Tíminn - 28.07.1982, Blaðsíða 4

Tíminn - 28.07.1982, Blaðsíða 4
4______ fréttir MIÐVIKUDAGUR 28. JÚLÍ 1982 Miklir erfidleikar á skirmamörkuðum okkar: EFTIRSPIIRN Á MOKKASKIN NUM DREGIST SAMAN UM 45-50% „Búast má við verulegri verðlækkun í erlendri mynt á gærum” ■ „Málið er að mokkaskinn eru ákveðinn tískuvarningur og því verðum við alltaf að reikna með sveiflum í eftirspurn. Nú á þessu ári hefur eftirspumin svo stórminnkað, dxmi um það er stxrsti markaðurinn á þessu sviði, Þýskalandsmarkaðurinn, en þar hefur eftirspurnin minnkað um 45-50%“ sagði Jón Sigurðarson aðstoðarframkvxmda- stjóri Iðnaðardeildar Sambandsins á Akureyri í samtali við Tímann en nú eigum við Islendingar við veruiega sölutregðu að etja á skinnamörkuðum okkar. Jón sagði að þrátt fyrir þetta ástand væri það bjargföst skoðun hans og annarra á þessu sviði að þetta væri aðeins tímabundið ástand. „Á fyrri part ársins hefur sala á mokkaskinnum ekki dregist saman hjá okkur enda erum við með stóra samninga í gangi sem gerðir voru á síðasta hausti til eins árs. Það sem er alvarlegra er að margir okkar viðskipta- vina liggja nú með stóra lagera vegna sölutregðunnar. Mokkaskinn hafa verið í of háu verði miðað við ýmsar ódýrari tegundir af loðskinnum auk þess sem ýmis tísku- fyrirbrigði vinna gegn mokkaskinnum eins og til dæmis vattfóðrað leður. Allir hafa trú á því að íslensku skinnin komi til með að seljast en á lægra verði. Ég vil ekki kalla þetta hrun heldur að dökkt sé framundan,“ sagði Jón. Að magni til framleiðir Iðnaðardeild- in um 500 þúsund gærur árlega og af þeim eru 180 þús. í fullunnin mokka- skinn og er það um 35% af verðmæti framleiðslunnár ” „Annað er að við höfum verið með samninga við Pólverja sem hafa keypt stóran hluta af íslenskum gærum undanfarin ár og það setur í okkur nokkurn skrekk hvernig okkur gengur að semja við þá um gærur við næstu slátrun" sagði Jón. „Búast má við að um verulega verðlækkun verði að ræða á þessari vöru í erlendri mynt og því komum við til með að þurfa að lækka okkar útsöluverð í komandi samningum, allar líkur eru til að ætla það. „Það sem manni þykir súrt núna er að fyrirtæki á íslandi yfirleitt geta ekki byggt upp sjóði til að taka af sér skakkaföll af þessu tagi, en svona sveiflum verður maður að reikna með á 5-10 ára fresti. Ef efnahagsaðstæður væru réttar hér þá ættum við að vera undirbúnir fyrir þetta en erum það ekki. - FRI veiðihorniðfe »1 Elliðaárnar: Stöðugar göngur - rúmlega 2800 laxar í gegnum teljarann sem er um 900 fleiri en á sama tfma f fyrra ■ „Það hafa verið góðar og stöðugar göngur í Elliðaánum undanfarið og þetta 100 laxar á dag sem fara í gegnum tcljarann í ánum“ sagði Friðrik Stefánsson framkvæmdastjóri SVFR í samtali við Veiðihornið. Nú eru komnir rúmlega 2800 laxar í gegnum teljarann á móti rúmum 1900 löxum á sama tíma í fyrra þannig að veiðin í ánum ætti að verða mun betri á ár heldur en í fyrra. „Við erum mjög bjartsýnir á framhaldið og höfum trú á að þessar göngur haldi áfram" sagði Friðrik. Alls höfðu veiðst um helgina 599 laxar úr Elliðaánum á móti 591 á sama tíma 1981. Veiðin í síðustu viku í ánum var mjög góð eða 184 laxar, um 30 að meðaltali á dag. - FRI Fyrsta hallandi holan boruð við Kröflu: „Naudsynlegt að innleida þessa tækni á íslandi” — segir Gunnar Ingi Gunnarsson stadartæknifræðingur vid Kröflu: ■ „Tilgangurinn með því að bora hallandi holur er einkum tvenns konar, betra er að hitta á lóðréttar sprungur en ef borað vxri beint niður og við teljum nauðsynlegt að innleiða þessa txkni hér á Islandi því margar hitaveitur hér gxtu nýtt sér hana“ sagði Gunnar Ingi Gunnarsson staðartxknifræðingur Kröfluvirkjunar en þar hófust boranir við fyrstu hallandi borholuna hérlendis í byrjun mánaðarins. Leigð voru tæki erlendis frá og fengnir erlendir sérfræðingar vegna þessa verks en borinn Jötunn er notaður við borunina og nú er dýpt holunnar að nálgast 1500 metra. „Þetta hefur gengið vel fram að þessu og engin stórvandamál hafa komið upp. Ef ekkert kemur upp á þá ljúkum við þessari holu í næstu viku. Síðan tekur það holuna 3-4 vikur að hitna upp, því við dælum stöðugt köldu vatni ofan í hana meðan við borum, þannig að árangurinn af þessari borun gætum við farið að mæla í september." sagði Gunnar. Ekki mun vera áformað að bora fleiri hallandi holur á þessu ári. - FRI ■ Úllen Dúllen Doff revíuflokkurinn Hljómsveit Björgvins Hall dórssonar og Úllen Dúllen Doff revíuflokkurinn: Á spani um landið Greinargerð Arnarflugs: Samskiptavanda- mál við stjóm- endur Flugleiða ■ „Með þeirri skiptingu á flugleiðum til Evrópu, sem nú hefur verið ákveðin er í raun verið að tryggja skynsamlega og varanlega samkeppni i Evrópu flugi,“ segir í greinargerð, sem Arnarflug hefur sent frá sér um afturköllun flugleyfís Flugleiða á flugleiðunum til Amsterdam og Diisseldorf. Þar segir einnig að Arnarflug telji hið nýja fyrirkomulag tvimælalaust fram- faraspor í íslenskum ferðamálum og að einokun hafi verið á áætlunarflugi milli íslands og annarra landa síðan Flugfélag íslands og Loftleiðir voru sameinuð. Þá segir að hið nýja fyrirkomulag sé á engan hátt sambærilegt við það sem var þegar gömlu félögin kepptu, þar sem nú fljúgi Arnarflug og Flugleiðir til ólíkra staða á ólíkum tíma. Arnarflug telur fjölþætta þjónustu sína á erfiðum flugleiðum innanlands hafa sannað að með hagræðingu megi stórauka samgönguþjónustu við lands- menn. Á það er einnig bent að Flugleiðir hafi haft leyfi til flugs til Amsterdam upp á vasann í 12 ár, án þess að hirða um aukna þjónustu með áætlunarflugi til Hollands, og er það nefnt sem dæmi um að Flugleiðir hafi ávallt tekið samkeppni í áætlunarflugi þunglega. Síðan er vikið að yfirlýsingum Flugleiða um málið og sagt að þar sé farið með ósannindi. Því er bætt við að Arnarflug hafi aldrei farið þess á leit að Flugleiðafólk víki úr starfi fyrir Arnár-' flugsfólk, enda verði samskiptavanda- mál ekki rakin til hinna daglegu samskipta við starfsfólk Flugleiða, heldur takmarkast alfarið við einstaka stjórnendur félagsins. Síðan seg|r: Arnarflug óskaði eftir að kaupa þjónustu af Flugleiðum við tölvubókun í tækjum félagsins, þar sem eðlilegt þótti að leita til innlendra aðila. Flugleiðir höfðu ekki áhuga á þessum viðskiptum þrátt fyrir augljósan hag beggja aðila. Nú er þessi þjónusta keypt af hollenska flugfélaginu KLM og unnin af þarlendum starfsmönnum. SV ■ ÚLLEN DÚLLEN DOFF reviu- leikflokkurinn og hljómsveit BJÖRG- VINS HALLDÓRSSONAR leggja upp í leikferð um landið með revíuleiksýningu, létta tónlist af íslensku tagi og dansleikjahald í bakpokanum. Ferðin hefst nú um verslunarmannahelgina og lýkur henni ekki fyrr en í september. Ráðgert er að koma fram á einum tuttugu og fimm stöðum á landinu. ÚLLEN DÚLLEN DOFF revían er hálfrar klukkustundar löng leiksýning með tónlistarívafi, einkum ætluð fólki sem gerir kröfur til skemmtiefnis. Revían er að hluta til byggð á Kabarett Þjóðleikhússins - Kjallarakvöldi - sem gekk fyrir yfirfullu húsi áhorfenda allt s.l. leikár. Revían, er eins og Kjallarakvöldin samin og flutt af leikurum sjálfum: EDDU BJÖRGVINSDÓTTUR, RANDVER ÞORLÁKSSYNI, SIG- URÐI SIGURJÓNSSYNI OG GÍSLA RÚNARIJÓNSSYNI, sem jafnframt er leikstjóri. Leikarar þessir eru löngu þjóðkunnir af vinsælum skemmtidagskrám í útvarpi og sjónvarpi. Sáu þau, ásamt fleirum, um síðasta áramótaskaup sjónvarpsins. Einnig man fólk eftir þeim úr hinum geysivinsælu útvarpsþáttum, ULLEN DÚLLEN DOFF, en af þeim dregur revían nafn sitt. Auk þessa hafa leikararnir allir leikið í atvinnuleikhúsum Reykjavíkurborgar. Björgvin er, eins og öllum er kunnugt einn frægasti tónlistarmaður á íslandi. Nýlega sagði Björgvin ásamt félaga sínum Magnúsi Kjartanssyni skilið við hljómsveitina Brimkló. Kölluðu þeir félagar til liðs við sig nokkra valinkunna tónlistarmenn víðs vegar að úr heiminum. Þeir eru: Hjörtur Howser, hljómborðsleikari og fyrrum Fræbbblari Björn Thoroddsen sem nýlega kom heim frá Bandaríkjunum þar sem hann lagði stund á gítarnám. Tveir Svíar eru í hljómsveitinni, trymbillinn Hans Rolin og bassaleikarinn Mikael Berlund. Eru þeir sérstaklega hingað komnir til að taka þátt í revíuferðinni. Ekki má gleyma því að Magnús Kjartansson, einn frumkvöðlanna í íslenskri popptón- list, er með í hljómsveitinni. Fyrirkomulag á sýningum revluflokks-- ins verður með tvennum hætti. Annars vegar verður um að ræða „REVÍU DANSLEIK" og þá gefst gestum kostur á að dansa og skemmta sér að lokinni revíusýningu. Hins vegar mun gestum gefast kostur á að sækja revíusýninguna eingöngu. - Sjó. ■ Hljómsveit Björgvins Halldórssonar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.