Tíminn - 20.07.1982, Blaðsíða 6
ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚLÍ 1982.
stuttar fréttirl
fréttir
K . .. .. i
íjMÍliSÍÍ,
■ Gamalt og nýtt. Fremst á myndinni sér i horn gamla verslunarhússins,
sem flutt var úr nú í júli. Fyrir ofan stcndur hið nýja 600 fermetra hús sem
rúmar alla starfsemi Kaupfélags Stöðfirðinga á Stöðvarfirði.
Kaupfélag Stödfirdinga:
Nýtt hús und-
ir starfsemina
■ Nýlega tók Kaupfélag Stöðfirð-
inga á Stöðvarfirði í notkun nýtt hús
sem, rúmar alla starfsemi
Kaupfélagsins á staðnum. Að sögn
Kaupfélagsstjórans, Guðmundar
Gíslasonar er húsið um 600 fermetr-
ar á einni hæð. Heildarfjárfestingar-
kostnaður, með uppfærðum vísitölu-
kostnaði, er áætlaður um 5 milljónir
króna.
1 tilefni af 100 ára afmæli
Samvinnuhreyfingarinnar t febr. s.l.
var fyrsti hluti hússins tekinn í
notkun - þ.e. lageraðstaðan - en
öllum félagsmönnum boðið til kaffi-
samsætis í þeim hluta hússins sem þá
var ófullgerður. Þangað komu um
3-400 manns, sem er um þriðjungur
af öllum ibúum á félagssvæðinu.
í þeim hluta hússins var verslunin
siðan opnuð hinn 4. júlí s.l. og
formlega tekinn í notkun laugardag-
inn 10. júli, sem fyrr segir, að
afloknum aðalfundi félagsins sem
haldinn var fyrr um daginn. Af þessu
tilefni bauð Kaupfélagið aðalfundar-
fulltrúum, stjórn félagsins og öllum
fyrri kaupfélagsstjórum þess ásamt
mökum sinum til gleðskapar í sam-
komuhúsinu, svo og starfsfólki fé-
lagsins og ekki sist þeim félagsmönn-
um er lagt hafa fram fjármagn i
stofnsjóð Kaupfélagsins vegna bygg-
ingar nýja verslunarhússins.
Menn vilja greinilega standa fast
saman um sitt kaupfélag áStöðvar-
firði, þvi að sögn Guðmundar hafa
hátt í 100 manns lagt fram samtals
milli 4,5 - 5% af heildar byggingar-
kostnaði hússins, bæði i formi
vinnuframlaga og beinna fjárfram-
laga. Nema hæstu slik framlög
einstaklinga í kring um 20.000
krónum
Guðmundur sagði rekstrarafkomu
Kaupfélags Stöðfirðinga hafa verið
betri i fyrra en næstu ár þar á undan.
Vörusala félagsins nam rúmum 12
milljónum króna, en nettó hagnaður
reyndist rúmlega 100 þús. krónur.
Hjá fyrirtækinu starfa um 12 manns,
en auk verslunar rekur það skipa -
og bílaafgreiðslu.
■ í þau 51 ár sem Kaupfélag Stöðfírðinga hefur starfað hefur verslunin og
skrifstofur þess verið til húsa i Ijósa tveggja hæða húsinu sem við sjáum á
miðri myndinni, en það var byggt árið 1894. Framan af var þar einnig ibúð
kaupfélagsstjóra. Gömlu húsin sem standa á stólpum niðri við flæðarmálið
hýstu hins vegar grófari lager og þungavörur. Nú hefur öll starfsemin veriðj
flutt i hið nýja hús, sem sést í á milli þeirra gömlu.
V'*-
■ Núverandi kaupfélagsstjóri Guðmundur Gislason og fyrrverandi
Kaupfélagsstjóri Einar Matthíasson á bryggjunni framan við Hraðfrystihús
Stöðvarfjarðar, sem er eitt helsta atvinnufyrirtæki á staðnum. Skreytingamar
á húsinu gerði Geir Pálsson, sem er vörobOsstjóri að aðalstarfi, en hefur gert
þó nokkuð að því að skreyta hús á Stöðvarfirði, bæði utan og innan, i
fristundum. Myndir E.M.
„Selastríð” í Noregi:
Veiðimenn neita
að taka þátt
í „slátruninni”'
■ Það er ekki bara á Islandi sem deilt
er um seladráp. Svipað mál og hér er
komið upp er einnig komið upp í Noregi
eftir að sjávarútvegsráðuneytið þar gaf
út tilkynningu um að slagta þyrfti 300
selum við ströndina mUli Sunnmöre og
Norður Þrændalaga i sumar en rökin
fyrir þessari fækkun sela voru svipuð og
hérlendis.
„Þetta er ruddalegt, hroðalegt og
ónauðsynlegt“ segir veiðimaðurinn Jan
Einarsen um slögtunina í samtali við
norska Dagblaðið nýlega en hann er
meðlimur í skot - og sportveiðifélagi
Alasunds en það félag hefur tekið
ákveðna afstöðu á móti þessum aðgerð-
um einkum vegna þess að hún ber upp
á kópatimann hjá selnum.
„Ég var beðinn um að taka þátt í
drápinu en fékk fljótlega bakþanka og
lét það vera. Það sem fram fer er á
mörkunum að varða við dýraverndunar-
lög“ segir Einarsen.
„Við skiljum ástæðurnar fyrir fækk-
uninni en þetta er ónauðsynlegt.
Veiðitímabilið á selnum hefst í desem-
ber hvað okkur varðar og það er
óskiljanlegt að ráðuneytið gefi út svona
tilkynningu meðan kópatíminn er í
gangi."
Hundven fulltrúi í sjávarútvegsráðu-
neytinu segir aftur á móti að þetta hafi
einmitt verið ákveðið með hliðsjón af
kópatímanum. Þá gangi selurinn á land
og auðveldast sé að slá hann af.
Og hvað með kópana?
„Það eru verðlaun fyrir kópana einnig
og ég tel að veiðimennirnir skjóti þá
einnig til að skilja þá ekki eftir
móðurlausa“ segir Hundven.
- FRI
Nokkrar kvennanna sem standa að sýningunni í Listmunahúsinu.Timamynd:Ari
Hver verður
„Hljóm-
sveftin ’82?”
■ f tengslum við hina árlegu útihátið
sína í Atlavík í ár hefur ÚÍA ákveðið
að efni til hljómsveitakeppni um
verslunarmannahelgina undir nafninu
„Hljómsveitin‘82“.
Geta allir unglingahljómsveitir tekið
þátt í keppninni og eru þeir sem hug
hafa á beðnir að tilkynna þátttöku sína
fyrir þann 28. júli nk. Vegleg verðlaun
verða í boði og þátttökutilkynningum
má koma á framfæri i símum 97-1353
fyrir austan og 26917 í Reykjavik.
Á mótinu i Atlavík munu Stuðmenn
og Grýlumar skemmta, Baldur og
Konni koma fram, sýnd verða töfra-
brögð og fleira og fleira og fleira og
fleira.' - AM
veiðihornið
„Brúður,tröll
og trúður”
opnuð
íList-
munahúsinu
■ Sýningin „Brúður, tröll og trúður“
var opnuð i Listmunahúsinu um helgina.
Að sýningunni standa þrettán konur
sem búa til brúður og ævintýrafólk, þær
eru: Helga Egilson, Helga Garðarsdótt-
ir, Helga Steffensen, Hjördis Gissurar-
dóttir, Hulda Sigurðardóttir, Ingibjörg
Sigurðardóttir, Rikka Geirsdóttir, Sig-
ríður Hannesdóttir, Sigriður Kjaran,
Sigrún Gunnlaugsdóttir, Sólveig Þor-
steinsdóttir, Vigdis Pálsdóttir og Þórunn
Egilson.
Brúðuleiksýningar verða á loftinu
næstu sunnudaga kl. 15. Sýndir verða
þættir úr brúðubílnum. Úppsetningu
sýningarinnar annaðist Margrét Kolka.
Sýningin er opin þriðjudaga - föstu-
dagafrá 10-18, ogum helgarfrákl 14-18,
en hún er lokuð á mánudögum.
Sýningunni lýkur 1. ágúst, en þá verður
Listmunahúsinu lokað i mánuð vegna
sumarleyfa.
-SVJ
Meðvítundar-
laus sidan
á föstudag
■ Unglingspiltur hefur legið með-
vitundarlaus á sjúkrahúsinu á Akureyri
siðan á föstudag, en þá lenti hann í
umferðarslysi.
Pilturinn var að hjóla á veginum við
Spóngerði i Arnarneshreppi þegar bill
ók aftan á hann. - Sjó.
■ Hreykinn veiðimaður Oddbjöro Torvik með laxana sem hann fékk á
tveim timum.
Þeir veiða grimmt í Noregi:
Fékk 146 pund af
laxi á tveim tímum
■ Þó að laxveiðin hérlendis hafi
verið hálfdapurleg það sem af er
sumrinu er ekki hægt að segja sömu
sögu af frændum vorum Norðmönn-
um. Veiðihornið rakst á frétt í
norska Dagblaðinu þar sem greint
var frá laxveiðimanni einum í
Þrændalögum en sá veiddi 146 pund
af laxi á tveim timum sléttum og geri
aðrir betur.
Veiðimaðurinn Oddbjörn Torvik
frá Levanger var við veiðar i
Stjördalsánni er hann fékk þessa
veiði og var þyngd einstakra laxa^em
voru 9 alls,frá 9 pundum og upp i 27
pund.
„Þetta var eins og síldarganga"
sagði hinn ánægði veiðimaður i
samtali við blaðið...„laxinn stóð
næstum þvi í röð eftir að bíta á
færið“.
Torvik hefur veitt i þessari á
undanfarin 12-14 ár og tveim vikum
áður hafði hann fengið 52 pund af
laxi á sama stað og ofangreindur afli
fékkst.
Þvi gæti maður haldið að frysti-
kista hans heima í Levanger sé við
það að verða full, jafnvel að flæði út
úr.
- FRI