Tíminn - 20.07.1982, Blaðsíða 9

Tíminn - 20.07.1982, Blaðsíða 9
■ „Þar sem íslenskar vinnustéttir eru dugmiklar og hugvitsamari en oft tíðkast víða annars staðar, ætti að vera hægt án mikilla erfiðismuna að borga innlenda verðbólgu. Öðru máli gegnir um hina inn- fluttu verðbólgu eða hina alþjóðlegu verð- bólgu, sem tilheyrir hinum alþjóðlegu við- skiptum.u bandarískum hagfræðingum er hótað með lífláti ef þeir ætla að segja sannleikann um hina alþjóðlegu verð- bólgu sem margir alþjóðlegir stór- bankar græða svo mikið á. Nú hefur hin alþjóðlega verðbólga skapað svo mikið hungur og böl fyrir svo margar fátækar þjóðir, að heiðar- legir og samviskusamir bandariskir hagfræðingar vila ekki fyrir sér að segja sannleikann um hina alþjóðlegu verð- bólgu. Skrifa verður hina miklu hungurs- neyð i heiminum á reikning einokunar- kapitalistanna. Verðbólgan er einnig mjög óhagstæð fyrir alla umhverfisvernd í heiminum. Atvinnuleysið i Bandaríkjunum er komið upp í 9-20%, en ekkert raunhæft hefur verið gert til að draga úr því. Heiðarlegum bandariskum hagfræð- ingum er sagt að halda kjafti! En allt er breytingum háð. Árið 1962 þegar atvinnuleysið í Bandaríkjunum var milli 5.5. og 6%, vildu bandariskir hagfræðingar draga úr atvinnuleysinu þannig, að það yrði aðeins um 4% 1964. Þetta átti að auka þjóðarframleiðsluna um 30 milljarða dollara. Edward S. Mason, þáverandi forseti Hagfræðingafélags Bandaríkjanna, flutti erindi um þessa áætlunartillögu á þingi samtakanna 1962. Erindið birtist í The American Economic Reciew 1963 marsheftinu. Edward S. Mason benti á það, að þeir sem myndu vinna á móti slíkri tillögu til að auka atvinnuna i Bandarikjunum væru fyrst og fremst fjármálamennirnir i Wall Street og vinir þeirra í Sviss, eins og Mason orðaði það. (Þarna er um að ræða sömu fjármálamennina og eiga Álverið í Straumsvík og)étu fals'a allt bókhaldið fyrir íslendingum). Fjármálamennirnir í Wall Street voru ekki að hugsa um atvinnuleysi og efnahagsvandræði Bandaríkjanna, held- ur aðeins um einangraða hagsmuni nokkurra risabanka í Bandarikjunum og Sviss. Þarna sjáum við aðeins eina hlið hinnar alþjóðlegu verðbólgu. Nafn- ið einokunarkapitalismi er mjög rökrétt. En það kemur einnig fyrir að heiðarlegir bandariskir fræðimenn á hinu húmaniska sviði verði fyrir aðkasti hinna alþjóðlegu einokunarkapitalista, - jafnvel fræðimenn og konur sem starfa fyrir sjálfa Upplýsingaþjónustu Banda- rikjanna hafa orðið fyrir slíkum of- sóknum ef þeir sögðu sannleikann um sögu Bandaríkjanna. Einokunarkapitalistarnir reyna að bola öllum heiðarlegum fræðimönnum og fræðikonum frá Upplýsingaþjónust- unni. Þannig var það þegar t.d. Upplýsinga- þjónusta Bandarikjanna lét gefa út lýsingu á efnahagsáætlun Franklin D. Roosevelts frá árinu 1933, sem er mjög þýðingarmikill söguleg skýrsla. í þessum skýrslum og ritum Upplýs- ingaþjónustunnar frá 1962 má m.a. lesa eftirfarandi. „Með úrslitum almennra þingkosn- inga ákváðu ibúarnir að leita til auðs og orku allrar þjóðarinnar til lausnar þessum vandamálum. Þannig var virkjun Tenneesse-árinnar og endur- reisn Tenneesse-dalsins verkefni þjóðarinnar í heild“. Hér var um mjög þýðingarmikið bandarískt efnahagsmál að ræða og sem varðaði alla bandarisku þjóðina. Tenneesse-áætlunin vakti mikla athygli um allan heim og skapaði jákvæða stemmningu og bjartsýni bandarísku þjóðarinnar sem reist var á raunhæfum grundvelli sem allir gátu skilið og ekki hvað síst vegna þáverandi kreppu. Þjóðarstemmningin náði til Hollywood. Kvikmyndir voru gerðar i þessum nýja anda þar sem m.a. „undrabamið“ Shirley Temple lék eitt af aðalhlutverk- unum. Andi jákvæðrar uppbyggingar rikti. Hin bandariska Tenneesse-áætlun var talin geta aukið hið frjálsa og heilbrigða einstaklingsframtak og gert mörgum nýjum einstaklingum mögulegt að starf- rækja eigið sjálfstætt fyrirtæki. Auk þess sem fleiri fengju góða atvinnu. En einokunarkapitalistarnir urðu viti sinu fjær og kölluðu Tenneesse-áætlun- ina „kommúnisma" og kærðu málið til Hæstaréttar Bandarikjanna. Af þessu má draga lærdóm sem hefur mikið með verðbólguna að gera. Einar Freyr. Veíku punktarnir i ekjuskipunum Það sem einkum er gagnrýnt nú við ekjuskipin, er að nægjanlegs öryggis sé ekki gætt við lestun þeirra. Stöðugleik- inn sé ekki ávallt sá, sem skipstjórnar- menn telja að æskilegur er. Þá hefur athyglin einnig beinst að „vatnsheldum" hurðum, eða opum á siðu skipa og eins að skutopinu. Þessar dyr virðast ekki ávallt vera vatnsheldar, og ef sjór kemst á milliþilfar, þarf ekki mjög mikið magn til að minnka stöðugleika, því sjórinn hefur það sem nefnt er „frítt yfirborð". Ef skipin eru hlaðin, þarf ekki mikil slagsiða að koma á þau, þannig að vatnsheldu opin séu að hluta til neðansjávar og þetta hefur sökkt nafn- greindum skipum. Ennfremur þarf stafnhalli ekki mikið að breytast, til þess að skipin geti tekið sjó inn um skutopin. Mjög örðugt hefur lika reynst að dæla sjó af milliþilfari, ef leki kemur að skipunum. Bent hefur verið á ýmsa kosti til þess að gjöra ekjuskipin öruggari. Meðal annars er talin þörf á að auðvelda skipstjórnarmönnum stöðugleikareikn- ing, eða gerð hleðsluplans, og eins er talið nauðsynlegt að botnhylki verði stærri og virkari, ef til þess kemur að auka þarf stöðugleikann. Bent er á, að nýjasta ferja sænsku ríkisjárnbraut- anna, sem verið er að smíða i Öresundskipasmíðastöðinni, getur leið- rétt stöðugleika sinn, eða metercenter- hæðina á 90 sekúndum, þegar 450 tonna þungri jámbrautarlest er ekið um borð. Þá er loftræstikerfum nú gefinn frekari gaumur en áður, þótt þau hafi ekki, eða teljist ekki til meiriháttar skaðvalda í ekjuskipum. Það vekur athygli rannsóknarmanna, að það em einkum vöruflutningaskip (ekjuskip), sem i óhöppunum lenda. Sjaldgæfara er að farþegaskip, eða bílferjur lendi í vandræðum, eða árekstrum.Þetta hefur kallað á þá spurningu, hvort þjálfun og hæfni skipstjórnarmanna sé ekki áfátt. Stöður á farþegaskipum em yfirleitt eftirsóttari, en stöður á vöruflutningaskipum, og farþegaskipin geta valið úr yfir- og undirmönnum. Þeir sem svartsýnastir eru, og mestar kröfur gjöra, telja að verkfræði ekju- skipa nútúmans sé komin á ranga braut, og þess verði ekki langt að bíða, að ef unÖirskipið (það af skipinu, sem er neðanvið sjávarmál) verði tekið til endurskoðunar, hvað sem allri hag- kvæmni líður með lestun og losun. Með þvi móti og með langsskips- og þversskipsskilrúmum á efra þilfari, eigi að vera unnt að koma i veg fyrir að ekjuskipin sökkvi til botns við minnstu óhöpp. Þessi skrif kunna nú að þykja einkennast af bölsýni, og er i rauninni ekkert við þvi að gjöra. A hitt er að lita, að við eigum vel menntaða sjómanna- stétt, sem á skilið vönduð skip og góðan reikning i stöðugleika. Siglingar frá íslandi til meginlandsins og Bandaríkjanna eru ef til vill örðugustu vetrarsiglingarsem lagðar eru á farskip, svo rétt er að hafa allan vara á. íslensku skipaféiögin standa ögn betur að vígi en mörg erlend skipafélög. Félögin annast gámafyllingu og hleðslu sjálf og eru í föstum ferðum. Erlendis hafa félögin trausta aðstöðu, en allt þetta skapar visst öryggi í vöruflutn- ingum með ekjuskipum. Jónas Guðmundsson. sjávarsldan Snæfellið er of lítið fyrir Norðlendinga og þeir þurfa að fá stærra skip. Kannski Hólmavíkurtogarinn henti í staðinn. Vill ekki einhver kaupa nýjan ■ Hólmvikingar eiga i basli með togarann, sem verið er að smiða fyrir þá í Stálvík, eins og sagt hefur verið frá í Timanum fyrr. Þeir buðu Útgerðarfélagi Akureyringa skipið til kaups, en þar á bæ var ekki áhugi. Forstjórar ÚA segjast ekki hafa kjark til að kaupa islenska nýsmiði, þvi þeir hafi ekki fundið neina leið til að láta slíkt skip standa undir rekstri sínum. Ýmsum vaknar þá sú spurning hvort þeir séu svo slakir útgerðarmenn eða hvort þeir eru bara svo gamaldags að vilja heldur gera út á fisk en sjóði. En raunir Hólmvikinga eru ekki leystar. Nýlega var hvíslað i eyra okkar hér á Sjávarsíðunni að KEA hcfði hug á að kaupa skipið til að endurnýja Snæfellið, sem er skuttog- ari frá 1969, um 300 brl. að stærð og gerður út frá Hrísey. Við hringdum i Val Arnþórsson kaupfélagsstjóra. „Okkur hefur lengi verið ljóst að Snæfellið er óheppilega lítið skip til að vera staðsett á miðju Norður- landi. Það eru langar siglingar fyrir svona lítið skip að fara ýmist austur fyrir eða vestur fyrir land. Þetta verður enn ljósara, þegar rekstrar- grundvöllur togaranna almennt versnar. Af þeim sökum eru þær skoðanir uppi hjá okkur um að við þurfum að leita fyrir okkur um stærra skip i staðinn fyrir Snæfellið. Við erum ekki að leita eftir einu fremur en öðru í því efni, en það kæmi til greina að við létum smíða fyrir okkur nýtt skip. Það miðast við að Snæfellið fari úr landi eða komi i stað annars, sem verði lagt niður. Snæfellið er mjög gott skip og enginn grundvöllur til að úri'lda það. Okkur hefur ekki verið boðið upp á að kaupa Hólmavikurtogarann og það hefur ekki komið til neinnar athugunar. Ef okkur verður boðið það, þykir mér líklegt að það verði skoðað, án nokkurra skuldbind- inga,“ sagði Valur. SV Humarinn alls- rádandi á Höfn ■ Humarveiðin á Höfn gengur með ágætum um þessar mundir, að þvi er Egill Jónasson yfirverkstjóri í Hraðfrystihúsi KASK sagði Sjávar- síðunni. Veiðisvæðið er best á Breiðamerkurdýpi, um fjögra til fimm tima stim frá Höfn. Veiðiferð- in tekur 4-4,5 sólarhringa. í heildina er aflinn ágætur, en þó mjög mis mikil hjá bátunum. Hæst hefur bátur komist i 3,2 tonn i róðri, sem er afbragðsgott. Aðrir hafa fengið minna og sumir lítið. Humarinn er stór og góður. Annað fiskerí er okkert frá Höfn núna. Annar stóri báturinn er bundinn, en hinn kom úr siglingu í vikunni. Vinnslan á humrinum gengur vel, sagði Egill, en þó vantar kvenfólk í frystihúsið. „Héðan er bara gott að frétta," sagði Egill, „Hér er nóg vinna ogallir eru sælir og ánægðir." SV Hólmavíkurbátar á djúprækju Frá Hólmavik fengum við þær fréttir að veiðin hjá rækjubátunum hafi verið að glæðast og aflinn i þessari viku hafi verið ágætur. Allir bátar á Hólmavík og Drangsncsi, sem fara á sjó núna eru á djúprækju. Miðin eru nokkuð djúpt út af Húnaflóa og Skagafirði, allt út fyrir Kolbeinsey, átta til fimmtán tíma stim. Bátarnir eru fjóra daga úti í senn og aflinn hefur farið upp i 6-7 tonn á bát. Þar sem ekkert fiskiri er annað þar vestra nú en rækjan, er atvinna ekki næg á Hólmavik, samkvæmt upplýs- ingum frá Jóni Alfreðssyni kaup- félagsstjóra. Unglingarnir hafa t.d. enga vinnu og Jón sagði ekki fyrirsjáanlegt að úr því rættist í sumar. SV Sigurjón Valdimarsson, blaöamaður, skrifar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.