Tíminn - 20.07.1982, Blaðsíða 3

Tíminn - 20.07.1982, Blaðsíða 3
ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚLÍ 1982. E^aaulimi1. 3 fréttir „HÖRMULEG SJÓN BUSTI VIÐ MÉR” — segir Rúnar Egilsson, einn þeirra sem lenti í slysinu á Vesturlandsveginum. Heppni að sumarleyfi standa yfir hjá Álafossi, annars hefðu verið um 50 manns í rútunni ■ Eins og sjá má er steypubfllinn næstum ónýtur eftir áreksturinn. Ljósmynd S. ■ „Sem betur fer standa nú yfir fri hjá Álafossi. Ef svo hefði ekki verið hefðu verið milli 45 og 50 manns i rútunni og það geta allir gert sér i hugarlund hversu hönnulegt það hefði orðið. Ég treysti mér ekki til að hugsa þá hugsun til enda ,* sagði Rúnar Egilsson, deildarstjóri hjá Álafossi, einn þeirra sem var i rútunni sem lenti í árekstri við steypubfl á Vesturlandsveginum i gærmorgun með hörmulegum afleiðingum. „Þetta var allt svo ruglingslegt að mér er ómögulegt að gera mér nákvæmna greinfyrirþvísemáttisérstað.Ég man þó að ég sat aftarlega í rútunni og við áreksturinn fékk ég smá högg á nefið. Við það virðist ég hafa vankast eitthvað örlítið því næst man ég eftir mér þegar ■ Rúnar Egilsson, einn þeirra sem var í rútunni sem lenti i árekstrinum á Vesturlandsveginum. Tímamynd Ella. Kjartan Jóhannsson um deilu sína við fréttastofu útvarps: „Notar aðstöðu sfna til að ráðast á mig með útúrsnúningi” ■ „Mér finnst nú skörin farin að færast upp i bekkinn þegar rikisútvarpið notar aðstöðu sína til þess að ráðast á mann með útúrsnúningi en fæst ekki til að leyfa manni að bera hönd fyrir höfuð sér“, sagði Kjartan Jóhannsson, form. Alþýðuflokks- ins m.a. er rætt var við hann um hörð orð hans i garð fréttamanns Útvarpsins i útvarpinu um helgina. „Ég var harðorður í garð fréttastofunnar vegna þess að ég tel það vafalaust með öllu að hún hafi brotið reglur sínar um óhlutdrægni og um það að flytja ekki tilgátur, en um þetta eru skýr ákvæði i reglum Ríkisútvarpsins um fréttaflutning. Mér finnst það siðan vera til að bæta gráu ofan á svart að fréttastofan skuli koma sér undan efnislegri umfjöllum um þetta efni, heldur svara með árásum á mig sem byggðar eru á útúrsnúningi. Par á ofan var svo beiðni um að koma mínum rökstuðn- ingi á framfæri í fréttum útvarpsins á sunnudaginn hafnað. Kjartan sagði allt tal um að rætt hafi verið um aðild Alþýðuflokksins að rikis- stjórninni eða nýrri stjórn staðlausa stafi. Ekkert hafði verið til Alþýðuflokksins leitað um slíkt og engar viðræður farið fram, né heldur að þetta hafi komið til umræðu innan flokksins. Fyrir þessu séu heldur engar forsendur, þar sem enginn flokkur hafi gagnrýnt stjórnina og fram- kvæmdir hennar eins harkalega og Alþýðu- flokkurinn. Spurður hvort hann hyggist láta málið ganga lengra, sagði Kjartan: Mér finnst vart hægt að láta við svo búið standa að mönnum sé meinað að bera hönd fyrir höfuð sér þegar á þá er ráðist.“ - Af orðum þinum í útvarpi varð ekki annað ráðið en að Helgi H. Jónsson fréttamaður hafi visvitandi farið með rangt mál i fréttaskýringu sinni um mál þetta? - Ég hafði tvívegis tekið fram í blaðaviðtölum að við könnuðumst ekkert við þetta. Ég taldi því fullvíst að hann hefði lesið blöðin og væri því fullljóst að engar viðræður við okkur hafi farið fram. - HEI „Oröim vanur höruncf- sárum pólitíkusum” ,,sem finnst ég hafa troðið þeim um tær sem fréttamað ur”, segir Helgi H. Jónsson, fréttamaður hjá Útvarpinu ■ „Eg er afskaplega undrandi á orðum flokksformannsins og visa þeim á bug. Hins vegar vekur þetta spumingu um starfsað- stöðu fréttamanna Útvarpsins. Á frétta- stofan aðeins að vera stofnun sera birtir tilkynningar aflientar eða sendar, eða á hún að hafa frumkvæði? Og eiga fréttamenn þá að þurfa að sæta þvi að hörundsárir stjómmálamenn níði af þeim æmna?“ svaraði Helgi H. Jónsson, fréttamaður Útvarpsins, er borin var undir hann gagnrýni Kjartans Jóhannssonar, form. Alþýðuflokksins á fréttaskýringarþátt Hclga í Útvarpinu. Helgi sagði fréttastofuna á undanfömum árum hafa reynt að feta sig nokkuð inn á nýjar brautir. Gera minna af þvi að Iáta mata sig en auka i þess stað eigið frumkvæði við fréttaöflun. Taka t.d. ekki við fréttum af stjómmálamönnum athuga- semdalaust, heldur ganga á þá þegar þörf krefði. Helgi benti á, að öllum sé Ijóst að fari t.d. hugsanlegar breytingar á stjómarsam- vinnu af stað, þá gerist það ekki með formlegum viðræðum, heldur óformlegum þreifingum á milli einstaklinga og þar þurfti jafnvel flokksformenn hvergi að koma nærri. Nærtækasta dæmi um slikt sé t.d. aðdragandi siðustu stjómarmyndunar, sem flestum er enn i fersku minni. „í fréttaskýringu minni tók ég hins vegar enga afstöðu til þess hvort viðræður af þessu tagi hefðu átt sér stað heldur sagði aðeins að þessi hugmynd hefði skotið upp kollinum meðal stjómarliða. Atgangurinn í Kjartani Jóhannssyni minnir helst á skammarhriðina sem dundi á fréttastof- unni frá Vilmundi Gylfasyni í fyrrasumar. Annars er ég orðinn vanur því að hörandsárir pólitikusar, sem finnst ég hafa troðið þeim um tær sem fréttamaður, vandi mér ekki kveðjumar og ég læt þessa vanstillingu formannsins ekki raska ró minni.“ sagði Helgi. „Vel gekk að taka á móti þessu fólki” — segir Haukur Árnason, læknir ég skreið út úr rútunni þar sem hún Iá fyrir utan veginn. Það var hörmulegsjón sem blasti við mér. Svo hörmuleg að í fyrstu hélt ég að slysið væri mikið alvarlegra en það í raun var, “sagði Rúnar. „Það er undarlegt, „sagði Rúnar,“ að þetta er i fyrsta skiptið i heilt ár sem ég tek rútuna upp að Álafossi. Bíllinn minn er á verkstæði og þess vegna notaði ég rútuna. Svona eru örlögin." - Sjó. ■ „Það gekk ágætlega að taka á móti öllu þessu fólki. Enda átti slysið sér stað á dagvinnutima, „sagði Haukur Áma- son, læknir á slysadeild Borgarsjúkra- hússins þegar Tíminn spurðist fyrir um hvemig gengið hefði að taka á móti þeim sem slösuðust i bflslysinu á Vesturlands- veginum, sem sagt er frá á öðrom stað i blaðinu. Haukur sagði að ekki hefði þurft að kalla til starfsfólk sem var í fríi. Hins vegar sagði hann, að ef slysið hefði orðið að kvöld - eða næturlagi, væri ekki víst að eins vel hefði gengið. - Sjó. dsþjonustu Borgarn KtnM Vöruflutnirigamiðstöðvar Heimkeyrsla að kostnaðarlausu alla leið í Borgarnes og nágrenni og austur á Hvolsvöll og nágrenni. Sendum samdægurs á öll Suðurnesin: Fyrir aðra landsmenn pökkum við inn , og sendum ;á vöruflutninga miðstöðvar í Reykj'avík, og að sjalfsögðu að kostnaðarlausu. ÞU KEMUR EÐA HRINGIR -VIÐ SENDUM Sófasett Hornsófí-Leður i ES Sýnishorn af okkar glæsi/ega úrvaii: BARNAHERBERGIÐ OG UNGLINGAHERBERGIÐ fs/ensk framleiðsla: Royal KOMDU, HRiNGDU OG ÞÚ SEMUfí □ V F O □C1 Opið atta laugardaga frá kl. 9-17 Reykjavikurvegi 66 Hafnarfirði Sími 54100 Landsþjónustan

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.