Tíminn - 15.07.1982, Qupperneq 12
FIMMTUDAGUR 15. JÚLÍ 1982
■ Dawn Nethe'
wood, 21 árs, er
heims - silfurmet-
hafi í judó. Hún
segist nota mikið
fætur og handleggi
við árásir á andstæð-
ingana og öll tog-
streitan og áflogin
herði vöðvana, ein-
kum magavöðva,
svo maginn er alveg
flatur, - en vegna
vöðvanna hef ég
ekki mjótt mitti.
Mig klæðir vel að
vera í pilsi (stuttu)
og jakka.
■ Múlakaffi er fjölskyldufyrirtæki og
starfa við það auk Stefáns eiginkona
hans Jóhanna Jóhannesdottir og
synimir Jóhannes og Ingvar.
(Timamynd ARI)
■ Hlauparinn Jo-
yce Smith, 44 ára,
er best í kvenna -
flokki í Bretlandi í
Maraþonhlaupi.
Eins og allir lang-
hlauparar er hún
grönn og sinaber.
Hún segist kunna
best við sig í
síðbuxum og jakka,
en flest föt klæði
sig, - ef þau eru
ekki mjög flegin
eða ermalaus, því
handleggir Joyce
eru svo mjóir og
renglulegir.
■ Skautastúlk-
an Karen
Barber, er 20
ára. Hún varð
nr. 2 í Bretlandi
í listdansi á
skautum. Hún er
lítil og grönn
með fallega
fætur, og þegar
hún puntar sig,
segist hún helst
vilja kjóla með
vídd í pilsi.
Iþróttakonur segja frá
uppáhaldsklæðnaði sínum
Mulakaffi 20 ára:
Þekkt fyrir þorramatinn
og heimilislegan mat
■ Múlakaffí í Hallarmúla hefur verið
rekið i 20 ár. Eigandi fyrírtækisins er
Stefán Ólafsson veitingamaður, en
fjölskylda hans tekur þátt i rekstrinum,
eiginkona hans Jóhanna Jóhannesdóttir
og synir þeirra Jóhannes og Ingvar.
Áður fyrr hafði Stefán verið mat-
sveinn á togurum, en hann hætti á
sjónum og fór að huga að veitingahúsa-
rekstri. I maímánuði 1962 opnaði Stefán
Múlakaffi - kaffiteriuna. Á þessum
árum var fátt um slíka staði í Reykjavík
og fór starfsemin stöðugt vaxandi. Og
Múlakaffi tók fljótt upp aðra matargerð,
en það var framleiðsla á þorramat.
Þorramaturinn varð fljótt geysivinsæll,
en hann krefst mikils undirbúnings og
góðs geymslurýmis. Eins verður að vera
stöðugt og strangt gæðaeftirlit með
súrmatnum.
Matur fluttur á vinnustaði
Þegar afkastagetan í eldhúsi hafði
aukist vegna nýrra tækja, hóf Múlakaffi
að selja heitar máltiðir í þar til gerðum
bökkum til mötuneyta á vinnustöðum
viðs vegar um borgina. Nú skipta þessar
heitu máltíðir hundruðum alla rúmhelga
daga vikunnar, og er starsfólk orðið um
40 manns. Lögð er sérstök áhersla á að
maturinn sé heimilislegur og fjölbreytt-
ur, að sögn Stefáns, eiganda fyrirtækis-
ins.
Endurbætur í tilefni 20 ára
afmælisins
Alltaf koma fram nýjungar, sem eru
til bóta við veitingaþjónustu, og nú í
tilefni 20 ára afmælis staðarins var
ákveðið að gera gagngerðar endurbætur
á öllum útbúnaði. Fyrirtæki í Sviss, sem
heitir Franke, tók að sér að sjá um
framkvæmdir. Nú má segja að hinar
fullkomnustu vélar og tæki, sem kostur
er á, séu í notkun í „kaffiteríu - Iínu“
Múlakaffis.
Þessi nýja tækni er ekki aðeins til góðs
fyrir gesti staðarins - þeir fá heitari mat
og fljótari afgreiðslu - heldur bæta
nýjungamar einnig vemlega vinnuskil-
yrðin fyrir starfsfólkið.
í Múlakaffi er einnig grillhom og
salatbar, og hefur tækjakostur grill-
homsins einnig verið endumýjaður.
Stefán Ólafsson veitingamaður sýndi
blaðamönnum nýlega staðinn eftir
endumýjunina og sagði við það tækifæri
að þama væm í notkun bestu fáanlegar
vélar í Evrópu til veitingarekstrar. Hann
sagði yfir 600 þúsund máltíðir hafa verið
afgreiddar sl. ár. Fastagesti kvað hann
vera um 60 - 70% af viðskiptavinum.
Með nýjum tækjum breyttust allar
aðstæður til hins betra, en Stefán sagði,
að sama afgreiðslu - kerfi væri notað og
áður, og vonandi sama góða sambandið
milli starfsfólksins í Múlakaffi og
viðskiptavinanna.