Tíminn - 20.07.1982, Blaðsíða 7

Tíminn - 20.07.1982, Blaðsíða 7
7 ÞAÐ styrkir hinn nýja utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, George Shultz, i erfiðri stöðu hans, að bæði utanríkis- málanefnd öldungadeildar Bandaríkja- þings og deildin sjálf hafa fallizt einróma á tilnefningu hans. Shultztók formlega við embættinu síðastliðinn föstudag eftir að nefndin og deildin höfðu vottað traust sitt á framangreindan hátt. Þessi stuðningur þingsins mun gera Shultz mun auðveldara en ella að hafa áhrif á þróun mála, ef hann reynir að beita þeim, en fer ekki eingöngu eftir fyrirmælum Reagans og ráðgjafa hans í Hvíta húsinu. Að vanda kynnti utanríkismála- nefndin sér skoðanir ráðherraefnisins áður en hún tók afstöðu til útnefningar- innar. Að sjálfsögðu lýsti Shultz sig samþykkan stefnu forsetans í öllum ■ Shuitz að rxða við þingmenn í öldungadeildinni. Þingmaðurinn með röndótta bindið er Charles H. Percy, formaður utanríkismálanefndarínnar Begin vill innlima Líbanon og Jórdaníu Shultz fær stór og torleyst verkefni megindráttum, m.a. afstöðu hans til gasleiðslunnar miklu. Það er forsetinn, sem ræður, sagði Shultz, og við vinnum fyrir hann. Mikill munur þótti á þessum yfir- heyrslum og þeim, sem fóru fram í sambandi við útnefningu Haigs í utanríkisráðherraembættið. Haig þótti stórbokkalegur og óklókur í svörum, en Shultz var rólegur og mildur og forðaðist miklar yfirlýsingar. Yfirheyrslan yfir Haig tók fimm daga, en yfirheyrslan yfir Shultz tvo daga. Þrátt fyrir gætni Shultz, þóttu koma fram hjá honum viss sjónarmið, sem gætu bent til nokkurra breytinga á utanríkisstefnunni. Sultz lagði verulega áherzlu á bætta sambúð við Arabarikin. Hann taldi nauðsynlegt að leysa Palestínudeiluna og yrðu fulltrúar Palestinumanna að eiga aðild að lausninni, en ekki tilgreindi hann nánar hverjir þessir fulltrúar ættu að vera. Eins og áður sagði, lýsti Shultz sig fylgjandi afstöðu Reagans til gasleiðsl- unnar miklu. Nánar aðspurður um viðskiptalegar refsiaðgerðir sagðist hann hins vegar yfirleitt álita, að þær væru ekki heppileg leið til að leysa pólitiskar deilur. SHULTZ fær mörg vandamál til að glima við, en tvö eru þó langstærst um þessar mundir. Annað er Libanondeil- an. Hitt er ósamkomulag Bandarikj- anna og Vestur-Evrópu á sviði efnahags- mála, sem hæglega getur leitt til viðskiptastyrjaldar milli þessara aðila. Sennilega snýr Shultz sér fyrst að Libanondeilunni, því að hún er að verða ógnun við heimsfriðinn, eins og fram- kvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna lýsti yfir nýlega. Ljóst er að aðalleiðtogar ísraels um þessar mundir, Begin og Sharon, láta sig engu skipta, þótt þeir setji heiminn i bál og brand. Fyrir þeim vakir að nota Líbanondeiluna til að koma fótum undir Stór-ísrael, sem nái bæði yfir Líbanon og Jórdaníu. Þetta kom glöggt i ljós fyrir helgina. í fyrsta lagi var upplýst, að ísraelsstjórn vill fá friðarsamning við Líbanon, sem þýddi raunverulega að Líbanon yrði leppríki ísraels. Í öðru lagi varpaði Begin fram þeirri hugmynd, að ísrael og Jórdanía mynduðu rikjasamband, sem þýddi nánast að Jórdanía væri innlimað í fsrael. Hér er þvi orðið um miklu stærra mál að ráð en að flytja skæruliða PLO frá Beinít. Þótt það tækist, er meginmálið eftir sem áður óleyst. f upphafi innrásarinnar í Libanon blekktu Begin og Sharon með þvi, að þeir ætluðu að koma i veg fyrir, að ■ Begin skæruliðar PLO gætu hafzt við á 40 km breiðu svæði í Libanon við landamæri ísraels. Þetta þótti ekki með öllu ósanngjarnt. Nú er komið i ljós, að takmark þeirra félaga er miklu meira. Fái þeir félagar að nálgast þetta markmið, getur það hæglega leitt til heimsstyrjaldar. Bandaríkin ein geta komið í veg fyrir það. Fyrsta verkefni Shultz verður að reyna að tryggja brottflutning skærulið- anna frá Beirút. Það getur hann hins vegar ekki, nema hann tryggi PLO og Arabarikjunum eitthvað á móti. Um það stendur nú þrasið. Sýrlendingar eða aðrar Arabaþjóðir vilja ekki taka á móti skæruliðunum fyrr en það er tryggt. f dag munu fara fram mikilvægar viðræður um þessi mál, en þá munu bæði utanrikisráðherra Sýrlands og Saudi- Arabiu heimsækja Reagan og ræða við hann um þau. Flogið hefur fyrir, að Shultz muni fá Henry Kissinger til að vera til aðstoðar við lausn þessara mála. Þeir voru miklir mátar, þegar þeir áttu sæti i stjórn Nixons. Haukarnir hafa hingað til staðið gegn þvi, að Reagan noti sér starfskrafta Kissingers. NÚ í VIKUNNI munu þeir Reagan og Shultz fá heimsókn, þar sem viðskipti Bandaríkjanna og Vestur-Evrópu mun einkum bera á góma. Gestur þeirra verður Helmut Schmidt kanslari Vest- ur-Þýzkalands. Aðalerindi hans verður að ræða við þá um sambúð vestrænu ríkjanna eða Efnahagsbandalagsrikj- anna annars vegar og Bandarikjanna hins vegar. Schmidt mun m.a leggja áherzlu á, að Bandarikjastjórn finni leið til að hætta við að banna evrópskum fyrirtækjum að nota bandarisk sérleyfi til hönnunar á vélum til gasleiðslunnar miklu. Leyfi þessi hafa verið greidd fullu verði og verður Alþjóðadómstóllinn í Haag sennilega látinn skera úr þvi, hvort þetta bann Bandarikjastjómar og til- heyrandi hótanir um refsiaðgerðir sam- rýmist alþjóðalögum. Það yrði Banda- ríkjastjóm áfall, ef úrskurður dóm- stólsins gengi gegn henni. Ýmsar sögusagnir herma, að Reagan hafi komizt að þeirri niðurstöðu við nánari athugun, að það hafi verið bráðræði að fyrirskipa umrætt bann, en það er til komið vegna þrýstings frá haukunum. Hins vegar er hægara sagt en gert fyrir hann að finna leið til að fella það úr gildi. Af hálfu Bandaríkjastjórnar er bann- ið öðrum þræði rökstutt með því, að það sé þáttur i refsiaðgerðunum vegna herlaganna í Póllandi. Bandarikjastjórn gæti þvi opnazt leið til að aflýsa banninu, ef breyting yrði á stjómarháttum i Póllandi. Sitthvað bendir nú í þá átt að svo geti orðið. Ýmsir leiðtogar óháðu verkalýðshreyf- ingarinnar hafa verið leystir úr haldi að undanförnu og spáð er, að fleiri fái frelsi sitt á næstunni. Breyting hefur orðið á stjórn pólska kommúnistaflokksins, sem veikir áhrif harðlinumannanna og styrkir < stöðu Jaruzelskis. Bersýnilega fara fram viðræður milli hans og kirkjunnar um frjálsari stjórnarhætti. Leiðtogar óháðu verkalýðssamtakanna, sem hafa farið huldu höfði, hvetja liðsmenn sína til að forðast átök. Ef þetta yrði þróunin i Póllandi, ættu vestrænu ríkin að stuðla að henni með því að fella niður refsiaðgerðimar, sem beitt hefur verið beint og óbeint gegn Pólverjum. Ef til vill opnast hér leið fyrir Reagan og Sultz til að koma til móts við Schmidt, þegar þeir ræðast við nú í vikunni. Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri, skrifar erlendar fréttir langþreyttur ■ Begin forsætisráðherra ísraels sagði um helgina að hann væri svartsýnn á að takast mætti með sáttaumleitunum að fá lið PLO flutt burtu frá Beirút. Sagði ráðherrann að enginn árangur hafi orðið af sáttaumleitunum þótt ísraelsmenn hafi gengið að öllum þeim skilmálum sem bandarískir sáttamenn hafi fyrir þá lagt. Sagði Begin að ísraelsmenn gætu gert snöggan enda á átökunum við Palestinumenn, ef þeim byði svo | við að horfa. ísraelsmenn sögðu i gær að til I nýrra átaka hefði komið á milli aðila suður af Beirút. Hefðu Palestinu- menn hafið skotárásif sem svarað var að bragði af ísraelsmönnum. f ÉiSIP ijtó'í, ■ ísraelskur herflokkur heldur uppi skotárás á PLO menn i Beirút. EBE leidtogar treysta á Bandarlkjamenn ■ Fundur forsætisráðherra Efna- hagsbandalagsríkjahefurákveðið að skipta sér ekki af sát’atilraunum i Líbanon, vegna afskipta Bandaríkj- anna til þess að ráða málunum til lykta. Voru ráðherrarnir þó sam- mála um að beina þeim tilmælum til Bandaríkjamanna að þeir gæfu hagsmunum PLO manna meiri gaum. Fagan ávítar lögmann sinn ■ Michael Fagan, maður sá er á dögunum varð heimsfrægur fyrir að laumast inn í Buckingham höll, þar sem hann tyllti sér á rúmstokk Elísabetar drottningar, var fyrir rétti í London i gær. Mun hann ekki verða ákærður fyrir þetta umrædda uppá- tæki sérstaklega, heldur er meiri áhersla lögð á tvö fyrri „innbrot“ hans i höllina, þar sem hann m.a. stal flösku af vini. Fagan afþakkaði í gær aðstoð verjanda sins við réttarhöldin og fann honum það einkum til foráttu að hann skyldi nefna drottn- ingu á nafn við réttarhöldin, en það kvaðst hann hafa fyrirboðið. Hneyksli í lif- verði drottningar ■ Foringi í lifverði Bretadrottning- ar var sviptur embætti sinu i gær, er uppvist var að hann hafði um nokkurt skeið staðið i kynvillings- sambandi við karlskækju nokkra. Umræddur foringi hafði haft með höndum vörslu utan konungshallar- innar í Lundúnum um 12 ára skeið. Kom þetta mál til umræðu i breska þinginu í gær og hlaut Whitelaw ráðherra lof þingmanna úr stjórnar- andstöðunni fyrir að hafa lagt spilin hreint á borðið í stað þess að þegja yfir hneykslinu og láta það spyrjast út i formi Gróusagna. Átök í Suður Irak ■ Miklir bardagar geisa enn i írak, samkvæmt fréttum Teheran útvarps- ins i gær, en íranir segjast nú hafa brotið á bak aftur gagnsókn íraka. Ekki hefur heyrst af nýjustu átökum frá frökum, en þeir segjast hafa fellt á fjórða þúsund írani i striðinu í grennd við Basra á fyrstu dögum innrásarinnar. Þó var það haft eftir aðstoðarforsætisráðherra íraka um helgina að írakar væru mjög vel undir næstu sókn frana búnir. íranir hafa borið íraka þeim sökum að þeir hafi gert árásir á staði innan landamæra írans, sem ekkert gildi hafi hernaðarleg, þ.á.m. sjúkrahús. Heimsókn páfa frestað? ■ Utanrikisráðherra Pólverja, Jo- sef Girek, er nú kominn til Páfagarðs og hefur átt viðræður við Jóhannes II til þess að ræða væntanlega heimsókn hans til Póllands. Er Josef Glemp, erkibiskup í Póllandi, einnig staddur i Páfagarði. Segja fregnir að vegna ástands mála i Póllandi kunni svo að fara að fresta verði heimsókn páfans.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.