Tíminn - 28.07.1982, Blaðsíða 7

Tíminn - 28.07.1982, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 28. JÚLÍ 1982 erlent yfirlit ■ Schmidt og Shultz í Kalifomíu um helgina. til þess að farið yrði að vilja hans. Niðurstaðan varð önnur. Leiðtogar vestrænu ríkjanna sögðu, að umrætt bann yrði enn óhagstæðara þeim en Rússum. Fjöldi manna yrði atvinnulaus hjá þeim, ef hætt yrði við að framleiða þær vélar til gasleiðslunnar, sem búið var að semja um. Efnahagsástandið í vestrænum löndum yrði fyrir nýju áfalli, ef farið yrði að ráðum Reagans. EFTIR að hafaa fengið þetta svar, taldi Reagan sig hafa farið algera erindisleysu til Evrópu. Það eina, sem gæti komið að gagni nú, væri að sýna Vestur-Evrópumönnum í tvo heimana. Fljótlega eftir heimkomuna sýndi hann, að þetta var honum full alvara. Hann lagði nýjan ; toll á innflutt stál frá Evrópulöndum. Hann bannaði jafn- framt evrópskum fyrirtækjum að nota hönnunarleyfi, sem bandarísk fyrirtæki höfðu selt þeim, í sambandi við framleiðslu á vélum til gasleiðslunnar. Jafnframt hótaði hann þessum fyrirtækj- um refsiaðgerðum, ef banninu yrði ekki hlýtt. Þessar aðgerðir Reagans vöktu strax mikla andspymu í Vestur-Evrópu, einkum þó síðarnefnda aðgerðin, sem yfirleitt var talin hrein lögleysa. Margir leiðtogar í Vestur-Evrópu létu í ljós, að þetta bann yrði ekki haft að neinu, m.a. Margaret Thatcher. Aðrir töldu, að rétt væri að kæra þetta mál fyrir alþjóðadóm- stólnum í Haag. Sá leiðtogi Vestur-Evrópu, sem ekki taldi sig þurfa að bíða eftir neinum slíkum úrskurði, var Mitterrand forseti Frakklands. Síðastliðinn fimmtudag (22. þ.m.) gaf hann frönskum fyrirtækj- um fyrirmæli um að hafa þetta bann Bandaríkjastjórnar að engu og standa að öllu leyti við þá samninga, sem búið Mitterrand svarar Reagan í sömu mynt Geta Schmidt og Shultz jafnað deiluna? ■ HELMUT Schmidt kanslari Vestur- Þýskalands dvelst vestanhafs um þessar mundir. Hann hóf ferð sína með því að fara til Kaliforníu og sækja þar heim gamlan vin sinn, Georg Shultz utanríkis- ráðherra. Látið var í veðri vaka, að Schmidt ætlaði að hvíla sig í Kaliforníu um helgina síðustu, en vafalítið þykir, að tími þeirra Shultz hafi verið aðallega notaður til að ræða um leiðir til að koma í veg fyrir viðskiptastyrjöld milli Vest- ur-Evrópu og Bandaríkjanna, sem nú virðist yfirvofándi. Sambúð Vestur-Evrópu og Banda- ríkjanna hefur mjög vesnað síðan Reagan forseti fór í heimsókn til Vestur-Evrópu í byrjun júnímánaðar og sat leiðtogafundina í Versölum og Bonn. Ferðalagi þessu var ætlað að bæta sambúðina, en útkoman hefur verið allt önnur. Bersýnilegt er, að það hefur verið tilgangur Reagans forseta með ferðalag- inu að sýna ótvírætt í verki, að hann væri óumdeilanlega leiðtogi vestrænu ríkj- anna og réði mestu um stefnu þeirra í samskiptum við hitt risaveldið, Sovétrík- in. FYRST og fremst er það ágreiningur- inn um gasleiðsluna miklu, sem hefur leitt til þessarar deilu, sem getur haft viðskiptastríð milli Vestur-Evrópu og Bandaríkjanna í för með sér. Það hefur verið stefna bandarísku haukanna, sem komu Reagan til vaida, að helzta ráðið til að treysta veldi Bandaríkjanna væri að koma hinu risaveldinu á kné með efnahagslegum þvingunum. í þeim tilgangi hóf Banda- ríkjastjórn baráttuna gegn gasleiðslunni miklu, þar sem hún myndi í framtíðinni styrkja Sovétríkin efnahagslega. Vestur-Evrópuríkin tóku ekki undir þetta. Þau töldu gasleiðsluna ekki síður efnahagslegan ávinning fyrir sig en Sovétríkin. Þess vegna neituðu þau að fallast á þá kröfu Bandaríkjastjórnar, að þau hættu við gasleiðsluna. Svar Bandaríkjanna var að banna bandarískum fyrirtækjum að selja efni og vélar til gasleiðslunnar, eins og búið var að semja um. Það þótti líklegt til að ■ Mitterrand tefja verulega framkvæmd hennar. Töfin yrði þó miklu meiri, ef vestur -evrópsk fyrirtæki hættu einnig að aðstoða Rússa við gasleiðsluna. Einn aðaltilgangur Reagans með Evrópuferðinni var að fá ríkin þar til að setja sams konar bann á sölu véla og efnis til gasleiðslunnar og Bandaríkja- stjórn hafi fyrirskipað vestan hafs. Slíkt myndi valda Rússum miklum erfiðleik- um til viðbótar þeim, sem fyrir voru. Þessum tilmælum Reagans var tekið á annan hátt en hann átti von á. Hann hélt, að hann þyrfti ekki nema sýna sig var að gera við Rússa um framleiðslu á vélum vegna gasleiðslunnar. Það þykir augljóst, að frönsk fyrirtæki muni fara eftir þessum fyrirmælum stjórnarinnar, enda er það þeirra, sem gert hefur stærsta samninginn við Rússa, Alsthom-Atlantique, ríkisfyrirtæki. Sennilegt þykir, að vestur-þýzka stjómin og brezka stjórnin telji sig ekki geta annað en farið í slóð Mitterrands í þessum efnum, ef Schmidt nær ekki neinu samkomulagi um þessi mál í Bandaríkjaferð sinni. Mitterrand mun telja sig hafa getað gefið áðurnefnd fyrirmæli með góðri; samvizku. Hann hefur verið mun samningsfúsari við Reagan og andstæð- ari Rússum en búizt hafði verið við fyrirfram. Bandaríkjastjórn hefur því lýst sig ánægða með stefnu hans. Mitterrand virðist bersýnilega óttast nú, að þessi afstaða hans hafi verið misskilin vestan hafs. Reagan telji sig geta gengið á lagið og knúið Frakkland til að fara að vilja sínum. Mitterrand hefur því talið að rétta svarið væri: Hingað en ekki lengra. Fyrir vestrænt samstarf er það vafalítið gagnlegt til frambúðar, að Mitterrand hefur svarað Reagan á þennan hátt. Vestrænt samstarf byggist ekki á húsbóndavaldi eins aðila líkt og Varsjárbandalagið. Reagan virðist eiga eftir að læra þetta, og jafnframt hitt, sem nýlega var orðað á þessa leið í Newsweek: Bandaríkin eiga ekki að sýna yfirburði hins frjálsa skipulags með því að reyna að koma Sovétríkjunum á kné með viðskipta- þvingunum, heldur með blómlegu efnahagslífi í Bandaríkjunum sjálfum. Mjög skortir nú á það undir forustu Reagans. Þórarinn Þórarinsson, P ritstjóri, skrifar méA erlendar fréttir Yfirlýsing Arafats ófullnægjandi ■ Talsmaður Bandaríkjaforseta hefur sagt að það verði ekki fyrr en Palestínumenn viðurkenni tilveru- rétt ísraelsrikis og gangi að ýmsum fleiri skilyrðum og ályktunum Sam- einuðu þjóðanna sem Bandarikin \ viðurkenni frelsissamtök PLO. Yfir- lýsingu þessa gaf talsmaðurinn, Larry Speakes, vegna skriflegs vott- orðs Yasser Arafats þess efnis að hann væri reiðubúinn að viðurkenna allar ályktanir Sameinuðu þjóðanna varðandi Palestínumenn, en þetta telja Bandaríkjamenn ekki nægja. Bauð Larry Speakes Arafat að koma fram með yfirlýsingar eða boð sem Bandaríkjastjórn tæki gild og gætu þar með orðið grundvöllur að viðræðum um viðurkenningu á PLO. Fá PLO menn hæli fSúdan? ■ Forseti Súdans, Jaafar Nimeiri, hefur sagst tilbúinn að taka við skæruliðum PLO í Beirút og veita þeim hæli og bækistöðvar, en forsetinn segir að svo sé að sjá sem ísraelsmenn hyggi á útrýmingarher- ferð gegn Palestínumönnum og Líbönum Miklar greinir hafa verið með Súdan og Arafat, leiðtoga PLO, og í fyrra krafðist Arafat þess að Súdan yrði vísað úr bandalagi Arabaþjóða fyrir að taka upp samband við Egypta. Á móti kvaðst forseti Súdans vilja hætta að viðurkenna PLO sem talsmann Palestínumanna. Begin telur sig Beirút í rústir r ; -’*2 ■ í þessu húsi voru skrifstofur undir stjóm PLO manna til húsa. ísraelsmenn hafa beint skeytum flugvéla sinna og stórskotaliða að byggingunni. ■ Undanfama sex daga hefur ísraelskt stórskotalið og fluglið nú haldið uppi linnulausum árásum á stöðvar PLO í Beirút og segir í heimildum frá Palestínumönnum að þúsundir skæruliða og óbreyttra borgara eigi nú um sárt að binda vegna þessara aðgerða. Segja PLO menn að 54 hafi fallið í átökum sl. mánudag og hefur helsta verslunar- hverfið í V-Beirút orðið hörmulega úti, en það var mjög þéttbýlt. Hefúr björgunarlið átt annríkt við að grafa fólk upp úr rústunum eftir árásir síðustu dagana. Gerðu árásarsveit- imar tvær loftárásir á mánudaginn sem fylgt var eftir með stórskotahríð. Stóð hvor árásanna því í nokkrar stundir. Talsmaður bandarískrar þing- mannanefndar sem nú er stödd á slóðum vopnaviðskiptanna sagði eftir viðræður við Begin, forsetisráð- herra ísraels í gær, að Begin teldi sig hafa rétt til þess að leggja Beirút í eyði, ef hann teldi nauðsyn bera til. Lýstu þingmennimir yfir svartsýni um að samkomulag gæti náðst. Philip Habib er talinn vera kominn til ísraels að nýju, eftir að hann átti viðræður við Hussein Jórdaníukon- ung um átökin. Taldi Habib viðræð- umar hafa verið gagnlegar og er getum að því leitt að Jórdaniukon- ungur hafi ljáð máls á að taka við einhverjum þeirra skæmliða PLO, sem nú eru i Beirút. Gfslar í hættu ■ Sex gislar, tveir breskir, tveir bandariskir og tveir ástralskir sem verið hafa í haldi hjá skæmliðum Nkomo í Zimbabwe, eru nú í mikilli hættu, eftir að ræningjar þeirra hafa verið umkringdir af herdeildum stjórnar landsins í skóglendi í óbyggðum. Var fólkið gripið er það var á skoðunarferð við Viktoríufoss- ana og hafa ræningjarnir krafist þess að nokkrir félagar þeirra verði leystir úr haldi sem lausnargjald. Herdeildir Mugabes forsætisráð- herra hafa nú þreytt ræningjana og I veltur á miklu hvemig til tekst að | endurheimta fólkið, hvort samning- ar nást við ræningjana eða þá að | fangamir láta lif sitt.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.