Tíminn - 15.07.1982, Side 9
■ „Við blasir ört vaxandi vígbúnaður um
allan heim. Þrátt fyrir ótal alþjóðlega
fundi og ráðstefnur um afvopnun hefur
ekki tekist að veita þessari þróun viðnám,
hvað þá snúa henni við. Það er því von að
menn spyrji nú hvert stefni“, segir dr.
Gunnar Kristjánsson í þessu erindi sínu,
sem hann flutti á nýafstaðinni prestastefnu
á Hólum í Hjaltadal. Síðari hluti erindisins
birtist í blaðinu á morgun.
Fyrri
hluti
deilt hart og margir bent á, að slík
afstaða geri það eitt að kalla á aukinn
vigbúnað Sovétmanna - svo lengi sem
efnahagur þeirra þoli. En hvernig sem á
málið er litið er hér um að ræða þá þróun
í magni vigbúnaðar, sem nú er orðin
býsna þekkt og fram fer i skjóli
hugtaksins „vígbúnaðarjafnvægi“, þar
sem hvor aðilinn um sig sakar hinn um
að hafa náð forskoti í vígbúnaði til þess
siðan að auka sinn eigin vígbúnað.
Um vígbúnaðarjafnvægið hefur eðlis-
fræðingurinn og heimspekingurinn Carl
Friedrich von Weizáker þetta að segja:
„Hið sigilda vandamál vigbúnaðarjafn-
vægisins er það, að annar aðilinn ásakar
hinn um að reyna að ná forskoti i víg-
búnaði. Þessu er yfirleitt haldið fram á
áberandi hátt. Þegar tveir andstæðingar
vantreysta hvor öðrum er hvor þeirra
um sig þá aðeins öruggur er hann veit
sig sterkari en hinn. Þetta skilyrði, að
hvor um sig sé sterkari en hinn er ekki
hugsanlegt að uppfylla". Annar máls-
metandi sérfræðingur i þessum málum,
prófessor Christian Hacke við Háskóla
sambandshersins i Hamborg segir:
„Stjómmálamenn hafa alltaf notað
hugtakið vigbúnaðarjafnvægi sem bar-
áttuhugtak. Þegar menn höfðuðu til
vígbúnaðarjafnvægisins þá voru þeir
ævinlega að reyna að ná undirtökum á
vígbúnaði".
Á það hefur einnig verið bent, að
hemaðarlegur styrkleiki verði ekki
eingöngu dæmdur út frá fjölda vopn-
anna. Fleira verði að taka með í
reikninginn. Hér kemur til greina gæði
vopnanna, tæknileg fullkomnun þeirra,
stærð, nákvæmni, staðsetning (t.d.
hvort eldflaugar eru á landi, í lofti eða
í kafbátum, hvort þær em á föstum eða
hreyfanlegum pöllum o.s.frv.). Land-
fræðileg staða sérhvers ríkis og hem-
aðarbandalags skiptir vemlegu máli.
Sömuleiðis trúfesti bandalagsrikjanna
(lepprikjanna) við risaveldið, innri
stöðugleiki i hemaðarbandalagsríkj-
unum (efnahagsástand o.fl.).
Beinn herstyrkur hemaðarbandalag-
anna beggja er að mati alþjóðlegra
friðarrannsóknastofnana nú þegar yfir-
drifinn. Þegar litið er til vígbúnaðar
risaveldanna í heild hefur hann um
langan tima verið „nægur" og hefur
aukist langt umfram það. Sú kenning,
sem McNamara, þá vamarmálaráðherra
Bandaríkjanna setti fram, 1967 og
kennd er við hann, fólst í þvi, að
Bandarikin hefðu yfir að ráða nægjan-
legum vopnum til þess að geta lagt
Sovétríkin í rúst jafnvel eftir vel
heppnaða fyrstu árás Sovétríkjanna á
Bandaríkin. Kenningin fólst í því, að
tortima þyrfti fimmtungi til fjórðungi
íbúanna og leggja helming iðnaðarins í
rúst. Hér er um að ræða reikningsdæmi,
sem er á þessa leið: Til þess að unnt sé
að framkvæma ofannefnt verkefni þarf
432 sprengjuhausa, sem hver um sig er
um 50 KT (kilótonn, sprengjan sem
varpað var á Hiroshima var 12,5 KT)
eða 65 sprengjuhausa, sem hver um sig
er 1 MT (megatonn). Nú hefur
Atlantshafsbandalagið yfir að ráða
kjarnorkuvopnaforða, sem er margfalt
þetta magn. Sé miðað við, að árás sé
gerð á Evrópu og meginhluta vígbún-
aðarins tortimt hafa enn reiknað út,
að jafnvel eftir slika árás eigi Evrópa
eftir a.m.k. 340 kjamorkusprengjur
(t.d. í kafbátum og víðar), sem jafngilda
82 MT.
Og það magn nægir til þess asð leggja
Sovétríkin i rúst - og þá eru enn eftir öll
vopn i Bandarikjunum, Kina og viðar,
sem eiga alls kostar við þær leifar, sem
þá kynnu að vera eftir.
Spumingamar, sem nú heyrast æ oftar
eiga því fullkominn rétt á sér 1) Hver
er tilganguriim með auknum vigbúnaði
- og 2) hver er drifkrafturinn i hinni
óstöðvandi vopnaframleiðslu?
Við blasir ört vaxandi vigbunaður um
allan heim. Þrátt fyrir ótal alþjóðlega
fundi og ráðstefnur um afvopnun hefur
ekki tekist að veita þessari þróun
viðnám, hvað þá snúa henni við. Það er
þvi að menn spyrji nú hvert stefni.
Friðarrannsóknarstofnanir viðs vegar
um heim hafa bent á að Evrópa hafi nú
þegar yfir að ráða yfirdrifnu magni
kjamorkuvopna. Þær hafa einnig bent
á, að uppsetning hinna fyrirhuguðu 572
bandarisku eldflauga á evrópskri gmnd
sé sams konar ögmn við Sovétrikin og
uppsetning sovéskra eldflauga var á
Kúbu 1962. Ögiunin felst i því, að annað
risaveldið setur upp eldflaugar í banda-
lagsríki og getur á þann hátt ógnað
þvi með kjamorkuárás. Þá benda þær á,
að sú þróun i tæknibúnaði, sem nú er
komin fram á sjónarsviðið merki í raun
endalok ógnarjafnvægisins.
Þróun hemaðarkenning-
anna.
Ógnarjafnvægið byggir á því, að
kjamorkuvopn fæli andstæðinginn frá
árás, styrkleiki vopnanna komi i veg
fyrir stríð. Bandaríkin hafa miðað við
það að tryggja öryggi Evrópu með því
að svara árás á hana með kjamorku-
vopnum, þar er á ferð hin svonefnda
MAD kenning (mutual assured destmct-
ion), sem gerð var að opinberri
hemaðarkenningu Atlantshafsbanda-
lagsins árið 1957 (þessi „kenning" kom
fyrst fram árið 1954 i tíð John Foster
Dulles). Þegar Sovétmenn eignast kjarn-
orkusprengjuna á fyrri hluta 6. áratugar-
ins og hefja uppbyggingu eldflaugakerf-
anna verður MAD smám saman ótrú-
verðug kenning. Þ.e.a.s. eigi samningur
Atlantshafsbandalagsríkjanna að gilda i
striði merki það í raun - verði ráðist á
Evrópu - að Bandaríkin fremji sjálfs-
morð til vamar Evrópu, þ.e.a.s. árás á
eitt bandalagsríki verði svarað af þeim
öllum og þá með „massivri" árás. Þá er
það McNamara, sem setur fram kenn-
inguna um sveigjanleg viðbrögð (flex-
ible responce), sem var tekin upp í árslok
1967 sem opinber hernaðarkenning
Atlantshafsbandalagsins. í henni felst,
að árás úr austri verði svarað á
viðeigandi hátt, jafnvel með kjamorku-
vopnum. Með því hefur NATO lýst yfir
því, að það muni ef svo ber undir beita
kjamorkuvopnum af fyrra bragði.
Við þessari þróun vara friðarrann-
sóknarmenn sterklega eins og fram
kemur í orðum hins þekkta og virta
friðarrannsóknarmanns Alfred Mecht-
ersheimer: „í friðarrannsóknum nú-
tímans ríkir svo til samdóma álit allra
um eitt: Það er uggvænleg tilhneiging til
þess að gera kjamorkuvopn hæf til þess
að heyja takmarkað stríð. Kjamorku-
strið blasir við geri menn sér í
hugarlund, að unnt sé að takmarka það
við hemaðarmannvirki eða einstök
skotmörk“. Hann bendir á hina vaxandi
stríðshættu, sem af þessu leiðir og segir:
„Helsti andstæðingur umræðunnar um
friðarpólitfk er fáviskan, sem lokar
augum manna fyrir ört vaxandi stríðs-
hættu“. En reyndar er það vitundin um
þessa hættu, sem hefur vakið almenning
á Vesturlöndum, austan hafs og vestan
til ábyrgðar og umhugsunar.
Öryggisleysið sem af
vopnunum stafar
Þær hættur, sem felast i hinum
vaxandi vigbúnaði em m.a. þessar: 1)
Þau vopn, sem til umræðu em nú og
hugsuð em til varnar em i raun
fullkomin árásarvopn, sem gefa and-
stæðingnum aðeins um 4 mínútna
fyrirvara til viðbragða, m.ö.o. vamar-
leysi hans er algjört, ógnunin yfirstígur
öll takmörk, hún kann af þeim sökum
að kalla hann til örvæntingarfullra
andsvara, gæti látið sér til hugar koma,
að betra væri að vera fyrri til. 2)
Hugsunin um mannleg mistök er
áhættuþáttur, sem ekki verður framhjá
gengið. Aðeins litinn neista þarf til þess
að kveikja í hinni miklu púðurtunnu. 3)
Þegar rætt er um hugsanlegt upphaf
þriðju heimsstyrjaldarinnar hefur mönn
um orðið æ tíðræddara um að það kynni
að verða með þeim hætti, að risveldin
drægjust inn í tiltölulega lítil hernaðar-
átök i þriðja heiminum t.d. sem siðan
leiddu til stigmagnandi þróunar uns ekki
yrði aftur snúið. 4) Loks benda menn á
þá miklu hættu, sem felst í útbreiðslu
vígbúnaðar til þriðja heimsins og þeir
benda á, að með skömmum fyrirvara eru
um 35 riki i stakk búin að framleiða eigin
kjarnorkuvopn.
Allir þessir þættir málsins beina
sjónum manna og áhyggjum að vígbún-
aðinum sjálfum og þá fyrst og fremst
kjamorkuvigbúnaðinum. Menn spyrja
um eðli hans, um vopnaframleiðsluna og
vopnasöluna, sem hvort tveggja virðist
hafa náð að hasla sér völl i innviðum
margra vestrænna þjóðfélaga.
Kostnaður við vígbúnað
Og vigbúnaður er ekki ókeypis. í
hinni ítarlegu skýrslu sem kennd er við
Willy Brandt segir, að fleiri vopn geri
mannkynið ekki öruggara heldur aðeins
fátækara. Og margir hafa sýnt fram á
tengsl vigbúnaðarins við efnahagskerfi
þjóðanna. Vígbúnaðurinn hefur haml-
andi áhrif á lausn tveggja stærstu
vandamála mannkynsins, hungur og
mengun. Hvort tveggja eykst dag frá
degi þar sem uggvænlegri þróun hefur
ekki tekist að snúa við i þeim efnum. Sú
óarðbæra fjárfesting, sem til vigbúnaðar
rennur um allan heim tefur fyrir lausn
þessara mála. En hvort tveggja, ekki sist
hungrið i heiminum og það óréttlæti sem
víðsvegar um heiminn er haldið við með
hervaldi, mun siður en svo tryggja frið
á þessari jörðu þegar til lengri tíma er
litið. Friður og réttlæti eru nátengd
hugtök og er hið siðamefnda raunar
forsenda hins. Hinn kunni hollenski
guðfræðingur Edward Schillebeeckx
hefur komist svo að orði: „Andspænis
þeirri staðreynd, að allar þjóðir heimsins
eru meira eða minna orðnar háðar hver
annarri bæði félagslega og efnahagslega
er ábyrgð af okkar hendi innihaldslaust
orð ef við hugsum eingöngu út frá okkar
nánustu hagsmunum... Við verðum að
spyrja okkur, að hve miklu leyti athafnir
okkar bera vitni um ábyrgð fyrir öllum
mönnum á þessari jörð... Mikilvægasta
atriðið þegar friðarpólitík er annars
vegar er að vinna að réttlæti hvarvetna
i heimnum en einblína ekki eingöngu á
afvopnun".
Sú staðreynd, að tíundi hver maður
er atvinnulaus i iðnþróuðum ríkjum og
þriðji hver í þriðja heiminum á að mati
margra hagfræðinga rót sina að rekja til
hinnar óarðbæru fjárfestingar vigbún-
aðarins, sem tekur brauðið frá böm-
unum og sópar gróðanum til þeirra fáu,
sem njóta afraksturs framleiðslunnar.
Hinn siðferðislegi
kostnaður
Hinn siðferðislegi kostnaður kjam-
orkuvigbúnaðar er jafnvel enn meiri en
sá kostnaður, sem nefndur hefur verið.
Kjamorkuvígbúnaður gerir alla, sem að
honum standa og að honum stuðla i
orði, verki eða með þögninni að
ábyrgðarmönnum hugsanlegrar út-
þurrkunar milljóna manna.
Við, ibúar hinna kristnu vesturlanda
höfum alist upp við þá grundvallarhugs-
un, að lifið sé heilagt og af þeim sökum
látið það sitja í fyrirrúmi að lina
þjáningar manna, læknað sjúkdóma
með ótrúlegri hugkvæmni og oft á tíðum
aðdáunarverðri fómfýsi og varið fé til
þessara hluta - með annarri hendi. En
með hinni hendi höfum við látið fé
streyma til vígbúnaðar og lýst okkur
reiðubúin að gegna hlutverki fjölda-
morðingja i kjamorkustriði. Með þvi
vanhelgum við ekki aðeins líftð heldur
metum við það einskis þegar allt kemur
til alls. Enski biskupinn John Robinson
segir: „Á einhvem hátt hefur sú hugsun
náð að menga andrúmsloft á vesturlönd-
um, að ef svo ber undir og hemaðarleg
rök hníga i þá átt, þá megi útrýma öllu
líft á þessari jörð“.
Þessi vitund hefur ekki hvað síst
gripið um sig í Mið-Evrópu og þá ekki
hvað minnst i þvi landi, sem tvisvar
hefur verið lagt i rúst á þessari öld,
Þýskalandi. Lútherski presturinn, sr.
Heinrich Albertz í V.-Berlín og fyrrum
borgarstjóri i þeirri borg, hefur orðað
þetta á eftirfarandi hátt: „Við viljum
vita, hvað er á seyði og hvað er i
vændum. Er það rétt, að strið í Evrópu
mundi þýða útrýmingu lands okkar og
alls lífs, sem þar þrífst? Er það rétt, að
vamir eigi sem sagt að kosta útrýmingu
alls þess, sem við höfum verið að byggja
upp? Er það rétt, að þrátt fy rir þetta sé
ekki gert ráð fyrir neinni vörn fyrir hinn
almenna borgara, ekki einu sinni
læknishjálp? Ef það er allt saman rétt
og ég óttast, að enginn geti sýnt fram á
annað, hvað merkir þá það öryggi, sem
risaveldin hafa að bjóða V. og A.-Þýska-
landi?“