Tíminn - 27.07.1982, Blaðsíða 7

Tíminn - 27.07.1982, Blaðsíða 7
NAS VALKOSTUR ALLRAHAfiUB Söluskrífstofa, Lágmúla 7, Sími84477 ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚLÍ 1982 Bretar geta búizt við f leiri hermdarverkum IRA lætur að sér kveða í London ■ Riddaralið drottningar á leið um Hyde Park ■ MÁNUDAGINN 19. þ.m. kom brezki írlandsmálaráðherrann, James Prior, í heimsókn til Bandaríkjanna. Áður en hann hóf ferð sína, áttu bandarískir blaðamenn viðtal við hann og lét hann sæmilega af þeim árangri, sem hefði náðst í málefnum Ulsters eða Norður-írlands síðan hann tók við stjórninni þar í september á síðastliðnu ári. Þegar Prior tók við embættinu, stóðu enn yfir hungurverkföll fanga í Maze- fangelsinu illræmda. Eftir að Prior hafði heimsótt fangelsið tókst honum að leysa deiluna, sem hafði valdið hungurverk- föllunum. Fangarnir hættu verkföllun- um, þegar fallizt var á ýmsar af réttindakröfum þeirra. Prior gat máli sínu til sönnunar nefnt tölur, sem virðast sýna nokkurn árang- ur. Fyrstu sex mánuði ársins 1982 höfðu 36 menn verið drepnir í Ulster af pólitískum ástæðum, en á sama tíma árið 1981 var sambærileg tala 101. Síðast en ekki sízt tíundaði svo Prior það, að brezka þingið var nýlega búið að samþykkja lög um stofnun ráðgef- andi þings í Ulster, en það væri spor í þá átt að Ulsterbúar tækju heimamál sín í eigin hendur, eins og var fyrir réttum 10 árum, þegar brezka stjórnin tók stjórnina í Norður-írlandi í sínar hendur sökum vaxandi hryðjuverka þar, og afnam jafnframt heimastjórnina, sem hafði verið þar í nær aldarhelming. Hið nýja þing á fyrst og fremst að vera ráðgefandi. Hins vegar er fyrirhugað að völd þess verði síðar aukin. Prior taldi að mál Ulsters yrðu ekki leyst nema í áföngum. Stórt skref gæti aðeins gert illt verra. Hið nýja þing verður skipað 78 fulltrúum. Kosningar til þess eiga að fara fram 20. október næstkomandi. Tilgangurinn með för Priors til Bandaríkjanna var öðrum þræði að kynna írum þar fyrirætlanir hans varðandi mál Ulsters og afla stuðnings þeirra, en bandarískir írar láta sig þessi mál verulega skipta. Hinum þræðinum var það tilgangur- inn með ferðalagi Priors að fá bandarísk fyrirtæki til að fjárfesta í Ulster og draga þannig úr atvinnuleysinu þar. Atvinnu- leysi er mun meira í Ulster en annars staðar á Bretlandseyjum eða 19.7%. PRIOR var ekki búinn að dvelja nema einn dag í Bandaríkjunum, þegar honum bárust mikil ótíðindi. Að morgni þriðjudagsins (20. júlí) var riddaralið drottningar (Queen’s Household Cavalry) að vanda á leið til Buckinghamhallar um Hyde Park, stærsta almenningsgarð Lundúna. Ailt í Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri, skrifar ■ James Prior einu kvað við mikil sprenging. Spreng- ingin var svo öflug að þrír riddarar létust strax af völdum hennar, en 22 menn særðust og var þar ýmist um að ræða riddara eða óbreytta borgara. Margir hestar drápust strax eða særðust svo mikið, að þeir voru tafarlaust skotnir. Tveimur klukkustundum síðar gerðist svipaður atburður í öðrum þekktasta almenningsgarði Lundúna, Regent Park. Þar var lúðrasveit úr frægri brezkri herdeild, Royal Green Jackets, að leika fyrir áheyrendur. Þegar minnst varði, kvað við mikil sprenging af völdum sprengju, sem hafði verið komið fyrir undir hljómsveitarpallinum. Sex hljóm- sveitarmenn, sem allir tilheyrðu her- deildinni, létust strax af völdum hennar, en 28 særðust meira og minna hættulega. Þess má geta, að umrædd herdeild hefur undanfarið dvalizt í Ulster og voru hljómsveitarmennirnir, sem fórust, ný- lega komnir þaðan. Strax eftir að fregnir fóru að berast af sprengingunum birti írski lýðveldisher- inn, IRA, sem er bannaður leynifélags- skapur, yfirlýsingu um, að hann bæri ábyrgð á þeim. Með þeim hefði hann verið að mótmæla yfirráðum og kúgun Breta í Ulster, sem væru ósamrýmanleg lögum og mannréttindayfirlýsingu Sam- einuðu þjóðanna. IRA kvað sig hafa neyðzt til að grípa til þessara aðgerða, því að Bretar hlustuðu ekki á annað en sprengingar. Hermdarverk þessi hafa verið for- dæmd vítt um lönd, meðal annars af stjórn írlands. í Bretlandi er verulega óttazt, að IRA muni hér eftir aðallega grípa til hermdarverka í Englandi í stað þess, að áður hefur þeim einkum verið beitt í Ulster. Það ber vott um þennan ugg Breta, að þegar riddarasveit drottningar reið til Buckinghamhallar daginn eftir (21. júlí), var hún undir lögregluvernd. Það er talið fátítt, að hermenn séu verndaðir á þann hátt. ÞÓTT brezk stjórnarvöld segi, að þessir atburðir muni ekki hafa nein áhrif á fyrirætlanir þeirra í sambandi við Ulstermálið, þykir eigi að síður líklegt, að þeir dragi pólitískan dilk á eftir sér. Þannig var flokkur katólskra í Ulster ekki búinn að ákveða, hvort hann tæki þátt í þingkosningunum, sem eru fyrirhugaðar í Ulster 20. október. Dráttur þessi stafaði af því, að flokkurinn taldi hlut katólskra fyrir borð borinn. Sennilegt þykir, að umræddir atburðir geri það ekki fýsilegra frá sjónarmiði flokksins að taka þátt í kosningunum. Sprengingarnar í Hyde Park og Regent Park þykja sýna, að IRA lifir enn góðu lífi, þrátt fyrir bann bæði brezku stjórnarinnar og írsku stjórnar- innar. Reynslan bendir ótvírætt til þess, að IRA hafi góðan jarðveg meðan brezkur her dvelst í Ulster. Þess gæta leiðtogar IRA hins vegar ekki, að Bretar eru líka þráir og vilja ekki láta líta þannig út, að skæruliðar hreki þá frá Ulster. Þess vegna er það spurning, hvort IRA er ekki að framlengja dvöl brezka hersinsí Ulstermeð hermdarverkunum. Leiðtogar IRA svara á þá leið, að Bretar láti alltaf að lokum undan, þótt þeir þráist í lengstu lög. Þannig hafi Begin hrakið þá frá Palestínu. Rafdeild JL-hússins auglýsir: Nýkomin þýsk útiljós, eldhúsljós og Ijósakrónur. Ath.: Deildin er á 2. hæð í J.L.-húsinu. Ótrúlega hagstæðir greiðsluskilmálar á flestum vöruflokkum. Allt niður í 20% út- borgun og lánstími allt að 9 mánuðum. Opið í öllum deildum: mánud.- miðvikud. 9—18, fimmtud. 9—20, föstud. 9—22 Jón Loftsson hf. Hringbraut 121 Rafdeild Sími 10600 Frá stjórn Verkamannabústaða á Egilsstöðum Stjórn Verkamannabústaða á Egilsstöðum auglýsir eftir kaupendum að tveim 3ja herb. og tveim 4ra herb. íbúðum í parhúsum við Miðgarð 7, A og B og Miðgarð 5, A og B, sem verða tilbúnar til afhendingar um mánaða- mótin júlí og ágúst 1983. Stjórn Verkamannabústaða Egilsstöðum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.