Tíminn - 27.07.1982, Blaðsíða 6

Tíminn - 27.07.1982, Blaðsíða 6
■ Líklegt er að margir af þeim golfurum í Borgamesi sem hér horfa á snillinginn Jack Nicklaus með kylfuna taki þátt í „Ping open“ móti Golfklúbbs Borgamess síðasta dag júlímánaðar. Mynd E.H.G. Stærsta golfmót sumarsins í Borgarnesi 31. júlí Borgarnes: „Stærsta golfmót okkar Borgnesinga - sem við köllum „Ping open“ verður haldið hér í Borgarnesi laugardaginn 31. júlí n.k. Keppend- ur verða fjölmargir og keppt verður bæði með og án forgjafar", sagði Magnús Thorvaldsson, einn af félög- um Golfklúbbsins í Borgarnesi í samtali við Tímann. Magnús sagði þetta verða í 3. sinn sem þessi mót eru haldin. Hin fyrri hafi verið ákaflega skemmtileg og tekist mjög vel. A síðasta mót hafi komið um 80 manns, flestir úr Reykjavík. En margir golfarar úr Borgarnesi verða einnig meðal þátt- takenda. Öll verðlaunin á mótinu komu í Borgarnes sama daginn og „Gull- björninn", Jack Nicklaus heimsótti Golfklúbbinn á dögunum. En verð- launin eru frá Islensk/Ameríska verslunarfélaginu og hafði forstjóri þess, Best Hanson, þau með sér um leið og hann brá sér í Borgarnes til að hitta „Gullbjörninn". -HEI Prestaskipti í Glaumbæ Mælifelli: Síra Gunnar Gíslason prófastur í Glaumbæ, sem þjónað hefur Glaumbæjarprestakalli allan sinn prestsskap í 39 ár, kvaddi söfnuði sína við guðsþjónustur á kirkjunum í sl. viku. Sonur hans, Gísli Gunnarsson guðfræðikandidat predikaði, en hann sótti einn um brauðið, er það var auglýst laust til umsóknar fyrr í sumar, og mun kosning fara fram innan skamms. Jafnframt því, að síra Gunnar lætur af prestsþjónustu í kallinu mun Björn Ólafsson organisti á Krithóli hætta organistastörfum á Víðimýri en hann hefur stýrt kirkjusöng þar hátt í 6. áratugi. Fjöldi fólks sótti allar guðsþjónust- urnar, er löng og góð þjónusta var þökkuð, en ungu prestsefni vel fagnað. -Á.S. Styrkir úr „Menningar- sjóði vest- firskrar aesku” Vestfirðir/Reykjavík: Styrkur úr „Menningarsjóði vestfirskrar æsku“ til vestfirskra ungmenna sem stunda framhaldsnám, sem þau ekki geta stundað í heimabyggð sinni, verður veittur í sumar eins og undanfarin ár. Forgang að þessum styrkveit- ingum hafa: Ungmenni sem misst hafa fyrirvinnu sína (föður eða móður), einstæðar mæður, og að öðru jöfnu Vestfirðingar búsettir á Vestfjörðum (ísafirði, ísafjarðar-, Stranda- og Barðstrandarsýslum). Umsóknir um styrki úr sjóðnum þurfa að berast fyrir lok júlímánað- ar. Umsókn skal fylgja meðmæli frá skólastjóra eða öðrum sem þekkir umsækjanda, efni hans og aðstæður. Skulu þær sendar til „Menningar- sjóðs vestfirskrar æsku“ c/o Sigríður Valdemarsdóttir, Hrafnseyri við Arnarfjörð, pr. Bíldudalur. Á síð- asta ári voru veittar 12.000 kr. til þriggja ungmenna. Sumarmót Is- leifsreglunnar í Skálholti um helgina Árnessýsla: ísleifsreglan, félag áhugamanna um klassískan kirkju- söng hefur nú starfað í tvö ár og staðið að útgáfu tíða og messusöngs. ísleifsreglan heldur nú sumarmót í Skálholti helgina 16. til 18. júlí. Auk tíða verða sungnar messur: Á laugardeginum kl. 14, prestur sr. Sigurður Sigurðarson, og á sunnudeginum kl. 14, prestur sr. Sigmar Torfason. Sunnudagskvöldið verður um- ræðufundur með dr. Einari Sigur- björnssyni um nýja handbók kirkj- unnar, en hann er formaður hand- bókarnefndar. Einnig mun sr. Sig- urður Pálsson, vígslubiskup kynna nýútkomna bók sína um sögu og efni messunnar. Tvennir tónleikar verða í tengsl- um við mótið. Kl. 21.00 á föstudags- kvöldið syngur Ragnheiður Guð- mundsdóttir, alt-söngkona við undir- leik Helga Bragasonar Nisi dominin- us eftir A. Vivaldi og á laugardegin- um kl. 18.00 heldur Árni Arinbjarn- arson orgeltónleika með verkum eftir Weelinck, Busterhude og J.S. Bach. Öllum er frjáls aðgangur að því sem fram fer á mótinu. -STJAS/HEI SJALFSMORÐ ERU FÆST A ÍSLANDI — hlutfallslega samanborið við hin Norðurlöndin ■ Hér á landi voru hlutfallslega framin þrisvar sinnum færri sjálfsmorð en t.d. í Danmörku, árið 1980. Alls bundu 1.618 Danir sjálfir enda á líf sitt það ár, að því er fram kemur í skýrslu um samanburð ýmissa heil- brigðismála á Norðurlöndum. Hér á landi voru 24 sjálfsmorð og dauðsföll vegna áverka af eigin sökum árið 1980, eða 10,5 af hverjum 100.000 íbúum landsins. Var það lang lægsta sjálfsmorðstíðni á öllum Norðurlönd- unum á því ári. Samsvarandi tölur fyrir hinar þjóðirnar voru: Danmörk 31,6 sjálfsmorð á hverja 100.000 íbúa, Finnland 25,1 (1.200 sjálfsmorð), Sví- þjóð 19,6 (1.610) og Noregur 12,4 (507). - HEI Afmælismót að Ulfljótsvatni — Skátar úr Reykjavík halda upp á 70 ára afmæli sitt um verslunarmannahelgina ■ Um verslunarmannahelgina standa skátafélögin í Reykjavík fyrir afmælis- móti að Ulfljótsvatni í tilefni þess að í ár eru liðin 70 ár frá stofnun Skátafélags Reykjavíkur, sem var jafnframt upphaf skátastarfs á Islandi. Mótið verður sett að kveldi næsta föstudags, en slitið upp úr hádegi á frídegi verslunarmanna. Lögð er áhersla á vandaða tvíþætta dagskrá á mótinu. Annars vegar verða almennar skátabúðir, en þar verða samankomnir skátar hvaðanæva af landinu, byggir þeirra dagskrá á flokka- starfi. Hins vegar verða fjölskyldubúðir, þar sem dagskrárliðir eru miðaðir við sem flesta aldurshópa. Má þar t.d. nefna gönguferðir um nágrennið, bátsferðir, flugdrekagerð, refaveiðar o.fl. Á sunnudagskvöldið verður sjálf afmælishátíðin, þar sem kveiktur verður varðeldur, skemmtiatriði sýnd að hætti skáta, og haldin heljarmikil grillveisla á eftir væntanlega með meðfylgjandi dansiballi. Mottó mótsins er „AUSTUR AFTUR“. Þátttaka í fjölskyldubúðum er öllum opin, mótsgjald þar er kr. 70 fyrir hvert tjald, auk kr. 20 fyrir hvern einstakling 10 ára eða eldri. Börn innan 10 ára þurfa ekkert gjald að greiða. Þegar hafa mörg skátafélög tilkynnt þátttöku sína, en þau verða að gera það með fyrirvara til Skátasambands Reykjavíkur. Mótsgjald í skátabúðir er kr. 180. í dag eru starfandi tíu skátafélög í Reykjavík, auk ýmissa sérfélaga, s.s. Félag eldri kvenskáta, St. Georgs-gilda. Stærsta verkefni skáta í Reykjavík að undanförnu hefur verið bygging nýrrar skátamiðstöðvar við Snorrabraut. Skáta- búðin hefur þegar flutt í hið nýja húsnæði, en Skátasamband Reykjavík- ur, Bandalag íslenskra skáta, og Skáta- félagið Landnemar munu flytja starf- semi sína þangað með haustinu. - Kás. Kristján syngurá Akureyri ■ Kristján Jóhannsson óperusöngvari hefur nú gert víðreist um landið, og hefur söngur hans vakið mikla hrifningu áheyrenda. Píanóleikari hans er Guðrún A. Kristinsdóttir. Um helgina 23.-25. júlí söng hann fyrir Þingeyinga, bæði í Hnitbjörgum og að Ýdölum. Akureyringar og Eyfirðingar fá svo tækifæri til að hlýða á Kristján í íþróttaskemmunni á Akureyri, mið- vikudaginn 28. júlí kl. 21. Forsala aðgöngumiða stendur yfir í bókabúðinni Huld. Tónleikaförinni lýkur í Vest- mannaeyjum 1. ágúst. Vakin skal sérstök athygli á þeim glæsilega frama er Kristjáni hefur hlotnast á erlendri grund með samningi um söng aðalhlut- verks við „English National Opera“, eina virtustu óperu heims. Tvímælalaust ■ Kristján Jóhannsson. er þetta ein mesta vegsemd, sem íslenskum tónlistarmanni hefur hlotnast á síðari árum. Á efnisskránni eru lög eftir: Bach, Bizet, Verdi, Leoncavallo, Tosti, Card- illo, Rossini, Donizetti, Árna Thor- steinsson, Sigurð Þórðarson, Sigfús Einarsson, Sigvalda Kaldalóns og Pál ísólfsson. Sala á grásleppuhrognakavíar hjá Sölustofnun lagmetis: Hefur fimmfaldast á síðustu 2 árum ■ Sala á grásleppuhrognakavíar hefur fimmfaldast á síðustu tveim árum, að því er Sölustofnun lagmetis upplýsir, og sala á niðursoðinni rækju hefur marg- faldast á sama tíma, samkvæmt sömu heimildum. Ennfremur hefur sala aukist á reyktum síldarflökum, þorsklifur og þorskhrognum. Aftur á móti hefur dregist saman salan á gaffalbitum, frá því í fyrra, en þá hafði orðið veruleg aukning frá árinu áður. í heild varð 34% söluaukning hjá Sölustofnun lagmetis á fyrstu sex mánuðum þessa árs, miðað við sömu mánuði í fyrra. Stærstu kaupendur eru Efnahags- bandalagsríkin, Bandaríkin og Sovét- ríkin. Gert er ráð fyrir frekari sölu- aukningu á seinni hluta ársins til Bandaríkjanna og Sovétríkjanna. SV ■ Bændurnir Gunnar Gunnarsson Selfossi I og Bjami Sigurgeirsson Selfossi II vitja umnet sin í Ölfusá, en aflinn að þessu sinni var 16 laxar. Lax- veið- in.góö fOlf- usá — bæði í net og á stöng ■ Bændurnir Gunnar Gunnars- son Selfossi I og Bjarni Sigur- geirsson Selfossi II hafa um áraraðir stundað laxveiði í net í Ölfusá, en þau hlunnindi fylgja jörðinni. Þega- Tíminn kom á staðinn voru þeir bændur að draga inn netin og átti Gunnar í hálfgerðum erfiðleikum að koma þeim í bátinn. Er lokið var við að koma netunum í bátinn kom í Ijós að aflinn var 16 vænir laxar. Þeir vitja tvisvar á dag um netin sem þeir leggja á tveimur stöðum í ánni, en kvöldið áður hafði ekki verið einn einasti fiskur í þessu neti, og kvað Gunnar það vera góðs viti. Aðspurðir kváðu þeir veiðina hafa verið góða það sem af væri sumri, en veiði á stöng hefur einnig verið nokkuð góð í Ölfusá það sem af er, og til dæmis voru dregnir á land um daginn 40 laxar á tveimur döguni.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.