Tíminn - 15.07.1982, Síða 11
10
FIMMTUDAGUR 15. JÚLÍ1982
11
Bændur-verktakar
14 M. LYFTIHÆÐ
Tek að mér málun,
murþéttingar og fieira.
Viðgerðir
# Súrheysturnar
# Fjölbýlishús
# Hvað sem er
Geri tilboð í stór og
smáverk. Útvega allt
efni.Áralöng reynsla.
KJARTAN
HALLDÓRSSON
Upplýsingar í síma 99-3863 á kvöldin
ÍSÉRTÍLBÖÐÍj
* ! 1 . ' Búvélavarahlu FAHR Fjölfætlutindar . . . kr. 30,- Heyþyrlutindar Kuhn . . . kr. 33,- Heyþyrlutindar Fella . . . . kr. 33,- Heyþyrlutindar Claas . . . kr. 33,- Múgavélatindar Vicon . . . kr. 9,- Múgavélatindar Heuma . . kr. 9,- Sláttuþyrluhnifar FAHR . . . kr. 4,- Sláttuþyrluhnifar PZ . . . . kr. 7,- Lægsta verð á tindum og hnífum í búvélar Gerið hagkvæm innkaup tir gjl
p \ ÞÚRf ’ SÍMI B1500-ÁRMLILAni
Steinsteypusögun
Tökum að okkur allar tegundir at steinsteypu-
sögun, svo sem fyrir dyrum, stigaopum,
fjarlægjum steinveggi.
Hverjir eru kostirnir? Það er ekkert ryk, enginn
titringur, lítill hávaði, eftirvinna nánast engin, og
verkfræðiþjónusta fyrir hendi.
Véltækni h. f.
Nánari upplýsingar í síma 84911.
Egjeberg baggavagn
Til sölu lítið notaður Egjeberg baggavagn 130
bagga.
Hjalti Guðmundsson, Vesturhópsstöðum V-
Húnavatnssýslu.
■ Teitur Arnlaugsson, fiskifrxðingur. Gildran i ósnum lætur ekki mikið yfir sér,
en á þó að fanga öll verðmætin. Timamynd: JSG
Hafbeitarstöð með 67
þúsund seiðum í Fljótum:
slepping
á landinu
■ „Það má segja að það sé orðin mikil
alvara í þessari tilraun sem við erum að
gera hérna. Við vinnum með mikið
seiðamagn, erum með merkingar á
seiðum, og höfum síðan komið fyrir
gildru i ósinn á vatnakerfinu, þannig að
það næst til alls þess fisks sem gengur
upp. Við þessar aðstæður er hægt að
meta tölulega hver árangur verður. Það
er ekki annað hægt að sjá en að hér séu
góðar aðstæður til hafbeitarbúskapar.“
Teitur Amlaugsson, fiskifræðingur,
stendur á bökkum Hófsvatns í Vestur-
Fljótum i Skagafirði, og fræðir okkur
um viðamikla laxarækt, sem nýhafin er
í vatninu. Hann er nýkominn úr
morgunferð á milli þeirra fjórtán
flotkvía, sem seiðin dvelja i i vatninu,
og segist eiga tvær ferðir til viðbótar eftir
þann daginn, til fóðmnar og eftirlits.
Hann heldur áfram:
„Þetta er fyrsta árið sem við emm með
seiði hér i Hófsvatni. Þessi tilraun okkar
á sér hliðstæður annars staðar, t.d. i
Lárósi og i Ólafsfjarðarvatni, en þó
verður hér i sumar stærsta slepping á
landinu til þessa. Við sleppum 67
þúsund seiðum.“ Hvað hefur mestu
verið sleppt áður? „Það hefur verið á
milli 30 og 40 þúsund seiðum."
Á hverju byggist ræktunin?
„í sjálfu sér erum við að taka seiðin
úr eldistöðvum óvenju snemma í þessar
flotkviar, til að aðlaga þau vatnakerfinu
hér, og tryggja bestu mögulegar endur-
heimtur hingað. Á þessum tíma ævi-
skeiðsins em seiðin fýrst að skynja
umhverfi sitt, fara í svonefndan göngu-
búning. Eftir þrjár til fjórar vikur er
þeim svo sleppt i sjóinn."
Nú er þetta alveg við sjó. Er einhver
selta í því vatni sem seiðin eru alin?
„Nei, það er eingöngu ferskt vatn. í
Lárósi hafa þeir verið að sleppa fyrst i
hálfsalt eða salt vatn og fengið mjög
góðar endurheimtur. En það sama hefur
fengist með einungis fersku vatni, t.d. i
Kollafirði."
Hvað gerið þið ykkur vonir um miklar
endurheimtur?
„Það er nú það sem mest ríður á, en
um það er ógjörlegt að segja nokkuð.
Þetta er enn á tilraunastigi og þau seiði
sem við erum að sleppa af misjöfnum
gæðum, en við yrðum ánægðir ef við
næðum 5-7% endurheimtum.
Nú fyrstu tvö árin erum við að vinna
með seiði úr öðrum ám, en í haust
verður safnað klaklaxi héðan úr Flóka-
dalsánni, og við munum fá alin upp seiði
af laxi þessa vatnakerfis. Við vonumst
eftir að þetta muni gefa okkur verulega
betri endurheimtur.“
Hvenær fer laxinn að skila sér til baka?
„Ef þessi seiði gefa eitthvað svipaða
endurheimtu og náttúrulegir laxastofnar
hér fyrir norðan, þá vonumst við til að
40% af þvi sem endurheimtist skili sér
á næsta sumri, og 60% eftir tvö ár.“
Teitur sagði okkur að lokum að
félagið sem stæði á bak við hafbeitar-
stöðina í Hófsvatni héti Fljót hf., en
aðaleigendur þess eru auk hans sjálfs
veiðifélag heimamanna, Flóki, Samband
islenskra Samvinnufélaga, Kaupfélag
Skagfirðinga, og Guðmundur A. Jóns-
son, aðaleigandi BYKO í Kópavogi,
sem fæddur er og uppalinn i Fljótunum.
Það fer svo ekki hjá þvi að þeir Teitur
og Guðmundur hafi sérstaka trú á
laxeldi á þessum slóðum, þvi þeir eru i
sameiningu á jörðinni Reykjarhóli í
Haganeshreppi að koma upp nýrri
laxeldisstöð.
„Maður bíður bara voðalega spenntur
yfir hvernig til tekst," sagði Teitur um
leið og við kvöddum.
- JSG
■ „Viltu kannski byrja á að sjá hvað
ég hef verið að gera,“ segir Steinþór,
rétt eftir að ég hef tekið af mér útiskóna
og skýrt erindi mitt. Við byrjum þvi á
að fara i vinnustofuna og skoðum
nokkrar myndir. „Annars á ég ekki
mikið núna,“ segir hann afsakandi. „Ég
er nýkominn af sjúkrahúsi, það var verið
að setja nýjan lið i löppina á mér.“
Skyldi heilsan þá áður hafa sett strik i
iðkun listarinnar?
Mér haf ði verið sagt að Steinþór
Eiríksson hefði búið lengi á Egilsstöðum
reyndar lengur en nokkur annar. Hann
hefði lengstan hluta ævinnar rekið
vélaverkstæði í kauptúninu, enda titlar
símaskráin hann enn vélvirkjameistara.
En gesturinn hefur ekki stansað lengi á
heimili hans og konu hans við
Hjarðarhaga á Egilsstöðum þegar hann
sannfærist um að nú á listmálun allan
huga og tíma Steinþórs. Þegar við erum
sestir i stofu fæ ég svo að vita að
starfsskiptin komu ekki til af góðu:
„Það skeði um 1970 að ég missti
heilsuna. Þá snéri ég mér að því að
mála. Góðir vinir minir hér á
Egilsstöðum - Þráinn Jónsson og Þórður
Benediktsson - höfðu hvatt mig til þess.
Kjarklausir ónytjungar
„Ég varð svo snemma spenntur fýrir
þessu," segir Steinþór, eins og til
Egilsstaðir eru nú orðnir 1200 manna sveitarfélag. Árið 1945 voru íbúar fjórir, og Steinþór hafði flutt inn í fyrsta ibúðarhúsið.
byggð, og taldi nauðsynlegt að hafa hér
verkstæði.
Ég fór svo um helgar og á kvöldin að
byggja íbúðarhús, og flutti fyrstur inn í
ibúðarhús héma á staðnum. Ósvald
Nilsen, smiður, byrjaði á undan mér að
byggja, en fór sér hægt. Það voru fjórir
búsettir hér 1945-6, en næstu árin
bættust við þrir og fjórir á ári.
Egilsstaðir voru siðar gerðir að
sérstökum hreppi og varð þá að borga
nágrannahreppunum fyrir tilveru sina,
og er líklega eina sveitarfélagið sem það
hefur þurft að gera.“
Nú málar þú aðallega landslagsmynd-
ir, og ert Austfirðingur i húð og hár. Eru
fyrirmyndimar flestar af Austfjörðum?
„Já, það er nú mest héðan af
Austurlandi. Maður hefur nú oft haft
takmarkaða möguleika til að ferðast,
sérstaklega vegna fótanna. Stærsta
verkið sem ég hef gert, 1,8 x 8 m og er
á Fáskrúðsfirði, er t.d. með svipmyndum
af Austurlandi. Ég kalla það Dagleið."
En nú heyrist hljóð úr horni. „Þið
hafið nú Ljósavatn þarna á veggnum
fyrir framan ykkur." Þómnn kona
Steinþórs hefur setið álengdar en fylgst
með samtalinu og kemur með þessa
ábendingu. Það upplýstist að Þórunn er
EG ER KRONISKUR ADDAANDILANDSINS
— rætt við Steinþór Eiríksson málara, vélvirkja, og frumbyggja á
v
útskýringar. „Það mun hafa verið árið
1926 að ég fékk að fara með, ellefu ára
snáðinn, til Seyðisfjarðar. Það var verið
að ferma kálfakjöt frá Þórsnesi í
Hjaltastaðaþinghá þar sem ég átti
heima. Ég sá þá litakassa í búðinni hjá
Jóni G. Ég átti þrjár krónur, en kassinn
kostaði tvær. Ég keypti kassann og fékk
átta arkir með.
Ég fékkst dálítið við þetta fram um
þrítugt. En þá fór ég að stunda
verkstæðisrekstur og hætti næstum alveg
að mála, nema hvað ég átti svolitið við
leiktjaldamálun áfram.
En sem sagt: fyrstu sýninguna hélt ég
í Hamragörðum i Reykjavík árið 1973.
Þessu var þar tekið mjög vel - menn
fyrirgáfu mér viðvaningsskapinn - og ég
seldi upp. Þá fór ég nú að taka mig
saman í andlitinu. Nú hef ég haldið í allt
fjórtán sýningar - Ég hef fengið mikla
bót á heilsunni.
Sennilega hefur mig alltaf iðrað þess
að hafa ekki snúið mér að þessu sem
ungur maður, og lært, en ég hef aldrei
lært neitt. En það var ekki svo auðvelt
hér um slóðir á þeim tima. Flestir litu á
málun sem dútl, og þeir sem fengust við
hana voru i þeirra augum kjarklausir
ónytjungar. Menn vissu ekkert hvað
myndlist var. Hér var þó í okkar
nágrenni, á Borgarfirði eystra, sá maður
sem hefur verið mest umtalaður i
og rigning, þá kom hann til min og við
ræddum saman. Litið um myndlist, mest
um lífið og tilveruna."
Það er ekki annað hægt en að láta eina
sögu af Kjarval fljóta með.
„Kjarval var nú þekktur fyrir
skemmtileg tilsvör. Við vorum einu
sinni boðnir i veislu hjá Sveini á
Egilsstöðum, séra Pétur i Vallanesi,
Þorsteinn kaupfélagsstjóri, Kjarval og
Fyrstur í hús
Ég hjó eftir því, Steinþór, að þú segist
aldrei hafa lært neitt. Hvemig má það
vera með vélvirkjameistara?
„Ég fékk nú leyfi til að taka próf, og
fékk svo meistararéttindi út á það. En
ég hef aldrei verið í skóla, nema fjóra
mánuði i farskóla. Ég lærði þó snemma
að lesa, og það er nú undirstaðan. Síðan
var ég sjálfur lengi að grúska í málum.
■ Steinþór hafði nýlokið við þessar tvær myndir. Önnur er af Fljótshciðinni, en hin af „uppdiktuðu“ stemmningarlandslagi.
■ Steinþór sýnir okkur Gálgaklett á Egilsstöðum. Þar vom sakamenn áður fyrr
teknir af lifi á gálga, þar á meðal Valtýr á grænni treyju - sem reyndar var dæmdur
saklaus ef marka má skáldsögu Jóns Bjömssonar. Við klettinn hafa Egilsstaðamenn
byggt kirkju sína, og þótti mörgum staðarúrvalið óviðeigandi. „Ég sagði að mér
þætti það bara vel til fundið,“ sagði Steinþór „að byggja tákn miskunnar og friðar
þar sem áður rikti ofbeldi. Það væri að sættast við fortiðina.“
myndlist hér á landi, en varð til allrar
guðsblessunar aldrei heimsfrægur, svo
við höfum mátt halda verkunum hans.“
Kjarval og lystin
Þú átt við Kjarval?
„Já. Ég þekkti Kjarval nokkuð. Ég
kom til hans fyrst af forvitni á vinnustofu
hans fyrir sunnan, og þegar hann kom
hingað austur til að mála, og var þoka
ég. Séra Pétur snéri sér þar að Kjarval,
og sagði:
„Getið þér sagt mér, meistari Kjarval,
hvað er list?“
Kjarval hafði nú alltaf imugust á að
vera ávarpaður meistari. En hann
svaraði að bragði:
„Hafið þér nokkurn tíma borðað á
Hótel K.B. á Reyðarfirði?"
Jú, hinn hafði það.
„Það er lyst,“ sagði þá Kjarval.
En ég hef aldrei komið i iðnskóla - nema
ég kenndi þar einn vetur.“
Þú gerðist fmmbyggi á Egilsstöðum?
„Ja, sumarið 1944 var byrjað á
byggingu sjúkrahúss og dýralæknisbú-
staðar hér. Vorið 45 biður Sveinn bóndi
á Egilsstöðum mig að leggja vatns og
hitunarkerfi í þessi hús. Þetta varð til
þess að ég settist hér að. Sveinn bauð
mér aðstöðu, sá fyrir að hér myndi vaxa
einmitt upprunnin á Ljósavatni í
Þingeyjarsýslu.
Krónískur aðdáandi lands-
ins
„Ég er eiginlega krónískur aðdáandi
landsins okkar,“ heldur Steinþór áfram.
„Mig langar aldrei að taka mér penna í
hönd utan {slands. Þar getur verið
fallegt, en ég hef enga löngun til að móta
það i mynd.
Höfuðviðfangsefni mitt er íslenska
grjótið. Og svo ekki síst gróðurinn, eins
og hann er margfléttaður viða.
Ég sæki lika oft myndefni í Ijóð. Ef
mér finnst ég eitthvað þungur, finnst
vera eitthvað dauft i kringum mig, þá
grip ég gjarnan til Einars Ben., eða
einhvers af okkar þjóðskáldum. Þá er
eins og maður fái örvun.
Þeir voru á undan sinni samtið þessir
menn. Tökum t.d. Jónas og Gunnars-
hólma, þar hefur hann sig til flugs. Eins
var það svo með kolsvart bmnahraunið,
sem Kjarval gerði frægt.“
Það er auðheyrt að Steinþór hefur
sérstakt dálæti á Einari Ben., og er vel
heima i skáldskap hans. Spyrjandinn
verður að játa að hafa ekki náð niður
hendingum og erindum sem flogið hafa
yfir á meðan á samtalinu hefur staðið.
Það er skoðun Steinþórs að listin sé ein,
þó margslungin:
„Myndlistin er margvísleg. Einn
þátturinn er arkitektúr. Myndirnar em
í húsaliki. Annað er garðyrkja. Og svo
skreytingar á húsum - ég hef nú aðeins
borið þær við, við Búnaðarbankann
héma í þorpinu."
Vitum h'tið
Það er komið að lokum samtalsins.
Það er eins og i lokin vilji Steinþór deila
einhverju af reynslu sinni og hugmynd-
um með óreyndum blaðamanni þegar
hann segir:
„Til að lifa vel i okkar landi þurfum
við að temja okkur hófsemi i neyslu og
skoðunum.“ Hvað á hann við með þvi
síðanefnda? „Hvorki að gleypa þær
hráar né fordæma þær.
Svo held ég að það sé eitt svið sem
við verðum að gæta okkur á. Við
verðum að gera okkur grein fyrir hvað
við vitum lítið.“
- JSG