Tíminn - 27.07.1982, Blaðsíða 13
■ Þórunn fararstjóri og Steingrímur
formaður áttu sinn ríka þátt í velheppn-
uðu og ánægjulegu ferðalagi.
■ Þátttakendur í sumarferð Framsóknarfélaganna í Reykjavík hlýða á frásögnHelga Bjamasonar, verkfræðings, á virkjunarsvæðinu við Hrauneyjafoss.
Sumarferð Framsóknarfélaganna í Reykjavík 1982:
HVAÐ ER SVO GIATT SEM
GÓÐRA VINA FUNDUR...
■ í ávarpi sínu til þátttakenda í
sumarferð Framsóknarfélaganna í
Reykjavík sl. sunnudag, ræddi Stein-
grímur Hermannsson, formaður Fram-
sóknarflokksins, um orkumálin, hver
nauðsyn þjóðinni væri á að nýta orku
landsins með virkjun fallvatna og
og beislun jarðhitans. Hann lagði á það
ríka áherslu, hver nauðsyn sérhverjum
íslendingi væri á því að kynnast landinu
og temja sér að umgangast það af
varfærni og umhyggju. Slík kynni hlytu
að gera hvem fslending að betri
íslendingi.
Mikið fjölmenni tók þátt í sumarferð-
inni að þessu sinni, og voru Veiðivötn
og virkjunarsvæði Landsvirkjunar í
Hrauneyjafossi heimsótt í dumbungs-
veðri, sem þó megnaði engan veginn að
varpa skugga á ánægjuna af því að fara
um hrikalegt landslag íslensku öræf-
anna, finna sér unaðsreit við tær
fjallavötn, kögruð harðgerðum gróðri,
þar sem frjálsir fuglar öræfanna hafa
fundið sér rólegan dvalarstað. Skammt
frá vaði, sem gríðarstórir farkostir
mannsins gösluðu yfir, undu sér álfta-
hjón með unga sína tvo, en himbrimi
stakk sér í ofboði við busluganginn. Sá
fugl er nú orðinn einn hinn sjaldséðasti
hér á landi.
En vera má, að hrifning sú, sem
Veiðivatnasvæðið olli í brjósti ferða-
fólksins, stafi fyrst og fremst af
undruninni yfir þessum unaðsreit, sem
svo skyndilega blasir við eftir langt og
þreytandi ferðalag yfír svarta auðnina,
þar sem fátt hrífur augað, en yfirþyrm-
■ Unga fólkið lét ekkl sinn hlut eftir liggja í mataræðinu. Ætli leiðarlýsingamann-
inum snjalla, Jóni Gíslasyni, ofbjóði, eða hvað?
■ Maturinn smakkaðist vel í Veiðivötnum eftir langa ferð, eins og sést á svip
Hannesar Pálssonar, bankastjóra.
andi og ógnþrungin náttúran fyllir mann
óhug. Slíkur staður sem Veiðivötn er
öllum ógleymanlegur, sem heimsótt
hafa, þótt ekki hafi verið staldrað við
nema smástund í þessu ferðalagi. En
auðugri er hver og einn af þekkingu og
ást á landi sínu.
Eins og fyrr segir var þátttaka í
ferðalaginu ágæt að þessu sinni og voru
þátttakendur hátt á fimmta hundrað.
Var það almennur rómur að vel hefði
tekist til um val á ferðaleiðum, og enda
þótt veðrið hefði mátt vera betra en að
þessu sinni, sólarleysi, dumbungur og
loks hellirigning á heimleiðinni, varð
enginn teljandi misbrestur á ferðalag-
inu utan smátafar við lækjarsprænu sem
gríðarstórir langferðabílarnir voru ekki
fyllilega ásáttir við að fara yfir, sökum
lengdar sinnar og aðkomunnar að
læknum. En yfir fóru farkostirnir.
Þegar hefur verið getið dvalarinnar
við Veiðivötn, en einnig var staðnæmst
á virkjunarsvæðinu við Hrauneyja -
fossa, og þar skýrði Helgi Bjarnason,
verkfræðingur, frá framkvæmdum og
framtíðaráformum á hinn athyglisverð-
asta hátt og var góður rómur gerður að
máli hans.
Á heimleiðinni var komið við í Árnesi
og þar flutti Steingrímur Hermannsson,
formaður Framsóknarflokksins, ávarp,
sem áður er á minnst.
Fararstjóri var Þórunn Þórðardóttir,
og í hverjum bíl voru leiðarlýsingamenn
sem sögðu frá hverju einu, sem
markvert bar fyrir augu, og voru það
þeir Jón Gíslason, póstfulltrúi, Guð-
mundur G. Þórarinsson, alþingismaður,
Haraldur Ólafsson, lektor, Kristján
Benediktsson, borgarfulltrúi, Jón Sæ-
björnsson, bókhaldari, Sigurður Jóns-
son, bóndi á Kastalabrekku, Hermann
Guðjónsson fulltrúi og Hrólfur Hall-
dórsson, formaður fulltrúarráðs Fram-
sóknarfélaganna. Gert hafði verið ráð
fyrir meiri þátttöku sveitunga af ferða-
slóðum, en um háannatímann, þegar
veður er hagstætt, eiga fæstir heiman-
gengt sem að vísu kom ekki að sök, því
að allt fólkið, sem annaðist leiðarlýsing-
una, var vel að sér og vel máli farið, svo
að unun var á að hlýða. Það var því
glaðvær hópur, sem heim kom til
Reykjavíkur að ferðalokum um tíu-leyt-
ið eftir langa og ánægjulega ferð.f
Myndimar tóku Jón Sæbjörnson og
Baldur Hólmgeirsson, sem skrifaði
pistilinn.
■ Hálfníræður lagði Jens Hólmgeirsson land undir fót og sést hér (t.h.) ræða við
kunningja sinn.