Tíminn - 20.07.1982, Blaðsíða 8

Tíminn - 20.07.1982, Blaðsíða 8
8 Útgefandi: Framsóknarflokkurlnn. Framkvæmdastjóri: Gfsll Slgur&sson. Auglýsingastjóri: Stelngrimur Gislason. Skrifstofustjórl: Jóhanna B. Jóhannsdóttlr. Afgrel&slustjóri: Sigur&ur Brynjólfsson Rltstjórar: Þórarinn Þórarlnsson, Elias Snæland Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V. Ólafsson. Fréttastjórl: Kristlnn Hallgrlmsson. Umsjónarma&ur Helgar- Tlmans: lllugi Jökulsson. Blaðamenn: Agnes Bragadóttir, Atli Magnússon, Bjarghlldur Stefánsdóttlr, Frlðrlk Indrl&ason, Hel&ur Helgadóttir,lngólfur Hannes- son (Iþróttir), Jónas Guömundsson, Krlstln Lelfsdóttir, Sigurjón Valdlmarsson, Skaftl Jónsson, Svala Jónsdóttlr. Útlltstelknun: Gunnar Traustl Gu&björnsson. Ljósmyndir: Gu&jón Einarsson, Gu&jón Róbert Ágústsson, Elln Ellertsdóttir. Ari Jóhannesson. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir: Flosl Kristjánsson, Kristln Þorbjarnardóttir, Marla Anna Þorsteinsdóttlr. Ritstjórn, skrlfstofur og auglýslngar: Sl&umúla 15, Reykjavik. Slmi: 86300. Auglýsingaslmi: 18300. Kvöldslmar: 86387 og 86392. Verð I lausasölu 8.00, en 10.00 um helgar. Áskrift á mánu&i: kr. 120.00. Setning: Tæknldelld Tlmans. Prentun: Blaðaprent hf. Ad leita alltaf til ríkisins um forsjá ■ Á síðustu áratugum hefur það stöðugt farið í vöxt að ólíkustu þjóðfélagshópar leiti til ríkisvaldsins um lausn á vandamálum sínum eins og þar sé að finna töfrasprota, sem leysi öll vandamál á svipstundu líkt og í gömlum ævintýrum. Það virðist nú orðinn alltof almennur hugsunarháttur, að hvert það vandamál, sem upp kemur í þjóðfélaginu, skuli ríkisvaldið leysa með einhverjum hætti en ekki þeir aðilar sjálfir, sem andspænis vandamálunum standa. Þessi krafa um aukna ríkisforsjá tekur oft á sig hinar sérkennilegustu myndir. Nú síðast var til dæmis kvartað undan því hástöfum í viðtali í Morgunblaðinu, að ríkisvaldið hefði ekki séð til þess að fleiri íslendingar hafi gerst hjúkrunarfræðingar! Hvað heimta menn næst af ríkinu: kannski að ríkisvaldið fari að stjórna hjónaböndum og barneignum? Það furðulega er að þessi hugsunarháttur um ríkisforsjá á öllum sviðum kemur ekki síður frá þeim aðilum, sem tala jafnframt hástöfum um valddreifingu og minnkun ríkisbáknsins. En það er auðvitað ekki í fyrsta sinn sem gjá er á milli orða og athafna. Nú er það orðið svo, að enginn hagsmunaaðili í landinu á við erfiðleika að etja án þess að hann leiti til ríkisins um lausn sinna mála. Forystumenn þjóðmálanna eru því uppteknir við það árið um kring að leysa slík vandamál einstakra aðila í þjóðfélaginu. Sá hugsunarháttur, sem felst í þessum endalausu kröfum um ríkisforsjá á öllum sviðum, hlýtur þegar fram líða stundir að lama framtak einstaklinga og samtaka þeirra í landinu. Fyrr á árum, þegar þjóðin var mun fátækari en nú er, gerði fólk mun meiri kröfur til sjálfs sín. Það myndaði samtök til þess að leysa sín mál, og náðu miklum árangri. Fyrstu áratugir samvinnuhreyfingarinnar eru einmitt gott dæmi um það, hvernig fólkið sjálft myndar samtök og leysir sín mál án þess að bíða eftir ímynduðum töfrasprota ríkisvaldsins. Framtak almennings í Kópavogi, sem myndaði samtök til þess að reisa hjúkrunarheimili fyrir aldraða, vakti mikla athygli í landinu ekki síst vegna þess hversu óvanalegt það er að fólk leysi slík mál sjálft með eigin framtaki í stað þess að gera kröfu til þess að ríkisvaldið sjái um málið. Það, að slíkir atburðir þyki stórtíðindi, gefur auðvitað til kynna, hversu langt við íslendingar erum sokknir í hugsunarhátt ríkisforsjár. Auðvitað gera allir sér grein fyrir því, að ríkisvaldið hlýtur að hafa verulegum skyldum að gegna í íslensku þjóðfélagi, þar sem sveiflur í atvinnu- og efnahagslífi eru miklar. En mestu uppgangstímar í landinu hafa einmitt fyrst og fremst byggst á atorku og dugnaði landsmanna sjálfra, sem bundist hafa samtökum með ýmsum hætti til að lyfta sjálfir Grettistökum á fjölmörgum sviðum. Þessa atorku og dugnað má ekki drepa niður með þeim hugsunarhætti, að ríkið eigi að leysa öll vandamál, og að það skipti því engu máli þótt illa fari, þar sem ríkisvaldið komi þá bara til hjálpar og bjargi öllu við. Slíkur hugsunarháttur hlýtur fyrr eða síðar að lama þrek og þor landsmanna, þann kraft og dugnað sem er dýrmætasta eign hverrar þjóðar. - ESJ á vettvangi dágsins ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚLÍ 1982. Hvert á að senda verð- bólgureikninginn? eftir Einar Frey, rithöfund Verðbólgan, bæði hin „þjóðlega“ og „alþjóðlega", er fyrst og fremst pólitískt fyrirbæri, þó áhrif hennar sé efnahags- legs eðlis í daglegri reynslu. Til þess að geta gert sér góða grein fyrir eðli verðbólgunnar, er nauðsynlegt að minn- ast þýðingarmikilla pólitiskra atburða fyrr og nú og gera á þeim samanburð. Pólitískar andstæður hafa einnig nokk- uð með verðbólguna að gera. Pólitískar aðgerðir liggja til grundvallar verðbólgu hvers tima. Þess vegna þarf að lýsa ólikum og sundurleitum pólitískum og sögulegum viðburðum liðinna ára. Annars verður ekki hægt að skilja hið djúpa eðli verðbólgunnar á réttan hátt. Verðbólgan er alls ekki einfalt mál sem aðeins á sér hagfræðilegan uppruna. Verðbólgan er einnig tengd pólitiskri sögu og verður því að skoðast í sögulegu samhengi og í Ijósi sögunnar. Þetta getur i fyrstu litið mjög • ruglingslega út, - en þegar búið er að fara yfir talsverða sögulega heild, þá fyrst verður viðfangsefnið verðbólgan léttari i meðferð. Skilningurinn fer þá vaxandi. Nú á dögum verða andstæðurnar „kapitalismi“ og „marxismi" fyrir mikilli • gagnrýni úr ýmsum áttum og er gagnrýni þessi oft á góðum rökum reist. Þótt öllu hinu „gamla“ og „góða“ verði ekki úthýst á einu bretti og einum vettvangi, þá er samt eitt og annað lagt fyrir róða. Margt hefur orðið úrelt og gamalt, og sumt hefur reynst mjög hættulegt. Og sem betur fer heldur gagnrýnin áfram endalaust. Karl Marx ýkti gildi múgsins á kostnað einstaklingsins, - en hinir svokölluðu einokunarkapitalistar sem nú berjast af mikilli grimmd fyrir tilveru sinni, eiga til með að ýkja þýðingu mjög rtkra heimskingja á kostnað fjöldans. Hér þarf á að halda nýju raunsæi. En slíkt fæst ekki án þekkingar á sögulegum atburðum liðinna ára. ísland er ekki svo bágstatt ríki, að það geti ekki staðið undir kostnaði að innlendri verðbólgu. Dálítil innlend verðbólga er hlutur sem allar þjóðir verða að reikna með meira og minna. En þar sem islenskar vinnustéttir eru dugmiklar og hugvitsamari en oft tíðkast viða annars staðar, ætti að vera hægt án mikilla erfiðismuna, að borga innlenda verðbólgu. Það væri jafnvel hægt að greiða hana með vel íhugaðri vinnu- hagræðingu og spamaði. Það mætti setja á laggirnar sparnaðarnefnd. Það er bara að ganga ekki út i neinar öfgar. Öðru máli gegnir með hina innfluttu verðbólgu eða hina alþjóðlegu verð- bólgu sem tilheyrir hinum alþjóðlegu viðskiptum. ísland tilheyrir einmitt þeim ríkjum sem eiga mjög erfitt með að standa undir kostnaði hinnar alþjóð- legu verðbólgu sem flutt er inn i landið með erlendum vörum og þjónustu. Þjóðir sem auka verðbólguna á heimsmarkaðinum ættu að vera látnar greiða þúngar fjársektir eftir sérstökum reglum og lögum. Hversvegna þarf islenska þjóðin að standa undir kostnaði og verðbólgu sem hún á alls enga hlutdeild í? Og þannig gætu margar aðrar þjóðir einnig spurt. Maður hlýtur að spyrja. Hvert á að senda verðbólgureikning- inn? Það ætti að vera siðferðileg skylda þjóða eins og íslendinga, að gera hinum erlendu viðskiptavinum sinum ljóst, að útflutningsframleiðsla {slendinga á eng- an þátt í hinni alþjóðlegu verðbólgu, - þvert á móti dregur útflutningsfram- leiðsla íslendinga fremur úr verð- bólgunni á heimsmarkaðinum vegna hagstæðs verðs á dýrmætu hráefni. Þar sem hin alþjóðlega verðbólga á svo mikinn þátt í hinni viðskiptalegu ringulreið sem sett hefur svip á heimsverslunina undanfarin ár, væri rétt að gera sér dálitla grein fyrir sögu hennar seinustu árin. Það er, sem betur fer, til hópur lærðra bandariskra hagfræðinga sem óska einskis fremur en sannleikurinn um hina alþjóðlegu verðbólgu verði sagður öllum heimi afdráttarlaust. Sumir þess- ara bandartsku hagfræðinga eru félagar í Hagfræðingafélagi Bandaríkjanna. En hverjir spyma á móti sann- leikanum um verðbólguna? Jú, það gera hinir alþjóðlegu einokunarkapitalistar. Það kemur jafnvel fyrir að heiðarlegum Ekjuskipin geta verið viðsjárverð ■ Ekjuskip eru mjög i tisku um þessar mundir. Þau hafa marga kosti, en einkum þann, að fljótlegt er við réttar aðstæður að skipa upp úr slikum skipum og fljótlegt er einnig að lesta þau. íslendingar nota slík skip, en beita þó aðallega tvenns konar tækni. Nota þau sem ekjuskip og sem gámaskip. Það er sannarlega tilkomumikið að sjá þegar slík skip eru afgreidd við góð skilyrði. Skip, sem áður tók viku til tíu daga að losa og lesta, eru tæmd og geta siglt á ný, eftir sólarhringsviðdvöl, eða svo. Með þessu móti nýtist fjármagns- kostnaður betur, - þvi skip eiga jú að sigla, en ekki að. liggja í höfnum um lengri tíma. Svo að segja öll skipafélög reyna nú að nýta þessa tækni, og má nefna Eimskipafélag íslands hf., Hafskip hf., Skipaútgerð ríkisins, og svo má bæta við Herjólfi, eða Vestmannaeyjaferjunni og Akraborginni, sem siglir milli Reykja- vikur og Akraness. Að visu má segja að Skipaútgerðin hafi ekki enn tekið ekjuskip í notkun, en hún á slík skip i pöntun og á teikniborðinu, og notar skip með siðuopum, sem gegna svipuðu hlutverki og ekjuskipin gjöra. Öryggi ekjuskipa og skipa með síðuop Þótt mikið hagræði sé að ekjubrúm og síðuopum, með tilheyrandi lyftum, þá eru þessi skip að öðru leyti ekki gallalaus, og eru að ýmsu leyti hættulegri i rekstri en gömlu flutningaskipin voru. Þau eru viðkvæmari fyrir þilfarsleka, þar eð þau eru ekki skilrúmuð, eins og gömlu skipin voru, og ennfremur eru þau í meiri hættu, ef eldur brýst út. Þessi skip eru opin stafna á milli, liggur manni við að segja, og sjaldgæft er að langsskipsskilrúm séu i þeim, neðan hleðslumerkja, eða í þeim hluta skips- :ins, sem er undir sjávarmáli. Tryggingafélög hafa nú vaxandi áhyggjur af þessari gerð skipa og reyndar af gámaskipum líka, því þau eru undir svipaða sök seld að vissu leyti, en vandi þeirra hefur þó verið annar, -sem sé þau hafa látið úr höfn með of lítinn stöðugleika, og þá getur minnsta óhapp orðið þeim ofurefli. Hættulegustu skipin hafa þó reynst vera þau, er sigla með blandaðan farm. Eru ekjuskip, en auk þess losuð og lestuð með almennum varningi um síðuop, og einnig með gámum. Til að mynda vakti það atygli, er nýtt 9000 lesta, þýskt ekjuskip „EMS“ sökk á aðeins 5 mínútum í Norðursjó, eftir að hafa lent i árekstri við belgiskt skip. Árekstur þessi þótti ekki stórvægilegur, en skipið sökk á fáeinum mínútum. Rannsókn á óhöppum er hentu 89 ekjuskip á timabilinu janúar 1978/júní 1980 leiddi í ljós, auk annars, að ■ Þýska ekjuskipið „EMS“ var 9000 tonn. Myndin var tekin nokkrum vikum áður en skipið lenti ■ árekstrí við belgískt skip út af ströndum Englands (jan. 1981). Skipið fékk strax slagsiðu og þvi hvolfdi á fáeinum mínútum og sökk. Fjórir skipverjar drukknuðu. Slysið var það nitugasta i röðinni, sem henti ekjuskip á tveimur og hálfu ári, og þar af fórust 14 þessara skipa. stöðugleikaútreikningar voru ekki ávallt i samræmi viði innihald, eða þyngd gáma og vörubila. Ennfremur kom i ljós, að farmur, sem losnaði í lokuðum gámum og bílum i veltingi, olli slysum. Undirritaður hefur ekki tölfræðilegar upplýsingar um slíkt um borð í íslenskum ekjuskipum, en vörubíll mun þó hafa farið á hliðina um borð i Akraborginni og vitneskja er um að farmar hafi losnað i öðrum skipum, og gámar fara iðulega fyrir borð í stórviðrum hjá islenskum skipum. Það sem einkum veldur þó áhyggjum er að skilrúmum, bæði þverskips og langskips, hefur fækkað. Þá hefur það sannast erlendis, að skipstjómarmenn gæta ekki öryggis, því samkeppni er hörð. Ekjuskipum fer fjölgandi á heims- höfunum, en öryggi siglinga vex þó ekki við það, að því er talið er.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.