegt, að hinar ýmsu hugmyndir, sem uppi hafa verið, hafi strandað á deiluaðilum á vixl. SITTHVAÐ virðist benda til þess, að samningaumleitanir hafi gengið tregara en ella vegna þess, að Shultz er enn ekki tekinn formlega við utanríkisráðherra- embættinu. Áður en Shultz tekur við því, þarf hann að vera til yfirheyrslu í utanríkismálanefnd öldungadeildarinn- ar og síðan að fá staðfestingu deildarinn- Yfirheyrslurnar hófust í nefndinni í fyrradag, og þótti m.a. koma í Ijós, að Shultz hefur meiri áhuga en Haig á bættri sambúð við Arabarikin og að Palestinudeilan leysist í samráði við þau og fulltrúa Palestinumanna. Það væri ekki ósennilegt, að Arafat og félagarnir hans teldu það frekar hagstætt, að samningamir um brottflutn- inginn frá Beirút drægjust það mikið á langinn, að Shultz væri tekinn við utanríkisráðherraembættinu og gæti beitt sér meira við lausn þessarar deilu. Hann væri liklegri til að leggja fastar að ísraelsstjórn en fyrirrennari hans. ísraelsstjórn mun hins vegar ekki fagna komu Shultz í embætti utanrikis- ráðherra. Því er veralega óttazt, að hún rjúfi vopnahléð áður og láti koma til úrslitaorrustu milli fsraelshers og skæru- liða PLO í Beirút. Enginn efast um getu ísraelshers til að sigra í þeirri styrjöld, en þó ekki án gifurlegs mannfalls og eignatjóns, sem einkum myndi bitna á óbreyttum borgurum. Þeir Begin og Sharon myndu ekki láta slikt blóðbað á sig fá, en öðru máli gegnir um ísraelsmenn almennt. Sam- kvæmt skoðanakönnunum er meirihluti ísraelsmanna þessu andvígur, en þó ekki meira en svo, að þeir Begin og Sharon þykja líklegir til að sigra í þingkosningum, ef þær færu fram nú. Sennilega verður slíkum ógnaratburð- um þvi ekki afstýrt í Beirút, nema Bandarikjastjórn gripi þvi fastar í taumana. Reagan myndi mjög vaxa í áliti, ef hann afstýrði blóðbaði i Beirút. Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri, skrifar íranir ráöast inn í írak: Harðir bardagar og mikið mannfall Biður Arafat eftir að Shuitz taki við? Hörku þarf til að stöðva Begin og Sharon ■ Herir írana réðust yfir landa- mæri íraks í fyrrinótt og síðan hafa fréttir borist af hörðum bardögum og miklu mannfalli sérstaklega í kring- um olíuhöfnina Basra. Útvarpið í Teheran sagði að herir írana hefðu komist marga kílómetra áleiðis inn yfir landamærin, en írakar segja að íranir hafi náð á sitt vald 9 km. svæði í kringum Basra. írakar sögðu ennfremur að árás írana hefði verið stöðvuð í gærmorg- un, er írakar gerðu gagnárás á írana enmannfallvarðmikiðá báðabóga. íranir munu hafa haldið uppi mikilli stórskotahrið á Basra og i hefndarskyni flugu þotur íraka inn i íran og gerðu loftárásir á þrjár borgir þar. Meðan á þessum bardögum stóð var útvarpað til Iraka boðskap frá leiðtoga íran Khomeini, þar sem hann hvetur þá til að hrinda stjórn Saddam Hussein. Bandaríkjastjóm hefur látið í ljós áhyggjur út af þessu striði og segjist reiðubúin að hjálpa öðrum ríkjum á þessum slóðum til að tryggja betur öryggi sitt. í yfirlýsingu frá Hvíta húsinu sagði að Bandaríkin myndu verða hlutlaus i þessu stnði. írakstjórn hefur aðvarað olíufélög um að sigla ekki til irönsku oliuhafnarinnar á Khark-eyju. Ef þau geri það munu skip þeirra verða fyrir árásum flughers íraka. Tals- maður íraska hersins i Bagdad sagði aö tmgherinn hefði gert loftárásir á eyna í gær, sem svar við stórskota- hríð írana á skotmörk innan Irak. Eþíópíumenn raðast inn í Sómalíu ■ Diplómatar i Sómaliu hafa sagt frá innrás hermanna frá Eþíópíu inn i landið. Þeir segja að herlið, sem telji um 9000 manns, hafi tekið tvö þorp rétt innan landamæra Sómaliu. Hermennirnir eru sagðir að mestu frá Eþíópíu, en telji einnig nokkra sómaliska uppreisnarmenn. Útvarp uppreisnarmanna í Sóma- liu segir að herliðið sé eingöngu skipað mönnum frá þeim og sé ætlunin að hertaka tvær héraðshöf- uðborgir. Ef þetta tekst mun eini vegurinn á milli norður og suðurhluta Sómalíu verða lokaður. Einn diplómatanna sagði að herlið Sómaliu gerði sitt besta gegn brynsveitum og flugher Eþiópíu, en hefði hinsvegar næstum engin vopn eða birgðir. Stjórnin í Eþiópiu hefur neitað þvi að eiga þátt i þessari árás og kallar fréttir um slikt lygar stjómar- innar í Sómalíu sem vilji beina at- hygli þegna sinna frá erfiðu efnahags- ástandi innanlands. Líbanonstjórn: Erlenda heri burt ■ Líbanonstjóra hefur sett fram kröfu um brottflutning allra herja ísraelsmanna, Sýrlendinga og PLO- manna frá landinu. 1 yfirlýsingu sem gefm var út eftir ríkisstjómarfund í gær segir ennfremur að upp verði komið alþjóðlegri hersveit til að sjá um brottflutning PLO manna frá vesturhluta Beirut, og að dreifa ætti hersveitum Libanonsher um allt landið. Leiðtogi PLO Arafat sagði fyrr um daginn í yfirlýsingu að þögn margra þjóðarleiðtoga heimsins um árás ísraelsmanna væri hræðileg, en á ■meðan hann flutti yfirlýsingu sina flutu þotur ísraelshers Iágt yfir Beirut. Vopnahlé það sem komið var á sl. sunnudag virðist halda ennþá. ■ Pólland: Pólska stjómin hefur gefið mörgum, sem setið hafa inni vegna herlaganna, leyfi til að flytjast til Bandaríkjanna. Fjöldi þeirra sem fá að fara mun verða takmarkaður, en talsmaður stjórnarinnar i Póllandi sagði að svo gæti farið að meðlimir Einingar yrðu meðal þeirra sem mættu flytjast á brott. Enn eru um 2000 félagar samtakanna lokaðir inni. ■ Argentina: Síðustu stríðsfangar Breta á Falklandseyjum hafa snúið heim, þeirra á meðal fyrrum herstjómandi eyjanna Menendez hershöfðingi. Búist er við að hann þurfi að svara erfiðum spuraingum yfirmanna sinna um ástæður þess að Bretum gekk svo vel að taka eyjamar aftur.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.