Tíminn - 27.07.1982, Page 2

Tíminn - 27.07.1982, Page 2
ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚLÍ X I I - Ég á mér þá ósk heitasta að eignast barn, er haft eftir Bo nýlega. - Ég vona svo sannarlega, að Adam og Eva gangi vel, svo að verðum fjárhagslega tryggð. Ekki veit ég hvernjg þessi hefur komist á kreik, að mig kyntákn. Þegar við John erum búin að hreinsa hesthúsunum á búgaðinum okkar, erum við venjulega orðin svo þreytt, að við erum komin í bólið kl. 9! Mamman fékk afmaelisóskirnar ■ Nú ætlar Bo Derek að einbeita sér að því ad verða ófrísk og eignast bam. s Oet 5 TAKN? ■ Eftir að Bo Derek skaust með hraða Ijóssins upp á stjörnuhimininn eftir leik sinn í „10“, hefur h'tið farið fyrir leikafrekum hennar. Mynd þeirra hjóna Bo og Johns Derek um Tarzan fékk háðu- lega útreið bxði gagn rýnenda og áhorf enda, og síðan hefur lítið sést eða heyrst til þeirra. En þau hafa síður en svo setið með hendur í skauti, heldur hafa þau unnið ósleitilega að undirbúningi kvikmyndar, sem á að fjalla um Adam og Evu, og bera á nöfn þeirra. Hlutverk Adams hefur verið falið Miles O'Keefe, sem á sínum tíma lék Tarzan, og í upphafi stóð til að sjálf Bo færi með hlutvek Evu. Ástxðan til þessarar breyt- ingar er sú, að Bo er orðin fráhverf kvikmyndaleik. Hún leggur sig nú alla fram um að verða barnshafandi og það er svo tímafrekt og erfitt starf, að hún getur ómögulega sinnt kvikmyndaleik samtímis! I Þar kom sér vel á vondan. Jack Nicholson er sjálfur alræmt hrekkisvín, en ■ þetta skipti var hann sjálfur fórnarlambið. ÞegarJack Nicholson var rænt - Forseti Mexíkó óskar eftir að hitta þig. Þetta voru skilaboð sem Jack Nicholson fékk, þar sem hann var staddur í svefnherbergi sínu á hóteli í El Paso, en þar hafði hann lagst fyrir til að lina bakverk, sem hann þjáðist af. í Mexíkó var hann staddur vegna töku á nýjustu kvikmynd sinni, „The Border" (Landamærin). Sendiboðinn kynnti sig sem útsendara borgarstjórans í El Paso og skilaboðin hljóðuðu svo, að forseta Mexíkó og dóttur hans langaði til að hitta Jack, þar sem hann værí þeirra eftirlætis leikari. Síðan var lögð áhersla á, hversu gagnlegir slíkir óformlegir fundir væru til að bæta sambúð ríkjanna tveggja. - Ég sagði við sjálfan mig, að ég væri orðinn þátttakandi í alþjóð- legum stjórnmálum og fór að setja saman ræðu á lélegri spönsku, segir Jack um atburð þennan. - Mér fannst ég verða að fara, ekki síst, þegar við hóteldyrnar stóð stór og glæsi- legur Cadillac með mótor- hjóladeild að föruneyti. Tveir stórír og stæðilegir Mexíkan- ar, sem gátu sem best verið lífverðir, buðu mér að taka sæti í bQnum. En smám saman fóru að renna tvær grímur á Jack. Honum var helst faríð að detta í hug, að sér hefði veríð rænt, þar sem hann æddi eftir götum E1 Paso - borgar undir glymj- andi sírenuvæli. En svo kom að því, að í fylgdarliðið bættust 200 mótorhjólakappar og hélt þetta fríða lið inn á fótbolta- völl nokkurn. Það staulaðist Jack út úr bQnum, og þó að hann sé sjálfur alræmdur stríðnispúki og geri oft vinum sínum grikk, átti hann ekki von á að sín sjálfs biði svona uppákoma. Flugeldasýning var í gangi og með henni mynduð sctningin: „Jack Is Number One“ (Jack er í fyrsta sæti). Allir viðstadd- ir ráku upp fagnaðaröskur. Hljómsveit tók að leika og 40 fagrar dísir á sundbolum gengu í átt til hans. Þá fyrst tók Jack eftir, að hann bar kennsl á suma í mótorhjóladeildinni, þ.á.m. Dennis Hopper og fleiri, sem hann hafði leikið með í kvikmyndinni „Hell‘s Angles On Wheels“, (Englar helvítis á hjólum), og yfir höfðum viðstaddra sveimaði þyrla, sem dró mótorhjól. Nú fóru málin að skýrast. í Ijós kom, að upphafsmaður þessarar sýningar var náungi einn, sem gerði sér vonir um að fá Jack til að leika í kvikmynd, sem hann hafði á prjónunum og átti að fjalla um mótorhjól! Ekki fylgir sög- unni, hvort hann hafði eríndi sem erfiði. Það getur verið hættu- legt að geyma ástarbréfin ■ Þegar Evaristo Ber- tone rakst á eldheitt ástarbréf, sem ritað var til konu hans Adriana, brást hann ókvæða við. Þar sem hann er Sikiley- ingur og því blóðheitur, þótti honum þörf á að bjarga heiðri sínum sem kokkálaðs eiginmanns með róttækum ráðum. Hann greip því nærliggj- andi rýting og rakk hann í öxl konu sinnar. En Adriana var fljót að fyrirgefa manni sín- um. - Hann er farinn að sjá svo illa, vesalingur- inn, að hann þekkti ekki bréfið, sem hann skrifaði mér sjálfur fyrir 50 ár- um, sagði hún. Evaristo er 85 ára! smar ■ Bucks Fizz, sem unnu Evrópusöngvakeppnina í fyrra með lagi sínu „Making your mind up“, eru enn við lýði, þó að við höfum lítið orðið vör við þau upp á síðkastið. En það höfum við heyrt síðast frá þeim, að Mike Nolan hafði samband við breskan blaðamann fyrir skömmu og bað hann um að koma á framfæri heillaóskum til mömmu hans á afmæiisdegi hennar nú í júlí! - Ástæðan til þess að ég bið þig um þetta er sú, að í fyrra vorum við stödd í Japan um þetta leyti og ég steingleymdi að senda mömmu kort. Ég sló því á þráðinn til hennar í staðinn. Okkur fannst svo gaman að heyra hvort í öðru, að við gleymdum okkur alveg, og þegar upp var staðið, var símareikningurinn kominn upp í krónur! Hann var sendur plötufvrirtækinu okkar, og þar urðu menn lítið hrifnir. Þetta varð til þess, að þeir sáu um að við yrðum á heimaslóðum á þessum tíma í ár og hafa jafnvel verið svo að minna mig á að senda afmælisbarninu kort, segir Mike Nolan. ■ Hljómsveitin Bucks Fizz er enn í fullu fjöri.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.