Tíminn - 28.07.1982, Blaðsíða 9

Tíminn - 28.07.1982, Blaðsíða 9
„Sennilega lifi ég ekki að menn læknist af þessari dellu fremur en mörgum öðrum dellum, sem nú virðast koma í stað þess sem áður varð að nægja en það var að glíma við höfuðskepnurnar og hafa af þeim sigur. Þessari ómenningu ættum við samt að svara með því að hefja bílinn til þeirrar virðingar, sem honum ber í höndum okkar annars svo vanmáttugra gagnvart víðáttunni.“ hrærði í gírkassanum eins og hann væri að leita að fimmta gírnum. Það söng og hvein í vélinni en tryllitækið óð framúr. Keli átti fullt í fangi með að halda í við það, en þegar hinn þurfti að snarbremsa á rauðu, gaf hann í botn og húrraði framúr á gulu, kominn með forskot sem hinn treysti sér ekki til að vinna upp. Ásta lág fram á hnén eins og flugvél sem hrapar. „Það sem vantar á hestöflin vinn ég upp hér öskraði Keli og benti á toppstykkið", (höfuð sér)... Þama er það ungur maður sem segir það sem segja þarf. Það er á þessa strengi sem rallíið slær, það er nokkurs- konar uppreisn æru þeirra sem ekki eiga þann þroska sem fellur undir að kallast almennt velsæmi. Að vísu er það engin uppreisn æm nema fljótt á litið gagnvart nánasta umhverfi, innra með þessu fólki býr meðvitundin um þann mismun sem peningamir valda. Enginn kemst í alvöru rallí nema eiga uppmöndlað tæki og helst annað í varahlutum. Sennilega lifi ég ekki að menn læknist af þessari dellu fremur en mörgum öðrum dellum sem nú virðast koma í stað þess sem áður varð að nægja, en það var að glima við höfuðskepnumar og hafa af þeim sigur. Þessari ómenningu ættum við samt að svara með þvi að hefja bilinn til þeirrar virðingar sem honum ber í höndum okkar, annars svo vanmáttugra gagnvart víðáttunni. Þeir sterkari eiga ekki að storka hinum sem em minni máttar, fyrir þetta uppátæki eigum við að skammast okkar og fara með það í felur meðan það losnar ekki við eiganda sinn. Bönnum að birtar verði frásagnir af rallii, kannski þætti þá Kela allt í lagi að vera á Moskvis og þyrfti þá ekki að brenna yfir á gulu. Ef við náum ekki hugsunarhættinum niður á almennt velsæmi er allt tal um bætta menningu í umferðinni út í hött, þó rallíið sé kannski ekki sýkingarvald- urinn heldur mannlegur breiskleiki, er óþarfi að dekra svona vitleysu. Ég er ekki uppnæm fyrir mótbárum, við skulum segja eins og þeirri að ekki hættum við að sigla um hafið þó það geymi bræður okkar og systur. Við þurfum að hjálpa „Kela“ yfir sitt vandamál, um þann þátt mætti vel skrifa annað vers. Jónína Jónsdóttir < X < —l BO cc Q z 3 W »0 O ja Q LU *° > X < HEILDARMAGN AF KÖFNUNAREFNI, N, i TILBÚNUM ÁBUROI / / / / / / / i / / V LAXVEIÐI, / / MEÐALTÖL 5 ARA y .• / /S < z WM g cc o co •o ri ■£ D X t— O z ÍÉ z LL UJ tr < z 3 Z u. O X 73 ÁBURÐAR ÁR !*' LAXVEIDI- AR, 5 ARA MEÐALTÓL tilbúnum áburði um árabil og Einar Hannesson, starfsmaður Veiðimála- stofnunarinnar, lét mér í té töflu yfir heildarlaxveiði hérlendis á tímabilinu 1946-1980. Þessar upplýsingar eru færð- ar á línuritið sem fylgir þessum greinarstúf. Með því að áhrif áburðar á laxagengd myndu ekki koma fram fýrr en 4-5 árum eftir að áburðinum er dreift eru á línuritinu heildaráburðamotkun tiltekið ár og heildarlaxveiði 5 árum síðar færð á sömu punkta á timaás línuritsins. Greinilega gætir talsverðrar fylgni milli köfnunarefnisnotkunar og laxaframleiðslu, og á skoða þetta sem staðfestingu á þvi sem raunar er auðsætt, að notkun tilbúins áburðar hefur óhjákvæmilega nokkur jákvæð á- hrif á framleiðslu silungs og lax. En að sjálfsögðu eru hér aðrir þættir að verki. Skal að svo stöddu ekki gerð tilraun til að meta tölulega mikilvægi tilbúins áburðar i þessu sambandi,en ég tel þó ómaksins vert að birta umrætt línurit. Könnun á tilteknum vatnasvæðum- eða kerfum gæti reynst áhugaverð, í Ijósi þeirra atriða sem hér hefur verið vakin athygli á. landfari íslensk tunga og þjóðern- ishyggja ■ Ég var að lesa í riti sem hópur háskólanemenda gefur út. Þar er ýmislegt sem vekur til umhugsunar og gaman væri að minnast á. En í þetta sinn ber ég mig upp undan málfari einnar greinar í ritinu. Þess er að vísu getið að ritgerðin sé byggð á erlendum greinum eða bókum. Ég kippi mér ekki upp við þó að þarna sé talað um „strauma sem eiga rætur sínar að rekja til nýpósitífisma, strukturfunktionalisma og sögulegr- ar efnishyggju." En svo kemur þessi kafli: „Að nota hugtök eins og konur sem minnihlutahópur/konur sem ákveðinn félagshópur getur að- eins verið aðferðafræðilega rétt- lætanlegt ef meðlimir þess hóps/- hópa búa yfir ákveðnum félags- legum eiginleikum, eru í þeirri hlutlægu stöðu og hafa til að bera svipaða vitund sem á fleira sameiginlegt heldur en þau ein- kenni sem aðskilur meðlimi hóps- ins/hópanna.“ Þetta finnst mér nokkuð torskilið, en þó held ég að merkingin eigi að vera þessi: „Að nota hugtak eins og konur um ákveðinn minnimáttar félags- hóp er því aðeins rétt, að sameiginlegir, félagslegir eigin- leikar hópsins séu meiri en það sem aðskilur einstaklinga hans.“ Svo er annar töluliður, sem mér finnst heldur erfiður til skilnings: „Til að geta notað hugtakið konur sem hópur andspænis körlum sem hóp, þá verður það þar fyrir utan að vera krafa, að þau atriði sem einkenna konur sem hóp séu mun meira afgerandi sem flokkunartæki, heldur en þau atriði sem bæði einkenna stöðu karla og kvenna, gerðir þeirra og afstöðu gagnvart öllum hlutum." Ég held helst að þetta mætti segja svona: „Svo að hægt sé að tala um konur sem hóp andspænis körlum, er nauðsynlegt að sameiginleg sérkenni þeirra séu meiri en það sem sameiginlegt er bæði körlum og konum í stöðu og viðhorfum.“ í þessu riti er talsvert rætt um þjóðerniskennd og tilfinningar þær sem gera menn að þjóð. Það er kannski íhaldsemi úr hófi að sætta sig ekki við að sagnfræðinemar í Háskóla íslands ræðist við með því tungutaki sem hér hefur verið vitnað til. Samt hygg ég að sagnfræðinem- um og kennurum þeirra kunni að vera nokkur fróðleikur í því að þetta kemur illa við þjóðerniskennd okkar sumra. H.Kr. Um siðferðismörk útvarpsráðsmanna — eftir Gunnar Stefánsson ■ Síðustu daga hef ég beðið eftir tilkynningu um afsögn Ellerts B. Schram úr útvarpsráði. Hún er ekki komin enn. Nú má það kallast minni háttar mál hverjir sitja í útvarpsráði hverju sinni. En hér stendur sérstak- lega á. Fyrirtækið Videoson hugðist fyrir skömmu sýna upptökur af knattspyrnuleikjum frá heimsmeist- arakeppninni í knattspyrnu sem teknar höfðu verið í Danmörku í heimildarleysi. Ríkisútvarpið hafði keypt sér einkarétt af þessu efni og má ætla að útvarpsráðsmönnum hafi ekki verið verið um það ókunnugt. Einn þeirra er Ellert B. Schram, ritstjóri Dagblaðsins & Vísis. Hann er meðal þeirra sem standa að fyrirtæki sem heitir hinu fagra nafni „Frjáls fjölmiðlun" og þeir gripu til þess „örþrifaráðs" sem Ellert kallar (Mbl 16. júlí) að afla sér þessa efnis með þeim hætti sem að ofan greinir og ætla að sýna það. Ríkisútvarpið fékk að sjálfsögðu sett lögbann á þetta athæfi. Að vísu er ekki að sjá að lögfræðingurinn Ellert hafi alls kostar verið við þeirri aðgerð búinn því að hann segir í Morgunblaðinu 16. júlí: „Mér hefur ekki dottið í hug annað en það væri allt í góðu lagi með það“ (að sjónvarpa þessu efni á vegum Videoson)... „Menn voru í góðri trú um að það yrði ekki amast við þessu. Það hefur ekki farið fram hjá neinum að blað Elierts Schram útvarpsráðsmanns er andsnúið Rík- isútvarpinu. Dag eftir dag birta starfsmenn þess og dálkahöfundar óhróður um stofnunina. Fjaðrafokið vegna knattspyrnunnar var fegins- fengur þessu blaði til að blása að glæðum óvildar og búa þannig í haginn fyrir þá sem bíða málþola eftir að geta gert sér „frjálsa fjölmiðlun" að gróðalind, en þar munu eiga hlut að menn sem nátengdir eru þessu dagblaði. Það er pólitískt álitamál hvort ríkið skuli hafa einkarétt á útvarpi eða sjónvarpi eða hvort láta á gróðahákörlum eftir að sinna þeirri starfsemi og leyfa þeim um leið að grafa undan Rikisútvarpinu fjárhags- lega, semóhjákvæmilega fylgdi skerð- ingu á einkarétti þess. Slík mál var ekki ætlun mín að ræða nú. Ég vil aðeins vekja athygli á þeim ódæmum að þingkjörinn útvarpsráðsmaður hefur gengið fram fyrir skjöldu til að brjóta lög á Ríkisútvarpinu. Slíkt hefði einhvern tíma verið kallað að níðast á því sem manni er til trúað. Ég trúi því ekki að mönnum finnist almennt slíkt framferði sem þessi útvarpsráðsmaður hefur í frammi sæmandi. Ég trúi því ekki fyrr en ég tek á að siðferðisblinda Ellerts Schram i sé slík að hann sjái ekki að áframhaldandi seta hans í útvarps- ráði er allt í senn: Gróf móðgun við Ríkisútvarpið og forráðamenn þess, storkun við heilbrigða réttarvit- und almennings og óvirðing við Alþingi sem fól honum forsjá þessarar stofnunar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.