Tíminn - 28.07.1982, Blaðsíða 12

Tíminn - 28.07.1982, Blaðsíða 12
16 Skipstjórnarnám Umsóknarfrestur um skipsstjórnarbraut, I. stig við Dalvíkurskóla skólaárið 1982-’83 framlengist til 20. ágúst. Námið er skipulagt í samráði við Stýrimanna- skólann í Reykjavík og veitir það réttindi til stjórnunar 120 tonna fiskiskipa. Umsóknum fylgi heilbrigðisvottorð og augnvottorð, sakavottorð og vottorð um siglingartíma. Heimavist á staðnum. Skólastjóri. • Öll almenn prentun • Litprentun • Tölvueyðublöð • Tölvusettir strikaformar • Hönnun • Setning • Filmu- og plötugerð Prentun • Bókband, PRENTSMIÐJA KUdl'yi # j n C^ddc Ct HF. SMIÐJUVEGI 3, 200 KÓPAVOGUR, SÍMI 45000 LU AUPIREAU BAGGATINUR • Vökvadrifið færiband. • Óháð hvað baggar liggja þétt á velli. • Getur unnið úr stæðum. • Hentug sem færiband við hlöður Verð kr. 24.750.00 Jafnar greiðslur á 5 mánuðum. (eða eftir samkomulagi). VEIáECCG Sundaborg 10 — Simar 8-66-55 & 8-66-80 MIÐVIKUDAGUR 28. JÚLÍ 1982 íþróttir 333 mörk í 45 leikjum á 6. flokksmótinu á Seffossi: ff Við komum aftur næsta ár ■ Segja má með sanni að hver stórviðburðurinn reki annan i knatt- spyrnunni nú um þessar mundir. Fyrst var það heimsmeistarakeppnin á Spáni i júni og júli. Nú var það úrslita- keppni 6. aldursflokks sem nú var haldin dagana 21-26. júli á Selfossi. Er þetta í fyrsta skipti sem sUk keppni er haldin og er óhætt að segja að þetta verður ekki sú siðasta þvi Selfyssingar eru ákveðnir í að halda þessa keppni aftur að ári. Keppendur á mótinu voru rúmlega eitt hundrað og er óhætt að segja að hinir ungu íþróttamenn hafi sett sterkan og skemmtilegan svip á bæinn þessa tæpu viku seiii þeir hafa dvalið hér. Keppendur voru frá átta félögum víðs vegar um landið. Spilaðir voru 7-10 leikir á dag, en leikimir voru 45 í allt. í þessum leikjum voru skoruð alls 333 mörk, en það þýðir að í hverjum leik voru skoruð að meðaltali rúm 7 mörk sem verður að teljast gott ef miðað er við 1. deildarleikina núna. Keppt var í einum riðli þar sem allir kepptu við alla. Keppnin var hörku spennandi og stóð a-lið ÍA uppi sem sigurvegari eftir mikla keppni við a-lið Týs frá Vestmannaeyjum en Akurnes- ingarnir unnu á hagstæðari markatölu. Drengirnir dvöldu í gagnfræðaskól- anum á Selfossi og höfðu starfsmenn íþróttamiðstöðvarinnar veg og vanda að framkvæmd og umsjón mótsins. Séð var fyrir því að eitthvað væri við að vera á milli leikja þá var horft á vídeó, spilað og haldin kvöldvaka sé eitthvað upp talið. Veðrið gerði dálítinn grikk og þurfti m.a. að færa leiki á malarvöll sökum rigninga en einnig var leikið á velli i Þrastarskógi. Að öðru leyti gekk allt eftir áætlun. Að sögn Eyjólfs Harðarsonar sem var fararstjóri liðs Víkinga frá Olafs- vík tókst mótið vel í alla staði og lofaði hann starfsfólk sem vann að keppninni fyrir góða frammistöðu. Einnig róm- aði hann alla þá aðstöðu sem þeim var látin i té en aðstaða til iþrótta- iðkunar er mjög góð á Selfossi. Síðasta kvöldið afhenti Jón B. Stefánsson keppendum hverjum og einum viðurkenningaskjal fyrir keppn- ina og einnig fengu Akurnesingar veglegan bikar sem þeir unnu til eignar og þá fékk hver leikmaður þeirra gullpening auk viðurkenningarskjals- ins. Týrarar fengu silfurpening auk skjals einnig fékk leikmaður þeirra Huginn Helgason gullpening fyrir markakóngstign sína. Að lokum héldu leikmenn kampakátir heim á leið miklu betri knattspymumenn en áður. GBG-Selfossi Kristján Hjálmarsson náði bestum árangri ■ Kristján Hjálmarsson frá Húsavik vann tvöfaldan sigur í „Opna Húsavík- urmótinu" i golfi sem fram fór á velli Golfklúbbs Húsavikur um helgina. Þar mættu 73 keppendur til leiks, og er það mun meiri þátttaka en áður befur verið í þessum mótum. Völlurinn á Húsavik skartaði sinu fegursta um helgina. Hann er ekki stór en heldur ekki svo auðspilaður eins og sást á heildarárangri keppenda. Úrslit urðu þessi: Karlaflokkur: Kristján Hjálmarsson . . . GH 154 Axel Reynisson............... GH 159 Skúli Skúiason .............. GH 163 með forgjöf: Kristján Hjálmarsson . . . GH 142 Axel Reynisson............... GH 143 Jón G. Aðalsteinsson . . . GA 146 Kvennaflokkur: Inga Magnúsdóttir .... GA 190 Jónína Pálsdóttir......... GA 200 Sigríður B. Ólafsdóttir . . GH 208 með forgjöf: Sigriður B. Ólafsdóttir . . GH 160 Inga Magnúsdóttir .... GA 164 Aðalheiður Jónsdóttir . GH 165 Unglingaflokkur: Bjöm Axelsson............... GA 170 Ólafur Gylfason............. GA 178 Bogi Bogason.................GE 178 (Ólafur sigraði í aukakeppni) með forgjöf: Bogi Bogason.................GE 140 Ólafur Gylfason.......... GA 142 Ólafur Þorbergsson .... GA 144 Volvo-umboðið á Islandi gaf glæsi- leg verðlaun til keppninnar. Veitt voru aukaverðlaun fyrir að vera næstur holu á 3. braut i einu höggi. Fyrri daginn hlaut þau Kristján Hjálmarsson GH sem var 57 cm frá og siðari daginn Ólafur Gylfason sem var 163 cm frá holu. Þrfr leikir ■ Markvörðurinn ungi, Stefán Arnarson, ver vítaspymu Ómars Jóhannsonar í leik KR og ÍBV á dögunum. í kvöld lenda Eyjamcnnirnir í klónum á toppliði 1. deildar, Víkingi, en leik KR og ÍA var frestað. í 1. deild ■ Það verður mikið um að vera í 1. deild knattspymunnar í kvöld. Á Laugardalsvellinum mætast topplið deildarinnar, Víkingur og ÍBV, og ættu Víkingarnir að tryggja sér þar ömggan sigur ef marka má fr.ammi- stöðu liðanna undanfarið. Reyndar hikstaði hin velsmurða Víkingsvél lítillega á ísafirði um helgina síðustu. í Kópavogi mætast UBK og ÍBI og er þar síðasta tækifæri Blikanna að blanda sér í toppbaráttuna. KA fær síðan Fram í heimsókn norður á Akureyri. Leik KR og ÍA var frestað að sinni, þar sem Skagamaðurinn ungi, Sigurður Jónsson, er með Unglinga- landsliðinu í Finnlandi. - IngH

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.